Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Akurnesingar eru að- eins stigi á eftir Keflvíkingum í 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir sigur á KA á Akureyri í gær- kvöldi. Sjáll júní 1984 fimmtudagur 132. tbl. 49. árgangur Innan við ár frá því húsið var steypt í Breiðholti Bullandi skemmdir • Leiða til alvarlegra alkalískemmda • Rannsóknarstofnanir fullyrða að búið sé að útrýma slíkum skemmdum „Fullyrðingar sérfræðinga frá Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins og Sements- verksmiðju ríkisins um að búið væri aðgera endurbæturá sementi sem gerðu það að verkum að alkalískemmdir heyrðu sögunni til, standast því miðurekki. Ekki er liðið árfrá því ég steypti utanáliggjandi svalir á hús sem ég er að byggja og kjallara undir bílskúr, en samt eru komnar fram bull- andi alkalískemmdir sem sjálf- sagt er engan veginn séð fyrir endanná." Þetta eru orð reynds bygginga- meistara úr Reykjavík, Sturlu Ein- arssonar, sem á undanförnum misserum hefur verið að byggja til- raunahús úr steinsteypu að Klyfja- seli 2 í Reykjavík. „Sem betur fer verða ekki alkalískemmdir í burð- arveggjum hússins því þar er steinullareinangrunin utan á og því engin hætta á ferðum. Hefði ég byggt hús mitt með hefðbundnum hætti stæði ég frammi fyrir þessum alkalískemmdum í öllu húsinu og það þrátt fyrir fullyrðingar sérfræð- inga um að þær væru úr sögunni", sagði Sturla ennfremur. Helsta nýmælið við tilraunahús Sturlu Einarssonar auk utanáliggj- andi einangrunar er að í stað ofna er heitt vatn leitt um veggi hússins inni í steinsteypunni í plaströrum. Sama er að segja um allt neyslu- vatn hússins en það flæðir um plast- rör. Mun síðar verða skýrt frá til- raunahúsinu að Klyfjaseli 2 í Þjóð- viljanum. „Sérfræðingar Sementsverks- miðjunnar og Rannsóknarstofnun- ar byggingariðnaðarins hafa full- yrt, nú nýverið í sjónvarpinu, að með því að blanda málmblendiryki í sementið við vinnslu og með því að þvo sérstaklega efnin sem í það eru notuð, væri búið að tryggja húsbyggjendum gallalaust sement. Mig rak því í rogastans þegar ég fór að kanna steypuna í utanáliggjandi svölum og grunni undir bflskúrnum að þar kom í ljós greinilegt úfall úr steypunni sem ekki getur bent til annars en alkalískemmda," sagði Sturla Einarsson í samtali við Þjóð- viljann í gær. - v. Sturla Einarsson á svölunum við hússitt að Klyfjaseli 2 í Breiðholti. Einsog sjá má er saltútfallið, sem leiðir til alkalískemmda, orðið mikið í steypunni, þrátt fyrir fullyrðingar sérfræðinga um að með endurbót- um á sementi séu þær úr sögunni. (Ljósm. eik) Formannafundur Alþýðusambands Austurlands Einróma áskorun um uppsögn 1. sept. Allar forsendur fyrir síðustu kjarasamningum hafa brostið á samningstímanum Formannafundur Alþýðusam- bands Austurlands hefur beint því til verkalýðsfélaga á Austurlandi að þau standi saman um að segja upp kaupliðum kjarasamninga fyrir 1. september næstkomandi. Algjör samstaða var um þessa áskorun á fundinum, en á honum voru forystumenn verkalýðsfélaga frá Hornafírði norður um til Vopn- afjarðar. ASA mun vera fyrsta svæðasambandið innan Alþýðu- sambands íslands sem beinir upp- sagnaráskorun til félaganna. Formannafundurinn var haldinn á Egilsstöðum á þriðjudaginn og í ályktun hans segir m.a.: „Þar sem allar forsendur fyrir síðustu kjarasamningum hafa brostið á samningstímanum og kjaraskerðingin er sívaxandi, land- búnaðarafurðir hafa hækkað um allt að 40% frá síðustu áramótum, lyf og læknishjálp hafa margfaldast í verði, ef læknishjálp er þá fáanleg vegna sparnaðar, svo fátt eitt sé nefnt, beinir formannafundur ASA því til verkalýðsfélaga á Austurlandi að þau standi saman um að segja upp kaupliðum kjara- samninga fyrir 1. september næstkomandi“. - ekh Sífellt fleiri börn hérlendis alast upp hjá aðeins öðru foreldri 900 í hverjum árgangi Um 900 börn í hverjum árgangi alast ekki upp hjá báðum kynforeldrum, en það er um 20% barna í hverjum árgangi. Stafar þetta einkum af hjónaskilnuðum sem eru mjög tíðir hérlendis auk þess sem stór hluti barna sem fæðast utan hjónabands býr aðeins með öðru foreldri. Þessar upplýsingar koma fram í grein í síðasta tbl. Hcilbrigðismála sem Ólafur Ólafsson landlæknir tók saman. Bendir landlæknir á að þessum barnahópi sé hættara við andlcgum sjúkleika, börnum gangi yfírleitt verr í skóla, vímuefnaneysla sé algengari meðal þeirra og þau eigi erfiðara með að mynda varanlegt sambandi við hitt kynið en jafnaldrar þeirra sem alast upp með báðum kynforeldrum. Hjónaskilnudum hefur fjölgað mjög á íslandi á síðustu árum og er talið að allt að 600 börn verði að þola skilnað foreldra á ári hverju hér- lcndis. Þá fæðast mun fleiri börn utan hjónabands cn áður fyrr. Um 83% þessara barna búa með báðum for- eldrurn fimm árum eftir fæðingu en 17% barnanna, eða um 300 úr hverj- um árgangi, búa aðeins skamma stund með báðum foreldrum cða þá eingöngu með öðru foreldri. Hér eru því unt 900 börn sem árlega fá ekki að alast upp með báðum kynforeidrum. Vísar iandlæknir til ýmissa rannsókna sent gerðar hafa verið á áhrif þessa á börn, þarsem niðurstað- an er m.a. sú að börnin þjást yfir- höfuð af öryggisieysi, sjáifsásökun og kvíða. Menntun þeirra er yfirleitt lé- lcgri en annara barna. veikindi tíðari og meðalævi styttri. í ísienskri rann- sókn hafi komið í ljós að unglingar sent ckki voru aldir upp með báðunt kynforeldrum ncyttu mun frekar áfengis en önnur börn og saina á við um kannabisneyslu. Þá leiddi athug- un á unglinguní scm vistaðir voru á Upptökuheimiii rikisins í ljós að 64% þeirra höfðu ekki verið alin upp af báðum kynforeldrum og svipaðar niðurstöður má lesa úr könnun á hög- un 72 fanga í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.