Þjóðviljinn - 22.05.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Page 5
Þriðjudagur 22. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S Ólafs Jóhannessonar minnst á alþingi í upphafi þingfundar í gær, minntist Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs al- þingis Olafs Jóhannessonar, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem lést aðfararnótt sunnudags. Forseti sameinaðs þings sagði: „Sú harmafregn barst í gærmorg- un að Ólafur Jóhannesson, al- þingismaður og fyrrverandi for- sætisráðherra, hefði andast nótt- ina áður, aðfaranótt sunnudags- ins 20. maí. Fyrir tæpum mánuði fór hann af Alþingi til sjúkrahús- dvalar en átti ekki afturkvæmt hingað. Hann var aldursforseti Alþingis, sjötíu og eins árs að aldri. Ólafur Jóhannesson var fædd- ur 1. mars 1913 í Stórholti í Fljót- um. Foreldrar hans voru Jó- hannes Friðbjarnarson bóndi þar og kennari og síðar bóndi á Lambanesreykjum í Fljótum og Kristrún Jónsdóttir kona hans. Hann brautskráðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 1935 og lauk lögfræðiprófi í Háskóla íslands vorið 1939 að loknum glæsilegum námsferli. Hann varð héraðsdómslögmaður 1942 og stundaði framhaldsnám í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 1945-1946. Hann var lögfræðing- ur og endurskoðandi hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga 1939-1943, var yfirmaður endur- skoðunarskrifstofu Sambandsins 1942-1943 og rak jafnframt með öðrum lögmanni málaflutnings- skrifstofu í Reykjavík 1940-1943. í Viðskiptaráð var hann skipaður í júní 1943 og starfaði þar rúmt ár. Haustið 1944 varð hann fram- kvæmdastjóri félagsmáladeildar Sambands íslenskra samvinnufé- laga og lögfræðilegur ráðunautur þess og kaupfélaganna. Hann var stundakennari við Samvinnu- skólann 1937-1943 og við Kvennaskólann 1942-1944. í fe- brúar 1947 varð hann prófessor í lagadeild Háskóla Islands og kenndi þar þangað til hann varð forsætisráðherra sumarið 1971. Starfi sínu við Háskólann sagði hann lausu 1978. Við inngöngu íslendinga í Sameinuðu þjóðirnar 1946 var Ólafur Jóhannesson einn af full- trúunum á þingi þeirra. Hann var í útvarpsráði 1946-1953, formað- ur þess frá 1949, endurskoðandi Sambands ísl. samvinnufélaga 1948- 1960, í stjórn Háskólabíós 1949- 1971, í stjórn Seðlabanka fslands 1957-1961 og í bankaráði hans 1961-1964, í stjórn hugvís- indadeildar Vísindasjóðs 1958- 1962, stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs togarasjómanna, síðar Líf- eyrissjóðs sjómanna 1959-1971, stjórnarformaður prentsmiðj- unnar Eddu 1962-1979, fulltrúi í Norðurlandaráði 1963-1969 og tók síðar þátt í störfum ráðsins sem ráðherra, og í Þingvalla- nefnd var hann 1974-1980. Ólafur Jóhannesson átti sér langan og merkan starfsferil. Að námi loknu tóku við lögfræðistörf og lögfræðikennsla. Var hann vel til þeirra starfa búinn, samdi kennslubækur og önnur rit og fjölda ritgerða um lögfræðileg efni og var oft kvaddur til dóm- arastarfa í hæstarétti í fjarveru aðaldómaranna. Á árinu 1954 varð hann félagi í Vísindafélagi íslendinga. I stjórnmálum skipaði hann sér ungur í flokk framsóknarmanna. Hann varð formaður Félags ungra fram- sóknarmanna 1941, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1944, tók sæti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins 1946, var vara- formaður hans 1960-1968, for- maður 1968-1979, og formaður þingflokksins 1969-1971. Við al- þingiskosningarnar 1956 var nann í framboði fyrir flokkinn í