Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið, Vestfjörðum Sumarferð Sumarferöin verður 30. júní og 1. júlí. Farið verður í Inn-Djúpið og gist við Dalbae á Snæfjallaströnd. Kvöldvökustjóri verður Finnbogi Her- mannsson. Verð kr. 900 fyrir fullorðna, hálft gjald fyriryngri en 12 ára og frítt fyrir yngri en 5 ára. Þátttaka tilkynnist til umboðsmanna sem veita nánari upplýsingar: Hólmavík: Rut Bjarnadóttir sími 3123, Bæjarhreppur: Björgvin Skúlason, Ljótunnarstöðum, A-Barð: Gísella Halldórsdóttir, Hríshóli, sími 4745, Barðaströnd: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 2027, Patreksfjörður: Gróa Bjarnadóttir, sími 1484, Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586, Bíldudalur: Halldór Jónsson, sími 2212, Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117, Flateyri: Jón Guðjónsson, sími 7764, Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167, ísafjörður: Elín Magnfreðsdóttir sími 3938, Hallgrímur Axelsson, sími 3816 og Þuríður Pétursdóttir sími 4082, Bolungarvík: Gunnar Sigurðsson, sími 7389, Súðavjk: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957, Djúp: Ástþór Ágústsson, Múla, Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, sími 81333. Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar mánudaginn 18. júní kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningur fyrir síðasta bæjarstjórnarfund fyrir sumarleyfi. Nefndarmenn hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum félögum. Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra: Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6.-8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, örlygi H. Jónssyni, Húsavfk, s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri, s. 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögun hátíðarinnar verða birtar síðar. Stjóm Kjördæmisráðs. Stefnuumræðan Til allra Alþýðubandalagsfélaga: Munið spurningalistann. Svarið og sendið til flokksmiðstöðvarinnar Hverfisgötu 105 sem fyrst. - í síðasta lagi 15. júní. - Nefndin Vinningsnúmer í Vorhappdrætti ABR Vinningar nr. 1-3 sem voru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 20 þús. hver, komu á miða nr. 64, 2610 og 5090. Vinningar nr. 4-6 sem eru ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum/Landsýn að verðmæti kr. 15 þús. hver, komu á miða nr. 33,163 og 3436. Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Kopavogi: Jónsmessuhátíð Sumarferð ABK í Veiðivötn verður farin 23.-24. júní. Gist verður í skála Ferðafélags íslands og í tjöldum. Gjald 500-800 krónur. Upplýsingar gefa Friðgeir sími 45306, Sigurður Hjartar sími 43294 og Sigurður Flosa sími 40163. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akureyri Aðalfundur í kvöld Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar: Páll Hlöðversson. 2. Reikningar félagsins: Aðalheiður Steingrímsdóttir. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Útgáfumál: Eriingur Sigurðarson. 7. Önnur mál. Stjórnin. Almennir fundir á Austurlandi Alþingismennimir Helgi Selj- an og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundum sem hér segir: Hroliaugsstöðum, Suður- sveit, miðvikudaginn 13. júní kl. 21. Höfn í Hornafirði fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Djúpavogi föstudaginn 15. júní kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. - Alþýðubandalagið Starfsfóik hinnar nýju ferðaskrifstofu, Evrópuferða. Ljósm. Loftur. Ný ferðaskrifstofa Evrópuferðir Evrópuferðir, ný ferðaskrifstofa tók til starfa í Reykjavík nýlega. Aðalmarkmið Evrópuferða er að skipuleggja ódýrar orlofsferðir til Portúgal. Hefur skrifstofan náð hagkvæmum samningum um hótel og flugferðir og getur því boðið hagstætt verð í Portúgalsferðum. Fyrsta hópferð Evrópuferða til Portúgal verður 28. ágúst. Verður það 17 daga ferð. Síðan verða viku- legar ferðir í september og októ- ber. Unnt verður að velja um mis- langar ferðir, 2ja og 3ja vikna ferð- ir en einnig 10 daga, 17 daga og 24 daga ferðir. Fyrir þá, sem ekki vilja bíða til 28. ágúst eftir Portúgals- ferðinni munu Evrópuferðir skipu- leggja sérstakar Portúgalsferðir í sumar. Þá verður einnig boðið upp á ferðir til Madeira. Farið verður um Amsterdam til Portúgal og geta farþegar fengið að dveljast nokkra daga í Amsterdam í bakaleiðinni, ef þeir óska þess. Evrópuferðir hafa samið við Arn- arflug um ferðimar til Amsterdam og við portúgalska flugfélagið TAP um ferðir milli Amsterdam og Por- túgal. Hafa náðst miög hagstæðir samningar við TAP. I undirbúningi eru einnig ferðir um London til Portúgal. Dvalist verður í Portúgal á öllum vinsælustu og bestu ferðamanna- stöðunum: I Cascais, í Estoril, í Algarve, í norðurhéruðum Por- túgal og á Madeira. Evrópuferðir bjóða fyrst og fremst upp á mjög góð hótel, fjögurra og þriggja störnu hótel á góðu verði, en einnig íbúðir og lúxushótel. - Þá verður farþegum gefinn kostur á skoðun- arferðum. Framkvæmdastjóri Evrópuferða er Björgvin Guðmundsson við- skiptafræðingur. Eigandi er Um- boðssala Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason. Skrifstofa Evrópuferða er að Klapparstíg 25-27, 3. hæð. Fréttatilkynning Islensku „UtlendingarnirÉ< Á sjötta þúsund manns hafa séð sýningu Listahátíðar á Kjarvals- stöðum, þar sem 10 íslenskir lista- menn, búsettir erlendis sýna verk sín. Þeir sem eiga verk á sýning- unni eru: Erró, sem sendi fimm stór olíumálverk frá París, Louisa Matthíasdóttir, sem kom frá New York með u.þ.b. 50 olíumálverk, Kristin og Jóhann Eyfells sem komu frá Florida með skúlptúra og málverk, Tryggvi Olafsson sem kom frá Kaupmannahöfn með málverk, Steinunn Bjarnadóttir sem kom með myndbönd frá New Mexico og fjórmenningarnir Hreinn Friðfinnsson (býr í Amster- dam) Þórður Ben Sveinsson (býr í Dússeldorf) Sigurður Guðmunds- son (býr í Amsterdam) og Kristján Guðmundsson (bjó lengi í Amster- dam, en er fluttur heim) ...þeir fjórir fylla vestursal Kjarvalsstaða með skúlptúrum og myndverkum af ýmsu tagi. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14-22. Ættarmót í Borgarnesi: Afkomend- Hrró ílnúiiri Fnðíixinsson johann Evfclis Kristín Fyí'ells Kristján Guðniundsson Louisji Matthíasdóttir * Stgxtröur Guótnundsson SicínunnUjarriadótúr 'IVvfígvi ÓlatMon Þóröur Kcu Svcmsson GESTIR LISTAIlA'I ÍÐAR 'M k KJARVAl.SSTÖÐUM urhjónanna frá Hróbjarga- stöðum Ættarmót afkomenda hjónanna frá Hróbjargastöðum Benjamíns Jónssonar og Katrínar Markús- dóttur, sem vera átti í félagsheimil- inu Lyngbrekku í Álftaneshreppi, verður vegna mjög mikillar þátt- töku haldið á hótelinu í Borgar- nesi. Samkoman mun hefjast stund- víslega kl. 15.00, laugardaginn 23. júní nk. Þeir sem ætla í fyrirhugaðar skoðunarferðir á sunnudag eru minntir á að vera vel búnir til fót- anna. Undirbúningsnefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.