Þjóðviljinn - 08.06.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
almennt þrjóskir, nöldrandi ruddar
með fyrirskipunaráráttu og kúgun-
artilhneigingar? Eru þeir alveg
forhertir og kalnir á hjarta, eða er
þessiframkoma bara brynja þeirra,
sem undir niðri eru óöruggir og
hrœddir og viðkvœmir?
Líkarþeim vel að vera brynjaðir,
eða komast þeir ekki hjálparlaust úr
brynjunni?
„Það er alltaf hæpið að alhæfa
um kynin á einn eða annan hátt. En
prívat og persónulega þykir mér
kvenfólk skemmtilegra, mannilð-
legra og vitrara en karlar. Það er
engu á okkur karla logið hvað
varðar drýldni, nöldur og kúgun-
artilhneigingar (hins vegar erum
við margir veslingamir aldir upp af
mæðrum okkar). En í heiminum
stendur ekki barátta milli kvenna
og karla, heldur milli heilbrigðra
og óheilbrigðra tilhneiginga - stríð
milli góðs og ills í sálu hvers ein-
staks manns - og síðast en ekki síst
stendur barátta á milli hópa og
stétta, sem hafa ólíkra hagsmuna
að gæta. Og kemur kynferði ekkert
við“.
- Konurnr þínar eru ekki beinlín-
is þannig samt, að maður hrópi
húrra fyrir þeim. Þœr eru að vísu
ólíkar hver annarri og mýkri á
manninn en karlarnir, en það er
eins og þœr standi helst saman um
það að láta kúga sig. Finnst þér við
dálítið vonlausar?
„Það eru margar masókískar
konur í veröldinni - konur, sem
undirgangast að láta kúga sig og
kvelja. Allt kallar á andhverfu
sína. Sadismi kallar fram masó-
kisma, sem aftur elur á sadisma.
Auðvitað eru konur ekki von-
Iausar. Það er engin mannvera
vonlaus. Konur eiga yfirleitt meiri
von um að verða að alminlegum
manneskjum en karlar, því fátt er
eins erfitt í þessum heimi og að
leika kúgara, en það hlutverk hafa
karlamir yfirleitt haft með hönd-
um“.
Hvers vegna
ástfangin?
- Ein konan er ekki jafn kúguð
og hinar. Það er rétt. Hún býr ein og
að því er virðist óháð, þangað til
húnfellur fyrir einum gaurnum. Er
það eina leiðin til að vera frjáls, búa
einn, starfa einn, einangra sig?
Og fyrir hverju fellur konan? -
Orðheppnum, sjarmerandi rudda,
eða fellur hún fyrir einhverjum
innri og betri manni, sem hann hef-
ur að geyma?
Er vonin um að leysa hinn innri
og betri mann úr lœðing tálvon, eða
er það sú von, sem okkur er gefin,
sem eina vonin?
„Gunnur verður ástfangin af
Hadda af því einfaldlega, að hann
er fallegur, ruddalegur, hjálp-
samur, orðheppinn, grimmur - og
hjálparvana! Með öðrum orðum:
flókin mannvera. Hún sér í honum
ótal þróunar- og vaxtarmöguleika.
Ræktunarþrá hennar er vakin.
í hvert einasta sinn, sem við
horfum á einhvern, sem við el-
skum, erum við að dást að hráefni -
efni í eitthvað stórt og fallegt. Sem
vitanlega enginn einstaklingur rís
undir. Þegar við virðum fyrir okkur
börnin okkar, erum við að horfa á
hráefni í betri heim. En það miðar
bítandi seint, því börnin okkar eru
við - plús ofur lítið X. X-ið er von-
in“.
Finnst þér það ekkert óþœgilegt?
„Fróðlegt, stundum sársauka-
fullt. Vissulega bæði gaman og
óþægilegt“.
- Er mikill munur á því að skrifa
leikrit og skáldsögu, eða Ijóð?
„Leikritun og ljóðagerð eiga
margt sameiginlegt. Hvort tveggja
er eins konar karþarsis - hreinsun.
Skáldsagnagerð er hins vegar, eins
og margir vita, hin mesta pína og
mikil kveikja að magabólgum.
Skáldsagnagerð er hentug fyrir
menn, sem minnast þess með
söknuði að þeir voru ekki viðriðnir
byggingu píramídanna“.
