Þjóðviljinn - 08.06.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júní 1984
Þannlg mun mlnnismerkift líta út.
Stríðsminnismerki
mun rísa í Moskvu
Sovétmenn œtla að minnast fertugsafmœlis sigursins yfir Hitlers-
Þýskalandi meðþví að reisa geysistórt minnismerki íMoskvu. I maí á nœsta
ári verður þetta minnismerki fullgert og mun það rísa við Kútusofbreiðgöt-
una í vesturhluta höfuðborgarinnar.
Undirbúningur að þessu verki hefur staðið lengi. Fyrir miðju munu rísá
sextán metra háar myndastyttur af stríðshetjum og stílfœrður rauðurfáni úr
steini. Undir kristalishvelfingu á aðgeyma þann sovéskafána, sem ílok apríl
1945 var reisturyfir rústum Ríkisþinghússins í Berlín. A bak við verða salir
miklir og langir og verða þar margar bronsstyttur af herforíngjum Rauða
hersins. Stalín verður þar með í einkennisbúningi generalissimusar.
Starfsaginn frægi í Japan:
Erindreki bandarísku leyni-
þjónustunnarCIAvar fyrir
skömmu sendur inn í hol-
lensku friðarhreyfinguna með
þaðfyriraugum aðæsaunga
glóðarhausa uþþ til voþna-
stuldar og annarra lögbrota,
með það fyrir augum að kljúfa
friðarhreyfingunaog baka
henni álitshnekki. Njósnarinn
varð hinsvegar svo hrifinn af
því ágætafólki, sem hann
kynntist í friðarbúðum í Hol-
landi, að hann játaði ill áform
sín fyrir friðarmönnum og er
nú í felum fyrir leyniþjónust-
unni.
Maður þessi heitir Jonathan
Paul Gardiner. CIA hefur þótt
mikið við liggja að spilla fyrir
hollensku friðarhreyfingunni,
sem er mjög öflug, og hefur m.a.
fengið því til leiðar komið að hol-
lenska stjórnin skýtur því æ ofaní
æ á frest að taka við 48 nýjum
bandarískum eldflaugum, bún-
um kjamaoddum. Stjórnarand-
staðan (sósíaldemókratar og
fleiri) er andvíg eldflaugunum og
hálfur flokkur Kristilegra dem-
ókrata, en í þeim flokki er Ruud
Lubbers forsætisráðherra. Meira
að segja Jacob de Riuter varn-
armálaráðherra er andvígur
uppsetningu eldflauganna og hef-
ur tekið næsta kuldalega á móti
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Reagans, þegar hann hefur
heimsótt Evrópu til að kveða
niður „hollensku veikina“ svo-
nefndu.
Stal vopnum
Njósnarinn Gardiner hafði
þann hátt á, að hann lét reka sig
úr landi frá Vestur-Þýskalandi
fyrir róttækan áróður gegn víg-
búnaði. Með þannorðstír gekk
Jonathan Paul Gardiner: Það var
avo erfltt að svíkjast aftan að þessu
ágœta fólki í frlðarhreyflngunnl
hann sig inn í friðarbúðir hol-
lensku ftiðarhreyfingarinnar við
Woendsrecht. Þangað kominn
hóf hann áróður, einkum meðal
óþolinmóðra unglinga, fyrir því
að friðarsinnar legðu út í „more
action“. „Gerðu eitthvað rót-
tækt“ semsagt.
Gardiner fékk með sér nokkra
unga menn og rændu þeir fjórum
kössum með 30 mm sprengikúl-
um úr birgðageymslum belgíska
hersins í Florennes. Gardiner
hafði áður komið því svo fyrir
gegnum sambönd sín við leyni-
þjónustuna, að nóttina sem ránið
var framið yrðu engir verðir á
ferli í birgðageymslunum.
Þessi aðgerð varpaði nokkrum
ljóma á Gardiner í augum hluta
friðarsinna og þótti hann nú sjál-
fsagður maður á allskonar
nefndafundi. Áform hans var
svo að kljúfa hollensku friða-
rhreyfinguna í róttækan arm og
andstæðinga valdbeitingar. En
hann þoldi ekki við. „Það er af-
skaplega erfitt að koma svona
aftan að þessu góða fólki“ sagði
hann, þegar hann sagði hinum
nýju kunningjum sínum allan
sannleika um áform sín.
Síðan er Jonathan Paul Gardin-
er í felum - hann óttast að leyni-
þjónustan bandaríska muni
reyna að hefna sín á honum.
