Þjóðviljinn - 08.06.1984, Síða 16
DWDVIUINN
Föstudagur 8. júnl 1984
Aöalsimi Þjó&viljans ar 81333 kl. 9 -20 mánudag til föstudags. Ulan þess túna er hægt að ná í blaðámenn og aðra startsmenn blaðsins í þes$um símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helaarsíml
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Borgarstjórn Reykjavíkur
Adda Bára hættir
Finnst 20 ár nokkuð eðlilegur hámarkstími
Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins staðfesti í
viðtali við Þjóðviljann í gær að hún hyggst ekki gefa kost á sér til setu í
borgarstjórn að loknu yfirstandandi kjörtímabUi. „Ég hef skýrt borgar-
málaráði flokksins frá ákvörðun minni fyrir nokkru“, sagði Adda Bára, en
af síðastliðnum tuttugu og fjórum árum hefur hún setið tuttugu í borgar-
stjórn. Aður hafði hún verið varamaður í tvö kjörtímabil.
Adda Bára var önnum kafin við
að búa sig undir borgarstjórnar-
fund sem halda átti síðar í gær, en
gaf sér þó tíma til að lýsa yfir að
hún hefði haft mikla ánægju af
starfinu í borgarstjórn. „Hæst ber
að sjálfsögðu þegar meirihluti
Sjálfstæðisflokksins féll í kosning-
unum 1978, það var ógleymanlegt.
Og það var mikill lærdómur fólginn
í því að geta tekið þátt í stjórn borg-
arinnar um sinn“.
Aðspurð hví hún hefði tekið á-
kvörðun um að hætta sagði Adda
Bára að sér fyndist tuttugu ár vera
nokkuð eðlilegur hámarkstími sem
borgarfulltrúi. „Og við höfum nú
mjög mikið af ungu og duglegu
fólki sem mér finnst geta tekið við
af mér“, sagði Adda Bára að lok-
um.
-ÖS.
Adda Bára Sigfúsdóttir: Tuttugu ár
edliiegur hámarkstími í borgar-
stjórn. (Mynd: Loftur).
Stríðsgas á Suðurnesjum?
Dæmigert Dagblaðsrugl
44
segir Pórir Maronsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
• Hollustuverndin segir „stríðsgasið“ Freon
„Þetta er dæmigert Dagblaðs-
rugl“, sagði Þórir Maronsson, að-
stoðaryfirlögrcgluþjónn í Keflavik
í samtali við blaðið I gær er við
spurðumst fyrir um stríðsgas í hans
vörslu, en að sögn baksíðufréttar í
DV í gær hafði fundist kútur með
banvænu stríðsgasi í sorpeyðingar-
stöð Suðurnesja í fyrradag. Frétt
DV fylgdi, að lögreglan í Keflavík
hygðist ræða við Bandaríkjaher og
minna hann á að fara varlega með
stríðstæki sin.
Ef fréttin hefði verið rétt í DV
hefði hér verið á ferðinni stórmál,
og meira mál en svo að nægt hefði
að „minna Bandaríkjaher á að fara
varlega með stríðstæki sín“. Stríðs-
gas er nefnilega bannað skv. al-
þjóðasamþykktum og úr hefði orð-
ið stórmál.
Ólafur Pétursson hjá Hollustu-
vemd ríkisins tjáði okkur, að í
kútnum væri mónóklórótríflúor-
metan, öðru nafni Freon, en það er
notað sem kælivökvi í frystihúsum
og algengt í spraybrúsum. Ef mað-
ur kemst í snertingu við þetta efni í
miklum mæli er heilsa hans í hættu,
en stríðsgas er þetta ekki. „Það
stafar tvímælalaust hætta af kútum
með efni í á sorpeyðingarstöðum,
því þetta er mjög rokgjamt efni og
syður við +80 gráður“, sagði
Ólafur. Kúturinn á sorpeyðingar-
stöð Suðurnesja tómur.
Þórir Maronsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Keflavík, sagði
ekki vitað ennþá hvaðan kúturinn
kæmi, og þeir hjá lögreglunni bíða
nú eftir því, að fulltrúi heilbrigðis-
eftirlitsins suður frá komi og taki
kútinn í sína vörslu. ast.
Sóknarkonur á Borgarspítalanum:
14 sagt upp
Upplýst var á borgarstjórnar-
fundi í gærkvöldi að búið væri að
samþykkja í stjórn sjúkrastofnana
og borgarráði breytt fyrirkomulag
vegna ræstinga á Borgarspítalan-
um sem hefur í för með sér að sagt
verður upp 14 Sóknarkonum og
hefur þetta nýja fyrirkomulag jafn-
framt í för með sér aukið vinnuálag
fyrir þær sem eftir verða, lækkuð
laun, lélegri vinnuaðstæður og
minni þrif, eftir reynslu erlendis
frá.
