Þjóðviljinn - 23.05.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Side 11
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Amór Gudjohnsen. Arnór UEFA meistari? í kvöld ráðast úrslit í UEFA- bíkarkeppninni í knattspyrnu á White Hart Lane, leikvangi Totten- ham í London. Þar leika Totten- ham og Anderlecht frá Belgíu, lið Arnórs Guðjohnsens, síðari úrs- litaleik sinn í keppninni. Eins og kunnugt er, skildu liðin jöfn í Briissel fyrir hálfum mánuði, 1-1, og róðurinn fyrir Anderlecht verð- ur því þungur í kvöid. Ólíklegt er að Arnór spili vegna meiðsianna sem hafa haldið honum utan vallar nánast í allan vetur en um sl. helgi lék hann þó síðustu 20 mínúturnar í 1. deildarleik með Anderlecht og stóð sig mjög vel. Hann á því mögu- leika á að verða fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að taka á móti sigurlaunum í Evrópukeppni. - VS. Dunlop- open um helgína Dunlop-open golfmótið verður haldið á Hólmsvelli í Leiru um næstu helgi, dagana 26.-27. maí. Þetta er opið mót, höggleikur, 36 holur, með og án forgjafar, og er nú haldið í fimmtánda sinn. Verðlaun verða hin glæsilegustu eins og alltaf og er það Austurbakki hf. sem gef- ur þau. Skráning hefst í dag, mið- vikudag 23. maí. Golfklúbbur Suð- urnesja sér um framkvæmd móts- ins. Tilþrifalitlum leik lauk með sigri Víkings Víkingar sigruðu Valsmenn í til- þrifalitlum kuldaleik sem háður var í 1. deildinni í knattspyrnu á Valbjarnarvöllum í gærkvöldi. Kristinn Guðmundsson tryggði Vfkingum 3 stigin eftirsóttu er 7 mínútur voru til leiksloka. Valur Valsson fékk fyrsta tæki- færi leiksins er 5 mínútur voru liðn- ar af leiknum en skot hans frá víta- teig fór rétt framhjá Víkingsmark- inu. 20 mínútum seinna fengu Vík- ingar sitt fyrsta færi, en skot Heim- is Karlssonr af stuttu færi var vel varið af Stefáni Valsmarkverði, Á- mundi fékk síðan svipað færi en var of lengi að skjóta og Stefáni tókst að bjarga með úthlaupi. Síðari hálfleikur vár öllu fjör- legri þó ekki gæti hann fjörugur talist. Á 3. mínútu fengu Valsmenn upplag færi en skot Ingvars Guð- mundssonar fór yfir. Víkingar náðu síðan smám saman meiri tök- um á miðjunni með Andra Mar- teinsson sem skipuleggjanda. And- ri var síðan nálægt því að skora er hann fékk góða sendingu frá Einari Einarssyni en skalli hans fór rétt framhjá og nokkru seinna átti hann þrumuskot á markið en Stefán náði að slá boltann útaf. Á 38. mínútu skoruðu Víkingar svo markið. Andri spilaði þá upp hægri kantinn og gaf sendingu fyrir, Kristinn Guðmundsson var þar fljótastur og tókst að senda boltann í hægra markhornið. Eftir markið reyndu Valsmenn allt hvað þeir gátu til að jafna en þeim tókst ekki að skapa sér nein veruleg marktækifæri, það tókst Víkingum hinsvegar er 3 mín- útur voru liðnar framyfir venjuleg- an leiktíma, Ámundi Sigmundsson átti þá sendingu á Andra en skot hans var alltof laust og boltinn var varinn. Allt of lítið af góðu spili sást í þessum leik, fyrir það fyrsta ætluðu Valsmenn auðsjáanlega að byggja allt spil sitt upp meðfram endalín- um vallarins og árangurinn var vafasamur svo ekki sé meira sagt. Liðið hefur ekki skorað mark í þeim tveim leikjum sem búnir eru en vonandi fer að koma að því, liðið er skipað allt of góðum leik- mönnum til þess að berjast í neðri hluta deildarinnar. Guðmundur Þorbjömsson var yfirburðamaður hjá liðinu, Bergþór Magnússon og Guðni Bergsson áttu ágæta kafla. Víkingsliðið virðist að því leyti betur statt að það virðist geta skor- að mörk auk þess sem liðið er í stöðugri framför. Auk Andra sýndu þeir Ómar Torfason