Þjóðviljinn - 08.06.1984, Qupperneq 5
Föstudagur 8. júnl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
íbúafundur í Laugarnesi:
Mótmæla
verslunarlóð
Reynt að fela málið fyrir
borgarfulltrúum minnihlutans
„Við þessir þrír borgarfulltrúar
sem þarna vorum fórum af fundin-
um með þau skilaboð íbúa til borg-
arstjórnar, að þeir telja verslunar-
lóð á þessum stað háskasamlega
vegna umferðarinnar“, sagði Adda
Bára Sigfúsdóttir um íbúafundinn í
Laugarnesi í gær.
„Það er hins vegar algert
hneyksli hvernig Borgarskipulag
brást við þessu fundarboði“, sagði
Adda, „því minnihlutanum í skipu-
lagsnefnd var ekki gert aðvart um
fundinn. Við Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir vorum þarna staddar,
nánast fyrir tilviljun, hún vegna
þess að hún sá auglýsingu um fund-
inn í sundlaugunum og ég af því ég
bý í hverfinu. Vilhjálmur formaður
skipulagsnefndar var hins vegar
boðaður á fundinn, enda Sjálfstæð-
isflokksmaður“.
Á fundinum voru auk íbúa og
fyrrgreindra mættir starfsmenn frá
Borgarskipulagi og Umferðar-
deild. Þar kom fram að umferðar-
deildin og umferðamefnd hafa
ekki skoðað hugsanlega staðsetn-
ingu verslunarmiðstöðvar við
Sundlaugaveg, en borgarráð felldi
á sínum tíma tillögu þar um frá
Öddu Báru. Fundurinn var fjöl-
sóttur og kom fram eindregin ands-
taða íbúa við úthlutun verslunarl-
óðar á svæðinu.
-ÁI
Skógardagur á morgun
Eins og siður hefur verið und-
anfarin ár hafa aðildarfélög
Skógræktarfélags íslands vlð-
svegar um land valið sérstakan
,„skógardag“ á hverju vori til þess
að vekja athygli á starfsemi sinni
og hvetja fólk til þátttöku I trjá-
og skógræktarstörfum. Þetta árið
varð fyrir valinu laugardagurinn
9. júní.
Mörg félaganna gangast fyrir
kynningu og eflingu félagsstarfs-
ins í þessu tilefni og má í því sam-
bandi nefna að Skógræktarfélag
Eyfirðinga annast sérstaka dag-
skrá í Ríkisútvarpinu n.k. sunnu-
dag um skóg- og trjárækt í Eyja-
firði.
Er fólk hvatt til að taka virkan
þátt í gróðursetningarstarfinu á
þessu vori og gerast félagar í við-
komandi héraðsskógræktarfé-
lögum.
|Afsláttur á þjónustu borgarinnar
Rey kj avíkurkort
fyrir ferðamenn
Ákveðið hefur verið I stjórn
Strætisvagna Reykjavíkur, að
seija afsláttarkort handa ferða-
mönnum, sem tryggi handhafa
kortsins aðgang að sundstöðum
borgarinnar, Arbæjarsafni, Ás-
mundarsafni og ferðir I stræti-
svögnum borgarinnar yfir gildis-
tíma kortsins. Hugmyndum
Guðrúnar Ágústsdóttur um mán-
aðarkort I vagnana og sams konar
afslátt fyrir Reykvíkinga hefur
ekki fengið hljómgrunn I stjórn
SVR.
Afsláttarkortin fyrir ferða-
mennina eiga að gilda í einn, tvo
eða þrjá daga og kallast þau
„Reykjavíkurkort“. Tillagan er
komin frá „Samstarfsneftid um
ferðamál“. Verð kortsins fer eftir
gildistíma þess, en andvirðið
skiptist milli hlutaðeigandi aðila,
þar af er hlutur SVR 25% til 40%
eftir gildistíma. í bókun frá
Guðrúnu Ágústsdóttur við af-
greiðslu málsins segir, að þessi
þjónusta sé líkleg til að hvetja
ferðamenn til að notfæra sér við-
komandi þjónustu, en heima-
menn kynnu að sama skapi að
vilja notfæra sér afsláttarkortin.
-óg
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn SVR
Gegn foreldrafélaginu
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins
I stjórn SVR undir forystu Sigur-
jóns Fjelsteds hafnaði á síðasta
fundi sinum erindi Foreldra- og
kennarafélags Æfingadeildar
Kennaraskólans um uppsetningu
biðskýlis andspænis skólanum.
