Þjóðviljinn - 22.05.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Page 4
4 SÍÐA - Þ.IÓÐVILJINN Föstudagur 18. maí 1984 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnstöð í stríði Bandaríska herráðið gerði meiriháttar endurskoðun á hernaðarumsvifum Bandaríkjahers á íslandi árið 1981. í framhaldi af því var gerð áætlun sem gengur undir heitinu „North Atlantic Defence System“. Hún er miðuð við sjóher og flota og felur í sér endurbætur „á yfirstjórn, stýringu, fjarskiptum og eftirlitsbúnaði“ á íslandi. Eftir þessari áætlun er nú unnið, án þess að íslendingar hafi nokkurntíman verðið beðnir um að samþykkja hana í heild eða meta afleiðingar hennar fyrir tengsl hernaðaraðstöðunnar í landinu við kjarn- orkuvopnakerfið. Hér er verið að margfalda geymarými fyrir eldsneyti, koma á upp nýju ratsjárkerfi í öllum landshlutum, AWACS-vélar og eldsneytisvélar gegna mikilvægu hlutverki, byggja á sprengjuheld flugskýli fyrir nýja gerð af orrustuþotum, F-15, og grafa niður stjórnstöð sem á að geta stýrt héðan hernaðarátökum á Norður- Atlantshafi í sjö daga eftir að fullt stríð hefur skollið á. Allt þetta og meira til er í undirbúningi, er verið að framkvæma eða er komið á dagskrá. Þetta var staðfest á Alþingi sl. laugardag er Ólafur G. Einarsson svaraði í fjarveru utanríkisráðherra fyrir- spurnum um ratsjárstöðvar og stjórnstöð frá Svavari Gestssyni. Ólafur kvað utanríkisráðherra hafa beðið sendiherra Bandaríkjanna á íslandi að fresta formlegri beiðni um byggingu ratsjárstöðva vegna athugana á málinu hér heima. Um það sagði Svavar Gestsson að ráðherra vildi auðsjáanlega kanna betur hvernig hægt væri að ná saman hernaðarlegu hlutverki þessara rat- sjárstöðva og almennri starfsemi landhelgisgæslunnar og Pósts- og síma. Það breytti engu á hvaða stigi þessi beiðni kæmi formlega fram. Þegar væri farið að undir- búa málið í smáatriðum. Ólafur G. Einarson sagði að ekki væri komin fram formleg beiðni um stjórnstöð, en kunnugt væri um áhuga Bandaríkjamanna á þessu máli og það hefði verið sótt um fjárveitingar til byggingar á slíkri stöð. Um þetta atriði sagði Svavar Gestsson: „Ráðuneytinu er kunnugt um neðanjarðarstjórn- stöð. Samt minntist ráðherra hvergi á þetta mál í skýrslu sinni til Alþingis. Það kemur fram núna með eftirgangsmunum. Það er staðfest að stjórnstöð er á dagskrá. Þetta er stöð sem á að geta staðist fullt stríð í sjö daga. Þetta er stöð sem á að geta haldið út í kjarn- orkustríði í sjö daga. Og utanríkisráðuneytið á íslandi er farið að gefa sig út í bollalengingar um það hvernig megi stjórna hernaðinum héðan frá íslandi í sjö daga eftir að hafin er kjarnorkustyrjöld. Svona lagað hefur aldrei nokkurn tíma komið á dagskrá hérlendis. Þetta eru kaflaskipti í sögu herstöðvarinnar. Þetta er viður- kenning á því að reisa eigi stjórnstöð sem notuð er í kjarnorkustríði“. Af pólitískum og hernaðarlegum ástæðum er það nú meginlína frá Pentagon að auka hernaðarumsvif á Norður-Atlantshafi og norðanverðu Kyrrahafi. Með því hyggjast bandarísk hernaðaryfirvöld þrýsta á veikustu punktana hjá Sovétmönnum og neyða þá til þess að létta þrýstingi af miðjusvæðum heimsins. Þetta