og Ein- ar Einarsson ágætan leik. Dómarinn, Þorvarður Björns- son, dæmdi þokkalega. - Frosti. V-Þýskaland vann Italíu Vestur-Þýskaland bar sigurorð af ítölum í afmælisleik UEFA sem háður var í gærkvöldi í Zurich. Eina mark leiksins skoraði Hans-Peter Briegel á 61. mínútu eftir aukaspyrnu Karl-Heinz Rummenigge. ítalirnir sóttu meira í byrjun með Bruno Conti sem sinn hættulegasta mann það var ekki fyrr en Jupp Derwaíl lét færa Rummenigge aft- ar á völlinn að hjólin fóru að snúast hjá Þjóðverjum. Rummenigge var bestur Þýskara en auk þess var Sti- elke mjög góður. Conti átti góðan fyrri hálfleik fyrir ítali, en slakur í þeim seinni. V.-Þýskaiand: Schumacker (Burd- enski), B. Foerster, Stielke, K.H. Foerster (Matthaeus), Briegel (Buchwald (Bommer), Rummen- igge, Brehme, Rolff, Voeller, All- ofs. Ítalía: Bordon, Bergomi, Scirea, Vierchowod, Nela (Gentile), Bar- esi, Tardelli (Fanna), Dossena, Bagni, Altobelli (Girdano), Conti - Frosti Endanlegt val Ólympíunefnar Fimm einstakling- ar og landsliðið bættust við í gær Framkvæmdanefnd Ólympíun- efndar Islands tilnefndi í gær fimm íþróttamenn og handknatt- leikslandslið karla til keppai á Ól- ympíúleikunum í Los Angeles í sumar. Þremur frjálsíþróttamönnum var bætt við, Sigurði Einarssyni spjótkastari, Óskari Jakobssyni kúluvarpara og Kristjáni Harðars- yni kringlukastara. Þá var Ingi Þór Jónsson sundmaður tilnefndur ásamt Haraldi Ólafssyni lyftinga- manni. Þar með hafa 13 einstak- lingar verið valdir til þátttöku á leikunum en sjálf Ólympíunefndin kemur saman á morgun og leggur væntanlega blessun sína yfir val fimmmenninganna. Handknattleikslandsliðið þarf að fá staðfestingu frá Alþjóða handknattleikssambandinu til að endanlega sé öruggt að það fari á leikana. Hennar er að vænta eftir 2. júní en þá rennur út þátttöku- frestur fyrir leikana og í ljós kemur endanlega hvort Sovétmenn og bandamenn þeirra hætta við þátt- töku. íslenska liðið kemst á leikana eins og kunnugt er, ef austantjalds- þjóðirnar verða ekki með. Talsverður aukakostnaður bæt- ist við á fjárhagsáætlun Ólympíun- efndarinnar ef handboltalandsliðið verður sent en til að standa straum af því hyggst nefndin efna til happdrættis nú á næstunni. -VS Óskar Jakobsson kepplr í Los Ange- les í sumar. Trimmnámskeið Eiðum Námskeið fyrir væntanlega leiðbeinendur og stjórnendur örv- unarleikfimi á vinnustöðum fer fram í Alþýðuskólanum á Eiðum dagana 31. maí til 3. júní. Nám- skeiðið verður afar fjölbreytt og víða komið við en það er Trimm- nefnd ÍSI, í samvinnu við UÍA og Alþýðuskólann á Eiðum, sem stendur fyrir því. Námskeiðið er ætlað konum og körlum á öllum aldri. Hermann Níelsson, Eiðum, tekur við þátttökutilkynningum og veitir nánari upplýsingar. Knattspyrnu- skóli Vals Knattspyrnufélagið Valur i Reykjavfk verður í sumar með knattspyrnuskóla á félagssvæði sinu að Hlíðarenda. Skólinn verður í formi tveggja vikna námskciða og hefst það fyrsta mánudaginn 28. maí. Allir krakkar á aldrinum 6 til 12 ára eru velkomnir. Leiðbeinendur verða Ian Ross, þjálfari meistarailokks Vals, og Jó- hann Þorvarðarson, leikmaður með ÍVal. Innritun í fyrstu námskeiðin verður á fimmtudag og föstudag í síma 687704 milli kl. 11 og 13.30 og í íþróttahúsi Vals, sima 11134 kl. 17 - 18. Coe í formi Sebastian Coe, Bretinn fótfrái, náði besta tfma í heiminum á þessu ári f 800 m hlaupi karla um sfðustu helgi. Á móti f London fékk hann tímann 1:45,2 mfn. sem þó er hálfri fjórðu sekúndu frá heimsmeti hans á vega- lengdinni. Honved meistari Honved varð í sfðustu viku ung- verskur meistari í knattspyrnu, var þá komið með sjö stiga forystu í Uj- Pest Dozsa þegar þrjár umferðir voru eftir. Norðurlandamót í blaki: Kvennalið með í fyrsta skipti í haust, nánar tiltekið 5.