Þjóðviljinn - 08.06.1984, Qupperneq 7
Föstudagur 8. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Kramhúsið vígt með Listahátíðarnúmeri:
Danskur nútímadans
með
íslensku
ívafi
I gamalli trésmiðju að Bergstað-
astræti 9b (bakhúsið) hefur verið
innréttaður mjög skemmtilegur
danssalur í eigu Hafdísar Árnadótt-
ur danskennara. Þarna munu fara
fram námskeið í ýmsu sem við kem-
ur dansi, leiklist og hreyfingum. I
fyrradag áttu blaðamenn þess kost
á að hitta dansarann og koreo-
grafen Jytte Kjöbek frá Danmörku
og meðdansara hennar Henrik
Boye Christensen en þau munu
dans nútímadans í Kramhúsinu kl.
20.30 í kvöld og einnig á laugar-
dagskvöld og sunnudagskvöld. Er
það þáttur í Listahátíð, en einnig
munu þau halda námskeið í dansi í
Kramhúsinu.
Jytte Kjöbek á sér merkan
dansferil og hefur tekið þátt í sýn-
ingum víða á Norðurlöndum. í
fyrra tók hún t.d. þátt í Bergen-
festivalinu og einnig samdi hún
ballett sem sýndur var af Hövik-
ballettinum í Noregi og var hann
sýndur á Munchsafninu og Sonje
Hejne safninu í Osló. Þess skal get-
ið að hún er einnig magister í
dönsku og hefur kennt þá grein við
menntaskóla og árið 1970 lærði
hún íslensku í 8 vikur við Háskóla
íslands.
Sýningin í kvöld og næstu kvöld
nefnist Mellem-rum og flokkast
undir dans-skulptur. Dansaðir
verða þrír dansar og eru tveir
þeirra samdir í náinni samvinnu
milli Jytte Kjöbek og
myndhöggvarans Willy Örskov.
Tónlistin er hins vegar samin af ís-
lenska tónskáldinu Karólínu
Eiríksdóttur og Dananum Hans
Abrahamsen. Einn þessara dansa
er saminn sérstaklega fyrir íslands-
ferðina og nefnist hann Geirfugl-
asker.
Bæði Jytte og Henrik Boye
Christensen hafa undanfarið unnið
með Danaballettinum og dans-
leikhúsinu Corona. -GFr
Leikfélag Hornafjarðar í Iðnó í kvöld:
EUiærisplanið
eftir Gottskálk
Leikfélag Hornafjarðar
frumsýnir í Iðnó í kvöld Ell-
iærisplanið eftir Gottskálk
og er Biynja Benedikts-
dóttir leikstjóri. Verkið
verður síðan aftur flutt á
miðnætursýningu kl.
23.30. Elliærisplanið er
flutt í náinni samvinnu höf-
undar og leikstjóra en
leikarar hafa sjálfir samið
söngtexta. Leiktjöld eru
aðhlutaunninúrhug-
myndum grunnskóla-
nema á Höfn og í Nesjum.
Lesendur Þjóðviljans rekur
sjálfsagt minni til bráðfyndinna
greina dr. Gottskálks um árið en
hér er sá hinn sami að verki. Sjálfur
segir hann m.a. í leikskrá Elliæris-
plansins: „Maður getur fengið hug-
mynd að harmleik á hverjum
morgni við morgunverðarborðið.
Það nægir að líta í dagblaðið. En
gamanleikrit eru fyrst og fremst
vinna. Því það verður að vera mjög
flókið til að virðast ofureinfalt.
Persónur í tragedíu eru á réttum
stað á réttum tíma eða þær vantar á
sviðið einmitt þegar hetjan þarf
mest á þeim að halda. Persónur í
gamanleikritum koma á sviðið þeg-
ar enginn þarf á þeim að halda.
