Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 23. maí 1984 Ur Jörundarsýnlngunni á Selfossl. Jörundur sýndur á írlandi á sunnudag Á sunnudaginn sýnir Leikfélag Selfoss Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason á alþjóðlegri leiklistarhátíð áhugaleikfélaga sem haldin er í borginni Dundalk á Ir- landi. Sýningin heitir „Jokers and Kings“ en svo nefnist kráin sem er rammi um Jörundarleikinn. Sel- fyssingar leika á ensku, en það er skilyrði um þátttöku, sem þeir ekki setja fyrir sig, og hafa æft af kappi að undanfömu, komið sér upp skoskum og enskum hreim eftir þörfum og lagað sýninguna að að- stæðum. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson. í Dundalk em sjö sýningar haldnar á sjö dögum í 700 manna húsi og koma frá sjö löndum. Mex- íkó, Ísrael, Bandaríkjunum, Eng- landi, Norður- og Suður-írlandi og íslandi. Hátíð þessi er haldin reglu- lega og hafa Skjaldhamrar Jónasar verið leiknir í tengslum við hana. ! Leikarar eru átján, en alls fer 23 manna hópur í leikferðina. Leikfé- lagsmenn hafa haft úti öll spjót til fjársöfnunar, þeir hafa haldið Jón- asardagskrár með þátttöku meist- arans, söngflokkur sýningarinnar hefur skemmt, styrkur nokkur hef- ur fengist frá Selfossbæ og ríkinu. PÓST- OG gggg^SÍMAMÁLASTOFNUNIN SÍMASKRÁIN 1984 Afhending símaskrárinnar 1984 til símnot- enda hefst fimmtudaginn 24. maí. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Póststofunni, Pósthússtræti 5, gengiö inn frá Austurstræti, og póstútibúunum Kleppsvegi 152, Laugavegi 120, Neshaga 16, Armúla 25, Arnarbakka 2 og Hraunbæ 102. Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 9 til 17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Strandgötu 24. í Kópavogi verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit verður símaskráin af- hent á Póst- og símstöðinni. Peir notendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eða fleiri, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn af- hendingarseðium, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1984 gengur í gildi frá og með föstudeginum 1. júní 1984. Þó gildir þetta ekki hvað varðar ný 6 stafa símanúmer á Seltjarnarnesi, sem gert hafði verið ráð fyrir að kæmi í gagnið um leið og símaskráin. Þau verða ekki tilbúin fyrr en í lok júní nk. Þangað til gilda gömlu símanúm- erin þar, en það eru raunar sömu númerin og eru í nýju skránni að frátöldum fyrsta staf, sem er 6. Að öðru leyti fellur símaskráin 1983 úr gildi frá 1. júní 1984. Póst- og símamálastofnunin. Verk Ásgerðar og Svavars á sýningu í Kaupmannahöfn Þann ellefta maí opnaði menn- ingarborgarstjóri Kaupmanna- hafnar, Bent Nebelong, sýninguna Islandsk farvespil, sýningu á verk- um Ásgerðar Búadóttur og Svavars Guðnasonar á Nikoiaj, sýningar- húsi Kaupmannahafnarborgar. Sýning þessi á myndvefnaði eftir Ásgerði, pastel- og vatnslitamynd- um eftir Svavar, hefur vakið mikla hrifningu. í setningarávarpi sínu sagði Bent Nebalong meðal annars á þessa leið: „Með því að velja svo ólíka full- trúa íslenskrar myndlistar og Ás- gerði Búadóttur og Svavar Guðna- son, eru menn að leggja áherslu á að, þau bæta hvort annað upp frá listrænu sjónarmiði. Að bæði fara, um leið og þau eru mjög frumlegir og nýskapandi iistamenn, með boðskap, sem nær yfir fágaðan tón- skala og tilfinningu hlaðna efnis- meðferð“. Ásger&ur Búadóttir á sýningunnl á Nikolaj. Matthíasarkvöld í Hallgrímskirkju í kvöld verður flutt í Hallgríms- kirkju samfelld dagskrá úr verkum Matthíasar Jochumssonar. Matthí- asarkvöldið hefst kl. 20.30 og stendur Listvinafélag Hallgríms- kirkju að því. Guðrún Ásmundsdóttir leikari hefur umsjón með dagskránni en með henni koma fram Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Hrönn Steingríms- dóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Hörður Áskelsson organisti Hallgríms- kirkju tekur einnig þátt í dag- slttánni. Á Matthíasarkvöldinu verður fléttað saman atriðum úr lífshlaupi Matthíasar, ljóðum og leikatriðum úr Skugga-Sveini. -ekh Ný skáldsaga Ólafs Gunnars- sonar Ut er komin hjá Iðunni bókin Gaga, skáldsaga eftir Ólaf Gunn- arsson. Hann er fæddur í Reykja- vík árið 1948 og hefur starfað sem rithöfundur um árabil með búsetu á íslandi og í Danmörku. Áður eru komnar frá hendi Ólafs tvær ljóða- bækur, Ljóð og Upprisan, svo og skáldsögurnar Milljon prósent menn, 1980, og Ljóstollur, 1982, sem báðar hafa komið út hjá forlagi Iðunnar. Gaga er saga Geimfarans, Valda í Valdasjoppu, sem vaknar morgun Sögusnælda fyrir börn Út er komin ný sögusnælda fyrir börn: „Sagan af vaskafatinu og fleiri sögur fyrir börn“, eftir Þór- hall Þórhallsson. Tónlist samdi og flytur Sigurður Rúnar Jónsson. „Hér eru á ferðinni líflegar og hressilegar sögur sem höfundur les sjálfur“, segir í kynningu á snæld- unni. Snældan fæst í plötu- og bóka- búðum og kostar aðeins kr. 330.-. Er ekki tilvalid að gerast áskrifandi? 81333 DJOBVIUINN einn á Mars. Það er öðrum þræði saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Kíkóta forðum daga. En vitnar heilaspuni Geimfarans og ofsóknaræði einungis um mann sem misst hefur samband við um- heiminn? Það er ein þeirra spurn- inga sem saga þessi vekur. Er Geimfarinn alveg „gaga“? Eða eru hugarórar hans fyrst og fremst rök- rétt viðbrögð við óbærilegu og til- finningasnauðu lífi? Við skelfing- unni sem vofir yfir? Á aðalfundi sínum fyrir skömmu samþykkti Rithöfundasamband ís- lands tillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að skipa nefnd til að semja frumvarp til laga um gjald sem greiða skuli fyrir afnot verka þegar fimmtiu ára verndartíminn frá láti höfundar er liðinn. Þegar fimmtíu ár eru liðin frá láti höfundar verður höfundarrétur hans almannaeign. Þessi regla hef- Tónlistarskólinn í Reykjavík Lýkur profi a bassa I dag verða burtfarartónleikar við Tónlistarskólann í Reykjavík kl. 6 síðdegis. Valur Pálsson leikur á kontrabassa í sal skólans að Laugavegi 178, og er hann fyrsti nemandi sem lýkur prófl á það hljóðfæri frá skólanum. Á efnisskrá eru verk eftir Holm- boe, Eccles, Poradowski og Hinde- mith. Aðrir sem fram koma á tón- leikunum eru Valgerður Andrés- dóttir píanó, Sigríður Pálmadóttir sembai og konstrabassleikaramir Páll Hannesson og Þórður Högna- son. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ur ekki þótt sanngjörn í alla staði, því að hún er undantekning frá meðferð annarra verðmæta og fjár- hagslegra afnota af þeim. Vísað er í greinargerð með tillögunni til for- dæmis frá öðrum löndum, þar sem reglur em settar fyrir afnot verka sem fallin em úr höfundarréttar- vernd og rennur þetta gjald í sjóði sem notaðir eru bæði til að styrkja lifandi höfunda og afkomendur lát- inna höfunda. Rithöfundasambandið:__ Höfundarréttur verði framlengdur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.