-7. októ- ber, verður Norðurlandamót karla og kvenna í blaki haldið, karla- mótið í Randaberg í Noregi og kvennamótið á Álandseyjum. ís- lenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti í fyrsta skipti en til þessa hefur það einung- is leikið gegn Færeyingum. Guömundur E. Pálsson, þjálfari og leikmaður Þróttar, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðsins og mun hann jafnframt leika með því. Hann mun fá aðstoðarþjálfara með sér og sá verður jafnframt liðsstjóri í landsleikjunum. Björgúlfur Jóhannsson, þjálfari ÍS, hefur tekið við kvennaliðinu. Þeir Guðmundur hafa valið lands- Iiðshópa til æfinga og eru þeir þannig skipaðir: Karlalandslið: Þórður Svan- bergsson, Þorvarður Sigfússon og Friðrjón Bjarnason, ÍS, Amgrím- ur Þorgrímsson og Sigurður Guð- mundsson, Víkingi, Hreinn Þork- elsson, Samúel Orn Erlingsson og Haraldur G. Hlöðversson, HK, Leifur Harðarson, Sveinn Hreins- son, GuðmundurKjæmested, Lár- entsínus Ágústsson, Jón Ámason og Guðmundur E. Pálsson, Þrótti R., Kristján Már Unnarsson, Fram, Marteinn Guðgeirsson, Þrótti Nes, og Tómas Jónsson, KFUM Oslo. Kvennalandslið: Jóhanna Guðj- ónsdóttir, Ásdís Skúladóttir, Krist- jana Skúladóttir, Hermína Gunn- arsdóttir og Laufey Skúladóttir, Völsungi, Þorbjörg Rögnvalds- dóttir, Oddný Erlendsdóttir, Sig- urlína Sæmundsdóttir og Sigurborg Gunnarsdóttir, Breiðabliki, Þóra Andrésdóttir, Auður Aðalsteins- dóttir, Málfríður Pálsdóttir, Gyða Steinsdóttir og Margrét Aðal- steinsdóttir, IS, Snjólaug E. Bjamadóttir, Hulda Laxdal Hauksdóttir og Steina Ólafsdóttir, Þrótti R. - VS. Knattspyrna í kvöld: Átján leikir í 1. deild og bikar! Hrelnn Þorkelsson, körfuboltakapp- Inn baráttuglaðl, er í landsllöinu í blaki. Það verður mikið um að vera hjá knattspyrnumönnum og áhuga- mönnum um knattspyrnu víðs veg- ar um land í kvöld. Þrir leikir í 1. deild karla hefjast kl. 20 og á sama tíma verður flautað til leiks í 1. um- ferð bikarkeppninnar á flmmtán stöðum á landinu. Þór og ÍA, einu liðin sem náðu þremur stigum útúr fyrstu umferð 1. deildarinnar, mætast á Akur- eyri. Þar má búast við hörkuleik, íslandsmeistarar Akumesinga geta reiknað með harðvítugri mót- spyrnu frá vaxandi Þórsliði á gras- velli þeirra Þórsara. ÍBK fær KA í heimsókn á Kefla- víkurvöll. Heimamenn gerðu markalaust og dauft jafntefli við Val í fyrstu umferð en KA beið lægri hlut gegn Þór, 1-2. Bæði lið eru með mikið af nýjum leik- mönnum en á pappírum ættu sigur- möguleikar Keflavíkur að vera mun meiri, ekki síst með aðstoð heimavallarins. KR og Breiðablik leika í Laugar- dalnum í Reykjavík. Þau em með eitt stig hvort og em bæði talin lík- leg til að vera í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Leikur þeirra í kvöld gæti ráðið talsverðu þar um. í bikarkeppni KSÍ verður leikið á 15 stöðum eins og áður sagði. Leikirnir em þessir: Reynir S. - Njarðvík Ármann - Grindavík Víöir - Hafnir Stokkseyri - Fylkir FH - ÍR Selfoss - Haukar ÍBÍ - Víkverji ÍBV - HV Magni - Tindastóll Vöisungur - Leiftur Vorboðinn - Vaskur Hrafnkell - Austri Þróttur N. - Leiknir F. Valur Rf. - Einherji Huginn - Sindri Tveir bikarleikir, Árvakur- Víkingur Ó. og Léttir-Augnablik, fara fram annað kvöld. Alls staðar er leikið til þrautar, framlengt og gripið til vítaspyrnukeppni ef úrslit fást ekki fram á annan hátt. - VS.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.