Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
íþróttir Víðir Sigurðsson
3. deild
í knattspyrnu:
Stjarnan
gerði 7 í
Hólmin-
um!
Stjarnan úr Garðabæ vann
Snæfell með fáheyrðum yfir-
burðum í SV-riðli 3. deildar í
gærkvöldi, 7-0, og það á heima-
velli Snæfells í Stykkishólmin-
um!
Bragi Bragason og Jónas
Skúlason skoruðu fyrir Stjörn-
una í fyrri hálfleik og urðu
mörkin fimm. Þórhallur Örn
Guðjónsson gerði þá tvö, Þór
Hinriksson, Birkir Sveinsson
og Benedikt Sveinbjörnsson
eitt hver. Stjörnumenn nýttu
sín færi vel og sigurinn var f allra
stærsta lagi.
ÍK og HV gerðu jafntefli, 2-
2, í baráttuleik í Kópavogi.
Reynir Sigurbjörnsson kom
HV yfir en Þórir Gíslason jafn-
aði fýrir ÍK undir lok fyrri hálf-
leiks. Reynir skoraði aftur fyrir
HV en þremur mínútum fyrir
leikslok sendi varnarmaður HV
knöttinn í eigið mark eftir mikið
kapphlaup við ÍK-manninn
Gunnar Guðmundsson.
Leikur Selfyssinga og Vík-
inga frá Ólafsvík hófst ekki fyrr
en um tíuleytið í gærkvöldi og
var því ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun. Staðan fyrir hann
var þessi í SV-riðli:
Fylkir............4 3 1 0 12-3 10
Stjarnan..........4 3 0 1 15-2 9
VíkingurÓ..........3 2 1 0 8-2 7
ReynirS............3 2 1 0 3-1 7
Selfoss...........2 10 1 3-4 3
Grindavík..........3 0 2 1 3-4 2
HV.................3 0 1 2 3-8 1
ÍK.................4 0 1 3 3-11 1
Snæfell............4 0 1 3 2-17 1
Þróttur vann Magna Greni-
vík 3-1 á Neskaupstað. Mart-
einn Guðgeirsson kom Þrótti
yfir en Hörður Benónýsson
jafnaði fyrir hlé. Tvö mörk frá
Páli Freysteinssyni og Guðm-
undi Ingvasyni (víti) í seinni
hálfleik tryggu Þróttir sigur.
-VS
Souness
fer til
Sampdoria
Graeme Souness, fyrirliði ensku
meistaranna og Evrópumeistar-
anna í knattspyrnu, Liverpool, hef-
ur verið seldur til ítalska félagsins
Sampdoria fyrir 700 þúsund pund.
Þar tekur hann stöðu írans Liams
Brady sem Sampdoria seldi tU Inter
Mflanó í vor og leikur við hlið enska
landsliðsmiðherjans, Trevors
Francis.
í A ekki í teljandi erfíðleik-
um með daufa KA-menn
Akurnesingar eru á hælum
Keflvfldnga á toppi 1. deUdarinnar
í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á KA á
aðalleikvanginum á Akureyri í
gærkvöldi. Leikurinn fór fram í
sunnan golu, 10 stiga hita og smá
sól að viðstöddum hvorki meira né
minna en 1583 áhorfendum en þeir
urðu vitni að heldur slakri viður-
eign og lítt spennandi.
Jafnræði var með liðunum fram-
an af en á 21. mínútu náði ÍA for-
ystu. Karl Þórðarson lék að víta -
teigsboga og lyfti knettinum þar yfir
Þorvald KA-markvörð og í netið,
0:1. Fjórum mínútum síðar tók
Sveinbjörn Hákonarson auka-
spymu af 30 metra færi Hann skaut
fast með jörðu, gegnum hópinn á
vítateigslínunni í markhornið
niðri, óverjandi fyrir Þorvald.
í A náði góðum tökum á leiknum
eftir mörkin og var í heild meira
með boltann í þokkalegum fyrri
hálfleik. KA fékk eitt færi á 37.
mínútu, Ormarr Örlygsson tók
aukaspyrnu og Hinrik Þórhallsson
skallaði rétt framhjá.
í seinni hálfleik gerðist nánast
ekki neitt. Miðjuþóf alls ráðandi
og það litla spil sem sást, kom frá
Skagamönnum. Þeir héldu í horf-
inu án teljandi erfiðleika og var lítt
ógnað af daufum KA-mönnum.
Mark Duffield var sá eini sem
hélt uppi baráttu í liði KA.