hefur í för með sér að ætlunin er að stöðva framrás sovéskra stríðstóla eins nálægt heimahöfnum og hægt er. Það er einungis hægt með sóknaraðgerðum, sem m.a. verða skipulagðar og stjórnað frá íslandi. Varnar- og eftirlitsstöðin hefur sitt gamla hlutverk á yfirborð- inu, en meginhlutverk hennar er að verða samhæfing og stjórnun árásaraðgerða flughers og flota. Og ekki mun líða á löngu par til ísland verður þjónustumiðstöð fyrir B-52 sprengjuvirki með kjarnorkuvopn. þetta er sú framtíð sem þegar er á dagskrá. Það var því síst of vægt til orða tekið hjá Svavari Gestssyni er hann spurði hvort hér væri ekki tímabært fyrir íslendinga að staldra við og athuga vel sinn gang. klippt Skuggi hefur áhyggjur Skuggi heitir greinahöfundur sem NT hefur komið sér upp. Hann dregur dám af frændum sínum Svarthöfða og Dagfara á DV í nokkrum greinum. Ekki síst í því að þykja kommar viðsjár- verðir og sjá fólsku þeirra og háska af þeim í hverju horni. Til dæmis tók Skuggi daginn sem fé- Iagið Búseti var selt fyrir mangó- sopa harkalega afstöðu gegn bættri stöðu húsnæðisleysingja- samtakanna með því að brýna það fyrir Nýjum Tímum að marx- istar hefðu fundið það félag upp. Nú er röðin komin að kennur- um. Skuggi skrifar á dögunum pistil þar sem hann tekur réttlega fram að kennarar eru „ný ör- eigastétt“ sem búi við með öllu óviðunandi launakjör. Þessi kjör leiði m.a. til þess að menn flýi úr kennrastörfum í stórum stíl og bíði menntun ungu kynslóðarinn- ar mikinn skaða af. Annað er það þó sem veldur Skugga mestum áhyggjum: að óánægja kennara leiði til þess að þeir verði „einn stærsti stuðningshópur Alþýðu- bandalagsins". Skuggi segir: Kennarar í hœttu „Grefur nú óánægja og andóf um sig í þeirra röðum... í öðru lagi er það afleiðing af því síð- astnefnda, er allt of mörgum kennurum nú ýtt út í kommúnismann. Vel meinandi og greindir kennarar, sem sætta sig illa við kjör sín og þann lækk- andi sess sem menntun barna hef- ur í þjóðfélaginu, snúa í æ ríkari mæli baki við þessu sama þjóðfé- lagi og gerast talsmenn andó- fsins. Þetta mótar sífellt meira það andrúmsloft sem böm okkar alast upp í innan veggja skóla- nna“. Með öðmm orðum: hækkið laun kennara, annars gera þau börnin byltingarsinnuð. Það er reyndar alveg sérstak- lega gamalkunnugt og framsókn- arlegt að setja málin upp með þessum hætti: því er hvíslað að ráðamönnum að það sé sniðugust leið til að fækka atkvæðum sósíal- ista að fremja smágaldur í kjara- málapólitík og sýna vissum mönnum nokkum sóma. Jónas frá Hriflu var mikill meistari í slíku eins og suma mun reka minni til. Staða kennara Hitt er svo líklegt að reiknings- dæmið gangi ekki sérlega ljúflega upp hjá Skugga. Hann segir á ein- um stað að bamakennarar hafi áður verið „vel virtir menn með þokkaleg millistéttarlaun“ og er hætt við að sú mynd sé fegmð. Á íslandi hefur sá búraskapur lengi verið sterkur, að kennarar væru vanmetaskepnur sem ekki væm brúklegar til annars en segja krökkum til lítillega og fór mat á starfa þeirra og umbunum eftir því. Þessi búraskapur lifir enn - um leið og kröfur til kennara, til- ætlunarsemi í garð skóla hefur vaxið stórlega. Nú era