Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 17

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 17
LEtÐARAOPNA Sigrún Helgadóttir umhverflsfr. Margir virðast haida að náttúruvernd sé það að kasta ekki karamellubréfum út um bílglugga og sé því eingöngu fyrir ferðamenn. En náttúran er annað og meira en vegabrúnir og landslag, nátt- úran er alls staðar, jafnvel inni í stórborg er himinn og regn, loft og vatn, við erum hluti af hinu náttúrulega umhverfi og alger- lega háð því að öllu leyti. En sú náttúra sem við þekkjum og ný- tum, Jörðin, hefur takmarkaða stærð og er sett saman úr tiltölu- lega fáum frumefnum. Þessi efni eru á stöðugum hringrásum í náttúrunni og við notum þau aft- ur og aftur. Efnisögn, sem einu sinni var í kjáika risaeðlu hefur síðan þvælst úr einu í annað, ver- ið í Iofti, plöntum, jarðvegi og dýrum, kannski er hún nú í kál- haus úti í garði og verður í heila þínum með haustinu. Náttúrunni, þessari takmörk- uðu stærð, er stundum líkt við höfuðstól. Við lifum á þessum höfuðstól, þ.e. við tökum af hon- um vexti, en við megum ekki ganga á höfuðstólinn, gerum við það, þá minnkar höfuðstóllinn og vextirnir og lífsskilyrði allra versna. En því miður, við göngum stöðugt á höfuðstólinn. Við tökum t.d. náttúruleg efni og breytum þeim á þann hátt að þau komast ekki aftur eða mjög seint inn í hringrásir náttúrunnar. Dæmi um slíkt eru t.d. ýmis kon- ar gerfiefni og við minnkum höfuðstólinn með mengun t.d. geislavirkum úrgangi. Vernd lífríkisins er mikilvæg- asti þáttur náttúruverndar. Mönnum gleymist allt of oft að öll húsdýr og ræktaðar plöntur eru komnar af villtum tegundum. Til að auka fjölbreytni og aðlög- unarhæfni ræktaðra afbrigða get- ur verið nauðsynlegt að æxla þær við villt afbrigði. Það er og mjög líklegt að á meðal villtra tegunda leynist dýr eða plöntur sem geti orðið mikilvæg fyrir okkur eða afkomendurna til fæðu- eða lyfja- framleiðslu, vegna lífrænna að- ferða við ræktun eða sem efnivið- ur við vísindarannsóknir. Hver hefði t.d. látið sér detta í hug að myglusveppur eins og Penicil- lium gæti bjargað svo mörgum mannslífum sem raun hefur orðið á, hver hefði trúað því fyrir hundrað árum að refir yrðu rækt- aðir á íslandi og minnumst geir- fuglsins, ef hann hefði fengið að lifa, hver veit nema hann hefði reynst heppilegur til ræktunar, úr því fæst nú aldrei skorið og þegar hann dó út töpuðust ákveðnir erfðaeiginleikar, genamengi líf- heimsins minnkaði. Ekki er nægjanlegt að friða einstaka lífverur til að hindra að þær deyi út. Búsvæði þeirra, það vistkerfi sem þær eru hluti af, verða að njóta verndar. Það er ein ástæða friðlýsingar náttúru- legra svæða. Umhverfisbreytingar af manna völdum hafa lengst af verið hægar og staðbundnar, en á þessari öld hafa þær verið gífurlega hraðar og miklar. Nú er svo komið að vart nokkur kimi af jarðarkring- lunni sýnir ósnortna náttúru, sýnir hvemig náttúran væri ef maðurinn væri ekki alltaf að breyta henni og beygja undir sitt vald. Friðun náttúrulegra svæða er andsvar við þessari þróun, hugsunin sú að forða einhverjum svæðum, helst þeim merkileg- ustu, frá hinni stórvirku manns- hönd. Maðurinn er skammsýnn og oft hefur það sýnt sig að breytingar á náttúrunni sem hann gerir í góðri trú hafa ekki reynst heppilegar sé til langs tíma litið. Náttúruvernd er að gæta þess að ekki sé gengið á þann höfuð- stól sem náttúran er, náttúru- vemd er að sjá til þess að tegund- ir deyi ekki út af mannavöldum, náttúruvernd er að virða náttúr- una, lifa með henni en ekki á móti. Við hljótum alltaf að tapa stríði við náttúruna, við emm hluti af henni, verðum að skilja hana og virða og vinna með henni til að komast af. Náttúruvemd er forsenda áframhaldandi lífs á jörðu, nátt- úmvernd er lífsnauðsyn fyrir alla. Árni Bjamason Ijósmyndari NT Náttúruvernd er fyrir okkur ÖU, bæði okkur sem nú iifum og afkomendur okkar. Ég get