Þjóðviljinn - 23.05.1984, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.05.1984, Qupperneq 15
Miðvikudagur 23. maí 1984'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15' RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Anna Hilmarsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Afastrákur" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Tónsmíðar i hjáverkum IV. þáttur Guð- rún Guðlaugsdóttir raeðir við Jóhannes Benjamínsson, sem leikur og syngur eigin lóg. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vinsæl popplög frá árinu 1983 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (30). 14.30 Miðdegistónleikar llja Humík og Pavel Stephan leika Ijórhent á píanó „Litla svítu“ eftir Claude Debussy. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveitin f Gautaborg leikur Sinfóníu nr. 1 í e-moll op. 39 eftir Jean Sibelius; Neeme Járvi stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Snerting Þáttur Amþórs og Gisla Helg- asona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Ungir pennr. Stjómandi: Hildur Her- móðsdóttir. 20.10 Á framandi slóðum 8Áður útv. 1982). Oddný Thorsteinsson segir frá Israel og leikur þarlenda tónlist; síðari hluti. 20.40 Kvóldvaka: a) Fjórir búandamenn Baldur Pálmason les fjögur söguljóð eftir Guðmund Frímann. b) Karlakórinn Vísir á Siglufirði syngur Stjómandi: Geirharður Valtýsson. c) „Drengur" Guðmundur Þórð- arson les brot úr óbirtri ævisögu. 21.10 Erna Sack syngur með hljómsveit iög eftir Arditi, Delibes, Flotow o.fl.; Hans May stj. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar(16). 22.15 Veðurfregnir. Frftir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í útlöndum Þáttur í umsjá Emils Bóas- sonar og Ragnars Baldurssonar. 23.15 íslensk tónlist. Margrét Eggertsdóttir syngur við píanóleik uónínu Gísladóttur, Þorsteinn Hannesson syrgur með Sinfóníu- hljómsveit Islands, undir s 'jórn Páls P. Páls- sonar og Jóhann Konráðsson syngur við píanóleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur. RUV2 10.00-12.00 Morgunbáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, AsgeirTómassonog Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Út um hvippinn 'og hvappinn. 15.00-16.00 Krossgátan. Stjórnandi: Jón Gröndal. (Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spumingum um músík og ráða krossgátu um leið). 16.00-17.00 Nálaraugað. Stjómandi: Jónat- an Garðarsson. 17.00-18.00 Woodstock-hátíðin. Stjórn- andi: Sveinn E. Magnússon. (Fyrir um 15 árum síðan var haldin ein stærsta og mest- umtalaða popphátið fyrr og síðar - Woodstock-hátíðin). RUV O 19.05 Fólk á förnum vegi Endursýning - 25. og 26. þáttur. Lokaþættir enskunám- skeiðsins. 19.35 Söguhornið Sefsláin Sögumaður Sig- urður Jón Ólafsson. Umsjónarmaður Hrafn- hildur Hreinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 í kjölfar Sindbaðs Þriðji hluti - Ferða- lok Bresk kvikmynd í þremur hlutum um ævintýraferð til Austurianda. Þýðandi Gylfi Pálsson. Þulur Friðrik Páll Jónsson. 21.35 Berlin Alexanderplatz Annar þáttur. Þýskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Alfred Döblin. Leikstjóri Rainer Werner Fassbinder. Efni fyrsta þáttar: Berlin 1928- Franz Biberkopf er leystur úr fangelsi. Hann er staðráðinn í að lifa heiðarlegu lífi en gengur illa að koma undirsig fótunum. Hann vonar samt að úr rætist með hjálp nýrrar vinkonu, Línu að nafni. Þýðandi Veturiiði Guðnason. 22.35 Úr safni Sjónvarpsins Við Djúp - Sel- ir, salt og saga Sjónvarpsmenn ferðast Um Vatnsfjörðog Reykjaprð sumarið 1971 og staldra við á Reykjanesi. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. „Á ungu fólki verður mannkynið að byggja vonir sínar og þrár um skaplegra mannlíf,“ skrifar Gísli Guðmunds- son í bréfi sínu. Lífið og erfiðleikar þess Lífið getur verið dásamlegt hér á Hótel Jörð, ef saman fer hlýtt viðmót nánasta fólks og sam- kennd til framtíðarmanna - og þá sér í lagi þeirra er standa höllum fæti í sinni lífsbaráttu. Hitt er svo sjálfgefið að reynist ekki unnt fyrir nánasta fólk að búa saman með skaplegum líf- smáta, er vonlítið um einlæga samkennd með sinni 'samtíð. Annars má segja, að það sé næsta furðulegt hversu erfitt það er í raun fyrir ábúendur á Hótel Jörð að koma sér saman um næst- um sjálfsagða mannasiði frá degi til dags og frá ári til árs (og það á við um sögu aldanna). Getur ver- ið að hin svokallaða skólaganga, ásamt með örri tæknibyltingu eigi sinn þátt í þessum ófögnuði mannskepnunnar á næstliðnum fimmtíu árum? Er yfirleitt hugs- anlegt að of mikill meðbyr í of hraðfleygri tækni - og einnig hég- óma - hafi