Lffsnauðsyn
- Af hverju skrifarðu?
„Ég skrifa af því það er mér
lífsnauðsyn. Ef ég er ekki eitthvað
að banga saman - sögu, ljóð eða
lag, þá finnst mér ég vera dauður".
- Hlakkarðu til að sjá afkvœmi
þitt fœðast fyrir framan áhorfend-
ur?
„Verkið á fjölunum er tengt því
verki, sem höfundurinn sá í huga
sér - en aldrei það sama. Þegar
áhorfandinn bætist við, sem þriðja
óþekkt stærð, þá eykur það enn á
óvissu höfundarins. Höfundurinn
veit í rauninni ósköp lítið hvaða
leikverk áhorfandinn er að skapa í
huga sér. Að þessu leyti finnst mér
ég vera að kasta tilfinningum mín-
um og hugsunum fyrir varga - en á
móti kemur: hver einn áhorfandi er
leikhús í sjálfum sér“.
Þeir sem hafa unnið saman að
því að gæða orð Ólafs Hauks
Símonarsonar lífi frammi fyrir al-
þjóð og sýna það fyrst í kvöld eru
leikaramir: Gunnar Eyjólfsson,
Þóra Friðriksdóttir, Sigurður
Skúlason, Sigurður Sigurjónsson,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Kristbjörg Kjeld, Ámi Tryggva-
son, Bryndís Pétursdóttir og Helga
E. Jónsdóttir. Leikstjóri er sem
fyrr segir Þórhallur Sigurðsson og
leikmynd eftir Grétar Reynisson,
sem sýnir áhorfendum list sína nú í
fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, sömu-
leiðis Anna Jóna Jónsdóttir, sem
hannaði búninga. Gunnar Reynir
Sveinsson sér um leikhljóð og Páll
Ragnarsson lýsir. Vanir menn.
Að lokum er ekki annað eftir en
óska höfundi, Þjóðleikhúsinu og
öðrum aðstandendum sýningar-
innar til hamingju með framlag sitt
til Listahátíðar, en síðast en ekki
síst áhorfendum góðrar og ósvik-
innar skemmtunar.
Steinunn Jóhannesdóttir
ósköp lítið hvaða leikverk áhorfandinn er að skapa í huga sér“.
,Höfundurlnn veit í raunfnni
að veifa taugaendum sínum framan
í alþjóð, slíkir menn hljóta óhjá-
kvæmilega að vera hvort tveggja í
senn, dýrðlingar og djöflar.
Leikhús er leikhús er leikhús á
sama hátt og rós er rós er rós. Það
er engin regla, sem gildir um
leikhús önnur en þessi: Ef kalt vatn
rennur milli skinns og hörunds á
einhverjum, þá hefur eitthvað
gerst, sem skiptir máli. Þá hefur
einhver orðið vitni að leiklist. Hins
vegar - rísi ekki eitt einasta hár á
hausnum á nokkrum manni í
leikhúsinu, þá hafa menn orðið
vitni að leikstarfsemi, ekki leiklist.
Leikstarfsemi er ágæt sem slík, en
kemur leiklist ekkert við“.
- Finnst þér gaman að horfa á
textann þinn líkamnast í leikurun-
um?
Maður veit það
eftir á
- Snúum okkur frá efni leikrits-
ins. - Hvernig finnst þér að vinna í
leikhúsi? Til hvers finnst þér
leikhús vera? Erþað nothæfur mið-
ill á milli manna, hugsana, tilfinn-
inga, skoðana?
„Að vinna í leikhúsi? Leik-
skáldið vinnur mest heima hjá sér
við skrifborðið, kemur síðan í
leikhúsið með drauma sína - líka
martraðirnar. Og leikskáldið getur
sagt, eins og sú ágæta kona, sem í
morgunsárið var innt eftir því,
hvort nokkuð hefði gerst að
afloknum dansleik: Maður veit það
aldrei fyrr en eftir á. Að koma
innfyrir dyr í leikhúsi sem höfund-
ur er bæði gott og vont. Leikarar
eru fólk, sem hefur atvinnu af því
„Börnin okkar erum við - plús ofurlftið X.
inn Böðvar.
- X-ið er vonin“. Sigurður Sigurjónsson f hlutverki yngra sonarins Hadda og Slgurður Skúlason sem eldrl bróðir-