Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júní 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Aðalfundi frestað AÖalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 14. júní (ekki 7. júní) kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál: Erlingur Sigurðarson. 7. önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Sumarferð Sumarferðin verður helgina 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inndjúp- ið. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfélaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - í síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Alþýðubandalagið í Reykjavík: Munið vorhappdrættið Dregið 10. júní Síðustu forvöð að gera skil! Alþýðubandalagið í Kópavogi: Jónsmessuhátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið Akureyri: Alþýðubandalagið á Austurlandi: Ráðstefna á Hallormsstað 23.-24.júni Efni: Alþýðubandalagið og verka- lýðshreyfingin (Þröstur Ólafs- son) Stefnuskrá í endurskoð- un(Steingrímur J. Sigfússon) Atvinnu- og byggðamál (Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son) Dagskrá (drög): 23. júní (laugardagur): kl. 09-12: Skógarganga kl. 13.30-16: Framsöguerindi kl. 16.30-18: Umræður kl. 21-24: Jónsmessuvaka 24. júní (sunnudagur): kl. 09-12: Starfshópar kl. 13.30-16: Álit starfshópa, um- ræður. Ráðstefnuslit kl. 16. Alþýðubandalagsfélagar og stuðn- ingsfólk velkomið. Takið fjölskylduna með í fagurt um- hverfi. Pantið gistingu tímanlega á Edduhótelinu, sími 97-1705. Hittumst á Hallormsstað - Stjórn kjördæmaráðs. Stelngrímur Helgi Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur verður hald- inn 9. júní n.k. í Valaskjálf kl. 21 (ekki kl. 16 eins og misrit- aðist í fyrri auglýsingu), Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son mæta og ræða stjómmálaviðhorfið. Helgl Hjörlelfur Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Ó, þér unglingafjöld! Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís á jörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður, alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég ævi una, ó eintali vlð náttúruna. Við leggjum af stað kl. 9 á laugardagsmorgninum 9. júní frá flokks- miðstöð AB, Hverfisgötu 105. Látið skrá ykkur strax í dag. Ferðin kostar aðeins 1000 krónur (kostaboðl). Sjáumst. Skemmtinefndin. Minning Oskar Guðfinnsson F. 16. jan. 1918 - D. 19. maí 1984 Hann lést um borð í togaranum Júní hinn 19. maí s.L. Það má segja að það var lífi hans samboðið að fá að kveðja það við starf um borð í skipi. Þarna hafði hann notað sína seinustu krafta við að splæsa saman víra og ekki sparað við það orku sína frekar en svo oft áður. Hann hafði verið kominn með of háan blóðþrýsting og var búinn að ákveða það að fara nú í land í haust og fara þá að taka lífinu heldur hægar en hingaðtil, og hefði nú þessvegna heldur þurft að fara að hlífa sér við miklum átökum, en það var bara ekki hans vani. En þama sannaðist einnig sem svo oft áður, að enginn ræður sín- um næturstað. Óskar var fæddur á Eyrarbakka sonur hjónanna Rannveigar Jóns- dóttur frá Litlu-Háeyri og Guð- finns Þórarinssonar frá Naustakoti á Eyrarbakka. í báðum þessum ættum voru miklir og dugandi sjó- menn og vinna og sparsemi þar í hávegum höfð. Guðfinnur gerðist formaður ungur og eignaðist snemma sinn eigin bát með mági sínum Sigur- jóni, sem seinna varð þekktur fiski- matsmaður í Reykjavík og víðar. Þessi bátur var í kringum 10 tonn að stærð og hét Sæfari. Á vertíðinni hinn 5. apríl 1927 þá róa allir bátar frá Stokkseyri og Eyrarbakka, en ekki var róið frá Þorlákshöfn þennan dag. Um morguninn var austan strekkingur og útlit heldur vindlegt, og reru flestir bátanna