Þjóðviljinn - 08.06.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐyiLJINN' Fðstudagur 8. júní 1984
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufólag Pjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
,Útlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
'Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýalngar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir
.Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Símavarsla:|Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir.
Húsmóðir: Ðergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Nánari skýringar
Þegar kjarasamningar eru á dagskrá tilkynna for-
ystumenn atvinnurekenda að fyrirtækin geti alls ekki
greitt hærra kaup. Slíkar yfirlýsingar voru sérstaklega
áberandi við gerð síðustu kjarasamninga. Pá sögðu
atvinnurekendur að hin litla kauphækkun væri jafnvel
meiri en fyrirtækin gætu borið.
Þessi opinbera afstaða samtaka atvinnurekenda er
hins vegar í engu samræmi við veruleikann. Á undan-
förnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að mikill
fjöldi fyrirtækja greiðir mun hærra kaup en samið er um
milli ASÍ og VSÍ. Yfirborganir og launafríðindi fara
sífellt vaxandi. Algengt er að 15-25% viðbót við launin
sé greidd samkvæmt ákvörðunum sem teknar eru af
fyrirtækjunum sjálfum og í mörgum tilfellum eru yfir-
borganirnar enn meiri. Auk þessara hreinu yfirborgana
veita fyrirtæki margvíslegar uppbætur á laun. Bætt er
við greiðslum fyrir hinn svonefnda „þrettánda mánuð“,
nokkrum sinnum á ári eru greiddar viðurkenriingar
fyrir framlag til góðrar afkomu; bflastyrkir, fæðis-
greiðslur og margt annað kemur hér einnig við sögu.
f rauninni hefur þróunin frá valdatöku ríkisstjórnar-
innar fest í sessi tvenns konar launakerfi í landinu.
Annars vegar eru laun samkvæmt hinum formlegu
kjarasamningum. Hins vegar er hið raunverulega
markaðskerfi þar sem samkeppnin um vinnuaflið og
góð afkoma fyrirtækjanna leiðir til mun hærri launa-
tekna. Það er merkilegt að þeir forystumenn atvinnu-
rekenda og ríkisstjórnar sem sí og æ eru að boða ágæti
markaðskerfisins loka algerlega augunum fyrir þeirri
staðreynd að lögmál markaðarins sýna æ skýrar að
fyrirtæki á íslandi geta greitt mun hærri laun en skráð
eru við hið formlega samningaborð.
Yfirborganirnar verða svo risavaxnar þegar fyrirtækin
eru að ráða stjórnendur í sína þjónustu. Algengt er að
þá sé samið um 70.000-100.000 krónur í mánaðarlaun
auk margvíslegra fríðinda. Slíkar greiðslur hafa á síð-
ustu misserum aukið mjög launamuninn í landinu. Vit-
að er um fjölda fyrirtækja sem greiða stjórnendum
svona há laun og síðan eru almennum starfsmönnum
borgaðar 35.000-45.000 krónur á mánuði.
A meðan fyrirtækin í landinu eru að festa þetta raun-
verulega launakerfi í sessi á sínum vettvangi eru þús-
undir opinberra starfsmanna og félagsmanna í lág-
launafélögum ASÍ bundnar við 15.000-17.000 krónur í
mánaðarlaun. Þessi munur er að skapa hróplegt mis-
rétti í landinu. Það er því brýn nauðsyn að hækka hin
formbundnu laun til samræmis við hinar raunverulegu
ákvarðanir stjórnenda fyrirtækjanna. Forystumenn at-
vinnurekenda ættu að setja blekkingagrímuna niður í
skúffu og þora að ræða launamálin á grundvelli þeirra
launaákvarðana sem verið er að taka í fjölda fyrirtækja.
Yfirborganir
Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður bar það á
bankakerfið að ekki væru tekin veð við veitingu afurða-
lána og einu fyrirtæki, SÍS, væri algerlega sleppt við að
láta í té veð þegar bankar veittu því lán.
Þjóðviljinn krafðist þess að bankastjórar svöruðu
þessum ásökunum og í gær birtist yfirlýsing frá banka-
stjórum Landsbankans, Helga Bergs og Jónasi H. Har-
aíz. Þeir fullyrða að bankar hafi veð í birgðum sem
lánað er út á og Helgi Bergs segir í viðtali við Þjóðvilj-
ann að Sambandið fái ekki lán nema gegn tryggingum.
Eyjólfur Kooráð Jónsson lýsir því hins vegar yfir í
viðtali við Þjóðviljann að þessar yfirlýsingar breyti
engu um það sem hann hafi haldið fram. Það er því ljóst
að allir málsaðilar þurfa að láta í té nánari skýringar.
klippt
„Spara elgi aga við svelninn..." Með árunum hefur hlnn strangl melstarl
mlldast enda Gelr reynst vera námfús lærisvelnn. Kveðjustundin runnln
upp og báðlr orðnlr hálfklökklr. Ljósm. Atli
In memoriam
Það var hátíðleg stund á Mím-
isbamum á Hótel Sögu í fyrra-
dag. Framundan var sorgleg
kveðjuathöfn og hin ódauðlega
húsmóðir í Vesturbænum, Magn-
ús Þórðarson hjá Varðbergi, var
mætt í bláum fötum sínum fyrir
hönd íslenskra natómanga. f
homum barsins húktu sendi-
menn erlendra ríkja og létu lítið
yfir sér. Heiðursgesturinn sem
beðið var eftir var dr. Jósep
Lúns, sem lætur af embætti aðal-
ritara Nató síðar í þessum mán-
uði og var kominn á fomar slóðir
að kveðja vini.
„Ég hef alltaf verið hrifinn af
íslendingum“ sagði, dr. Jósep
þegar hann loksins kom með fé-
laga sínum Geir Hallgrímssyni og
horfði með föðurlegri mildi á Mr.
Hallgrímsson sem horfði á móti
með þess konar augnaráði að upp
í hugann kom ritningarstaðurinn
þar sem segir: „Spara eigi aga við
sveininn..."
Hroki valdsmannsins
Dr. Jósep er Hollendingur, og
var eitt sinn utanríkisráðherrra
lands síns og kom sem slíkur til
íslands í fyrsta sinn árið 1963.
Hann hefur löngum haft mikið
vald í sínum höndum, hefur lært
að hlusta ekki á raddir almenn-
ings en fara fram vilja sínum og
Nató. í stuttu máli: Dr.Jósep
Lúns er spilltur af hroka valdsins.
Þetta kom skýrt fram á blaða-
mannafundinum á Mímisbar.
Aðalritarinn var þar spurður um
afstöðu hollensku ríkisstjórnar-
innar til nýju kjarnorku-
flauganna sem verið er að setja
upp víðs vegar um Evrópu, en
Hollendingar hafa þjóða mest
andæft uppsetningu flauganna á
landi sínu. Þrátt fyrir að þarlend
ríkisstjóm sé enn ekki búin að
samþykkja flaugarnar sagði aðal-
ritarinn án þess að hika:
„Ég get sagt með vissu að
stjórnin mun samþykkja fiaug-
arnar.“
Rökhyggjan brást
í þessu birtist hroki valdsins.
Nató og félagi Jósep ætla að gera
það sem hægt er til að knýja
stjórn Hollendinga til að setja
upp drápsflaugar í blóra við al-
menning.
En þessi tegund lýðræðis-
hyggju var einmitt í öndvegi í til-
teknum hollenskum stjómmála-
flokki sem átti uppgangstíma
meðan nasistar hertóku Hol-
land, og dr. Jósep mun hafa dág-
óð kynni af, eins og frægt varð um
alla Evrópu á sínum tíma.
Dr. Jósep sagði líka: „Sovét-
menn geta ekki unnið kjamork-
ustríð“. Þegar honum var bent á
að þá hlyti að vera í lagi fyrir Nató
að samþykkja kröfur friðarsinna
um að frysta kjamavopn
Nató í núverandi horfi brást hon-
um rökhyggjan. Nei, það væri
ekki hægt, sagði aðalritarinn, því
aldrei væri að vita uppá hverju
Sovétmenn tækju og því þyrfti að
hafa vopnin í takt við nýjustu
tækni.
Vinafár utanríkisráð-
herra
Svo kvöddu þeir félagamir
hvor annan og var báðum tregt
um mál. Geir kvaðst sjá á bak
góðum vini og Jósep seig við
þetta saman í herðunum og var
ögn hrærður. Þetta var dapurleg
stund fyrir okkur alla, og barinn
lokaður.
Á föstudag flýgur svo dr. Jósep
heim og kemur aldrei aftur. Eftir
situr einmana utanríkisráð-
herra, án umboðs frá kjósendum
og fár að vinum í flokki úlfa. Sá
vinur sem hann á í dag floginn á
morgun. Eða einsog Jón Grind-
víkingur sagði um meistara sinn
millum beiskra tára:
„Minn herra á aungvan vin“.
-ÖS
Geðþóttavald
í könnunum
Ritstjórar Morgunblaðsins
hafa gjörsamlega misst áttimar
eftir að Þjóðviljinn fletti ofan af
ákvörðun þeirra um að birta ekki
niðurstöður skoðanakönnunar,
sem blaðið hafð keypt eða stóð til
boða hjá Hagvangi um afstöðu til
stjómmálaflokka. Morgunblaðið
reynir að snúa sig út úr prinsip-
umræðu með því að staðhæfa að
Þjóðviljinn hafi haldið því fram
að þagað væri um niðurstöðurnar
vegna þess að þær væru óþægi-
legar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef
skrif Þjóðviljans em skoðuð sést
hvergi er látið að slíku liggja af
blaðsins hálfu. Hinsvegar sagði
Hrafnkell A. Jónsson bæjar-
stjórnarmaður Sjálf-
stæðisflokksins á Eskifirði að
gmnsemdir vöknuðu þegar stað-
ið væri þannig að málum eins og
Morgunblaðið gerði, og hann
yndi því illa að leitað væri eftir
persónulegum skoðunum hans
án þess að hann vissi hver um þær
bæði eða hvort geðþótti
kaupánda réði einn um birtingu
heildamiðurstöðu í könnun.
Hrafnkell hafði sjálfur leitað til
Morgunblaðsins og Hagvangs og
af þeim samtölum kvaðst hann
ekki hafa ráðið annað en að Hag-
vangur hafi skilað skoðana-
könnun um fylgi stjómmála-
flokkanna til Morgunblaðsins að
beiðni þess. Síðan hafi verið tekin
ákvörðun um að birta hana ekki
eins og Staksteinar viðurkenir sl.
miðvikudag af því hún hafi verið
of gömul. Það má vel vera að
könnunin hafi aðeins verið
„vara“ sem Hagvangur bauð
Morgunblaðinu til kaups og
Mogginn hafi ekki viljað kaupa
vegna þess að það hafi verið farið
á „slá í“ vömna. Þjóðviljinn sá
hinsvegar ekki ástæðu til þess að
rengja orð Hrafnkels A. Jóns-
sonar sem er glöggur maður og
hafði sjálfur kannað málið.
Ekki venjuleg vara
Skoðanakannanir em hinsveg-
ar ekki venjuleg vara. Það er
mergurinn málsins. Bæði ein-
staklingamir sem svara og al-
menningur eiga rétt í þessu efni
sem ekki má vanvirða. í þessu
dæmi sem rakið hefur verið er
ljóst að nærri lá við að það væri
gert, hvort sem sökin er Hag-
vangs eða Morgunblaðsins.
Þorbjöm Broddason lektor
hefur notað þetta dæmi til þess að
sýna fram á nauðsyn lagasetning-
ar um birtingaskyldu skoðana-
kannana. Hann hefur lagt til að
leitt verði í lög að óheimilt sé að
halda leyndum meginniðurstöð-
um svara við nokkurri spumingu,
sem lögð hefur verið fyrir í
könnun meðal almennings."
Þetta hefur orðið Morgunblað-
inu tilefni í rætnar persónulegar
árásir á Þorbjöm. Og Staksteinar
sem er að þusa um óheilindi,
rangfærslur og siðleysi andlegra
skyldmenna sinna Dagfara og
Skugga í DV og NT fellur flatur í
sömu gryfju: „Ekki er hirt um
það hér að fjalla um það sem Þor-
bjöm, sem er einhver daufasta
týra er birtist í fjölmiðlum og sést
yfirleitt ekki nema við tungl-
myrkva, lætur hafa eftir sér“.
Þetta er „málefnalegt“ svar
Morgunblaðsins við umræðu sem
snertir grundvallaratriði. Það er
reisn yfir hlutunum í Aðalstræt-
inu þessa dagana.
-ekh