Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1984, Síða 10
14 SÍÐA - I>JQÐV1LJINN Þriðjudagur 22. maí 1984 „Að taka 10% gengismun af skreið sem framleidd var fyrir 1. júní 1983 er beinlínis fáránleg ráð- stöfun og órökrétt. Enn er mikið óselt af skreið framleiddri árin 1981 og 1982 og gefur auga leið að rýrnun hlýtur að verða við svo langa geymslu“, sagði Elsa Krist- jánsdóttir í upphafi jómfrúrræðu sinnar á þingi á dögunum en þar ræddi hún um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá því fyrir ári síðan um ráðstafanir í sjávarút- vegsmálum sem nú fyrst eru til af- greiðslu á Alþingi. Elsa stendur að nefndaráliti með Guðmundi Ein- arssyni þar sem lagt er til að frum- varpið verði fellt en leggur jafn- framt fram þá breytingartillögu við það að ekki verði tekinn gengis- munurafskreiðeftir 1. janúarsl. til að lagfæra verstu agnúa frumvarps- ins. Gegn betri vitund „Þótt hækkun verði á söluverði vegna gengisfellingar, þá hækka einnig lánin sem á birgðunum hvfla af sömu ástæðu og vaxtakostnaður hleðst upp. Það er jafnvel spurning hvort skilaverð dugar fyrir áhvfl- andi lánum í sumum tilfellum", sagði Elsa í ræðu sinni. „f áætlun skreiðarframleiðenda kemur fram að rúmlega 18% vant- ar upp á, að söluverðmæti dugi fyrir þeim kostnaði, sem þegar hef- ur verið lagður út. í því dæmi er reiknað með töku gengismunarins. Því hlýtur að vera skylda stjórnvalda að taka tillit til breyttra aðstæðna. Þetta viðurkenna marg- ir af þingmönnum stjórnarinnar og hafa m.a.s. gert opinberlega, en hvers vegna í ósköpunum greiða þeir þessu þá atkvæði gegn betri vitund? Ég flyt breytingartillögu á þingskjali 872 um þetta mál, ég skora á þá háttvirta þingmenn, sem til þekkja, að styðja breytingartil- lögu mína. I 1. gr. frv. er kveðið á um, að greiða skuli útgerðarfyrirtæki 29% af fiskverði sem sérstakan kostnað- arhlut útgerðar, en 25% af skipum undir 240 brúttórúmlestum. Kem- ur þetta í stað 7% olíugjalds áður. Hér er enn einu sinni verið að breyta með lögum forsendum gerðra kjarasamninga og að sjálf- sögðu launþeganum í óhag. Sífellt er verið að taka stærri hluta fisk- verðs utan skipta. Fyrir utan 29% eru tekin 10% í stofnfjársjóð. Sjómenn bera byrðar útgerðarinnar Það vantar ekki fjálgleg orð um „hetjur hafsins" í ræðum á sjó- mannadaginn og um mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbú- skap. En þegar meta á framlag þessara aðila til verðs, þá kemur annað hljóð í strokkinn. Kannski það séu „hetjulaunin“ að fá að taka á sig byrðar útgerðarinnar? íslenskir sjómenn vinna við erf- iðar aðstæður, einkum yfir vetrar- tímann. Aðbúnaður er misjafn, sums staðar góður, annars staðar slæmur. Vinnutíminn er langur og launin oft ekki í neinu samræmi við vinnuframlagið. Eða vita menn annars, að í raun gilda engin lög um hvfldartíma sjómanna önnur en gömlu vökulögin? Jómfrúrræða Elsu Kristjánsdóttur á Alþingi Órökrétt að taka gengismun á skreið Þegar rætt er um tekjur sjó- manna í fjölmiðlum er nær undan- tekningarlaust slegið upp háseta- hlut á aflahæstu skipunum, eða jafnvel einstakri velheppnaðri veiðiferð skellt á ársgrundvöllinn margumrædda. Hitt er svo látið liggja á milli hluta, að hér er aðeins um lítið brot af sjómannastéttinni að ræða. En þetta er myndin sem dregin er upp fyrir almenning. • Mönnum verður oft tíðrætt um framleiðsni hinna ýmsu stétta og bera sig þá