vestur með landi. Þegar fram á daginn leið fór að hvessa og gerði austan kviku all skarpa með homriða sem svo var nefndur og gat reynst hættulegur þegar farið var inn sundið. Óskar var þá ásamt nokkmm fé- lögum sínum frammi í sjógarðs- hliðinu við kofann hans Jóa gamla í Frambæ, og em þeir að fylgjast með því þegar bátamir em að koma að. Þeir sjá þegar Sæfarinn leggur á sundið og þegar ólagið nær honum og hvolfir sér yfir þessa litlu fleytu, sem hverfur í svarrandi brimið með 8 menn innanborðs, alla á besta aldri. Þann dag var þungt yfir Eyrar- bakka og þann dag urðu mörg böm föðurlaus og ekkjur nokkrar. Hvaða áhrif þessi atburður mun hafa haft á Óskar er hann horfir þama á föður sinn dmkkna ásamt skipshöfn sinni án þess að nokkuð væri hægt að gera til bjargar, verð- ur víst seint svarað. En þegar hann komst til vits og ára þá valdi hann samt sjómennsk- una sem sitt ævistarf enda var þá ekki úr mörgu að velja. Óskar elst nú upp með móður sinni og systur sinni Hönnu og áttu þau heima á Eyri. Hann var snemma látinn fara að hjálpa til og vinna heimilinu sem haegt var, og hann var ekki mikið yfir fermingu er hann komst í vega- vinnu hjá Ólafi Bjarnasyni á Þor- valdseyri og var hjá honum í nokk- ur sumur. Árið 1935 þá 17 ára ræðst hann á mótorbátinn „Freyr“ til hins kunna aflamanns Jóns Helgasonar frá Bergi á Eyrarbakka og er þá vertíð í Sandgerði. Það kom snemma í ljós hvað hann var ósérhlífinn og duglegur við hvaða verk sem hann vann enda var hann alla sína löngu sjómannstíð í úrvals skipsrúmum. Hann var nokkur ár með hinum fræga afla- og spilamanni Torfa Halldórssyni á m/b Þorsteini Re 21, bæði á sfld og á Iínu. Þorsteinn mun hafa verið í kringum 40 tonn og þar var bæði beitt og saltað um borð. Þessar útilegur voru oft æði slarksamar í svartasta skammdeg- inu einkanlega þegar verið var vestur undir jökli, og það var ekk- ert sældarbrauð að beita línuna í ágjöf og brunagaddi þó svo að skýli hafi nú verið í ganginum bakborðs- megin. Þá var ekki alltaf um mikinn svefn að ræða, og það fór ekki vel með hendurnar að þurfa bæði að beita og vera svo í saltinu líka, enda urðu menn oft sárhentir og fengu sár og fleiður á úlnliðina undan stakknum og átunni úr sfldinni, til þess að verjast þessu voru menn með eirkeðjur um úlnliðina. Þröngt mun einnig hafa verið í lúkarnum því þar var allur matur eldaður og þar urðu menn að þrífa sig og sofa og þurrka af sér lepp- ana. En á þessum árum fyrir stríð voru menn ekki að fást um slíkt, það þótti bara gott að geta komist í góð pláss, menn voru ekki vanir öðru betra. Lengst af var hann þó með hinum kunna aflaskipstjóra Vilhjálmi Árnasyni bæði á togar- anum Venusi og svo Röðli, og hann s>gldi öll stríðsárin bæði á þessum skipum og svo um tíma á línuveiðaranum Jökli, sem var í fiskflutningum til Englands. Þá var hann einnig með hinum þekkta aflamanni og loðnuskip- stjóra Haraldi Ágústssyni á vél- skipinu Guðmundi Þórðarsyni úr Reykjavík. Einnig starfaði hann í nokkur ár hjá ögurvík h/f bæði á skipum þess og í landi. Óskar var afburða duglegur og góður sjómaður og vel liðinn sem félagi af öllum sem með honum voru. Hann var hægur og rólegur og var ekki að troða öðrum um tær né trana sér fram á nokkurn hátt, en hann hafði sínar ákveðnu skoð- anir á hverju sem var. Og ég hygg að ekki séu fjarri lagi og lýsi honum vel í starfi og við vinnu eftirfarandi vísur eftir Jónas Ámason: Bœrist afli inn á dekk eins og það gat borið, svo menn óðu villivekk vel í mitti slorið, í aðgerð fram hann ólmur gekk eins og Ijón í geitastekk, en fáir hafa af fínni smekk af fiski hausinn skorið, af ftski hausinn fagurlegar skorið. Og líka þegar allt var í einu djöfuls volli, hlerar