Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 1
DlOÐVIlllNN Hið óþekkta X er vonin. Við- tal við Ólaf Hauk Símonarson Sjá Opnu júní 1984 Föstudagur 128. tbl. 49. árgangur Tómas Þorvaldsson um kaup fiskverkunarfólks á aðalfundi SÍF í gær ,Getur ekki gengið lengur4 Sendillinn með hœrra kaup en fiskvinnslufólkið - Verkafólk sem vinnur að sjávarútvegsstörfum er orðið lægst launaða fólkið i landinu. Sendisveinn hjá þessum samtökum sem vinnur frá 9-5 er á hærra kaupi en þetta fólk. Það sér hver maður að svona getur þetta ekki lengur gengið, sagði Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður og fískvinnsluframleiðandi I Grindavík á aðalfundi SIF í gær. „Þetta er spilling í þjóðfélaginu sem þarf að berjast gegn“, sagði Fleiri fundarmenn á aðalfundinum tóku undir þessi orð Tómasar og kom fram hjá ýmsum að ekki væri hægt að reka sjávarútveg hérlendis ef verkafólki sem við hann starfaði yrði ekki séð fyrir betri kjörum. Fiskvinnslufólk væri orðið láglaunafólk á íslandi. -lg. sjá bls. 2 Líkskurði hætt á Rannsóknar- stofu HÍ fyrir Borgarspítalann Sökum fyrirskipaðs samdróttar í heilbrigðiskerfinu munu lík sjúkl- inga sem deyja á Borgarspítalanum ekki verða krufin af Rannsóknar- Fréttin um eignamissinn „Þau klúðr- uðu bara við- skiptunum “ S „Eg veitti bara eðli- lega þjón- ustu“ Sjá bls. 3. stofu Háskólans eftir 1. september, en fram til þessa hefur Rannsókn- arstofan annast iikskurð fyrir Borgarspítalann jafnt sem ríkis- spítalana. Líkskurður er nauðsyn- legur til að grafast fyrir um dán- armein og aðra sjúkdóma sjúkling- sins, og á Borgarspítalanum er fimmtugur látinna sjúklinga að jafnaði krufinn. Jónas Hallgrímsson prófessor er forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans og hann sagði í spjalli við Þjóðviljann í gær að til að verða við kröfum ráðuneytisins um sam- drátt í mannafla væri ekki endur- ráðið í stöður fólks sem segði starfi sínu lausu á Rannsóknarstofunni. Við líkskurð ynnu þrír menn og einn hefði sagt upp frá og með hausti og þeir tveir sem eftir væru hreinlega önnuðu ekki meir en réttarkrufningum og krufningum fyrir ríkisspítalana. „Auk þess er rétt að fram komi að samkvæmt teikningu hefur frá upphafi verið gert ráð fyrir krufn- ingastofu á Borgarspítalanum“, sagði Jónas, „svo að þeir ættu að geta séð um sínar krufningar sjálf- ir. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans sagði að „það myndi þýða veruleg útgjöld fyrir okkur ef við þyrftum að fara að búa út rannsóknarstofu til að kryfja hér á Borgarspítalan- um“. ös Samstarfsnefnd um unglingamál ályktar um útigangsfólk Lögregla í stað aðstoðar • Fjöldi unglinga sem hírast í hitakompum, stigagöngum og geymslum % Eyðilegging Öskjuhlíðarbyrgisins einu aðgerðir yfirvalda • Köld vatnsgusa framan í þá sem vinna að unglingamálum # Neyðarathvarf hið bráðasta , JFundur í Samstarfsnefnd um unglingavandamál vill lýsa furðu sinni á því að enn einu sinni eru aðgerðir yfirvalda í málefnum fólks, sem þarf félagslegar úrbætur sinna mála, byggðar á lögregluaðgerðum“, segir í athugasemd frá nefndinni til íslenskra fjölmiðla. í athugasemdinni segir að fremur en hitt. Nú, nokkrum vik- mikil umræða hafa orðið í fjöl- um síðar sé reyndin hins vegar sú miðlum um athvörf útigangsfólks að einu aðgerðir yfirvalda séu að í Öskjuhlíð. Svo hafi virst sem loka þessum athvörfum fólks. þessi umræða myndi ýta við yfir- Þjóðviljinn birti á dögunum völdum um aðgerðir í málum frásagnir og viðtöl við lögreglu og þessa fólks, sem fari fjölgandi borgaryfirvöld, auk ljósmynda, þarsem einmitt kemur fram að búið er að eyðileggja athvarf úti- gangsfólksins, án þess að annað hafi fylgt í kjölfarið. „Svo virðist sem að hugmyndin sé fyrst og fremst sú, að útiloka þetta fólk í orðsins fyllstu merk- ingu, í stað þess að aðstoða og rétta hjálparhönd, sem undir hafa orðið í þessu siðmenntaða þjóðfélagi okkar“, segir í ályktun Samstarfsnefndarinnar. „Aðgerðir þessar koma einsog köld vatnsgusa framan í okkur sem vinnum að unglingamálum, þarsem við erum einmitt nú að fara fram á það við yfirvöld, að betrumbætt verði þjónusta við þá unglinga sem nú eru á hraðleið að fylla hópa þessa minnihlutahóps í þjóðfélaginu“. Síðan bendir Samstarfsnefndin á að auðvitað sé það ófært að fólk þurfi að sofa í skýlum sem þeim í Öskjuhlíð, en það að loka þeim, neyði fólkið einungis til að finna sér önnur byrgi. „Samstarfsnefnd um unglingamál hvetur því borg- aryfirvöld til þess að bregðast nú við á annan hátt, einnig að koma hið bráðasta upp neyðarathvarfi fyrir þá unglinga, sem nú hírast í hitakompum, stigauppgöngum og geymslum hingað og þangað um bæinn. Neyðarathvarf, þars- em þessir unglingaifegætu gist í nokkrar nætur og fengið úrlausn sinna mála“. -6g

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.