Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 22. maí 1984 Formannafrum- varpið óbreytt Á þeirri forsendu að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi! Samband byggingamanna hélt 11. þing sitt um helgina. Samþykkti þingið hvatningu til aðildarfélaga sambandsins um að efna nú þegar til umræðufunda í félögunum um stöðu kjaramála og hugsanlegar aðgerðir. Segir í ályktun um kjara- mál að tíminn til ákvarðanatöku sé naumur ef nota eigi samningslegan rétt til þess að koma fram nauðsyn- legum kjaraleiðréttingum, en það tækifæri gefist 1. september. Var ákveðið að kalla saman sambandsstjórnar- og formanna- Verðlauna- hátíð Verðlaunahátíð Æskulýðsráðs Reykjavíkur var haldin nýlega. Þá var 130 nemendum í grunnskólum borgarinnar veitt verðiaun fyrir þátttöku og sigur í fjölmörgum mótum sem haldin voru í vetur. Veitt voru verðlaun fyrir sigur í skákmóti, borðtennismóti, ljós- myndakeppni, kvikmynda- og myndbandagerð. Einnig var keppt í brigde og forritagerð fyrir tölvur auk þess sem leiklistarmót var haldið. Tölvuforritasamkeppnin var haldin í fyrsta sinn í vetur. 15 þátt- takendur voru í henni og fékk Helgi Björnsson Laugarlækjar- skóla fyrstu verðlaun. Brigdemót var einnig í fyrsta sinn í grunnskól- unum, 4 sveitir kepptu og varð Vogaskóli hæstur í stigum. _j fund fyrir 1. júlí til að taka ákvörð- un um uppsögn kjarasamninga. Þing SBM sóttu 53 fulltrúar frá 19 félögum og deildum sambands- ins. Þingið sat kona í fyrsta skipti í nær 20 ára sögu sambandsins. í ályktun um utanríkismál lýsir 11. þing SBM yfir andstyggð sinni á vígbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna og lýst er fullum stuðningi við hugmyndina um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd og þær hreyfingar sem vinna að friði og afvopnun. Þá var samþykkt tillaga þar sem lýst er vanþóknun á því „að á sama tíma og sultaról íslenskra launþega er spennt til hins ýtrasta, skuli hátt- settir ríkisstarfsmenn gefa sjálfum sér afmælisgjafir fyrir hundruð þúsunda króna sem greitt er af al- mannafé". - v. Alþlngisgarðlnn þarf a& slá sem og aðra garða. f gær hamaðist hún Kata við sláttinn því þeir spáðu rigningu. Mynd: Atli. Samband byggingamanna með þing sitt um helgina Tíminn er naumur segir í ályktun um kjaramálin „Nefndin hefur tekið frumvarpið til meðferðar en ekki náð samkomulagi um afgreiðslu þess“, segir í meirihlutaáliti stjórnar- skrárnefndar efri deildar alþingis um kosningalagafrumvarpið. Segir þar að meirihiuti nefndarinnar mæli með samþykkt frumvarpsins óbreyttu (þ.e. formannafrumvarp- ið) einsog það kemur frá neðri deild. Nefndarmenn segja svo: „Þessi 11. þing Málm- og skipasmíðasambandsins Uppsögn samninga! Febrúarsamningarnir stöðvuðu ekki kaupmátt- arhrapið, segir Guðján Jónsson 11. þing Málm- og skipasmíðasambands íslands, sem lauk á laugardag, beinir því til sambandsfélaga sinna að hefja nú þegar undirbúning að uppsögn kjarasamninganna, mótun kröfugerðar og aðgerða til að knýja fram fulla leiðréttingu á kaupmáttarskerðingu þeirri sem orðin er frá 1982 í áföngum. Jafnframt telur þingið að afnám eftirvinnu í áföngum án skerðingar á heildartekjum eigi að vera meginkrafan í komandi samning- um. Þá segir í ályktun þingsins um kjaramál að vegna örra tæknibreytinga eigi atvinnuvegirnir að greiða 1% af launum til að standa undir eftir- menntun málmiðnaðarmanna. Guðjón Jónsson var endurkjör- inn formaður MSÍ til næstu tveggja ára: „Um leið og ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að stórminnka niður- greiðslur á landbúnaðarvörum og hækka um leið verð þeirra eru for- sendur kjarasamninganna frá í fe- brúar brostnar. Við töldum því Hjúkrunar- fræðingar athugið Ráöstefna