Guðrún Ágústsdóttir bar fram
tillögu um að biðskýlið yrði sett
upp við Háteigsveg, en sú tillaga
hlaut einungis atkvæði hennar og
Helgu Thorberg. Helga Thor-
berg flutti þá tillögu um að bætt
yrði við stoppistöð fyrir strætis-
vagnana sunnanvert við Háteigs-
veginn yfir vetrartímann meðan
Æfingaskólinn starfar. Sú tillaga
fékk einnig aðeins stuðning
hennar og Guðrúnar Ágústsdótt-
ur. í tillögu Sigurjóns Fjelsteds er
gert ráð fyrir að kannað verði,
hvort megi koma upp biðskýli við
Háteigsveg að norðanverðu.
-óg
Gáfu hjartasóntæki
Landssamtök hjartasjúklinga
afhcntu Landsspítalanum svo-
nefnt hjartasóntæki að gjöf nú
um helgina.
Fjársöfnun hinna nýstofnuðu
landssamtaka hjartasjúklinga
hófst í nóvember sl. fyrir þetta
verkefni og segir í fréttatilkynn-
ingu frá þeim að söfnuninni hafi
verið afar vel tekið meðal ein-
staklinga og félagasamtaka.
Hjartasóntækið er mjög
fullkomið að gerð og hefur lengi
verið vant í landinu.
í fréttatilkynningu samtak-
anna segir að næsta verkefni hafi
þegar verið ákveðið og muni sér-
staklega koma þeim til góða sem
á landsbyggðinni búa.
Þá munu Landssamtök hjart-
asjúklinga fá til afnota eigið
húsnæði í Hafnarhúsinu við
Grófina í Reykjavík innan
skamms. -óg
Kampakátir forráðamenn Arnarf lugs fyrlr framan nýja farkostlnn, níu sæta Cessna 402C árgerð 1981. Ljósm Atll
Ný flugvél bætist í flota Arnarflugs
Mikil aukning hjá Arnarflugi
Ný flugvél hefur nú bæst I flug-
flota Arnarflugs og er þar um að
ræða vél af gerðinni Cessna 402C,
níu sæta af árgerð 1981. Vélin var
keypt I skiptum fyrir Piper Chey-
enne II skrúfuþotu sem félagið átti.
Á fréttamannafundi I gær kom
fram að farþegum I innanlands-
flugi, en hin nýja vél mun fljúga á
innanlandsleiðum, hefur fjölgað
um 7% fyrstu fimm mánuði ársins.
Einnig hefur orðið aukning á vöru-
flutningum.
Að sögn forráðamanna Arnar-
flugs er meginástæðan fyrir flugvél-
askiptunum sú að með þeim næst
aukin hagkvæmni í rekstri og við-
haldi. Nú eru aðeins tvær tegundir
flugvéla í flugflota innanlands-
deildarinnar sem þýðir meiri hag-
kvæmni í rekstri, viðhaldi og notk-
un varahluta. Auk nýju vélarinnar
á Arnarflug aðra Cessna 402C
flugvél svo og nítján manna Twin
Otter vél. Vélin sem seld var við
flugvélaskiptin reyndist dýr í
rekstri og af óhagkvæmri stærð.
Mikil aukning hefur orðið á
flutningum í áætlunarflugi milli
landa það sem af er þessu ári. Farþ-
egar voru orðnir 6207 að loknum
fyrstu fimm mánuðum ársins, 39%
fleiri en í fyrra og vöruflutningar
höfðu aukist um 164% frá síðasta
ári. Nú flýgur Amarflug með um
60% af farþegum ferðaskrifsto-
fanna í leiguflugi auk þess sem
flestar ferðir sem Amarflug skipu-
leggur í sumar til Evrópu, em nú
uppbókaðar.
--v.
JÚNÍ
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Skilafresturtilboöa ertil kl. 14:00 miövikudaginn
13. júní 1984. Tilboðum sé skilað til lánadeildar
Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir
þann tíma.
Útboösskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu
í maíútboðinu, liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í
afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir:
IGert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að
■ fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð
kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2.
3.
Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
Útgáfudagur víxlanna er 15. þ.m. og
gjalddagi 14. september n.k.
A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og
án þóknunar.
5
Um skattalega meðferð þeirra gilda
sömu reglurog hverju sinni um
innstæður í bönkum og sparisjóðum.
Reykjavik, 7. júni 1984
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS