Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. maí 1984 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður Lausar eru til umsóknar kennarastööur við eftirtalda skóla: Menntaskóiann í Hamrahlíð, kennarastöður í ensku og sagnfræði. Menntaskólann á Laugarvatni, kennarastaða í þýsku. Fjölbrautaskólann í Breiðholti kennarastöður í eðlisfræði í raungreinadeild, kerfis- fræðum í viðskiptadeild, tvær kennarastöður í ís- lensku og ein í rennismíði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík fyrir 5. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólaslit og brautskráning stúdenta veröur laugardaginn 19. maí kl. 14. Dagskóli: Valdagur, 17. maí, hefst með af- hendingu einkunna kl. 9. Eldri nemendur öldungadeildar: Prófsýn- ing 18. maí kl. 17 -19. Innritun á rvæstu önn verður 17. og 18. maí kl. 16 --19. Nýnemar í öldungadeild: Innritun 21. og 22. maí kl. 16 - 19. Kennarafundur verður 21. maí kl. 13. Rektor. Breiðholtssókn Aðalfundur Breiðholtssafnaðar verður hald- inn sunnudaginn 20. maí, og hefst með guðsþjónustu kl. 14 í Breiðholtsskóla. Sóknarnefndin. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í skólanum verða haldin sem hér segir: Mánudaginn 21. maí kl. 1: Tónmenntakenn- aradeild. Mánudaginn 21. maí kl. 5: Söngdeild Þriðjudaginn 22. maí kl. 1: Tónfræðadeild. Þriðjudaginn 22. maí kl. 4: Píanó- og píanó- kennaradeild. Miðvikudaginn 23. Blásturshljóðfæra- og deild. Miðvikudaginn 23. maí kl. 4: Strengjahljóðfæra- og fiðlukennaradeild. Miðvikudaginn 23. maí kl. 5: Nemendur á öðru hljóðfæri. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um námsbrautir og prófkröfur eru gefnar á skrif- stofu skólans mán. - föst. kl. 9 - 4. Umsóknar- frestur er til 19. maí. Skólastjóri. maí kl. 2: blásarakennara- LATIÐ FAGMENN VINNA VER Sprungu- þak- Upplýslngar i símu.n (91) 66709 & 24579 Tökum að okkur að þétta sprungur i steinvegjum, lógum alkaliskemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujarnsþök þétting Höfum háþróuð amerisk þéttiefni frá RPM 11 éra reynsla é efnunum hér é landi. BÆKUR BLÖÐ PLÖTUR JASS ROCK KLASSIK ÞJÓDLÖC Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðartausu én skutdbindinga af yðar hétfu. Laugavegi17 S: 12040 Þeirra líf, okkar líf Atrlðl úr Lífmyndum: Hvað bíður barnsins sem er að fæðast? Leikfélag Sólheima Lífmyndir Höfundar: Halldór Kr. Júlíusson og Magnús J. Magnússon Leikstjóri: Magnús J. Magnússon Tónlist: Mist Þorkelsdóttir ofl. Búningar: Elsa Jónsdóttir. Á sunnudag var sýndur úti á Sel- tjarnamesi látbragðsleikur sem vistmenn á Sólheimum flytja. Þar er farið með sögu af pilti og stúlku sem kynnast, fella hugi saman, gift- ast og eiga bam - en það reynist vangefið. Nú tekur við ganga með lítinn dreng milli sérfræðinga og síðar víkur sögunni að því, að hann getur ekki leikið sér með öðmm börnum - að lokum láta foreldr- arnir soninn frá sér á stofnun. Þar er allt í mjög föstum skorðum, en drengurinn á sinn hlut í að þar verður breyting á. Hann kynnist stúlku sem einnig er þroskaheft og þetta verður til þess að hann er sendur á aðra stofnun þar sem hon- um leiðist mikið. Hann flýr, ieitar vinkonu sína uppi og kynnir hana fyrir foreldrum sínum. Sá sem að utan kemur inn í þennan heim gerir sér að sjálfsögðu ekki nema að tak- mörkuðu leyti grein fyrir því, hverjir erfiðleikar em á því að búa til sýningu sem þessa, þar sem þroskaheftir túlka hlutskipti sjálfra sín og fjölskyldna sinna. Hitt er víst að árangurinn er mjög fallegur og hrífandi: við vitum að barist er við ofurefli með nokkmm hætti og hver sigur er fagnaðarefni. Höf- undar og leikstjóri