Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júní 1984 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Útskrift úr ræðuritun borgar- stjórnar: Mér fínnst ákaflega sérkennilegt að lesa í Þjóðviljanum í gær, tekið eftir Magnúsi Skarphéðinssyni, hvað ég hafí sagt í borgarstjórn. Allt sem eftir honum er haft, er bull og vitleysa og hefði Þjóðviljinn mátt vita það, því ekki voru færri en tveir blaðamenn frá honum á þessum fundi og þeir hlustuðu á hvert orð sem ég sagði, segir Guð- rún Ágústsdóttir, í viðtali við Þjóð- viljann. Ég vil að það komi fram að þegar þessi mál voru rædd á fundi stjórn- ar SVR, þ. 22. maí sl. er 14. liður- MiSrikuriagur 13. jiiní 198-t Magnús Skarphéðínsson um ummæli borgarfulltrúa Rakalaus ósannindi Hugleiði nú lögreglurannsókn í málinu Borgarfulhrúar höfðu aldrei samhand! \ ■ tned uppsógn minni oe ætti það að svr.a tratn 6 ^mstarfÍK»rdugJeÍÉ8“ Þaö v?.t áíakaniegt ad heyra WgregiUTunnw*.n þessav sakir bomar á mig án þess Áhutður botgaríu];;vúii Gubr- aö be.uti á hið sanna t mái- ónar Aeústsdóttur & m»g hebir yy.r- ínu'i’ Alvarlegra cx fyrir Reykvik- i& í jriása Úvni'yKrinicsfariifar’hBii’ ínga sem kosiö l»s.fa þcssa fuíitrúa, fyrst að ég toaft vcrið rckinn vegsts var þvi halritð fr?.m tií ad að enginn þcirtu befur nokknt „samstartstátðugWiiía”. Nú um .6mu sálsir.'titT'fxtvSaffðgétí úmi haft sambtmri við tntg lö.að U hejgina hefur þetta bteyst i „van- uvft aö icita iw nvcr til t»o fá þctta mál skvr, lrá mfrm sjónar mksiu i startV' samkvicmt gresn I r' v * ... hrwni. Reyndaf hcftu vngitm ÍKtrg st-m hún s.knfat hjá ykkur f þjód- arfulitrúi ttemtt frá Kvcmtaftam- viijaoum. { miiiitftbnni hcfur aiirs bfjðífiií iciiað eftír Biiuui iúiö ruáís- fuuitia fðgburöur og gcígátuv kom- tns, heídut talar þetta tólk einungis iö fi am vcrr. forsenda fytitr uppsirgn út ffá sjíiuathorni íorstjöva SV.8 <>g mimú. Það ev másfce ertiit aö fesia samkvte.mt upp!ýst,ngu!n ftá hsm- hendm ;i sifsti, en cg hugieiði nú um. aivariega logtogiurannsOkn á þcsv - Ég vii að jsaS konts t'vfcm, að um rógouvði, sagöi Magntts Skarp- lo.cfr*ðmguv minn vkriíaöi Sveini héömsson að iokum. B jorttssynt hsrstjórst SVR brct' fyvir -óg Ma^fexitíaáúias. ág'heí kvitj- Magnúa SftBrphéðtnfcson: Borgar- fuHtrúumfr haf a elnuivgí* ieftað upp- iýsínga tsjá SvaJni Bjömasynf for~t atjófa SVR. jJ *r«ÍS33 W* -3» f»feK«í»S »Ut«>t»ssfc.-K,sw Uiítf. «6 itá • ÍM&xwn- ng tóta st»ii«wr'.:-. tstíisin* : pftscurr. (ímxr. Ritoýim A&alsimi Kvöldsfmi Halsarsiml ] 81382, fifi »1«?. 'tw>W« 81228. tt&wsyfisar . ).»><;«srsj3 «. 9 • i2 «r ai ná t atjfee^síc txaix>>«s ■ swks Bt«63. Piswt t«Wvi 8 C348 <jQ oru tSa6ano.xt» pw 8 vsM t* 81333 81348 81663 Baksíða Þjóðviljans í gær. ið að segja upp aðaltrúnaðarmanni strætisvagnabílstjóra, fyrir utan það að ekki er komin nein reynsla á störf hans þar. Hann hafði ekki haft tækifæri til að beita sér sem varatrúnaðarmaður. Þetta er staðreynd í málinu. Gerir orð Júlíusar að mínum Það er leiðinlegt að í viðtali sínu við Þjóðviljann í gær, gerir Magnús orð Júlíusar að mínum og má vera augljóst af ræðu minni að hann er að fara með bull maðurinn. Ég vil taka það skýrt fram að fundinum var lokað og við vorum ekki með- mælt því. Okkur fannst ekkert í þessu máli vera þess eðlis að ekki mætti ræða það opinberlega. Ég hef lagt á það ríka áherslu, einnig í Þjóðviljanum, að maðurinn fái ávirðingar sínar skriflegar. Á fund- inum talaði ég ekkert meira um þetta mál. Hvaða leið uppsagnarbréfið fór Hvergi vegið að Magnúsi Skarphéðinssyni Þjóðviljinn birtir ræður Guðrúnar Ágústsdóttur og Öddu Báru Sigfúsdóttur í borgarstjórn 6. júní sl. inn í fundargerð bókaður svona: „Fyrirspurn Helgu Thorberg frá 238. fimdi, forstjóri svarar. Guð- rún Ágústsdóttir bar fram fyrir- spurn í þremur liðum: Hversu al- gengt er að fram komi kvartanir frá farþegum vegna vagnstjóra? Hvernig er farið með slíkar kvart- anir? Eru fyrirhugaðar fleiri upp- sagnir vagnstjóra vegna kvartana farþega og/eða samstarfsörðug- leika innanhúss? Þá óskar formað- ur stjórnarinnar bókað: Vegna fyrirspurnar Helgu Thorberg frá 238. fundi stjórnar SVR, 12. lið fundargerðarinnar og fundarsam- þykktar 9. deildar starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar frá 14.5. sl. skal það eitt tekið fram að stjórn SVR lýsir fyllsta stuðningi við for- stjóra SVR í málinu.