Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1984 Sembaltónleikar Helgu Ingólfsdóttur Efnlsskrá: J.S. Bach: Prelúdía og fúga í B-dúr BWV 890. Frönsk svíta nr. IV í Es-dúr, BWV 815. Konsert í ítölskum stfl í F-dúr, BWV 971. Forleikur að frönskum hætti í h-moll BWV 831. Þróun lærðs hljóðfæraleiks er ekki löng á f slandi, nær varla aftur til síðustu aldamóta. í mínum uppvexti man ég ekki eftir nema einum sembal og honum ófullkomnum, sem til var í Bama- mússíkskólanum og notaður var til meðleiks. Voru þá píanistar dubb- aðir upp til semballeikara svo hægt væri að flytja þar til gerða tónlist. í Þjóðleikhúsinu man ég t.d. eftir gömlu píanói sem búið var að stinga Jakob Hallgrímsson skrlfar um tónlist í teiknibólum í alla hamra sennilega til þess að líkja eftir tóni sembalsins. Kostulegt ekki satt! Því má með réttu segja að Helga Ingólfsdóttir sé fyrsti semballeikari landsins og til viðbótar er svo vald hennar og kunnátta á þetta virðu- lega hljóðfæri slík að hún skipar sér í flokk með okkar bestu hljóðfæra- leikur. Helga byrjaði tónleikana á pre- lúdíu og fúgu B-dúr nr. 21 úr fyrri bók Das Wohltemperierte Klavier. Síðan frönsk svíta nr. 4 í Es-dúr, loks ítalski konsertinn og svo eftir hlé Franski forleikurinn í h-moll, langt og mikið verk í átta þáttum og þrem- ur betur (tvö Gavott, Passepied og Bourrée). Ekki treysti ég mér til að fjölyrða um leik Helgu Ingólfsdótt- ur enda óþarfí, þar er raunar aðeins hægt að viðhafa eitt orð, „frábær“. Svo næmt er skyn hennar og innri túlkun að framsetning hvers verks er heilsteypt og fullkomin. Ólfklegt er að hægt sé að gera betur. Sannarlega glæsilegur forleikur að Bach-ári. Heilsteyptasta arían var sungin af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Orlagagátan Flytjendur: Passíukórinn á Akureyri ásamt félögum úr Karlákórnum Geysi og Söngfélaginu Gígjunni með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Roars Kvam. Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Þuríður Baldursdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Michael J. Clarke. Söngdrápa Björgvins Guðmunds- sonar við Piðranda-kviðu Stephans G. Stephanssonar er í 28 þáttum Jakob Hallgrímsson skrifar um tónlist frekar stuttum, sem skiptast á milli kórþátta, einsöngs og dúetta með og án kórsins, svo og forspil og millispil á undan síðari hluta. í svo löngu verki sem söngdrápa Björgvins er finnst mér tónmál hans of slétt. Raddfærsla of hefð- bundin og notkun konsonansa (óm- blíð tónbil) alltof ríkjandi. Eðlileg spenna milli stígandi og hnígandi þátta verður því lítil. Sundurliðun hvers atriðis (28 að tölu) verkar smám saman „monoton" og upp- bygging verksins verður því litið meira en röð sönglaga, einskonar ljóðaflokkur þar sem framvindu vantar með samtengingum hinna einstöku þátta. Samt, þegar Björgvini tekst best upp, rísa ágætlega voldugir kór- þættir þar sem kjarnyrt íslenskan stígur fram í pólifónísku ívafi og fúg- um að hætti gömlu meistaranna. Sannarlega oft mjög áheyrilegt. Hljómsveitarbúningur Roars Kvam virkar sannfærandi og virðist fylgja vel verkinu. Helst velti ég því fyrir mér hvort hægt hefði verið að nota meira brassið, einkum í síðari hluta verksins, en þá kemur aftur til það tónmál sem Björgvin notar og við þessi fyrstu kynni held ég að Hljómsveitarbúningur Roars Kvam vlrkar sannfærandi. Helga: Svo næmt er skyn hennar og innri túlkun að framsetning hvers verks er heilsteypt og fullkomin, segir í dómnum. Roar hafi þrætt þær leiðir sem færar voru og í heild unnið virkilega gott verk. Einsöngvarar skiluðu sínum hlut- verkum yfírleitt með prýði við nokk- uð