Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Þreytumerkin á ríkisstj órninni Tveir strákar Ríkisstjórnin virðist ekki njóta mikilla vinsælda um þessar mundir, enda eru hveiti- brauðsdagarnir liðnir og ýmiss konar þreytumerki gera vart við sig. Framsóknarflokkurinn hef- ur gefið sig á vald örlaganna um helstu pólitísk málefni, þannig að flest eru ágreinings- málin innan Sjálfstæðisflokks- ins. Þingflokkur Framsóknar- flokksins lætur sér það hlut- skipti nægja að fela formanni flokksins að ganga frá hinum ýmsu viðkvæmu málum sem stjórnin þarf að taka á. Bœld reiði brýst út Eftir að Morgunblaðið hafði gert vissan ágreining innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og á milli ráð- herrablokkarinnar og þingflokks- ins að sérstöku fréttaefni hafa fleiri látið í sér heyra um sérskoð- anir og minnihluta. Þannig taldi Egill Jónsson sér óhætt að láta orðsins brand ríða á Eyjólfi Konráð í sameinuðu þingi sl. fimmtudag og Eykon telur sér óhætt að setja fram sérskoðanir sínar í málum einsog landbúnað- armálum. Innan Framsóknarflokksins er einnig mikil gremja með stjómar- samstarfið, en þingmenn flokksins eru afskaplega talhlýðnir og bæla með sér óánægjuna fremur heldur en þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þó er vitað, að þingmenn eins og Ólafur Jóhannesson, Tómas Árna- son, Ingvar Gíslason, Davíð Aðal- steinsson og Stefán Valgeirsson eru ekkert yfir sig hressir með stjórnarsamstarfið en þeir láta sjaldan eða aldrei til sín heyra um ágreininginn. Þeim mun stærri verður sprengjan þegar hún loksins springur. Inni á alþingi fer ekki milli mála, að stjórnin hefur misst þá miklu tiltrú sem hún hafði meðal þing- manna beggja stjómarflokkanna í öndverðu. I einkasamtölum láta þingmenn þessara flokka móðan mása um ríkisstjómina rétt einsog almenningur. í því ljósi gæti verið varasamt að líta á þingstyrk ríkis- stjórnarflokkanna til að sjá hversu traustum fótum hún stendur. Með íhaldið í bandi Við höfum íhaldið í bandi, sagði einn þingmaður Framsóknar- flokksins þegar hann var spurður hvers vegna Framsókn sæti svo stíft á kosningalagabreytingum. Benti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn væri ótryggur í stjórnarsamstarfinu og gæti hvenær sem er hlaupist á brottu til að sækja sér aukinn styrk og rjúfa hið óvinsæla stjórnarsam- starf. Meðan kosningalögin væru ekki afgreidd væri þetta nær ó- gjörningur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þess vegna lægi Framsókn ekkert á að koma þessu máli í gegn. Tilviljanakenndar yfirlýsingar og athafnir Innan þings og utan, meðal stuðningsmanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar virðast flestir sammála um að vinnubrögðin í ríkisstjórninni séu hin sérkennileg- ustu. Hafa menn á orði í baksölum alþingis að tilviljanakenndar yfir- lýsingar og stjórnarathafnir ein- stakra ráðherra og ríkisstjórnar- innar allrar hafi grafið undan trausti manna til hennar. „Það er ekkert að marka þá“ er algengasta viðkvæðið. Einmitt þetta þykir sérstakri furðu sæta, þarsem ríkisstjórnin hefur ekki átt að mæta öflugri stjórnarandstöðu á alþingi eða af hálfu verklýðshreyfingarinnar fram að þessu. Þegar liðið hefur að þinglausnum hefur ágreiningurinn innan stjórnarflokkanna orðið æ meira áberandi og ljóst er að ríkis- stjórnin veldur ekki þeim málum sem undir hana heyra. Þrátt fyrir hinn gífurlega þingmeirihluta ætlar hún ekki að koma málum sínum fram á þinginu - og í góðsemi vega þeir hver annan. Þú ert bara blaðafulltrúi Margir telja að eina ástæðu þessa furðulega ástands mátt- lausrar ríkisstjórnar og endalauss ágreinings megi rekja til þess að formaður og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins eru ekki ráðherrar í ríkisstjórn. Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson hafa verið dregnir inní ríkisstjórnina með óbeinum hætti, þ.e. að haft er náið samráð við þá um óvinsælar ráðstafanir stjórnar- innar. Þannig hefur ríkisstjórninni tekist tvennt í einu: formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru gerðir ábyrgir með ráðherrun- um - og í öðru lagi eru þeir stuð- púði milli stjórnarinnar og þings- ins. Þetta þykir stjórnmálamönn- unum tveimur þröngt pólitískt at- hafnasvæði og vilja komast úr því - með því að fara inní ríkisstjórn ell- egar þá að rjúfa stjórnarsamstarf- ið. í helgileikum Sjálfstæðisflokks- ins eru menn ákaflega fastheldnir á ýmsa siðu og ritúöl. Hlutirnir þurfa að ganga formlega fyrir sig til að vera viðurkenndir. í pólitískum leikfléttum er þess vendilega gætt að kirkjan haldi yfirbragði sínu; hinn ábyrgi borgaraflokkur fái ekki á sig svipmót ungæðisins. Áður en til breytinga kemur verður svörð- urinn að vera pældur vendilega og þá er ekki ónýtt að hafa Morgun- blaðið að amboði. Margir minnast þess að Styrmir Gunnarsson ritstjóri skrifaði grein fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðis- flokksins, þarsem hann boðaði nýja starfsháttu í kringum formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann Geir Hallgrímsson vera síðastan meðal hinna stóru formanna. Næsti formaður yrði bara blaða- fulltrúi. Þorsteinn Pálsson hefur ekki látið sér segjast með þessari grein - og hefur fram að þessu látið á sér skiljast að hann myndi ganga inní ríkisstjórn nær honum þóknaðist. Björn Bjarnason ritar grein á fimmtudaginn, þarsem hann segir nánast við Þorstein: Þú ert bara blaðafulltrúi. Segir hann að for- maðurinn þurfi að fá samþykki á hinum ýmsu stöðum innan flokks- ins eigi hann að ganga í ríkisstjórn. Það sé hins vegar órætt mál. Hefndirnar og leikfléttan Daginn áður en það er tilkynnt formlega að Björn Bjarnason sé orðinn aðstoðarritstjóri og yfir- maður pólitísks fréttaflutnings í Morgunblaðinu kemur dálítið sér- stæð frétt í Mogganum. Hún er af félagsfundi í Sjálfstæðisflokknum vestur á Seltjarnarnesi. Fréttin kom á baksíðu og var um ræðu Friðriks Sophussonar varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Slíkt er einsdæmi. Sagði þar frá gagnrýni varaformannsins á stjórnarstefn- una og kröfu um breytingar á stefnu og um að formaður Sjálf- stæðisflokksins yrði ráðherra. Ýmsir Sjálfstæðismenn telja að Björn og Styrmir hafi þá séð fyrir sér leikfléttu sem þjóna átti ýmsum markmiðum í senn. Þannig hafi Björn ævinlega haft horn í síðu Friðriks eftir að hafa tapað fyrir honum formannskosningum í SUS fyrir rúmum áratug. Menn eru heiftræknir þar á bæjum. Þegar ákveðið var að senda frétta- haukinn Fríðu Proppé inná þenn- an félagsfund vestur á Nesi, var ljóst að mikið stóð til. Morgun- blaðsritstjórarnir eru sagðir hafa reiknað með að Friðrik væri úr sög- unni eftir að hafa verið jafn stráks- legur og harðorður í garð ríkis- stjórnarinnar. En annað kom á daginn. Fréttin hafði nefnilega öfug áhrif meðal Sjálfstæðis- manna, þeim þótti tími til kominn að einhver segði eitthvað satt og ljótt um ríkisstjórnina í Moggan- um. Til að reyna að breyta þessum boðum til Iesenda skrifar svo Björn fimmtudagsgrein sína um ótíma- bærar yfirlýsingar Friðriks, ó- stjórnina hjá Albert og tvíbent um- mæli Þorsteins Pálssonar. Með þessu hefur Morgunbiaðið styrkt ráðherrablokkina innan Sjálfstæð- isflokksins, því auðvitað hefur að- förinsemþeirskynjaaðsér þjapp- að ráðherrunum betur saman en ella. Dottnir útúr myndinni? Erfitt er að sjá fyrir afleiðingar umbrotanna í Sjálfstæðisflokknum og áhrifa þeirra á stjómarsamstarf- ið. Hins vegar verður að telja lík- legt, að eftir að upp komst um strákinn Tuma, þ.e. að Þorsteinn og Friðrik eru orðnir yfir sig þreyttir á valdleysinu og stuðpúða- hlutverkinu, þá muni ráðherra- blokkin og ríkisstjórnin sitja betur þéttar saman yfir kjötkötlunum og magna þann seyð að dugi þeim til loka stjómartímabilsins. En hins vegar er ekki svo víst að líftími stjórnarinnar sé á þeirra hendi. Þreifingar við Alþýðubandalagið? í síðustu viku fóm kjaftasögur á kreik í stjómmálaheiminum um Lelkflétta hugmyndafræöinganna? Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason aöstoöarritstjóri Morg- unblaösins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri sama blaðs og höfundur kenningarinnar um „blaðafulltrú- ann.“ A innfelldu myndinni má sjá þann síðasta í röðum hinna stóru formanna taka í höndina á blaðafull- trúa flokkslns á landsfundinum sl. haust. „áþreifingar“ forystu Sjálfstæðis- flokksins við Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn. Þóttust menn lesa þessar „þreifingar" á milli lína í Þjóðviljanum og í yfirlýsingum hinnar „ungu forystu“ í Sjálfstæðis- flokknum. Síðdegisblaðið rauk með þessi tíðindi á forsíðu, en - Ólafur G. Einarsson vísaði alger- lega á bug í útvarpsviðtali. Nú gæti svo virst að ríkisstjóm félagshyggjuflokkanna með íhald- inu þætti einhverjum fýsilegur kostur og befríaði þjóðina við Framsóknarspillinguna um ein- hverja hríð. En varla kemur svo bemsk óskhyggja kjaftasögum af þessum toga af stað? Hitt er trú- legra að sagan væri hótun í innan- flokksátökum í Sjálfstæðisflokkn- um og á milli stjórnarflokkanna. Framsókn hefur íhaldið í böndum með kosningalagafrumvarpinu, en Sjálfstæðisflokkurinn þarf á gagn- kvæmum málum að halda til að flækja Framsóknarflokkinn. Hin unga forysta sem hér kemur títt við sögu, ætti að sjá sér margfaldan hag í kjaftasögu þessari, því að með henni fær hún vissa hótun gagnvart ráðherrablokkinni í flokknum. Þegar Þjóðviljinn spurði Svavar Gestsson um þreifingarnar sagði formaðurinn: „Þetta er tilhæfu- laust með öllu og er áreiðanlega liður í innanflokksátökunum í Sjálfstæðisflokknum, ég kannast að minnsta kosti ekki við neinar viðræður eða þreifingar.“ Hætt er við að Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson séu með við- burðum sl. viku dottnir útúr mynd nýrra ráðherra í ríkisstjórn. Ber margt til utan yfirlýsinga og túlkun- ar Morgunblaðsins á ræðu Friðriks Sophussonar. Það getur varla talist góður kost- ur fyrir strákana að komast inní þessa þreyttu ríkisstjórn, því eins- og Bjöm Bjarnason hefur bent á, er engin trygging fyrir því að ríkis- stjórnin verði vinsælli þótt tveir strákar komi inní stjórnina í stað tveggja jáika. Þvert á móti er lík- legt að þeir taki á sig óvinsældir og þreytumerki ríkisstjórnarinnar meira en þeir gera nú þegar. Erfiðleikarnir framundan í viðtölum við forystu Sjálfstæð- isflokksins kemur glöggt fram að Sjálfstæðismenn eru ekki á eitt sáttir um framhald stjórnarsam- starfsins. Telja margir, að nú hafi verið náð samkomulagi um ákveðnar efnahagsaðgerðir (af- nám vísitölubóta, samningsréttar og fleira gegn launafólki) og nú þurfi að grípa til annarra aðgerða. Þau verkefni sem lágu fyrir þeg- ar ríkisstjórnin tók völdin séu nú úr sögunni og stjórnin hafi ekkert „konkret“ að vinna að. Þess vegna sé nauðsynlegt að setja saman nýjan málefnasamn- ing. Þeir Steingrímur Hermanns- son, Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson hafa boðað slíka endur- skoðun á málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, sem eigi að verða lokið í sumar. Hin unga forysta segir því að nú verði að stokka upp. Um leið benda Sjálfstæðismenn- irnir á, að engar líkur séu á því að takist að ná samkomulagi um mál sem talin eru „grundvallarmál" innan Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna landbúnaðarmál, fram- kvæmdastofnun og kosningalögin. Óskar Guðmundsson skrifar fréttashýring

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.