Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 3
Þriðjudagur 22. maí 1984ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Bankaskattar í barnaheimili
Stjórnarandstæðingar deila hart á stjórnina vegna 360
miljón króna lækkunar skatta á viðskiptabanka
Stjórnarandstæðingar héldu uppi
harðri gagnrýni á stjórnarsinna í neðri
deild alþingis í gær vegna þeirra tillagna
stjórnvalda að lækka álögur á viðskipt-
abankana um 360 miljónir á næstu 3
árum. Héldu þingmenn langar tölur um
þetta örlæti ríkisstjórnarinnar við
bankakerfið á sama tíma og tekin eru
Enginn fundur var haldinn í
efri deild í gærkvöld þrátt fyrir
miklar annir í þinglok. Ástæðan
var sú að flestir þingmenn deild-
arinnar sátu mikla „kartöflu-
veislu“ á Hótel Sögu.
Upphaf máls var það að þing-
menn landbúnaðarnefndar deild-
arinnar höfðu ákveðið að borða
saman og vegna mikillar umræðu
í nefndinni undanfarna daga um
skemmdar kartöflur. Kom upp sú
hugmynd að formaður nefndar-
innar Egill Jónsson frá Seljavöll-
um útvegaði ætar kartöflur í
veisluna. Egill gekkst við því og
stórfeld erlend lán til að fylla upp í fjár-
lagagatið og framlög til félags- og
heilbrigðismála eru stórlega skertar.
Hjörleifur Guttormsson lagði í gær-
kvöld fram breytingatillögu við tillögur
stjórnarinnar þar sem lagt er til að í stað
þeirrar lækkunar á sköttum
innlánastofnana, komi sérstakt og jafn-
lét senda að heiman vænan
skammt af „Egils rauðum“.
Þegar fréttist af þessari kart-
öflusendingu að austan vildu
fleiri þingmenn fá að sitja að her-
legheitunum og er yfirlauk voru
flestir deildarmenn búnir að til-
kynna þátttöku. Varð því ekki
fundarfært í efri deild í gærkvöld
sem kom þó ekki að sök þar sem
afgreiðsia mála gekk fljótt og vel
fyrir sig í deildinni í gærdag.
Engar fregnir höfðu borist af
kartöfluveislunni þegar blaðið
fór í prentun um miðnæturbil.
-lg.
hátt gjald á hinar sömu
innlánsstofnanir. Tekjum af því gjaldi
yrði varið til dagvistunarstofnana á
þessu ári og framvegis og mætti það
ekki verða til rýrnunar á öðrum fjár-
veitingum til dagvistarmála. Skyldi
gjaldið halda verðgildi sínu og breytast í
hlutfalli við breytingar á byggingavísi-
tölu frá 1. janúar að telja.
í>að kom greinilega fram í máli
stjórnarandstæðinga í gær að þeir lögðu
áherslu á að vekja athygli á því hneyksli
sem lækkun skatta á viðskiptabanka er,
á sama tíma og almenningur verður að
þola stórfellt kjararán og niðurskurð á
félagslegri þjónustu.
Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinn-
ar munu skattar af bönkum lækka um
250 miljónir á næstu árum og lækkun á
gjöldum vegna gjaldeyrisviðskipta mun
nema 110 miljónum á sama tíma eða
samtals skattlækkun uppá 360 miljónir.
Sögðu stjórnarandstæðingar að ríkis-
tjórnin hefði gefið þjóðinni vel til
kynna með hverjum hjarta hennar slær.
Síðustu fréttir
Seint í gærkvöld ákváðu stjórnarf-
lokkarnir að draga úr tekjutapi ríkis-
sjóðs vegna skattalækkunar á bankana
um 90 miljónir, eftir hin hörðu mótmæli
stjórnarandstæðinga. Mun eftirgjöfin
til bankana því nema 270 miljónurn í
stað 360 sem upphaflega var lagt til.
Töldu menn að þessi ákvörðun myndi
flýta fyrir afgreiðslu mála á þingi og að
öllum Iðdndum yrðu þingislit síðdegis í
dag.
-Ig-
Kartöfluveisla á Hótel Sögu:
„Egils rauðar“
Framsóknarbrandarl úr Flóanum? Þreytumerkin á ríkisstjórnlnnl leyna sér
ekki á alþingi. (Mynd í gær Atli).
Flugmannadeilan í Kjaradóm
Lítið bar á
er viðrœður sprungu í fyrrinótt
Maraþon
á
fjöllum
Fjallamaraþonkeppni sem
Landssamband hjálparsveita skáta
gengst nú fyrir I 4. sinn fer fram á
suð- vesturlandi helgina 25.r26. ág-
úst í sumar.
Keppninni mun ljúka á Laugar-
vatni en upphafsstaður hennar er
leyndarmál þar til á síðustu stundu.
Þeir sem hyggjast keppa í mara-
þoni á fjöilum uppi ættu að skrá sig
á næstunni í Skátabúðinni eða á
skrifstofu LHS.