það ein- mitt kennarar sem eiga að leysa allan þann vanda sem aðrir gefast upp við og vísa frá sér - f oreldrar og verkstjórar og ráðamenn. Þeir eiga að skapa góða verkmenn, góða íslenskumenn, bæði sjálf- stætt fólk og hlýðið í senn og svo mætti lengi áfram halda - án þess að allir þessir kröfuhafar ætli sér að virða í einu eða neinu viðleitni þeirra. Sem erþeim mun erfiðari, sem afli peninganna í þjóðfé- laginu er fyrst og síðast beitt til þess að gera böm sem allra fyrst að þurftafrekum neytendum sem hægt sé að græða á. Það væri reyndar mjög skrýtið, ef þeir menn væm ekki margir einmitt meðal kennara, sem hafa sitthvað að athuga við það þjóðfélag sem verðlaunar auglýs- ingaskmm, valdhroka og alls- konar ljósfælin gróðaspil, en lætur sem uppeldi barna sem hið ómerkilegasta og allavega fárra fiska virði. -áb Málverk bankastjórans Endur fyrir löngu var á dögum Jóhannes sá sem dvaldi á eyði- mörkum, snæddi engisprettur og spáði komu nýs meistara. Að sönnu náði hann að boða komu þess sem sagði að sitt ríki væri ekki af þessum heimi, en það er til marks um að löndin hafna spá- mönnum sínum að hrópandinn í eyðimörkinni galt fyrir skyggni sína með því að höfuð hans var fært Heródesi á silfurfati. í Seðlabanka íslands situr ann- ar Jóhannes og sinnir þörfum annars meistara, sem sannanlega er af þessum heimi, Mammons - guðs peningavaldsins. Hann þarf ekki að óttast höfuðmissi af völd- um vina sinna á valdastólum, hið eina sem hann þarf að óttast af þeirra hálfu er að þeir gefi honum svo mörg málverk fyrir opinbert fé að hann þurfi að kaupa sér stærra hús! Siðleysi Málverkagjafír Landsvirkjun- ar og Sðlabankans á sextugsaf- mæli Jóhannesar Nordal hafa vakið almenna fordæmingu, undirskriftasafnanir em famar af stað gegn þeim, og Rannsóknarlögreglunni hefur borist ósk um að rannsaka hvort þeir sem gjafirnar gefa séu ekki að nota á óleyfilegan hátt fjárm- uni almennings í landinu. Athygli á málinu var meðal annars vakin í leiðara D V á föstu- dag, sem bar heitið Flottræfils- háttur. Þar sagði meðal annars: „Þessar afmælisgjafir eru milli tannanna á fólki vegna þess, að almenningi biöskrar sá flottræf- ilsháttur og ósmekkvísi', sem gj af- ir af þessu tagi lýsa. Ekki það að Jóhannesi Nordal sé sómi sýnd- ur, heldur hitt að ábyrgir sam- starfsmenn hans í opinberum og hálfopinbemm stofnunum skuli láta sér detta í hug að eyða hálfri milljón króna í afmælisgjöf til eins manns. Slík ákvörðun ber vott um dæmalaust dómgreindar- leysi.“ Síðan segir í leiðaranum: „Með misskildum höfðings- skap gagnvart Jóhannesi Nordal em þessir stjómendur að storka almenningsálitinu og vekja efa- semdir um að þeir séu starfi sínu vaxnir. Menn sem ekki kunna sér takmörk í flottræfilshætti á ann- arra kostnað, eru varla færir um að bera ábyrgð í æðstu trúnaðar- stöðum. Þetta á ekki síst við um þessar mundir, þegar Seðlabanki og aðrir, sem telja sig bera ábyrgð á efnahags- peningamál- um, em að brýna fyrir fólki að- hald og spamað.“ Og hér með er sú fróma ósk sett fram í fullri vinsemd að Jó- hannes Nordal sjái sóma sinn í að skila málverkunum. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.