Höfundurinn ýtir þeim inn, áhorf-
andinn fagnar því að sjá þær og þær
Höfundurinn Qottskálk.
sjálfar bjarga sér eftir bestu getu; -
því verr, því betra. Gamanleikur er
heimur á hvolfi. Persónumar eru
ekki eins og við, alvarleg og
skynsöm, heldur eins og við vildum
vera, svona eins og einu sinni. í
harmleikjunum stöndum við með
þeim „góðu“, í gamanleikjunum
með þeim „vondu“. Svo framar-
lega sem þær lenda í sem mestum
vandræðum."
Með helstu hlutverk fara Gísli
Arason, Ingunn Jensdóttir,
Haukur Þorvaldsson og Guðni
Brynjólfsson en alls taka um 20
manns þátt í sýningunni.
-GFr
Úr Elllærlsplanlnu.
Háskólabíó í kvöld:
Oratórían
• •
Orlagagátan
Söngdrápan „Örlagagátan“
eftir Björgvin Guðmundsson við
texta eftir Stephan G. Stephans-
son hefur verið flutt við mikla
hrifningu norður á Akureyri að
undanförnu en í kvöld gefst lista-
hátíðargestum kostur á að hlýða
á þennan flutning í Háskólabíói
kl. 20.30.
Það er Passíukórinn á Akur-
eyri sem flytur ásamt félögum úr
karlakómum Geysi, Söngfé-
laginu Gígju og fleirum. Ein-
söngvarar em ekki af lakara tag-
inu, en þeir eru Ólöf Kolbrún
Harðardóttir sópran, Þuríður
Baldursdóttir alt, Jóhann Már
Jóhannsson tenór, Michael J.
Clarke bariton og Kristinn Sig-
mundsson bassi. Stjórnandi er
Roar Kvam en Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur undir.
Efni óratóríunnar sótti Björg-
vin Guðmundsson í Þiðranda
þátt og Þórhalls, sem er einn
hinna 40 íslendingaþátta, og er
víg Þiðranda Síðu-Hallssonar
þungamiðja verksins ásamt að-
draganda og eftirköstum þess
sorglega atburðar.
Jytte KJöbek.
UTBOÐ
Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi, auglýsir hér
með eftir tilboðum í nýbyggingu við Tryggvagötu 25,
Selfossi.
Um er að ræða uppsteypu fyrri áfanga hússins frá
gólfplötu fyrstu hæðar.
Utboðsgagna má vitja á skrifstofu Fjölbrautaskólans,
Austurvegi 10, Selfossi og á teiknistofu Magga Jóns-
sonar, arkitekts, Ásvallagötu 6, Reykjavík, frá og með
8. júní gegn skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð að Austurvegi 10, þriðjudaginn
26. júní kl. 11.00 Bygginganefnd F.Su.
Lausar stöður
idl
Við Menntaskólann á ísafirði eru eftirtaldar stöður lausar til
umsóknar: Staða þýskukennara, frönskukennara (1/2
staða), dönskukennara (1/2 staða) og efnafræðikennara
(1/2 staða).
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 4. júlí n.k.
Menntamálaráðuneytið
6. júní 1984
Sambýli á
Egilsstöðum
Starfsfólk óskast
Sambýli fyrir fatlaða á Egilsstöðum tekur til starfa 1.
september n.k.
Óskum því eftir að ráða forstöðumann frá 15. ágúst og
starfsmenn frá 1. sept. n.k.
Sambýlið er ætlað andlega hömluðu fólki og er fyrir 6
íbúa.
Umsóknir sendist til:
Svæðisstjórn Austurlands um málefni fatiaðra,
Vonarlandi, Egilsstöðum.
Lausar stöður
Við Tækniskóia íslands eru eftirtaldar stöður lausar til um-
sóknar:
1. Staðadeildarstjóra/kennara í rekstrargreinum, þ.á.m. út-
gerðardeild.
2. Kennarastaða í rekstrar- og stjórnunargreinum.
3. Kennarastaða í stærðfræði.
4. Kennarastaða í dönsku (1/2 staða).
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir
meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 4. júlí n.k.
Menntamálaráðuneytið,
6. júní 1984