kinnroðalaust fuUyrt að flestir Rall-ökumenn eru náttúru- dýrkendur og friðsemdarmenn. Ásakanir þess efnis að við völdum stórfeUdum skemmdum á gróðri þessa lands, eiga ekki við nein rök að styðjast. RaU-keppnir fara nefnUega fram á vegum landsins, ekki utan þeirra. Þessi náttúmvemdar-umræða hófst í raun og veru ekki fyrr en franska rallið var haldið hér. ís- lendingar virðast vera hræddir um það að útlendingurinn komi hingað til þess að tæta upp landið og skilja það eftir sem eitt als- herjar moldarflag, en landinn ætti að horfa sér nær. Síðastliðið sumar ók ég sex sinnum yfir Kjöl og Fjallabak og mætti þá miklum bílafjölda og mikill hluti hans vom útlendingar. Nú, það var nánast regla að útlendingamir vom mun tillitsamari og þeir sýndu náttúm landsins mun meiri tillitsemi en íslensku ökumenn- imir. Það er vemlega sorglegt að sjá jeppaför upp um alla hóla og hæðir þessa lands sem býr yfir fal- legri og svipmikilli náttúm. Þessi skemmdarstarfsemi er ekki unn- in af rali-bílum, enda er það ekki möguleiki að nokkur rall-bíll komist yfir allar þessar torfærur og grjóturðir sem mddar eru. Nei, ég held að það sé verið að hengja bakara fyrir smið þegar verið er að kenna rall- ökumönnum um náttúmníð. Við keppum á vegum, ekki utan þeirra og við höfum ekki bfla fyrir vegleysumar. Göngum vel um landið okkar. V \ Tryggvi Jakobsson landfrœðingur, landvörður í Skaffafelli Það eru ótrúlega margar teg- undir lífvera sem orðið hafa út- rýmingu að bráð eða eru á mörk- um hennar vegna umsvifa manns- ins á jörðinni. Sumum dýrateg- undum hefur maðurinn valið sæmdarheitið vargur og gegn honum er farið með ofstopa og eyðingarhug. Nú virðist svo röðin komin að varginum versta, manninum sjálfum. Sagan grein- ir að vísu frá ýmsum tilraunum til fækkunar homo sapiens og sumum býsna árangursríkum, en einn allra tegunda hefur maður- inn nú náð því takmarki að geta á augabragði útrýmt sjálfum sér. Aður en tæknin hafði lagt mönnum í hendur ýmiss tól til að fordjarfa með móður jörð gerð- ust breytingar á náttúrulegu um- hverfi aftur á móti svo hraðfara að á örskotsstund væri hagt að gera jörðina að lífvana auðn. Náttúruvernd í nútímaskilningi kom fyrst til sögunnar þegar mannsævin ein dugði til að sjá og skynja afdrifaríkar breytingar á náttúrulegu umhverfi. Samtímis var farið að taka frá ákveðin landssvæði til að forða þeim frá spjöllum og til þess að fólk fengi áfram að njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Nú er oft greint á milli þrenns konar nátt- úruverndar, menningarlegrar, félagslegrar, og hagrænnar. Menningarleg náttúruvernd, sem vemdar náttúruna jafnt og dýra- tegundir og félagsleg náttúru- vemd sem miðar að því að menn fái notið umhverfisins sér til and- legrar og líkamlegrar heilsubótar em þegar til langs tfma er litið greinar af sama meiði og hagræn náttúruvemd, sem ef til vill er augljósast til hagsbóta fyrir menn. Niðurstaða mín er því sú að náttúmvemd sé fyrst og fremst fyrir mennina og afkom- endur þeirra vegna þess náttúru- lega umhverfis sem maðurinn er hluti af og er svo gjarn á að raska. Náttúruvernd er ekki jafn hrað- virk og eyðingarmátturinn sem maðurinn býr yfir, en ólíkt gerð- felldari aðferð til að ná aftur jafnvægi í samskiptum hans og náttúrunnar. Takist okkur sem nú lifum að skila jörðinni betri til afkomenda okkar er hún var þeg- ar við tókum við búsforráðum er tilgangnum ráð. Hvort það tekst er undir okkur sjálfum komið. Hjörleifur Guttormsson líffrœðingur Náttúrvernd er viðleitni til að bæta umhverfi mannsins við nátt- úruna og koma mannlegum at- höfnum í takt við umhverfið þannig að það bíði ekki hnekki. Jafnvægi í náttúrunnar ríki er æskilegt á mannlegan mæli- kvarða og viðleitni til að koma slíku jafnvægi á er því einnig okk- ur í hag. Þetta á við um sam- skiptin við lífríkið og af svipuðum toga er varðveisla jarðmyndana sem hluta af óbrotnu umhverfi. Náttúrvernd