Steingrímur Birgisson átti einnig
sæmilegan leik. Karl var bestur hjá
Skagamönnum og vörn liðsins var
ákaflega örugg, enda lítið bit í
heimaliðinu.
Kjartan Tómasson dæmdi
leikinn ágætlega.
- K&H/Akureyri
Helmlr Karlsson á ferðinni vlft Bllkamarkift - Loftur Ólafsson rennir sér fyrir hann og Friftrik Friftriksson er vift
öllu búinn í markinu. Mynd: - eik.
Glæsimark Heimis í jafn-
tefli Víkings og UBK
Víkingur og Breiðablik áttust við
í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu
á aðalleikvanginum í Laugardal í
gærkvöldi. Köflóttum og opnum
leik liðanna lauk með jafntefli, 2:2
eftir að Víkingar höfðu haft yfir í
hálflcik, 2:1.
Strax á 4. mínútu tókst Víking-
um að skora. Heimir Karlsson tók
þá hornspymu, einum varnar-
manna Blikanna mistókst að skalla
frá og boltinn barst til Aðalsteins
Aðalsteinssonar sem skoraði af
stuttu færi. Víkingar voru heldur
betra liðið í fyrri hálfleiknum og
fengu á næstu mínútum tvisvar
mjög góð marktækifæri, í fyrra
skiptið skallaði Heimir rétt fram-
hjá, og það síðara var skot Ám-
unda Sigmundssonar frá vítateig
sem Friðrik Blikamarkvörður
varði. Á 30. mínútu jöfnuðu Kópa-
vogsmenn, boltinn barst þá frá
hægri kanti til Jóns Oddssonar sem
gaf sér góðan tíma og skaut síðan
hnitmiðuðu skoti frá vítateig neðst
í markahomið vinstra megin.
Tveimur mínútum síðar fengu Vík-
ingar gullið færi eftir ævintýralegt
úthlaup Friðriks í markinu en Á-
munda brást bogalistin, skaut yfir.
Á 42. mínútu náðu Víkingar síðan
forystunni á ný, þeir fengu þá
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Heimir tók spymuna og „þmmaði"
boltanum neðst í stöngina vinstra
megin og þaðan þeyttist boltinn í
marknetið í hinum enda marksins.
Stórkostlegt mark!
Er 15 mínútur Vom liðnar af
seinni hálfleik jafnaði Breiðablik.
Þorsteinn Hilmarsson tók þá
hornspyrnu og sendi boltann inn í
markteig þar sem tveir samherjar
hans vom með öllu óvaldaðir, Óm-
ari Rafnssyni mistókst að skalla
boltann sem barst til Lofts Ólafs-
sonar sem skoraði af stuttu færi.
Breiðablik átti síðan öllu meira í
leiknum og vom tvisvar á sömu
mínútunni nálægt því að skora en
mark þeirra Jóns Einarssonar og
Jóhanns Grétarssonar fóm rétt
framhjá. Friðrik markvörður sýndi
síðan stórkostlega markvörslu er
hann varði skot Heimis efst í mark-
hominu.
„Framherjadúettinn“ þeir Á-
mundi og Heimir voru bestir Vík-
inga, þá gerði Ómar Torfason oft
góða hluti á miðjunni. Víkingar
hafa nú gert fjögur jafntefli það
sem af er mótsins en liðið hefur
leikið sex leiki.
Friðrik Friðriksson bjargaði oft
stórvel og er reyndar hægt að segja
að hann hafi haldið liði sínu á floti.
Þá vom þeir Jóhann Grétarsson
og varamaðurinn Jón Einarsson
frískir. Vörn liðsins var hinsvegar
áberandi slök.
Ragnar Örn Pétursson dæmdi
vel.
- Frosti
Staðan
f 1. deild ettlr leiklna I gærkvöldi er
þann ig:
ÍBK..........6 4 2 0 7:3 14
(A...........6 4 1 1 10:3 13
Þróttur......6 2 3 1 7:4 9
KA...........6 2 2 2 9:9- a
Vfklngur......6 14 1 9:9 7
Fram.........6 2 1 3 7:8 7
Breiöabllk...6 13 2 4:5 6
KR...........6 1 3 2 7:11 6
Þór A........6 2 0 4 7:11 6
Valur........6 0 3 3 2:5 3
Fyrsti sig-
ur ÍBV
Markið sem Sigurjón Kristinsson
skoraði á 67. mínútu færði
Vestmannaeyjum öll þrjú stigin úr leik
þeirra í Njarðvík í 2. deildinni í knatt-
spymu í gærkvöldi. Fyrsti sigurlcikur
ÍBV í deildinni.