gjarnan saman við ná- grannalöndin. Ekki fara íslenskir vergri landsframleiðslu er 9,4%. Ekki gefur það heldur ástæðu til þess að rýra hluta sjómanna. Þær greinar í fyrirliggjandi frum- varpi, sem varða hlut sjómanna, eru aðstandendum þess til lítils sóma. Háttvirtur þingmaður, Hall- dór Blöndal, lét þau orð falla á fundi sjávarútvegsnefndar neðri deildar, að sjómenn hefðu ekki gert verulegan ágreining út af ákvæðum bráðabirgðalaganna við sfðustu samningsgerð. - Af orðum hans mátti ráða, að þeir tækju þessu nokkurn veginn möglunar- laust. un hans hefur verið, og auk þess með einhverjum óhagstæðustu vöxtum sem þekkjast, þá þarf meira en lítið til að standa undir slíku. Það má heita undarleg þver- stæða, að þessi þunga byrði er að stórum hluta afleiðing aðgerða rík- isstjórna til að létta byrði þess sama sjávarútvegs. Ég tel því alls ekki fráleitt, að ríkissjóður greiði niður með einni aðgerð hluta af fjár- magnskostnaði eða skuldum út- gerðarinnar. - Að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og með ákveðnum skilyrðum, m.a. að það hvetji ekki til frekari skipakaupa. Þetta tel ég ✓ Utgerðarmenn beita ríkisvaldinu fyrir sig til þess að rýra hlut sjómanna. Elsa Krlstjánsdóttlr: Það værl óskandl að Alþingl bærl gæfu tll að afgreiða tillögu Svanfríðar Jónas- dóttur um úttekt á stöðu sjávarút- vegsins. sjómenn illa út úr þeim saman- burði. í nýútkomnum Fjármálatíð- indum er grein eftir Jón Sigurðs- son, hagrannsóknastjóra, sem heitir „Útvegur í öldudal". Þar kemur fram í töflu á bls. 53 að hlutur fiskveiða í heildarvinnuafls- notkun er 5%, en hlutur þeirra í UTBOÐ Tilboð óskast í framkvæmdir við skurðgröft, útdrátt á jarðstrengjum og reisingu á götuljósastólpum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. júní n.k. kl. 14. e.h. INNKAUPASTÖFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Afleiðing aðgerða ríkisstjórna En ætli það hafi verið af því að þeir væru svo ánægðir? Nei. Þeir mótmæltu bráðabirgðalögunum kröftuglega og nú er gjörsamlega búið að slá öll vopn úr höndum þeirra með kvótaskiptingunni, Þeir hafa enga stöðu til að fylgja sínum málum eftir. í Sjómanninum, blaði Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir um bráðabirgðalögin frá 27/5 ’83, með leyfi hæstvirts forseta: „Hér er enn eitt dæmið um hvernig útgerðarmenn beita ríkis- valdinu fyrir sig í ránsferðum sín- um í umsamin skiptakjör sín við fiskimenn. Nú hefur útgerðar- mönnum tekist að koma skiptapró- sentu fiskimanna á skuttogara af minni gerðinni niður í 20.71% af raunverulegu aflaverðmæti". - Til- vitnun lýkur. - Flestum sem um þessi mál fjalla er ljóst, að það eru ^kki laun sjó- manna, sem eru að kollsigla út- gerðinni. Þar koma önnur atriði til og vegur þá langþyngst fjármagns- kostnaðurinn. Það segir sig sjálft, að þegar stór hluti lána sem hvfla á fiskiskipastólnum eru í Bandaríkj- adollurum, við vitum hvernig þró- vc I vera skárri kost heldur en krukk hér og millifærslur þar. Það má segja að hér sé verið að nálgast pennastrikið hans Alberts. En þetta á þjóðin öll að taka á sig sem heild, en ekki sjómenn einir, því það er einmitt þjóðarheildin sem nýtur góðs af vinnu þessara manna og þeim verðmætum sem skapast í sjávarútvegi. 