í víðum skilningi er þannig ótvírætt í þágu manns- ins í bráð og lengd en um leið er hún í þágu allrar lífkeðjunnar á jörðinni. Hagur mannkyns er þannig samofinn öðru lífi og vel- ferð okkar og niðja okkar undir því komin að vistkerfin haldi endurnýjunarmætti sínum. Tökum nokkur dæmi þessu til skýringar: 1. Fáar þjóðir byggja jafn mikið á lífrænum auðlindum og íslendingar, fiski- stofnum hafsins og gróðri í út- haga. Ofnýting á gróðri landsins um aldir hefur gerbreytt ásýnd ís- lands og breytt gróðurlendi í auðn á stórum svæðum. Á þessari öld höfum við einnig kynnst vaxt- armörkum fiskistofna og orðið vitni að hruni þeirra í kjölfar of- veiði. Endurheimt þessara gæða er viðfangsefni náttúruverndar og hún tekur aldir þegar gróður- inn á í hlut. 2. Mengun andrúmslofts af völdum iðnaðar kynnumst við best þegar loftstrauma leggur hingað frá meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum. Staðbundin iðnaðarmengun er víða hérlendis til tjóns og ama og nægir þar að minna á útblástur fiskimjöls- verksmiðja, áburðarverksmiðj- una til skamms tíma og álverið í Straumsvík - lagarmengun er líka víða úr hófi í þéttbýli svosem í grennd Reykjavíkur - það er náttúruvernd og heilbrigðismál að koma í veg fyrir skaðlega mengun af þessu tagi og það er unnt ef réttum aðferðum er beitt og því til kostað sem þarf. 3. Skipulag byggðar og mannvirkja er víða til vansa hér- lendis bæði í strjábýli og þéttbýli og umgengni mjög ábótavant. Þetta er þeim mun tilfinnanlegra sem gróður er hér yfirleitt lágvax- inn og felur ekki hönnunarmistök og sóðaskap eins og í suðrænum löndum. Hér þarf upplýsingu og almenningsálit til aðhalds og ger- breytt tök á skipulagsvinnu. 4. Friðun lands fyrir búfjárbeit umhverfis þéttbýli ætti að vera regla hérlendis og færist sem bet- ur fer í vöxt. Ég hef lýsandi dæmi um árangur slíkrar friðunar fyrir augum hér í Neskaupstað. Bæjar- landið var girt af fyrir 16 árum og gróðurbreyting í úthaga er ótrú- leg fyrir þá sem ekki þekkja vax- tarmátt hins innlenda gróðurs fái hann að njóta sín: Birkikjarr í uppvexti, margföld berjaspretta, lóngróður til augnayndis. Allt eru þetta nærtæk viðfangs- efni í þágu manns og lífs. Þar get- ur hver og einn lagt sitt af mörk- um í nánasta umhverfi og til stuðnings öflugu almenningsáliti. Jón Sigurðarson efnafrceöingur Nátturuvernd er að hluta sprottin af þeirri frumhvöt að búa afkomendum sínum sem best lífsskilyrði. Þannig ætti það, svo að dæmi sé tekið að vera keppi- kefli þeirra sem nú lifa að skila lífríki lands og sjávar til afkom- enda sinna í betra ástandi en þeir tóku við. Oft rekast á efnalegir hagsmunir og náttúruverndar- sjónarmið. Til dæmis má nefna ofbeit og efnamengun ýmiss kon- ar. Má segja að þá rekist á sókn mannsins eftir efnalegum gæðum fyrir sig og sína afkomendur og náttúruvemdarsjónarmið. Flest mannanna verk grípa inn í jafnvægi móður náttúru en mis- jafnt er hvað hver einstaklingur greinir náttúruspjöll. Finna má dæmi þess að náttúruverndarað- gerðir hafa haft neikvæð áhrif til dæmis raskaði andóf gegn sel- veiðum í Kanada á óbætanlegan hátt lífsmunstri og menningu ým- issa eskimóa samfélaga. Miklu fleiri eru þó dæmin um jákvæð áhrif af aðgerðum og áróðri nátt- úruverndarmanna. Mikið skortir á að viðhorf al- mennings og stjórnmálamanna til náttúruvemdar sé nægilega já- kvætt og að menn séu meðvitaðir um nauðsyn hennar. Sá hópur sem kallaður er náttúruvemdar- menn má ekki einangrast sem hópur sérvitra úrtölumanna sem leggja alla sína orku í baráttu fyrir einstökum, afmörkuðum verkefnum. Náttúmvemdar- menn þurfa að bera gæfu til að hafa uppi þann áróður sem vakið getur allan almenning til umhugs- unar og skilnings um hlutverk og skyldur mannsins gagnvart um- hverfi sínu. Sunnudagur 22. júlf 1984 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 17'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.