Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 10
það duglega af stút að engar venjulegar skýringar duga. Ég drakk ekki af því ég væri svo nautheimskur. - Gættu að því drengur minn, að ég er orðinn 27 ára gamall þeg- ar ég verð drukkinn fyrsta sinni af yfirlögðu ráði. Maður drykki ekki frá sér vitið ef manni væri sjálfrátt. Hjá mér gerðist þetta á örskömmum tíma. Trúin, hún hjálpar manni. Ég þekki engan annan grundvöll annan en þann sem byggist á trú. Skyggjci ekki á meistara sinn - Jú, ljóðabókin mín var gefin út 1938 í Reykjavík. Kjarval teiknaði kápuna á þessa bók. Ég veit ekki hvað varð um dekóra- sjónina enorginalinn er týndur. Hann gaf mér líka einu sinni mál- verk, en ég seldi það af því ég var svo örþyrstur, ágætum manni, Lárusi Jóhannessyni. - Ég hitti Kjarval oft og við tókum okkur langa göngutúra. Hann var með svo absolút kenn- ingar og skoðanir, að það þýddi ekkert að rökræða við hann. Jón og Jónas í Hafnarstræti sumarið 1984. (Ljósmynd - eik). Maður vildi ekki skyggja á meistara sinn. Par voru líka sjentilmenn -Veistu það, að eiginlega lifði maður Hafnarstrætið á mörgum skeiðum. Það var aldrei eins. Ég flúði atvinnuleysið og óregluna í upphafi stríðs, 1939 og fór að sigla einsog sögur herma, en svo kom ég aftur í strætið - og aftur. - Margir litu við á Hafnarstræti án þess að vera rónar eða niður- sokknir í þann kúltúr. Stundum komu hefðarmenn í heimsókn, kaupmenn og þingskörungar. Benedikt Sveinsson var einn slík- ur. Hann var fullkominn sjentil- maður, en hann var náttúrlega öl- kær. Það sá þó aldrei á honum. - Einhverju sinni stóðum við niðurá bryggju og vorum að undirbúa ferð í ríkið, þrír saman, ég, Benedikt og einn til af því sauðahúsi sem enginn virðingar- maður vill við kannast. Það var gjóla þennan dag og enginn átti pening nema Benedikt Sveins- son. Hann tekur upp 100 kall úr veskinu sínu og það átti að gjöra sér glaðan dag með tveimur bokkum. Ekki er frekari blöðum um það að fletta, nema hund- raðkallinn fýkur í sjóinn. Án nokkurra vífillengja þýtur vinur okkar eftir seðlinum - og stingur sér í sjóinn. Ég get sagt þér það, að lengi vel sást ekki annað en 100 kallinn uppúr sjónum. Hon- um þótti gott að taka úr sér hroll- inn drengnum sem bjargaði seðl- inum. Við Benedikt höfðum ekk- ert á móti flotinu heldur. - Við Hafnarstrætið var fullt af göfugum veitingastöðum, þar sem allra stétta menn gátu hist og ráðið ráðum sínum, sopið úr flösku, farið með skáldskap og hvaðeina. Ég man ég sat inná Herðubreið, þarsem var slípað gólf tíglótt, ári skítsælt þegar krap var úti. Eðjutaunarnir lágu eftir gólfinu þennan dag, þegar Benedikt vindur sér inn í gættina, verður starsýnt á drullutaumana á gólfinu, en segir síðan: Hvárt es þetta Þjórsá eður Dóná? Síðan gekk hann inn. Ekki nóg að vera róni - Um tíma var Hafnarstrætið tákn um eymd og volæði. Það þótti þá ekki nóg að kalla menn róna heldur fylgdi sérstök áhersla Nokkur ártöl í œvi dánumanns 1912 Fæddur Jón Sigurðsson í Stykkishólmi. 1918-1922 Jón Sigurösson í Fagurey á sumrin með Jóni Skúlasyni móðurbróður sínum og ömmunni Málfriði Pétursdóttur. Málfríður lasfyrir Jón úrbiblíunni. Strákurinn las Kap- itólu í laumi. Jón Skúlason boðar Jóni litla sósíalisma úr Marx, Engels og heilagri rit- ningu. 1928 Suður í læri til séra Guðmundar Einars- sonar á Mosfelli. Sjómennska og hey- skapur á sumrin. 1932 Óregluiegur nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Frábær málamaður en fóll á stærðfræði (mínus 21). 1932 Gekk falleraður af gagnfræðaprófi í Hjálp- ræöisherinn. 