80% reka einnig fiskvinnslu Ég vil þó vekja athygli á þeirri staðreynd að um 80% útgerðarað- ila reka einnig fiskvinnslu, svo e.t.v eru byrðarnar ekki svo óskaplega þungbærar hjá öllum útgerðarfyr- irtækjum. Að sjálfsögðu ráða ríkisstjórnir ekki öllu um gengi sjávarútvegs á fslandi. Þar eiga fyrirtækin sjálf og sölusamtök þeirra einnig sinn stóra þátt og þar má örugglega margt bæta, bæði skipulag, nýtingu, gæði og síðast en ekki síst markaðssókn og sölustarfsemi. Víða er þörf meira aðhalds og eftirlits, t.d. í skipasmíðum. Menn sem þekkja þar til segja mér, að þegar byggð eru ný skip eða eldri skipum breytt, þá séu þau oft búin út fyrir svo margs konar veiðar og fyllt af alls kyns dýrum tækjum, sem síðan eru lítið sem ekkert nýtt og eru stundum hreinlega til trafala við þann veiðiskap sem skipin eru síðan notuð til. Skuldbreytingar og lenging lána geta bjargað einhverju, en oft líður svo langur tími frá því að ákvörðun er tekin, þar til úr framkvæmdum verður, að á meðan hafa skuldir laðið á sig vanskilavöxtum og að- :oðin verður ekki að því gagni sem il var ætlast. Talandi um skuldbreytingar: Nú stendur til að skuldbreyta og lengja lán hjá Fiskveiðisjóði allt upp í 7 ár í viðbót með veði í skipum allt að 90% á húftryggingu þeirra. Ég er hrædd um, miðað við líftíma skip- anna, að einhver veðanna verði orðin úr sér gengin eða ónýt, áður en skuldirnar eru greiddar. Hættuleg stefna Ég vil nú víkja nokkrum orðum að hugmyndum ríkisstjórnarinnar um 10% sveigjanlega bindiskyldu innlánastofnana og breytingu á afurðalánum, en í greinargerð með bandorminum segir á bls. 7, með leyfi forseta: „Hinir margþættu annmarkar endurkaupakerfisins hafa orðið til þess, að nikisstjórnin setti í upphaf- lega stefnuskrá sína það ákvæði, að afurða- og rekstrarlán atvinnuveg- anna skyldu færð til viðskipta- banka og sparisjóða. Liggur fyrir ríkisstjórninni tillaga frá Seðla- bankanum um samhliða lækkun allra endurkaupa um sem næst 5 prósentustig eða nálægt tíunda hluta þeirra." Tilvitnun lýkur. Ég tel þetta vera mjög hættulega stefnu, einmitt við ríkjandi aðstæð- ur. í fyrsta lagi hafa fæstar innlánsstofnanir úti um landið bol- magn til að taka þessi lán að sér. Það leiðir svo annað tveggja af sér, að atvinnuvegirnir fá ekki þá fyrir- greiðslu sem þeim ber, eða við- komandi banki lendir í bullandi yfirdrætti hjá Seðlabankanum með tilheyrandi refsivöxtum. Úttekt á stöðu sjávarútvegs Varla getur það heldur talist til jákvæðra ráðstafana í sjávarút- vegsmálum að lækka afurðalánin eins og ástandið er. Nú má enginn taka orð mín svo, að eingöngu eigi að sinna sjávarút- vegsmálum og láta uppbyggingu nýrra atvinnugreina og menntakerfisins lönd og leið, síður en svo. Það er framtíðarverkefni sem tekur mörg ár að byggja upp, þangað til við förum að njóta arðs, ekki síst ef á að fylgja þeirri stefnu að skera niður í menntakerfinu á öllum stigum. Á meðan verðum við að treysta á hefðbundnu atvinnugreinarnar og vandi sjávarútvegsins er það, sem við stöndum frammi hér og nú, og hann verður að leysa, Það væri óskandi að Alþingi bæri gæfu til að afgreiða fyrir þinglok tillögu Svanfríðar Jónasdóttur um úttekt á stöðu sjávarútvegsins. Ef svo verður ekki, þá leyfi ég mér að beina þeim tilmælum til hæstv. sjávarútvegsráðherra, að hann skipi engu að síður nefnd í málið sem starfi í sumar, þannig að úttekt á stöðu sjávarútvegsins og tillögur til úrbóta gætu legið fyrir strax við upphaf þings í haust. Betra blað

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.