æskuhéraði sínu, Skagafjarðar- sýslu, var kjörinn varaþingmaður og tók fyrsta sinni sæti á Alþingi vorið 1957. í vorkosningunum 1959 var hann kjörinn þingmaður Skagfirðinga. Eftir kjördæma- breytinguna það ár varð hann þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra og var þingmaður þess kjördæmis tvo áratugi. Hann hvarf þó ekki af Alþingi árið 1979, því að hann varð þá við áskorun um framboð í Reykjavík og var upp frá því þingmaður Reykvíkinga. í júlí 1971 myndaði hann ríkisstjórn og var forsætis- ráðherra fram í ágúst 1974 og jafnframt dóms- og kirkjumála- ráðherra. Við stjórnarskiptin 1974 varð hann dóms- og kirkju- málaráðherra og viðskiptaráð- herra. Að því stjórnartímabili loknu, um mánaðamótin ágúst- september 1979, myndaði hann ríkisstjórn öðru sinni og var for- sætisráðherra fram í miðjan októ- ber 1979. Að lokum varð hann utanríkisráðherra frá því í febrú- ar 1980 fram í maí 1983. Af starfsferli Ólafs Johannes- sonar, sem hér hefur verið rak- inn, má ljóst vera, að við fráfall hans er á bak að sjá mikilhæfum fræðimanni og stjórnmálaleið- toga, sem lokið hefur miklu ævi- starfi. Honum var falið forustu- hlutverk þjóðar sinnar innan- lands og í samskiptum við aðrar þjóðir. Hann gegndi mikilvægum störfum í ríkisstjórn á þeim árum, sem síðustu áfangarnir náðust í stækkun fiskveiðilandhelgi ís- lands að 200 mílum. Sýndi hann í þeim málum sem oftar staðfestu og stjórnvisku. Öll störf sín rækti hann með vandvirkni og látleysi, var gjörhugull og glöggsýnn. Ekki fór hjá því um slíkan for- ustumann, að skoðanir manna væru skiptar um einstakar á- kvarðanir og einstök verk. Ekki er þó að efa, að hann vann af heilindum og í samræmi við lífs- skoðun sína og þjóðmálastefnu og það sem hann taldi þjóðinni fyrir bestu. Á Alþingi hafði hann mest afskipti af stjórnsýslumál- um, dóms- og utanríkismálum, auk umræðna um stjórnmál al- mennt. Hann var stefnufastur, talaði skipulega í ræðustól og varði málstað sinn með festu þeg- ar á reyndi. Hann var þeim mannkostum búinn að hann naut mikils trausts og virðingar sam- þingismanna sinna, og nú er hann kvaddur með söknuði og samúð með þeim, sem næst honum stóðu og mest hafa misst.“ Að loknum þessum orðum bað Þorvaldur Garðar alþingismenn að minnast Ólafs Jóhannessonar með því að rísa úr sætum. Tónlistar- krossgáta Á morgun, miðvikudag, 23. maí kl. 15.00, hefur göngu sína á Rás 2 nýr þáttur sem ber heitið Tónlistar- krossgátan. Þáttur sem þessi er nýjung hér á landi en er að sænskri fyrirmynd. Eins og nafnið bendir til er þátturinn settur saman af krossgátu og tónlist. Þetta er tónlistargetraun sem felst í því að 11 til 12 orða krossgáta er birt í dag- blöðum og fólk hefur hana við höndina þegar þátturinn er sendur út. Með hverju lagi sem leikið er fylgir vísbending. T.d.: 3 lóðrétt 5 stafa nafnorð í nefni- falli. Skírnarnafn söngvarans í næsta lagi, svo að dæmi sé gefið. Ekki verður aðeins spurt um nöfn söngvara, söngk- venna og flytjenda, heldur um efni söngtexta, þjóðarheiti, tungumál og hvað annað sem tengist tónlistinni sem leikin er. Uppistaðan verður siagarar áranna 1920 til 1980. Þá verða ein til tvær spurningar um vinsælar óperettur og þegar fram í sækir verður spurt um íslenskt sönglög. Þá verður lag úr kvik- mynd fastur póstur. I eðli sínu er Tónlistarkrossgátan þó fyrst og síðast tónlistarþáttur sem menn geta notið, hvort sem þeir ráða gátuna eða ekki. Þeir sem vilja gera krossgátuna verða að póstleggja hana innan 3 daga til