Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Mölin á í mótslok Akranesi ,J>að er föst venja hjá KRR að afhenda ekki sigurlaun fyrr en móti er iokið, þ.e. eftir síðasta leik, þótt úrslit ráðist fyrr. Svona eru okkar reglur og svona er þetta víðast hvar annars staðar,“ sagði Steinn Hall- dórsson þjá Knattspyrnuráði Reykjavíkur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. í blaðinu í gær bentum við á að Valsmönnum var ekki afhentur bikarinn og önnur verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmóti meistara- flokka karla eftir að hann hafði verið tryggður með 3:1 sigri á sunn- udaginn. Það er skoðun undirrit- aðs að sigurlaun eigi að afhenda við slík tækifæri þegar mögulegt er - það er ólíkt meiri stemmning sem fylgir því að fá afhentan bikar strax að unnu afreki en að taka við hon- um eftir leik annarra félaga við aðr- ar aðstæður. - VS Leikur ÍA og Fram í 1. deildinni í knattspyrnu sem fram fer á Akra- nesi á föstudaginn, verður leikinn á malarvelli þeirra Skagamanna. Grasvöliurinn er ekki tilbúinn en verður það sennilega fljótlega þar á eftir. í Keflavík er ekki endanlega ör- uggt að byrjað verði á grasi en það skýrist um næstu helgi. Fyrsti heimaleikur ÍBK er eftir viku, mið- vikudaginn 23. maí. í Reykjavík eru allar líkur á að byrjað verði á grasi annað kvöid og öruggt er að Breiðablik úr Kópa- vogi leikur á sínum grasvelli gegn Fram þann 27. maí. Blikarnir eiga útileiki í fyrstu tveimur umferðun- um. - VS Helgi Bentsson, sá fótfrái framherji sem gekk til liðs við 1. deildarlið Keflvíkinga í knattspyrnu í vetur, missir af tveimur fyrstu leikjum liðsins, gegn Val á föstudagskvöidið og KA á miðvikudaginn næsta. Hann lék með Þór á Akureyri í fyrra og tók slatta af refsistigum með sér, þannig að hann verður í banni tvo fyrstu leikina. v Framararnir Steinn Guðjónsson óg Guðmundur Baldursson verða í eins leiks banni ásamt Kristni Jóhannssyni, Keflavik. Aörir sem missa af fyrsta leik síns liðs á (slandsmótinu í ár vegna óúttekins leikbanns eru: Ólafur Björnsson, Njarðvík, Sigmundur Hreiðarsson, Völsungi, Þórður Hallgrímsson, IBV, Jón Hauksson, Leikni F, Óli Agnarsson, KS, Sveinbjörn Jóhannsson, Hugin, Adolf Guðmundsson, Hugin, Orri Hlöðversson, ÍK, Sæmundur Víglunds- son, HV, Einar Jónsson, Selfossi. Þeir 1. deildarleikmenn sem næstir eru í refstistigafjölda eru Þróttararnir Jóhann Jakobsson, Páll Ólafsson og Ársæll Kristjáns- son, Ragnar Margeirsson, Keflavík, og Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingi. Þessir eru allir með 10-11 refsistig. - VS í banni tvo fyrstu Helgl Bentsson leikina Þórdfs Gísladóttir slgraði ( Ala- bama. Kristján 7,74 - Met írísar Kristján Harðarson, langstökkv- ari úr Armanni, stökk 7,74 metra á frjálsíþróttamóti í Kaliforníu um helgina. Þetta er hans næstlengsta stökk í keppni, íslandsmetið sem hann setti fyrr í vor er 7,80 m. Nokkrir Islendingar kepptu í Ala- bama. Sigurður Einarson sigraði í spjótkasti, kastaði 82,62 metra. íris Grönfeldt sömuleiðis i spjótkasti kvenna með 55,90 metra sem er ís- landsmet, en taisvert frá Ólympíu- lágmarki. Þórdís Gisladóttir sigraði f hástökki kvenna, stökk 1,83 metra, og Vésteinn Hafsteinsson sig- raði f kringlukasti með 62,94 metra,. Enskar getraunir Stig fyrir leiki á Vernons- og Littlewoods getraunaseðlunum: 3 stig: 8, 22, 24, 36, 42 og 48. 2 stig: 1,6,18, 25,33,44 og 47. 1V2 stig: 5,11,13,14,16,23,45, 49, 50, 51, 52 og 54. I sumar taka við leikir úr ástr- ölsku knattspyrnunni á seðlun- um og úrslit í þeim verða iesin upp á laugardögum í íþróttaþætti BBC World Service. Þráinn úr leik Þráinn Hafsteinsson, tug- þrautarmaður úr HSK, verður ekki meðal keppenda á ÓI- ympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Hann á við meiðsli að stríða, þarf talsverða hvfld til að ná sér og því er ljóst að hann nær ekki Olymplulágmarkinu. Þráinn var talinn mjög líklegur til að verða einn hinna fjögurra keppenda íslands sem Ólymípu- nefnd íslands á eftir að útnefna. Löggurnar töpuðu íslenska lögreglulandsliðið f knattspyrnu beið lægri hlut gegn því breska í Keflavfk á laugardaginn, 3:1. Leikurinn var liður í Evrópu- keppni lögreglulandsliða og Bretar eru komnir f úrslit. Hörður Harðar- son, handknattleiksmaður úr Vfk- ingi og fyrrum útherji hjá Breiða- bliki og ÍK f knattspymunni, skor- aði mark Isiands. Rangers vann Dundee United tapaði 1:2 fyrir Rangers