verður haldin um hjúkrunarrann- sóknir- kennslu og menntun dagana 28. og 29. maí. Fyrirlesari veröur Randi Nord lektor. Upplýsingar í síma 21177 á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands. nauðsynlegt að hefja þegar undir- búning að uppsögn samninganna og sóknar til betri kjara", sagði Guðjón að þinginu loknu. „Út af fyrir sig skiptir ekki máli hvort dagsetningin er 1. september heldur hitt að strax í haust verði menn undirbúnir undir átök. Ætli menn sér að sækja fram verða þeir að fara að vígbúast því sóknin til betri kjara verður ekki létt“, sagði Guðjón ennfremur. „Menn gera sér hins vegar grein fyrir því að vegna hinnar gífurlegu kjaraskerð- ingar á stuttum tíma verður kaupmættinum ekki náð í einum áfanga. Aðalatriðið er að stöðva hrapið sem verið hefur“. Nú var ein forsendan fyrir samn- ingagerð í febrúar sú að með þeim samningum yrði hægt að stöðva kaupmáttarrýrnunina? „Jú, það er alveg rétt og það má kannski segja að við höfum verið svo barnalegir að trúa því að það tækist. Aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar, nú síðast vegna fjárlagagatsins, eru með þeim hætti að kaupmátt- arrýrnunin hefur haldið áfram í einu eða öðru formi og því hlýtur verkafólk að mæta af hörku strax í haust“. - v. tillaga nefndarinnar ergerð á þeirri forsendu að unnið verði áfram að málinu milli þinga og niðurstöður verði lagðar framí frumvarpsformi á næsta haustþingi“. Þeir sem stóðu að þessu meiri- hlutaáliti í efri deild eru Ragnar Arnalds, Þorvaldur Garðar, Eiður Guðnason, Jón Kristjánsson, Sa- lome Þorkelsdóttir og Valdimar Indriðason. Minnihluta nefndarinnar skipaði Stefán Benediktsson sem vill að frumvarpið verði fellt. -óg. t „Það er með fyrra fallinu sem farið er að slá í höfuð- borginni í ár“, sagði Haíliði Jónsson garðyrkjustjóri borg- arinnar við ÞjóðvUjann í gær. Um helgina voru bæjarbúar margir hverjir að slá garðflöt- ina sína fyrsta slátt í sumar. Þótti mörgum snemma af stað farið og töldu í huganum hversu margar vinnustundir væru framundan á nástu mán- uðum við þessa iðju. Efalaust munu menn þó ekki kvarta ef veðurblíðan verður söm og á sunnudaginn. Hafliði Jónsson tjáði okkur að það væri ekki óalgengt að borgarbúar færu að slá flatir sínar um 20. maí. Sagði hann það fara eftir hitastigi og að nú hefði verið „hagstæð tíð fyrir grös“. _jp. Unnlð af kappi við uppboðslóðir Sjálfstæðisflokksins við Stigahlíð I gær. - Framkvæmdir hafnar við_ Miljónalóðir borgarstjórans Framkvæmdir eru hafnar við nýja hæstbjóðendakerfið hans Da- víðs í Stigahlíðinni. Áætlað er að Aðalfundur Aðalfundur SÍM verður haldinn í Ásmundar- sal (Driöjudaginn 22. maí kl. 20.30. Félagar mætiö vel og stundvíslega. Stjórnin 11. þing SBM Fordæmir lög á flugmenn 11. þing Sambands byggingar- mánna lýsir andúð sinni á nýsam- þykktum lögum frá Alþingi, sem svipti einn hóp launamanna verk- fallsrétti. Þingið telur að verk- fallsréttur sé í raun einasta vopnið sem launafólk hefur þegar til átaka kemur og er því lagasetningin árás á grundvallarréttindi launafólks, segir í ályktun 11. þings SBM vegna laga ríkisstjórnarinnar og raunar flestra þingmanna er banna flugmönnum að beita verkfalls- vopninu. _ v. götur verði malbikaðar og hægt að hefja byggingar á lóðunum um miðjan júlí. Ingi U. Magnússon sagði Þjóð- viljanum að verkið hefði verið boð- ið út og lægsta tilboði tekið, 3.029 þús. í gatnagerð, lagnir holræsa og vatns. Reiknað er með að hver lóð fari á um eina miljón, en lóðirnar eru 21 talsins. Lóðauppboðinu lýkur um mánaðarmótin og bíða spá- kaupmenn spenntir hverjir vinna í happdrættinu og hverjir eru af- lögufærir um svoddan upphæð. -jp-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.