Þekkt aðferð
Minna má á það, að meðan
hreyfingin gegn Víetnamstríðinu
reis hæst í Bandaríkjunum beitti
bandaríska alríkislögreglan, FBI,
svipuðum aðferðum og hér hefur
verið lýst. Hún sendi menn inn í
stúdentahreyfingar og aðra hópa
- og þar héldu þeir uppi áróðri
fyrir því, að menn gerðu
„eitthvað róttækt", réðust á her-
kvaðningarstöðvar, kæmu fyrir
sprengjum og þar fram eftir göt-
um.
ÁB
Húsvagn njósnarans og vopnln sem hann lét stela frá Nató: Vlð skulum gera
eitthvað róttœkt strákar, sagði hann.
Fyrirtækið skipar
fjölskyldan hlýðir
Það er mjög algengt í Evrópu
að líta nokkrum öfundar-
augum til Japana og þeirra
mikla hagvaxtar, tryggðar
starfsmanna við fyrirtæki,
kaþpsemi þeirra til vinnu og
þarfram eftirgötum. Fáirgefa
gaum að hinu: Hvílíkt álag
fylglr þessum hagvaxtar-
frama, hvílíkar fórnir þeir
verða að færa, sem bindast
japönsku fyrirtæki einskonar
æviráðningu og reynasíðan
að klifra upp metorðastigann
innan þess.
Hið japanska kerfi býður með-
al annars upp á dæmi sem þessi:
Verkfræðingur á sér fjölskyldu í
Tókíó en um fjórtán ára skeið
hefur hann verið gerður út frá
fyrirtæki sínu til að starfa í
Osaka. 550 km frá höfuðborg-
inni. Á þessum tíma hefur hann
ferðast í lestum sjö sinnum kring-
um jörðina til að heimsækja fjöl-
skyldu sína, sem sér hann samt
ekki nema í mesta lagi tvisvar í
mánuði og stundum ekki mánuð-
um saman, því annríkið er mikið
og fyrirtækið gengur fyrir.
í smábænum Hasuda var eigin-
kona manns sem um tveggja ára
skeið hafði unnið í um 250 km
fjarlægð frá heimili sínu orðin svo
örvæntingarfull að hún komst að
þeirri niðurstöðu að maðurinn
„ætti ekki skilið að eiga fjöl-
skyldu". Hún drap þrjú böm
þeirra og reyndi að fremja kvið-
ristu, sem að sönnu mistókst.
Þessi dæmi verða til vegna þess
að það er talinn sjálfsagður
hlutur í Japan, að starfsmenn
reyni að klifra upp metorðastig-
ann í fyrirtækinu með því að taka
störfum hvar í landi sem er. Þetta
skapar mikla erfiðleika í fjöl-
Japönsk fjölskylda: Foreldrar og börn bundin f báða skó....
skyldum, en fyrirtækið - og vel
agaðir Japanir - telja sjálfsagt að
fyrirtækin gangi fyrir.
Frami barnanna
En þá má spyrja: Hvernig stend-
ur á því að fjölskyldumar flytja
ekki með þegar heimilisfaðirinn
er sendur á nýjan stað? Er ekki
hægt að finna einhverja málam-
iðlun?
Svarið er að finna í hinu harða
samkeppnisfyrirkomulagi, sem
bindur bömin mjög við ákveðna
skóla: Það má helst ekki rjúfa
þeirra skólagöngu með tilfærsl-
um. Sá sem vill komast að hjá
sterku fyrirtæki verður helst að
Ijúka námi frá virtum háskóla. Til
að komast að við virtan háskóla
þarf að sækja úrvals mennta-
skóla. Til að komast í úrvals
menntaskóla þarf unglingurinn
að ganga í framsækinn gmnn-
skóla og svo áfram allt niður í
leikskóla.
Enda kemur það á daginn að
þrír af hverjum f jómm tanshin
funinsha - einmana starfs-
mönnum - svara spumingunni
um það, hvers vegna þeir sætti sig
við hlutskipti sitt, með tilvísun í
skólagöngu bama sinna.
Að sönnu eru til fyrirtæki sem
strax við ráðningu bjóða starfs-
manni upp á tvo kosti - að vera
„svæðisbundinn“ eða óstaðbund-
inn í framtíðinni. Þeir sem taka
fyrri kostinn em ekki sendir á
brott nema þeir sjálfir kjósi - en
þeir vita lika, að laun þeirra
munu hækka hægar en hinna ó-
staðbundnu og að fyrirfram em
sett efstu mörk frama þeirra í
fyrirtækinu. Og þótt Japanir séu
fjölskyldumenn allmiklir, þá
þykir þeim skömm að láta það
um sig spyrjast, að þeir taki fjöl-
skylduna fram yfir starfsfram-
ann. Hin harða japanska sam-
keppni lítur slíka menn hornauga
og glottir við tönn.
- Byggt á Spiegel.
Njósnari frá CIA gefur sig fram:
Átti að kljúfa
friðarhreyfing-
una í Hollandi