Þjóðviljinn - 08.06.1984, Page 3
Föstudagur 8. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Eignarmissirinn og snyrtivörufyrirtækið
Jóhanna Heiðdal
Allt var í lagi
með fyrirtækið
En Kristjana og nýja félagið
klúðraði viðskiptunum
„Af minni hálfu var allt í lagi með
þetta fyrirtaeki“, sagði Jóhanna
Heiðdal sem seldi hlutafélagi snyrt-
ivörufyrirtaekið sem Kristjana
Helgadóttir greindi frá í Þjóðvilj-
anum í gær.
Jóhanna sagðist hafa farið með
Kristjönu, syni hennar og tengda-
dóttur til London til að kynna um-
boðið sem aðallega væri rætt um.
Talað hefði verið við lögfræðing
fyrirtækisins sem lagði blessun sína
yfir sölu umboðsins. Jóhanna kvað
Kristjönu hafa misst umboðið
vegna vanrækslu í bréfasamskipt-
um og fleiru.
Jóhanna kvaðst hafa unnið þetta
fyrirtæki upp á mörgum árum, en
hins vegar hefði fólk verið með fyr-
irtækið í skamman tíma en lagt síð-
an árar í bát, - og síðan kært til
Rannsóknarlögreglunnar. „Það
finnst mér ekki rétt aðferð í við-
skiptum", sagði Jóhanna.
Jóhanna Heiðdal sagði að þessu
máh væri ekki lokið af hennar
hálfu. Þetta fólk ætti eftir að heyra
frá henni síðar.
- ss.
Lögfræðingur Kristjönu segir:
Skuldir Jóhönnu
lokuðu rekstrinum
,JÉg stóð að því að kæra þessi við-
skipti til Rannsóknarlögreglu rfkis-
ins. Ljóst er að Jóhanna Heiðdal
stóð í óbættri sök við umbjóðendur
erlendis. Þegar Kristjana Guð-
mundsdóttir og synir hennar ætl-
uðu að hefja rekstur snyrtivöru-
fyrirtækisins sem þau keyptu af Jó-
hönnu Heiðdal, þá var ekki hægt að
Fjárfestingarmarkaðurinn veitir öllum sömu þjónustu
Það er mitt starf að reikna
út greiðslubyrði fyrir fólk
segir
Anna Heiðdal
festingarmarkaðurinn veitir hverj-
um sem er og ég geri útreikninga af
þessu tagi
hverri“.
margsmms
- Nú kom fram hjá Kristjönu að
skuldabréfin hefðu verið í sölu-
meðferð hjá Fjárfestingarmarkað-
inum?
„Hluti bréfanna kom þar inn
eins og ótal önnur bréf í sölumeð-
ferð, en eigandinn tók þau aftur
eftir tvo eða þrjá daga, þannig að
þau fóru í raun aldrei þar í gegn. Ég
kvittaði fyrir móttöku bréfanna á
sínum tíma, en hafði engin frekari
afskipti af þeim, eða málinu
sjálfu.“ . - ÁI.
halda viðskiptum áfram.
Erlendis hafði verið lokað á þau
vegna vangreiddra skulda frá fyrri
eiganda“, sagði Ammundur Bac-
kman í viðtali við Þjóðviljann í gær
en hann er lögfræðingur Kristjönu
Guðmundsdóttur. í blaðinu í gær
var rakin saga Kristjönu af viö-
skiptum hennar við Jóhönnu
Heiðdal.
Kristjana Guðmundsdóttir og
fjölskylda hennar sáu þá einu leið
færa að selja hús sitt til að þau gætu
staðið í skilum. Þau fengu ekki
vömr til landsins. Það hafði verið
kippt fótum undan rekstrinum.
Auk þess seldi Jóhanna fyrirtækið
á gífurlegu yfirverði og var það mál
m.a. fólgið í að ofmeta lagerinn.
Fyrirtækið er nú að verða verðlaust
og þess vegna hefur skjólstæðingur
minn misst eigur sínar“, sagði Am-
mundur Backman lögfræðingur.
„Það er einfaldlega mitt starf að
reikna út greiðsluby rði fyrir fólk og
ég skorast ekkert undan slíku þó
systir mín eigi I hlut“, sagði Anna
Heiðdal, starfsmaður Fjárfesting-
armarkaðarins í gær. Eins og fram
kom í viðtali Þjóðviljans í gær við
Kristjönu Guðmundsdóttur reikn-
aði Anna út greiðslubyrði af
skuldabréfum sem Kristjana gaf
fyrir heildverslun Jóhönnu Heið-
dal.
„Ég hef ekkert meira um þetta
mál að segja“, sagði Anna. „Þetta
er einfaldlega þjónusta sem Fjár-
Starfsreglur lögmanna
Vísa mönnum til
rannsóknarlögreglu
Lögmönnum ber að starfa innan
ramma laganna og ef þeim er kunn-
ugt um að einhver ákveðinn aðili er
flæktur í net okurlánara þá er al-
menn regla að þeir bendi viðkom-
andi að leita til
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þess-
ar upplýsingar fékk Þjóðviljinn hjá
Lögmannafélaginu í gær.
Bent var á að aðili sem telur að á
sér hafi verið brotinn réttur af lög-
fræðingum getur kvartað til stjóm-
ar Lögmannafélagsins sem hefur
visst aga- og eftirlitsvald með lög-
mönnum auk þess sem dómstóla-
leiðin sé ávallt opin.
Þá sé lögmönnum einnig skylt að
benda skjólstæðingum sínum á að
jafnvel þó að mál kunni að vinnast
á pappírnum, þá gæti ekkert feng-
ist úr úr því ef gagnaðili væri eigna-
laus og þá þyrfti skjólstæðingurinn
að borga kostnað vegna málsins.
Innan Lögmannafélagsins gilda á-
kveðnar siðareglur þar sem megin-
atriðið er að lögmaður gæti í hví-
vetna hagsmuna skjólstæðings
síns. Ef lögmaður bregst þessum
starfsskyldum getur komið til kasta
stjórnar Lögmannafélagsins.
Bókin
semhlýtur
aðveröa
bönnuð
Bréf Úlfars Þormóðssonar útgefanda
Spegilsinsti/ Þórðar Björnssonar r/kis-
saksóknara með nokkrum vinsam-
iegum ábendingum erkomið út.
Götusala í fullum gangi.
Tryggið ykkur eintak
áður en Þórður tryggir sér þau öll.