Úttektin sem þetta nýja fyrir-
komulag byggist á hefur verið trún-
aðarmál og var það Guðrún Jóns-
dóttir, fulltrúi Kvennaframboðs
sem rauf trúnaðinn með því að
upplýsa málið á borgarstjómar-
fundinum í gær. Lýsti hún furðu
sinni á því hvers vegna úttektin
væri trúnaðarmál. Það kom fram
að spamaður af þessum hagræð-
ingarráðstöfunum er aðeins 283
þúsund krónur en heildark-
ostnaður við ræstinguna er um 57
miljónir króna. Samþykkt var að
fresta afgreiðslu málsins til næsta
borgarstjórnarfundar.
- GFr.
Langlsandur á Skaga er nú orðinn næstum eins langur og hann var éður en Sementsverksmlðjan var relst og
hafnarframkvæmdlr hófust á Akranesl. Á góðvlðrlsdögum getur ekki meirl paradfs en Langasand og þar má
jafnan sjá fólk á heilsubótargöngum og krakka að leik. (Loftur).
Fréttir úr borgarstjórn
Guðrún Jónsdóttir
í borgarráð
Kosið var í ýmsar nefndir og
ráð borgarinnar í gærkvöldi. I
borgarráði urðu breytingar þær
að Guðrún Jónsdóttir var kjörin í
stað Kristjáns Benediktssonar
sem þar sat síðasta kjörtímabil.
Þá var m.a. kosið í útgerðarráð
BÚR en eftirleiðis verða í ráðinu
5 stjórnarmenn í stað 7 áður.
Ragnar Júlíusson, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Gúst'af B. Einars-
son, Sigurjón Pétursson og Krist-
ján Benediktsson hlutu kosn-
ingu.
Fundi lokað
Til umræðu kom brottrekstur
Magnúsar Skarphéðinssonar frá
SVR en þar sem um einkamál er
að ræða var ákveðið að loka fundi
og veit því enginn hvað þar fór
fram - nema borgarfulltrúar.
Listamenn gerðir áhrifalausir
í stjórn Kjarvalsstaða
Samþykkt var ný reglugerð
fyrir Kjarvalsstaði þar sem full-
trúar myndlistarmanna eru gerð-
ir nær áhrifalausir um stjórn
þeirra. Sá sem mælti fyrir þessu
var Ein.ir Hákonarson formaður
stjórnar hússins. Flutti hann
gagnmerka ræðu um félaga sína
úr listamannastétt, og verður hún
birt síðar hér í blaðinu.
Tillaga Alþýðubandalags
felld
Felld var tillaga Alþýðubanda-
lags um að gróða af uppboðssölu
lóða við Stigahlíð yrði varið til
þriggja nýrra starfa á hverfaskrif-
stofum Félagsmálastofnunar,
unglingastarfs í Seljahverfi,
bókakaupa og vinnu við útibú í
Gerðubergi og bað- og búnings-
klefa í Laugardal.
Stofnuð Kvennafylking
samþykkt einróma á fundinum og
ennfremur að það skyldi bera
heitið Kvennafylkingin. Mikill
hugur var í fundarkonum varðandi
hið nýja félag og lýstu margar því
yfir að þær væntu sér góðs af starfi
þess.
Kosið var í miðstöð Kvennafylk-
ingarinnar og hana skipa nú: Ama
Jónsdóttir, fóstra, Reykjavík,
Hjálmdís Hafsteinsdóttir, verka-
kona, Kópavogi, Ingibjörg Jóns-
dóttir, háskólanemi, Hafnarfirði,
Snjólaug Ármannsdóttir, hjúkmn-
arfræðingur, Reykjavík, og Vil-
borg Harðardóttir, útgáfustjóri,
Reykjavík.
Stofnfundur Kvennafylkingar-
innar var haldinn að Hverfisgötu
105 þríðjudaginn 5. júní og var
hann prýðilega sóttur. Félag þetta
er opið öllum konum, 16 ára og
eldri, og ekki er skilyrði að þær séu
f Alþýðubandalaginu eða öðrum
stjórnmálaflokkum - mega það þó.
Lög fyrir hið nýja félag voru
Heimilað niðurrif
Breiðfirðingabúðar
Heimilað var niðurrif sem
eigandi Breiðfirðingaibúðar við
Skólavörðustíg hefur farið fram
á.
Álfheiður Ingadóttir gagn-
rýndi þau vinnubrögð að heimila
niðurrif gamals húss án þess að
búið væri að ákveða hvað ætti að
koma í staðinn. Allir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins greiddu
niðurrifinu atkvæði nema Hulda
Valtýsdóttir, formaður Um-
hverfismálaráðs, sem hefur lagst
gegn heimildinni.
Stúdentaráð:
Vantraust á
formann
Á fundi Stúdentaráðs í gærkvöldi
fengu vinstri menn samþykkt vantraust
á formannog stjórn Stúdentaráðs fyrir
vítavert aðgerðarleysi í lánamálum.
Sérstakar átölur hlaut núverandi tor-
maður Stúdentaráðs fyrir að hafa opin-
berlega dregið mjög úr því að náms-
menn efni til aðgerða gegn niðurskurð-
arstefnu Kagnhildar Helgadóttur.
-ÖS.