“ Þessi bókun er samþykkt með þremur atkvæðum, en engum mótatkvæðum. Það er bókað að Helga Thorberg sem er fulltrúi Kvennaframboðsins og Guðrún Ágústsdóttir hafi setið hjá. Á þess- um fundi sat líka trúnaðarmaður vagnstjóra, Bergur H. Ólafsson, kjörinn áheyrnarfulltrúi af sínum samstarfsmönnum. Hann hefur ekki atkvæðisrétt þarna inni og gat því ekki greitt atkvæði með þessu eða gegn, en það er engin bókun frá honum eða öðrum um málið. Þetta er bara búið og afgreitt þama. Ekki minn einleikur Annað er það, að mér finnst Þjóðviljinn slá þessu fram sem mínum einleik. Ég vil taka það skýrt fram að þessi mál voru rædd aftur og aftur á borgarmálaráðs- fundum. Þar voru allir sammála um þessa málsmeðferð og í borgar- stjórn lýsti Adda Bára Sigfúsdóttir því yfir, og á það hlustaði blaða- maður Þjóðviljans, að borgarfull- trúarnir stæðu á bak við mig í þessu máli. Ég hef haft samstarf við mína félaga í mínum flokki í þessu máli Adda: Ekkl ágreiningur í okkar röðum. eins og öllum öðrum málum og tel það skyldu mína í sósíalískum flokki. Magnús ekki aðaltrúnaðarmaður Ég vil líka taka það fram að ég sagði ekki manninum upp störfum. Það gerði forstjóri SVR. Við stóð- um frammi fyrir gerðum hlut og auðvitað má deila um það hvað ég hefði átt að gera og sjálfsagt að gera það. í grein sinni um daginn, sem mér fannst góð og málefna- legt, tekur Gísli Gunnarsson fram hluti sem við erum örugglega öll sammála, um vernd trúnaðar- manna á vinnustað í starfi og er mjög mikilvægt. Ég hef sjálf verið trúnaðarmaður á mínum vinnustað og hef þess- vegna kynnst þeim málum og er sammála því sem Gísli segir. Hitt er svo annað, að mér finnst málið hafa verið sett þannig upp að Magnús hafi verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað. Það rétta er að í síðustu kosningum, sem voru nú í vor í trúnaðarmannaráð, var hann kosinn varamaður. Það erekki ver- er mál forstjóra. Ég vona bara að það sem ég hef sagt um þetta mál sé látið nægja og ekki sé verið að leggja mér f munn það sem aðrir hafa sagt. Mér finnst ástæða til að benda á að í grein sem ég skrifaði í Þjóðviljanii um helgina tek ég skýrt fram að ég hafi verið mótfall- in aðferðinni við uppsögnina. Það er alveg á hreinu og hefur komið fram í annarri grein hjá mér áður. Að lokum vil ég koma því A framfæri að ég tel að starf vagn- stjóra hjá SVR sé mjög mikilvægt og viðkvæmt og að það skipti mjög miklu máli hvemig þeir starfsmenn ræki hlutverk sitt af hendi. Ég tel að góðir og liprir bflstjórar geti átt þátt sinn í að laða fleiri farþega að þessum almenningsfarartækjum, sem við vinstri menn leggjum mikla áherslu á að verði aðalfarar- tækin hjá okkur. Vagnstjórar eru andlit fyrirtækisins að mínu mati, þeir starfsmenn sem viðskiptavinir hafa langmest samskipti við. Þess- vegna finnst mér leiðinlegt að laun vagnstjóra hafa dregist aftur úr. Þeir eru komnir með byrjendalaun sem eru undir lágmarkstekjum í þjóðfélaginu. Það finnst mér mjög rangt, þegar á það er litið að það eru svo sannarlega gerðar miklar kröfur til þessara manna. ss Orð annarra gerð að mínum segir Guðrún Ágústsdóttir Hér fer á eftir orðrétt útskrift úr ræðuritun borgarstjórnar fimmtudaginn 6. júní sl. af ræðum þeirra tveggja borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, sem til máls tóku við umræður um brottrekstur Magnúsar Skarphéðinssonar vagnstjóra. Báðir borgarfulltrúarnirfluttu ræður sínar áður en fundi var lokað. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins töldu óþarft að loka fundinum og greiddu því ekki atkvæði þegar Magnús L. Sveinsson, forseti borgar- stjórnar bar ákvörðun sína þar um undir atkvæði. 