-JP
Þegar viðræður flugmanna hjá
Flugleiðum og fyrirtækisins fóru út
um þúfur hjá ríkissáttasemjara í
fyrrinótt, vantaði mjög lítið upp á
að samningar tækjust. Höfðu flug-
menn sæst á ákveðna lausn sem svo
strandaði á afstöðu flugmanna á
DC 8 þotum Flugleiða þar sem þeir
voru óánægðir með vinnutíma
samkvæmt samkomulagsdrögun-
um.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari sagði í gær að afskipti
hans af deilunni væru á enda og nú
tæki Kjaradómur við. Kjaradóm-
ur, sem er skipaður af Hæstarétti,
fellir sinn úrskurð í síðasta lagi 15.
júní og verða báðir aðilar að hlýta
niðurstöðum hans. Hins vegar er
búist við því að innanhúss viðræður
muni áfram fara fram og fær Kjara-
dómur öll gögn í málinu jafnóðum
og þau verða til.
Flugmenn hafa ekki orðið fyrir
meirháttar veikindum eins og fyrir
helgi og er búist við að þeir haldi
heilsu sinni í góðu lagi enn um sinn.
Innan verkalýðsforystunnar hafa
*
Nýgift á leið til Júgó!
Nýgiit hjón, Steinhiidur Hildimundardóttlr og Leifur
Eysteinsson akandi á bitreið í átt til ferðaskrifstofunnar
Samvinnuferðir-Landsýn til að fá farseðla til Júgóslavíu
f gær. Hér er um að ræða boð frá ferðaskrifstofunni til
hinna nýgiftu - en ferðamálaráð Júgóslavíu efnir tii
sérstakrar brúðhjónahátíðar þar eystra á næstunni. 50
nýglft hjón munu njóta samvistanna meðal Júgó-
slavneskra. Ekki er að efa að þar eystra verði kærleikar
með fólki.
milli
menn mjög rætt aðferðir flug-
manna í deilunni og margir þeirrar
skoðunar að þar megi sjá leið til að
endurheimta kaupmátt launa hjá
almenningi.
Hjá Birni Helgasyni hæstarétt-
arritara fengust þær upplýsingar í
gær að Hæstiréttur hefði skipað
eftirtalda menn í Kjaradóm vegna
deilu flugmanna og Flugleiða:
Guðmund Skaftason hæstarétt-
arlögmann, formaður. Bárð Daní-
elsson arkitekt og Þóri Einarsson
prófessor. _v
Framkvæmda-
stjóri Borgar-
spítalans
Jóhannes Pálmason hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Borgar-
spítalans frá 1. júní næstkomandi.
Hann hefur undanfarin misseri
verið aðstoðarframkvæmdastjóri
spítalans. Jóhannes er Akureyring-
ur að uppruna.
Nýr sjúklinga-
skattur ríkis-
stjórnarinnar
Geðhjálp
mótmælir
„Fyrir hönd fólks með geðræn
vandamál mótmælir félagíð Geð-
hjálp harðlega þeirri hugmynd að
hækka göngudeildargjald úr kr.
100 í kr. 300“, segir í frétt frá
Geðhjálp sem Þjóðviljanum hef-
ur borist.
„Við viljum benda á að rnargir
þeirra sem þurfa á göngudeildar-
þjónustu að halda, t.d. vegna
geðrænna vandamála, þurfa að
sækja slíka þjónustu reglulega
um lengri tíma. Jafnframt er al-
gengt að á sama tíma séu viðkom-
andi óvinnufærir".
Þá segir í frétt Geðhjálpar að
reynslcn sé sú að 100 krónu gjald-
ið sé þungur baggi á mörgum og
því telji félagið þessa hækkun nú
algerlega óviðunandi.
-óg
Landssamband iðnaðarmanna_
Ritgerðarsam-
keppni um iðnað
Landssamband iðnaðarmanna
hefur ákveðið að efna til ritgerðar-
samkeppni meðal íslensks náms-
fólks um innlendan iðnað. Verða
veitt þrenn verðlaun, 25.000 kr.,
15.000 kr. og 10.000 kr. Að auki
verða veittar 10 viðurkenningar
fyrir ritgerðir sem dómnefnd telur
athyglisverðar.
í trétt frá Landssambandi iðnað-
armanna segir að tilgangurinn með
samkeppninni sé að vekja ungt fólk
til umhugsunar um gildi innlends
iðnaðar. Jafnframt er ætlunin að
leita eftir hugmyndum hjá því fólki
um uppbyggingu iðnaðar og fá
fram sjónarmið um starfsskilyrði
og aðbúnaðarmál iðnaðarins.
Þátttaka í ritgerðarsamkeppn-
inni er heimil öllum skólanem-
endum í íslenska skólakerfinu. Við
mat á gildi ritsmíðanna verður
tekið tillit til aldurs og
menntunarbrauta.
Skilafrestur ritgerða er til 1. des-
ember 1984.
-v.