f sfðasta leik skosku úrvals- deildarinnar í knattspymu f fyrra- kvöld. Úrslitin skiptu ekki máli, Dundee United varð í þriðja sæti og Rangers í fjórða og bæði lið leika f UEFA-bikamum næsta vetur. Stórsigur Vals Valur hefur sama og tryggt sér sigur f Reykjavíkurmóti kvenna f knattspyrnu með 4:0 sigri á KR á föstudagskvöldið. Valsstúlkumar þurfa þrjú stig úr leikjunum gegn Víkingi og Fram og það reynist þeim tæplega ofviða. Grímur Sæmundsen, fyrirllöi Vals, með blkarinn fyrlr sigur á Reykjavíkurmótlnu í knattspyrnu sem afhentur var i fyrrakvöld. Það fór mjög vel á að Grimur tæki við honum, það var jú mark hans undir lokin gegn Ármannl á sunnudaglnn sem færði Val sigur í mótinu. - Mynd: - eik. Gústaf Baldvinsson Gústaf ekki með gegn Þór Gústaf Baldvinsson, Eyjamaðurinn sem þjáifar nú 1. deildarlið KA í knattspyrnu og leikur jafnframt með því í sumar, verður ekki með þegar KA mætir Þór í 1. umferð 1. deildarinnar á sunnudaginn. Gústaf á við meiðsli að stríða eins og fimm aðrir leikmenn KA en hinir verða líklega orðnir leikfærir á sunnudag. íA meistari - KA og Víkingur falla! Akranes yerður íslandsmeistari en KA og Víkingur falla I 2. deild! Að þessari niðurstöðu kornust full- trúar 1. deildarfélaganna I knatt- spyrnu en þrír frá hverju félagi tóku þátt í skoðanakönnun um hver röð liðanna I 1. deildinni yrði I sumar. Akranes fékk langflest stig, 269 af 200 mögulegum. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Vals urðu númer tvö með 206, Fram hlaut 190 stig, Breiðablik 179, KR 161, Þróttur 145, Keflavík 132, Þór 118, KA 113 og Víkingar ráku testina með aðeins 82 stig og eru því greinilega það lið sem menn eiga von á að eigi erfitt uppdráttar. En ef þetta segði alla söguna, væri óþarfi að láta íslandsmótið fara fram. Frammistaða ýmissa liða þar kemur jafnan á óvart en það verður fróðlegt að fletta uppá þessu í haust og sjá hversu nærri sannleikanum fulltrúamir voru í mótsbyrjun. - VS Góð samvinna hjá Akureyrarliðunum Akureyrarfélögin KA og Þór sem bæði leika í 1. deildinni í knatt- spymu í sumar eiga með sér gott samstarf á ýmsum sviðum þó þau séu svamir andstæðingar á öðrum. Til dæmis ákváðu forráðamenn lið- anna í vetur, þegar ljóst var að þau ættu að mætast í 1. umferð 1. deildarkeppninnar, að þótt KA ætti heimaleik samkvæmt móta- skrá, yrði leikið á grasvelli þess fé- lags sem í betra ásigkomulagi yrði þegar til kæmi. Nú hefur komið á daginn að Þórsvöllurinn er álitlegri þannig að á honum mætast félögin á sunnudaginn en síðari leikur lið- anna í sumar verður heimaleikur KA, þá væntanlega á aðalleikvangi Akureyrar. Ekki nóg með þetta, heldur ætla félögin að standa sam- an að leikjunum og skipta með sér ágóða af þeim báðum. í framhaldi má geta þess að líklega fer leikur KA og Víkings þann 26. maí fram á grasvelli KA-manna. Slguröur P. Slgmundsson. íslandsmet í London Sigurður P. Sigmundsson úr FH setti nýtt íslandsmet í maraþon- hlaupi í London um helgina. Hann hfjóp á 2:21,12 klst. og bætti met sitt frá f haust um tvær og hálfa mínútu. Sigurður var f hópi fyrstu hundrað sem komu í mark en 18 þúsund hlauparar tóku þátt. Bretinn Spedding frá Gateshead sigraði á 2:09,57 klst. og landi hans Kevin Foster varð annar. Ingrid Chisti- ansen frá Noregi sigraði glæsilega f kvennaflokki, varð sex mfnútum á undan næstu konu á 2:24,26. Hún keppti þvf aðeins við klukkuna og karlmenn en náði þó öðrum besta tíma konu f maraþonhlaupi frá upp- bafi. — VS Jafntefli Þróttur og Fylkir gerðu marka- laust jafntefli f lokaleik Reykjavfk- urmótsins í meistaraflokki karla sem háður var f fyrrakvöld. Loka- staða á mótinu varð þessi: Valur...........6 4 2 0 12:5 13(3) Fram............6 4 1 1 12:4 12(3) KR..............6 3 2 1 14:12 10(2) Fylklr..........6 2 1 3 9:16 7(2) Þróttur.........6 1 3 2 4:2 6(1) Vfklngur........6 1 2 3 7:10 4(0) Ármann..........6 0 1 5 5:16 1(0) Aukastig fyrir 3 mörk f leik eru í svigunum. Vormót ÍR Vormót ÍR í frjálsum fþróttum fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavfk f kvöld. Mótið hefst kl. 18.30 og verður keppt f 100 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, 3000 m hlaupi, hástökki og spjótkasti f karlaflokki en 200 m hlaupi, 1500 m hlaupi, langstökki og kringlukasti í kvennaflokki. Að auki verður keppt f 800 m hlaupi drengja og 100 m hlaupi meyja. Helgi - vs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.