1939 Kallaður til Osló vegna gáleysis í ástarmál- um. í lestinni á milli Oslóar og Björgvinjar í febrúarmánuði þetta ár kemur áfengisdem- oninn til skjalanna. Heldur heim til Hafnar- strætis. 1939 8. september. Kveöjuhóf með Steini Steinarri og fleirum í garðinum hjá Hress- ingarskálanum. Steinn í veislunni: „Þeir drepa þig áreiðanlega. Það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir. Og veistu af hverju? Einfaldlega af því að það hefur alltaf verið meiningin. Ég sé það núna. Þeir hafa lagt út í þetta stríð af því að þeir voru ákveðnir í aö drepa þig." Og lofaði að yrkja eftir Jón fal- legt kvæöi. 9. september fer Jón Sigurðs- son í siglingar á dönsku flutningaskipi. 1939 Jón og Ólafsvíkur Kalli (Karl Guðmundsson frá Ólafsvík) selja sparifötin sín í Maricaibó í Venusuela. flutt þaðan út með einkaritara sínum snemma í morgun - og mundu þessi séntil- menn nú vera til húsa í St. John County Jail (tugthúsinu )“. 1940 Jón Sigurðsson stjórnar uppreisn um borð í Jessy-Mærsk í aprílmánuði og kemur skipinu undan Hitler til Bretlands. 1940 September. Jón breska herinn. Sigurösson gengur 1941 17. janúar. Jón Sigurðsson kemur sem breskur hermaður heim til íslands. Steinn Steinarr les eftirmælin um Jón Kristófer kadett í hernum í útvarp. 1941 Hækkaður í tign gerður að sergent. Lækk- aður í tign, hækkaður í tign. o.s.frv. 1949-1958 Hafnarstræti yfirgefið. Siglingar erlendis allan tímann. Kom ekki heim í níu ár. 1958 Febrúar. Jón Sigurðsson kemur heim. „Það stóð enginn „Her á bryggjunni og söng“. En Bergur Pálsson stóð þar í öllu sínu veldi og hló þannig að mér fannst það bergmála í hverju fjalli á Islandi." 1959 Eigandi að bát með öðrum mönnum. Hand- færi við Langanes. Báturinn sekkur á leiðinni suður í Héðinsfirði. Jón bjargast við illan leik á sundi. 1940 1941 1934 Á skóla Hjálpræðishersins í London. Út- skrifaður lautenant með láði. 1937 Sendur á vegum Hjálpræðishersins til Nor- egs. Bunandi mælskur. Olli umferðartrufl- un í Stavangri. 1938 Blómið við veginn, Ijóðabók Jóns, kemur út. I ársbyrjun. Jón Sigurðsson og Karl Guð- mundsson strjúka af skipinu sínu. Munstra sig á fínasta hótelið í bænum St. John í New Brunswick. Karl er skráður sem greifi a ís- landi en Jón ritari hans. Þarsem Karl tók að syngja Kátir voru karlar í viðurvist virðu- legra hótelgesta komst upp um greifann og einkaritarann. í stærsta kvöldblaði borgar- innar segir frá því undirfyrirsögninni. „Greifi frá íslandi lendir í tugthúsinu“, að „Count Guðmundsson of lceland" hafi boðið blaðamönnum (sýnt það lítillæti) til að ræða við sig ástand og horfur á heimsmarkaðinum. „En þegar blaðamenn komu að finna greifann á Admiral Beatty Hotel rétt eftir hádegið í dag, þá var þeim sagt að af „vissum ástæðum" hefði hann í maí. Gifting. Jón reynir að losna undan herskyldu. 1942 í ágústmánuði. Jón Sigurðsson strýkur úr breska hernum. Ef hann næðist yrði hann skotinn. Skömmu síðar lýstur glataður hernum. Slaknar á spennunni. 1942-1949 Rekur hreingerningarfyrirtæki, vinnur á eyrinni, skreppur til sjós. En er allan tímann viðloðandi Hafnarstræti. 1961 Um sumarið. Jóni Kristófer hverfur vín- löngun fyrir framan tóbaksbúðina Bristol í Bankastræti. Demoninn gufaði upp - um tíma. 1962 Hirðskáldið Jónas Árnason ritar stríðs- minningar Jóns Sigurðssonar Syndin er lævis og lipur. Jón verðurforstjóri Víðiness. 1962-1984 Flytur í Hólminn. Gerist kaþólskur. Flytur suður. Stundar sjómennsku og önnur störf. Fellur stundum í glímunni við Bakkus. Vist- maður á Víðinesi. 1984 Ákveðið að endurútgefa stríðsminningarn- ar. Jón einnig að velta fyrir sér útgáfu Ijóða- bókar. (Aðalheimild: Syndin er Lævís og lipur) -úg I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.