Fram að því var leikurinn jafn og án
teljandi marktækifæra, með tveimur
undantekningum þó, en það var skalli
Guðmundar Sighvatssonar þar sem
knötturinn smaug rétt framhjá mark-
horni Eyjamanna í byrjun leiks. Og
þegar Haukur Jóhannsson átti langskot
í þverslá hrökk knötturinn þaðan á tær
Jóns Halldórssonar sem áttaði sig ekki
á þessari óvæntu sendingu og Eyjamað-
ur gat komið boltanum frá marki.
Markið kom þannig að hörð barátta
var um knöttinn við endamörk hjá
Njarðvikingum, hann barst út til Sigur-
jóns sem skaut viðstöðulaust í netið.
Eftir það réðu Eyjamenn öllu á vellin-
um en leikur Njarðvíkinga datt alveg
i niður.
Ólafur Björnsson og Guðmundur
' Sighvatsson voru bestir Njarðvíkinga
en Sigurjón var langhættulegastur
Eyjamanna.
-ÞBM/Suðurnesjum.
Sannfær-
andi sig-
ur Belga
Belgar unnu góðan sigur á Júg-
óslövum, 2:0, í úrslitum Evrópu-
keppni landsliða í Frakklandi í
gærkvöldi. Leikurinn fór fram í
Lens og var sá fyrsti sem Belgar
léku eftir mútumálið mikla þegar
fimm landsliðsmenn voru settir í
leikbann. Samt voru þeir mun betri
aðilinn í leiknum og sigur þeirra
var í meira lagi sanngjarn.
Erwin Vandenbergh skoraði
fyrra markið eftir 28 mínútna leik,
fékk langa sendingu frá De Greef
og þrumaði í varnarmann Júgó-
slava og í netið. Á lokamínútu fyrri
hálfleiks skoraði ungur nýliði, Ge-
orges Grun, síðara markið með
hörkuskalla eftir hornspyrnu.
Síðari hálfleik áttu Belgar allan og
aðeins frábær markvarsla Simovic
hins júgóslavneska kom í veg fyrir
að sigurinn yrði stærri.
Belgar leika í riðli með Frökkum
og Dönum ogberjast greinilega við
Frakka um efsta sætið. í hinum
riðlinum verða tveir leikir á morg-
un - Vestur-Þjóðverjar mæta Port-
úgölum og Rúmenía leikur við
Spán.
- VS
... KA
kann að g
skora!
Stelngrímur.
Njáll.
KA-menn skoruðu fallegustu mörkin í 4. og 5. umferð 1. deildarkeppn-
innar í knattspyrnu, að mati dómaranna sem útnefna ætíð besta markið í
hverri umferð. Steingrímur Birgisson skoraði fallegasta mark 4. umferðar
er hann skallaði í netið hjá Val á Valsvellinum og félagi hans, Njáll
Eiðsson, hirti verðlaunin í 5. umferð. Hann skoraði með miklum þrumu-
fleyg, þversláin inn, úti við samskeytin, er KA vann KR 2-0 sl. föstudags-
kvöld og það verður leikmönnum 1. deildar erfitt að gera betra mark í
sumar. Eins og kunnugt er, verður mark ársins valið úr hópi þeirra 18
marka sem útnefnd verða yfir sumarið. _VS
Landsliðshópur fyrir Noregsleikinn valinn:
Kristján í landsliðið
íslenska landsliðið í knatt-
spymu sem leikur gegn Norð-
mönnum á Laugardalsvellinum
næsta miðvikudag var tilkynnt í
gærkvöldi. Það er skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Markverðir:
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK
Bjarni Sigurftsson, ÍA
Aðrir leikmenn:
Þorgrímur Þráinsson, Val
Trausti Haraldsson, Fram
Kristján Jónsson, Þrótti
Sigurftur Halldórsson, ÍA
Olafur Björnsson, Breiftabl.
Erlingur Kristjánss. KA
Janus Guftlaugsson, F. Köln
Karl Þórftarson, ÍA
Guftmundur Þorbjörnsson, Val
Pétur Ormslev, Fram
Ómar Torfason, Víkingi
Páll Ólafsson, Þrótti
Sigurður Grétarsson, TB Berlín
Ragnar Margeirsson, ÍBK
Kristján Jónsson, bakvörður-
inn efnilegi úr Þrótti, er eini ný-
liðinn í hópnum. Þorgrímur og
Páll hafa leikið einn leik hvor og
Erlingur tvo. Þá em gamalkunnir
landsliðsmenn á borð við Trausta
og Guðmund komnir í hópinn
eftir nokkurt hlé.
- Frosti/VS