Rásar 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík og verður dregið úr rétt- um svörum. Sá heppni fær svo plötu að eigin vali í verðlaun. Umsjónarmaður krossgátunnar Jón Gröndal er kunnur útvarpshlustendum fyrir ýmsa þætti sem hann hefur flutt í útvarpi. Má þar nefna þáttinn „Danslög í 300 ár“ þar sem kynnt var saga dansa og danstónlistar; Töfrandi tónar þar sem kynntar voru stóru danshljóm- sveitir áranna 1935 til 1945 og söngvar- ar þeirra. Jón var síðast í útvarpinu vet- urinn 1982 til 1983 með þætti sem nefn- dust í fullu fjöri. Tónllstarkrossgáta nr. 1. Lausnir sendist tll Rásar 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík, merkt: Tónllstar- krossgátan nr. 1. Handbók al- þingis komin út Æviskrár þingmanna og skipan þingsins Komin er út í fyrsta sinn „Hand- bók alþingis“, 150 blaðsíður að stærð A-5 broti. I formála bókar- innar segir m.a. að efni hennar sé í megindráttum sniðið cftir hand- bókum þinga í nágrannalöndun- um, en höfundar bókarinnar eru Lárus H. Blöndal , fyrrverandi bókavörður Alþingis og Helgi Bernódusson deildarstjóri á skrif- stofu Alþingis. Handbókinni er skipt í 7 efnis- flokka. Þar er að finna skrá um embættismenn þingsins, stjórnir þingflokka, og skipan í fastanefnd- ir þingsins, greinagóðar æviskrár allra þingmanna ásamt mynd af þeim, ítarlegt yfirlit um úrslit al- þingiskosninganna 23. apríl 1983, fæðingarár þingmanna og þingald- ur, meðalaldur þeirra og meðal- þingaldur. Þá er skrá um forseta Alþingis og tölu þinga, ráðherra og ráðuneyti frá 1904-1984 og skýring- armyndir um sætaskipan í efri og neðri deild þingsins svo og í sam- einuðu þingi. Þá er í handbókinni skrá um varamenn kjörinna þing- manna, upplýsingar um skrifstof- utíma alþingis og starfsmenn þing- flokkanna. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar, skrifstofustjóra Alþingis er ætlunin að fólk geti keypt handbókina í Al- þingi, en verð hennar hefur ekki verið ákveðið ennþá. Tillögur um 20 miljóna niðurskurð til vegaframkvæmda 9 miljónum minna til nýrra þjóðvega Samgönguráðherra hefur ákveð- ið að af þeim 20 miljónum sem hon- um er gert að skera niður í fram- lögum til vegamála á yfirstandandi ári verði nær helmingur eða 9 milj- ónir skornar niður af framkvæmd- afé til nýrra þjóðvega. Þá verða tæpar 7 miljónir skornar niður af framlagi til við- halds þjóðvega, 1,1 miljón til brú- argerða, sama fjárhæð vegna stjórnunar og undirbúnings, 1,5 miljónir til vega í kaupstöðum og kauptúnum og minni fjárhæðir til fjallvega og vélakaupa. Þessar upplýsingar koma fram á fylgiskjali með nefndaráliti fjár- veitingarnefndar um vegaáætlum fyrir árin 1983-1986. Af þeim 9 miljónum sem skera á niður til nýrra þjóðvega verða framkvæmdir á Vesturlandi mest skornar niður eða fyrir 1,6 miljón kr. Á austurlandi og vestfjörðum fyrir 1,3 miljónir, 1,2 á norðurlandi eystra, minna í öðrum kjördæmum og minnst í Reykjavík en þar verða þjóðvegaframkvæmdir skornar niður fyrir 0,2 miljónir kr. -•g- * Attavitakennsla Áttavitanámskeið verður haldið í þessari viku fyrir fólk sem hyggst undirbúa sig vel undir sumarleyfisferðirnar. Björgunarskóli Landssam- bands hjálparsveita skáta gengst fyrir námskeiðinu sem haldið verður í Skátahúsinu við Snorrabraut og úti í guðs- grænni náttúrunni. Uppslýsingar eru veittar í Skátabúðinni og hjá Lands- sambandi skáta þessa dagana. Námseiðið verður haldið að kvöldi þriðjudags og fimmtudags. -JP

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.