brotnir, hafarí og hundrað göt á trolli, kunni hann með kurt og pí að kippa öllu l lag á ný, þó býsn hann gæti bölvað því bœði í dúr og molli! sumt í dúr, en meira þó í molli. Óskar var sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins 1979. Er ég var ungur kom ég oft við að Eyri til þeirra Rönku og Óskars og margar ánægjustundirnar átti ég þar í litla og hlýja eldhúsinu, og þar var margt skrafað og spjallað og margan sopan drakk ég þar, en stundum þótti nú gömlu konunni óþarflega vel bætt í maskínuna þegar Öskar var heima. Eitt sinn gaf Ranka mér blásvarta peysu sem orðin var of lítil á Óskar. Ég var þá að byrja að róa, og er ég var svo kominn í hana þá fannst mér ein- hvemveginn að nú yrði ég að standa mig og láta nú mitt ekki eftir liggja þar sem Óskar hafði verið í henni áður. Óskar kvæntist eftirlifandi konu sinni Hallveigu Ólafsdóttur, sem alin var upp hjá afa sínum og ömmu á Ásabergi á Eyrarbakka. Þau eignuðust 5 börn en urðu fyrir þeirri þungu raun, að sonur þeirra, aðeins innanvið tvítugt og var nú farinn að feta í fótspor föður síns, varð bráðkvaddur um borð í togaranum Vigra hér rétt sunnan við Eyjar 1980. Missir þessa unga og efnilega manns fékk verulega mikið á ðskar og það mun ekki hafa verið fyrr en nú á seinasta ári sem hann var að nokkru farinn að sætta sig við þessi örlög. Þó leiðir okkar Óskars hafi ekki legið mikið saman eftir að við flutt- um báðir frá Eyrarbakka þá hitt- umst við alltaf öðmhverju og þá oftast á æskustöðvunum. Þau systkinin áttu Eyrina áfram og vom þar mjög oft og um hverja helgi yfir sumarið, þau höfðu þar kartöflugarð og svo var verið að dytta að húsi og lóð og finna þar þann frið og ró líkt og í gamla daga, það er eins og Bakkinn hafi ekki ennþá komist að fullu í takt við tímann ennþá, og breytingar þar orðið minni en víðast annarsstaðr. Og er ég kveð með þessum línum hinn góða dreng og vin þá sendi ég fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigmundur Andrésson Kveðja Ólafía S. Jónsdóttir F. 21. maí 1929 - D. 1. júní 1984 Ólafía var fædd að Keldunúpi á Síðu, en fluttist með foreldmm sín- um og systkinum að Mosum um fermingaraldur. Mér er minnisstæður einn fagur og mildur haustmorgun á Kirkju- bæjarklaustri árið 1944. Það kom ung og falleg stúlka í hlaðið á Kirkjubæjarklaustri í fylgd með föður sínum, aðeins fimmtán ára gömul. Þetta var hún Óla, eins og hún var oftast kölluð. Hún var að koma í vinnu til Guðrúnar og Valdimars á Klaustri. Þetta vom okkar fyrstu kynni. Óla var á Klaustri þennan vetur, ’44-’45, við öll algeng störf, bæði innan bæjar og utan. Það var oft langur vinnu- dagur hjá Ólu. I þá daga vom ekki skráðir vinnutímar sólarhrings, og Óla kláraði sín störf fyllilega á við þá sem eldri voru. Eftir vem sína á Klaustri fór Óla til Reykjavíkur og vann þar marg- vísleg störf, bæði til sjós og lands. Eitt ár var hún í Danmörku, og eitt ár vann hún í mötuneyti Áburðar- verksmiðju ríkisins, svo eitthvað sé nefnt. Óla stofnaði eigið fyrirtæki, Hraðhreinsun Austurbæjar í Kópavogi, sem hún starfrækti, nú síðast ásamt manni sínum Daníel. Óla hafði orð á því að vera sín á Klaustri hefði verið einn skemmti- legast þáttur í lífi sínu: „Þá gat ég alltaf hlegið“. Óla var mjög trygglynd. Það kom best fram þegar ég var á sjúkrahúsum, fáir komu oftar en Óla. Fyrir það þakka ég henni sér- staklega. Flestir hafa sínar áætlanir, það vissi ég að Óla hafði, þó hún væri orðin sárveik. Hér er þessu lokið. Það var klippt á lífsþráðinn, þú svífur á eilífðar braut. Kæra Óla, ég þakka þér fyrir allt. Ég votta eiginmanni, systkinum og vinum innilega samúð. Vertu sæl vina. Sigurður Skúlason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.