erfiðar aðstæður. Einsöngshlut- verkin virtust mér ekki eins rismikl- ar tónsmíðar sem kórþættimir, spanna oft yfir of stórt raddsvið t.d. hlutverk Síðu-Halls sem er ansi djúpt af tenor að vera (sungið af Michael Clarke annars ágætlega). Heilsteyptasta arían fannst mér vera nr. 5 (Hjáástvinum öllum...) sungin af Ólöfu Kolbrúnu. Flutningur söngfélaga frá Akur- eyri ásamt með sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Roars Kvam var ákveðinn og fumlaus og tónlistarlífí á Akureyri til mikils sóma. Aðsókn var til skammar og ekki sæmandi þeim menningaranda sem borið hefur uppi listahátíðir til þessa, en þær hljóta að byggja á því frumstarfi brautryðjendanna sem komu úr torfbæjum afdala inn í tón- list heimsins og vildu verða þátttak- endur. Fílharmóníuhlj óms veitin Síðari tónleikar Efnisskrá: Delíus: Við að heyra í fyrsta gauki vors- ins. Tchaikowski: Píanókonsert nr. I og sinfónía nr. IV. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einleikari: Vovka Ashkenazy. Tónskáldið Frederick Delíus (1862-1934) er ásamt með Edward Elgar (1856-1934) boðberi nýs tíma í enskri tónsköpun, eftir þá lá- deyðu sem verið hafði nær allt aftur til dauða Henry Purcells (1659- 1695). Tónaljóð Delíusar „Við að heyra í fyrsta gauki vorsins" er samið 1912. f því er uppistaðan norskt þjóðlag, en til Noregs hafði Delíus þá þegar komið 1887 og hitt Grieg sem hvað mest áhrif hafði á föður hans í því að leyfa honum að helga sig tónlist. Þau vináttutengsl sem spruttu í millum þeirra De- líusar og Griegs áttu eftir að hafa töluverð áhrif á tónlist Delíusar, einkum framanaf. „Við að heyra í fyrsta gauki vorsins“ er elskuleg tónsmíð, fallega instrúmenteruð (hljóðfæraútsett) og var yndislega leikin. Vovka Ashkenazy, þó á æsku- skeiði sé, er þegar búinn að fá ótrú- legt vald á píanóinu svo sem heyra mátti í I. píanókonsert Tchaikow- skis. Dálítið varfærnisleg byrjun sem spilaði sig uppí dúndrandi Jakob Hallgrímsson skrifar um tónlist sannfæringarkraft og svellandi til- þrifa á. köflum. Flutningur, sem hvaða reyndari píanisti væri full- sæmdur af. Það þarf meira en með- al „karakter" til þess að sitja fyrir framan þúsundir gapandi sálna og sanna tilvist sína. En Vovka, þó ungur sé að árum, er enginn „byrj- andi“ og virðist albúinn að leggja á brattann, enda vel nestaður til stór- átaka í framtíðinni. Hafi hann far- arheill. Tchaikowski samdi fjórðu sin- fóníuna 1878 og hefur hún ópus-nr. 36. Hún er tileinkuð Nadezjdu von Meck andlegri vinkonu og vel- gjörðarmanni. Sinfónían er eitt fyrsta stórverk Tchaikowskis þar sem hans sársaukafullu tilfinningar fá útrás í heilsteyptu dramatísku formi. Oft hefur maður hlustað á þessa sinfóníu og einnig leikið í henni sjálfur ótal sinnum, en það var eins og aldrei fyrr. Svo magn- aður var flutningurinn, svo sannur og áhrifaríkur, að ólíklegt er að hann hafi nokkurn áheyranda í hinni þéttsetnu Laugardalshöll ósnortinn látið. Bestu knattspyrnumenn vinna ekki sigur með lélegum þjálfara. Svo er eins með góða hljómsveit, hún nær ekki langt með miðlungs stjórnanda. En hér var stjórnunin í höndum þess sem valdið hefur. Kunnátta samfara þeirri músík- skapandi dýpt sem er forsenda þess að úr verði túlkandi listaverk. Hinir ensku gestir kvöddu með því að koma á framfæri tilkynningu um að þeir ætluðu að leika endur- gjaldslaust tónleik í Lundúnum til styrktar byggingu tónleikahúss í Reykjavík. Okunnugt er mér um þátt Vladimir Ashkenazys í þessari höfðinglegu gjöf, en vart hefur far- ið framhjá neinum sá kærleikur sem hann ber til lands og þjóðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.