Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 7
KVENNABARATTAN Systur fœras vinstri Bandarískar og íslenskar konur eiga það sameigin- legt að vera orðnar vinstri sinnaðri en karlar í ákveðnum málum. Hvað veldur? Forsetakosningarfarafram í Bandaríkjunum í haust. Fram hefur komið í fréttum, að þar í landi er nú mikið vöngum velt yfir því hvort Mondale, sem líklegur ertil að hljóta útnefn- ingu sem forsetaefni Demókr- ata, muni velja konu sem var- aforsetaefni. Mondale hefur nú þegar rætt við leiðtoga blökkumannaog konur, sem vænlegar eru til þessa hlu t- verks, en hefur engar yfirlýs- ingar gefið þegar þetta er rit- að. Víst er þó af fréttum frá Banda- ríkjunum að dæma, að þar í landi vinna mjög sterkar undiröldur að því að kona fáist í þetta embætti. Kvennahreyfingin er sterk í Bandaríkjunum og erfitt mun reynast að ganga framhjá henni. Það hefur líka komið fram í skoð- anakönnunum, að Reagan karl- inn nýtur minna fylgis meðal kvenna en meðal karla og munar þar almennt um 7 prósentustig- um. Og það er nokkuð sem eng- inn frambjóðandi getur litið framhjá. Lítiíl gaumur hefur verið gef- inn að kvennahreyfingunni í Bandaríkjunum í íslenskum fjöl- miðlum og því er forvitnilegt að skyggnast þar eilítið á bak við tjöldin. í breska vikuritinu New Statesman frá 15. júní er að finna forvitnilega grein frá einum frétt- aritara blaðsins í Bandaríkjun- um, og við skulum glugga í frá- sögn hennar. Kristilegur systrakœrleikur Fréttaritarinn, Barbara Ehrenreich, segist nýlega hafa verið viðstödd fund um 500 kvenna í fylkinu New Hamps- hire, og hafi sá fundur lokið upp fyrir sér bæði veikleika og styrk hinnar bandarísku kvennahreyf- ingar. Konurnar voru á ýmsum aldri og greinilega úr ýmsum þjóðfélagsstéttum ef marka mátti klæðaburðinn. Tilefni fundarins var kvöldverður sem haldinn er um öll Bandaríkin og fyrir honum standa kvennasamtök, er kallast Young Womens Christian Assoc- iation (eða Kristilegt félag ungra kvenna - K.F.U.K.). Barbara Ehrenreich segir, að þetta landsfélag hafi á síðari árum færst í það horf að verða mikið kven- réttindafélag. Meðal uppákoma kvöldsins voru ræðuhöld, söng- ur, sögur, faðmlög og almennur fögnuður. Og- síðast en ekki síst - harðar ádeilur á hendur Reag- anstjórninni. „Þetta var amerísk- ur femínismi upp á sitt besta,“ segir Barbara Ehrenreich. „Þetta er hreyfing sem hefur tekist að þróa mjög breiða andmenn- ingu“, þ.e. hugmyndir sem ganga þvert á hinar ríkjandi hugmyndir samfélagsins. Forystukonur á villigötum Eftir velheppnaðan kvöldverð ákváðu Barbara og einhverjar fleiri úr samkvæminu að kíkja inn á fund stuðningsmanna Monda- les, sem haldinn var í næsta ná- grenni. Aðalræðukonurnar þar voru þrjár þekktar forystukonur kvennahreyfingarinnar, þ.á m. Betty Friedan, sem árið 1963 gaf út bókina Kvennaþjóðsagan og átti með henni stóran hlut að máli í því að konur tóku sína stefnu til endurskoðunar. Ræður kvenn- anna voru stuttar, segir Barbara, en þeim tókst ekki að laða til sín þær 75 konur eða svo, sem höfðu stungið sér inn á barinn í hótelinu þar sem fundurinn var haldinn og ræddust þar við í systerni. „Þetta var amerískur forystufemínismi upp á sitt versta,“ segir Barbara. „Þarna voru mættar flokkshollar konur, sem voru ákveðnari í því en nokkru sinni fyrr að spila eftir þeim reglum, sem karlarnir hafa sett.“ Þversögnin mikla Barbara Ehrenreich heldur því fram, að bandarískur femínismi eigi nú við að stríða mikla þver- sögn. Annars vegar eru forystu- konur kvennahreyfingarinnar, t.d. frá NOW (National Organis- ation of Women), sem þjást af skammsýni og hugmyndaleysi. Sumar þeirra eru einfaldlega orðnar þreyttar eftir áratuga- langa baráttu og nefnir Barbara Betty Friedan sem dæmi. Á hinn bóginn hefur pólitískur styrkur kvenna í Bandaríkjunum sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú. Bandarískar konur öðluðust kosningarétt árið 1920 en þetta er í fyrsta sinn, sem þær eru viðurkenndar sem pólitískt afl; afl, sem Repúblikanir hafa beyg af, og afl, sem Demókratar sverma gætilega fyrir. Kynjabilið Hin pólitísku áhrif kvenna koma fram í því, sem skoðana- könnuðir eru farnir að nefna „kynjabilið“. Árið 1980 og í þing- kosningunum 1982 kom í ljós í skoðanakönnunum að fleiri kon- ur en karlar studdu Demókrata- flokkinn og munaði þar um 10 prósentustigum. Skoðanakann- anir hafa einnig leitt í ljós mjög merkilega breytingu á viðhorfum kvenna. Konur eru meiri friðar- sinnar en karlar, þær hafa meiri áhyggjur af umhverfismálum og eru sterkari stuðningsmenn ým- issa velferðarmála en karlar. Þessi breyting nær þó aðeins til ofannefndra mála; þannig kemur lítill sem enginn munur fram á viðhorfum kynjanna til breytinga á jafnréttislögunum né heldur til fóstureyðingalöggjafarinnar. Það má með fullum rétti halda því fram, að þessi breyting sé ekki aðeins einstæð fyrir Banda- Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.