standa mjög smekklega og kunnáttusamlega að sínu verki: lífsmyndirnar líða hjá í svarthvítum einfaldleika, hið átakanlega í sögunni líður aldrei úr Árni Bergmann skrifar um leikhús minni áhorfandans, en spaugi- legum hliðum allrar tilvem er held- ur ekki gleymt - til dæmis þegar sýnt er ábúðarmikið annríki lækna á sjúkrahúsi eða dansleikurinn á stofnuninni þar sem drengurinn og stúlkan kynnast. Þessi sýning er hópvinna og koma margir við sögu og er auðséð að fólkið leggur sig fram og nær vel saman um skýra og einlæga tjáningu. Allur munu betur vita hvflíkt gagn og ánægju þátttakendur í þessari sýningu hafa af því að koma henni upp, sýna hana um landið og fara með hana til Norðurlanda. Hitt er svo víst, að áhorfandinn verður fyrir þeirri góðu reynslu að vera settur í spor fólks sem hann hefur tilhneigingu til að hugsa sjaldan um. Sú reynsla er sterk og áhrifamikil. ÁB. Rögnvaldur og Gísli frá F.U.Í. „Viljum ekki verða út- undan á ári æskunnar“ Stofnuð samtök fatlaðra ungmenna „Við viljum vekja ungt, fatlað fólk til vitundar um stöðu sína, berjast fyrir hagsmunamálum þelrra og efna félagslegan þroska og kynni. Auk þess vilj- um við tryggja að ungt fatlað fólk verði ekki útundan á næsta ári, sem er ár æskunnar", sögðu þelr Rögnvaldur Óðinsson og Gísli Helgason frá nýstofnuðum samtökum fatlaðra ungmenna á íslandi, en Rögnvaldur er for- maður og Gísli varaformaður framkv.stjórnar samtakanna. Það var Sjálfsbjörg og Blindrafé- lagið sem höfðu forgöngu að stofnfundinum, sem haldinn var 14. apríl og sendu átta félög full- trúa. Gestir á stofnfundinum vour Guðmundur Guðmundsson, form. Æskulýðsráðs ríkisins, Sölvi Ólafs- son, form. Æskulýðssamb. ís- lands, og Níels Árni Lund Æsku- lýðsfulltrúi rikisins, sem er jafn- framt form. framkvæmdanefndar árs æskunnar 1985. Ávörpuðu þeir fundinn og fluttu samtökunum ám- aðaróskir. Auk þeirra Rögnvaldar og Gísla voru kosin í framkvæmda- stjórn þau Þórhallur Amarson, gjaldkeri, Guðbjörg Eiríksdóttir, ritari og Hólmfríður Bjamason meðstjómandi. Stofnun samtakanna var sam- þykkt samhljóða og nafn þeirra verður „Fötluð ungmenni á ís- landi“, skammstafað F.U.Í. Við stofnun mun komast á samstarf nefnda og sambanda ungs fatlaðs fólks í hinum ólíku hagsmunafé- lögum innan Öryrkjabandalags ís- lands. Tilgangur samtakanna er: a) Að berjast fyrir hagsmunamálum ungs, fatlaðs fólk. b) Efla kynni á meðal fatlaðra ungmenna á íslandi. c) Auka félagslegan þroska fatl- aðra ungmenna. d) Koma á samstarfi við félaga- samtök fatlaðra og ófatlaðra, bæði hérlendis og erlendis, sem vinna að svipuðum málum. Á stofnfundi voru gerðar eftir- farandi samþykktir: a) Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til þeirra aðildarfélaga, sem ekki hafa æskulýðsnefndir starfandi, að þau komi þeim á fót innan sex mánaða. b) Að fela aðalstjórn F.U.Í. að sækja um aðild að Æskulýðs- sambandi íslands. c) Að óska eftir við menntamála- ráðherra að fá fulltrúa í fram- kvæmdanefnd árs æskunnar 1985. Æskulýðsnefndir eru starfandi hjá tveim aðildarfélögum þ.e. Sjálfsbjörg og Blindrafélaginu. Fimm félög tilnefndu fulltrúa í að- alstjóm og aðra fimm til vara. Rögnvaldur Óðinsson, mun sitja stjómarfundi Öryrkjabandalags íslands, sem áheyrendafulltrúi og Gísli Helgason, mun verða vara- maður hans. 14. apríl síðast liðinn barst F.U.Í. höfðingleg gjöf frá stjóm Ferlisjóðs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, er það ávísun að upp- hæð kr. 25.000-.Er þaðsamtökun- um ómetanlegur styrkur í upphafi starfs þeirra og kunna þau Ferli- sjóði bestu þakkir fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.