14 studdu þá ákvörðun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf umræðuna og las m.a. bókun sem hún gerði í borgarráði vegna upp- sagnarinnar. Að loknu máli hennar tók Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og fulltrúi AB í stjórn SVR til máls. Hún sagði: „Forseti. Ég get byrjað á því að lýsa því yfir, að ég get mjög vel tekið undir bókun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarfulltrúa í borgarráði, þar sem hún lýsir því að henni finnist rangt að uppsögn Magnúsar staðið. Undir það get ég tekið heils hugar og hef látið það koma fram annars staðar. Ég bar fram spurningar á síðasta fundi í stjórn strætó, sem ég hef ekki feng- ið svör við. Þær voru fram komnar vegna þess að ég vildi fá að vita, hvort aðfinnslur vegna framkomu Magnúsar gætu átt við fleiri bfl- stjóra hjá fyrirtækinu, og að hann hefði þá á engan hátt verið verri starfsmaður en ýmsir aðrir. Ef það kemur í ljós, að hann er ekki einn á báti heldur í hópi margra annarra þá hlýtur maður að efast um rétt- mæti uppsagnar hans. Og þess vegna gat ég ekki stutt framkomna stuðningsyfirlýsingu við gerðir for- stjóra á síðasta fundi. Það hefur lengi verið á döfinni að halda námskeið bæði fyrir nýja bflstjóra og eldri, þar sem kirfilega er farið yfir til hvers er ætlast af þeim, og gera þá öruggari í starfi. Slíkt námskeið er nú að fara af stað eða eitthvað á þá leið og er það mikið fagnaðarefni. Starf strætis- vagnabflstjóra er viðkvæmt og erf- itt starf og framkoma þeirra við farþega og ábyrgð í starfi sérstak- lega mikilvæg. Nú er svo komið að laun vagnstjóra eru svo lág, byrj- unarlaun undir lágmarkslaunum 12.660 kr., að vagnstjórar geta ekki haft það á tilfinningunni að litið sé á starf þeirra sem mikilvægt ábyrgðarstarf. Það er nú einu sinni svo, að laun endurspegla viðhorf viðsemjenda til starfsins. Vegna þeirra orða Ingibjargar Sólrúnar hér áðan, að Magnús Skarphéðinsson ætti ekki upp á pallborðið - hvorki hjá núverandi meirihluta eða minnihluta, þá vil ég vísa þeim dylgjum algerlega á bug. Greinar Magnúsar á sínum tíma, þegar við vorum í meirihluta, voru hressilegar og ég tel að við höfum haft ágætt af því að fá þær aðfinnslur, sem þar komu fram, og það hafi orðið jafnvel til þess að hvetja okkur til dáða. En að lokum verð ég að segja það, að það þarf enginn að verða hissa á viðbrögðum fólks vegna uppsagnar Magnúsar, því núver- andi meirihluti hefur gengið ötul- lega fram í því að losa sig á ýmsan máta við óæskilega starfsmenn, um það eigum við nú þegar nokkur dæmi“. Að lokinni ræðu Guðrúnar tal- aði Júlíus Hafstein, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjóm SVR og að loknu máli hans tilkynnti forseti að hann hefði ákveðið að loka fundi með tilvitnun í ákvæði í fundar- sköpum borgarstjórnar, en þar segir að loka beri fundi þegar til umræðu séu einkamál manna. Adda Bára Sigfúsdóttir bað þá um orðið áður en fundi yrði lokað. Hún sagði: „Áður en fundi er lokað vil ég aðeins taka fram, að borgarfulltrú- ar Alþýðubandaíagsins allir era á sama máli og Guðrún Ágústsdótt- ir. Það er ekki ágreiningur í okkar röðum. Þetta vil ég taka fram af því að það var farið að blanda greinum í Þjóðviljanum í þetta mál.“ Áð loknu máli Öddu Báru var fundi lokað og greiddu 14 borgar- fulltrúar atkvæði með lokuninni. Aðeins tveir borgarfulltrúar tóku til máls á lokaða fundinum, Jóna Gróa Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn SVR og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Að lokinni ræðu hennar var fund- urinn opnaður á nýjan leik og til- lögur Kvennaframboðsins tekar til afgreiðslu. Tillaga um að afturkalla uppsögnina fékk 2 atkvæði Kvenn- aframboðs og tillaga um að fresta gildistöku hennar þar til skriflegar ástæður hennar væru komnar frá forstjóra SVR fékk 3 atkvæði, Kvennaframboðs og Gerðar Steinþórsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.