bókstaflega ært þessa mannskepnu til sífellt djöfullegri óhæfuverka? Svari hver eftir sinni hæfni. Ekki er unnt að útiloka þessa möguleika. Hitt er svo önpur saga, að ábúendum jarðar er fullljóst, að margt af þessari tækni er nauðsynlegt, annað yfir- gengilegur hégómi - og beinlínis hættulegur sómasamlegu heilsuf- ari fólks. Það getur sem sé verið dýrt spaug að eyða ævinni í þá iðju að safna hégómalegu og fá- nýtu glingri í tíma og ótíma. Það kostar bæði fjármuni og drjúgan skammt af lífsorku hvers og eins er þann draugadans stundar af alefli. Stundum má raunar segja, að því svipi saman að ástunda söfn- un á hégómlegu glingri og að safna og fullkomna tækni til að eyða mannfólkinu þrjátíu sinnum með kjarorkutólum allskonar. Þó að hið síðarnefnda sé öllu al- varlegra glingur - sérdeilis þegar fávitar hafa það með höndum. Og staðreyndin er sú á öldinni tuttugustu, að fávitarnir eru æði margir, sem stjórna mannfólkinu. Og margar eru þær þjóðir, er verða nauðugar viljug- ar að lúta þessum fávitum. Og þessi fávitaháttur er ekki bund- inn við hina svokölluðu stjórnmálamenn heldur og engu síður við hina svokölluðu trúarl- eiðtoga - eða öllu heldur trúar- hræsnara í okkar samtíð. Annars eru sveltandi börn át- akanlegasta eymd mannsins á okkar öld. Þrátt fyrir mikla sókn og græðgi mannskepnunnar nú um stundir - og óskiljanlegt vopnaskak, sem er með öllu ó- skýranlegt venjulegu fólki. Hér þarf æskufólk samtíðar og framtíðar að taka til höndum og afmá þessa forsmán hjá íbúum jarðar. Þeir jarðarbúar eru vissu- lega magir sem horfa með vonar- augum til æskunnar á komandi tíð. Og á ungu fólki verður mann- kynið að byggja vonir sfnar og þrár um skaplegra mannlíf, ef vel á að fara í henni veröld. Allir verða bókstaflega að treysta því að hún standi sig. Og við trúum því í fullri einlægni að svo reynist. Verið þið sæl að sinni. Gísli Guðmundsson frá Steinholti. Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson spiluðu jafnt og vel í landsliðs forkeppninni, voru all- an tímann á hælum Jóns og Símonar og náðu næst bestu skor. Þeir áttu ekki í erfiðleikum með að ná besta samning á þetta spil, sem reyndar kom á borðið í sömu setu og spilið í gær. 9. umf., N gefur/0: NOFtÐUFt S D3 H K53 T D532 L A984 VESTUR AUSTUR S10862 S 75 H D9 H AG87642 T K97 T G864 L10532 L - SUÐUR S AKG94 H 10 T A10 LKDG76 Sennilega myndu flestir passa með norðurspilin, í fyrstu hönd, þar með talinn Jónas P. En í þetta sinnið brá hann út af vananum, með vænlegum ár- angri. Hann vakti á tígli, austur stökk í 3 hjörtu og Hrólfur hóf að þeyta rjómann; sagði 4 hjörtu. Norður 5 lauf, eðlilegt og lofa ekki tígullit, jafnhliða. Hrólfur hækkaði í sex, að sjálfsögðu. Sex er vissulega mjög góð lokasögn, og það eina sem ógnar slemmunni er lega eins og í spilinu, trompið 4-0 og óhagstætt útspil (tígull í þessu tilfelli). Guðmundur Hermannsson spilaði hins vegar út hjarta ás, sem sýnist skynsamlegt eftir sagnir, þótt það gæfist illa í þessu spili. Tólf slagir voru nú auðfengnir. Eitt par annað náöi slemm- unni. Þeir Guðmundur Péturs- son og Sigtryggur Sigurðsson. Sigtryggur passaði á norður spilin, en fleira veit ég ekki um sagnir. Lokasögn sem áðursex lauf, en nú í suður og ekkert útspil sem hnekkir henni. Vest- ur kom út með hjarta drottn- ingu, kóngur og ás og hjarta aft- ur. Guðmundur vann sitt spil með hjálp öfugs blinds. Hjarta trompað í borði. Lauf kóngur og legan kom í Ijós. T romp á áttuna og hjarta trompað hátt. Trompi afíur svínað og tekinn tromp ás. 6 slagir á tromp, fimm á spaða og tfgul ás. bridge Rás 2 kl. 15.00: Tónlist og krossgáta Krossgátan nefnist þáttur sem Jón Gröndal stendur fyrir á Rás 1 ídagoghefstútsendingkl. 15.00. „Þetta er tónlistarþáttur fyrst og fremst og ég mun leika lög af eldra taginu“, sagði Jón í samtali við blaðið. „Ég leik lög frá árabil- inu 1920-1980 en í stað Jiefðbund- innar kynningar milli laga verð ég Krossgáta nr. 1. Lausnir sendist til. Rásar 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavik, merkt „Tónlistar- krossgátan nr. 1“. Verðlaunin verða auðvitað plötur. með krossgátu. Þetta er alls ekki þung krossgáta heldur er hún miðuð við það að allur þorri landsmanna geti spreytt sig á henni.“ Þáttur Jóns verður aftur á dag- skrá næsta miðvikudag, en ekki er enn ákveðið hvort hann verður síðan á dagskrá Rásar 2 vikulega eða hálfsmánaðarlega. Blöðin munu birta krossgátuformið þá daga, sem þátturinn verður send- ur út, og hér með fylgir það fýVsta þeirra. Með hverju lagi sem leikið er í þættinum fylgir vís- bending um orð í krossgátunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.