Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 16

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 16
LEÐARAOPNA Náttúruvernd var um langt skeið í margra augum það sama og grafa eftir sig ruslið þegar tjaldið var fellt eftir helgarútilegu fjölskyldunnar á Þingvöllum. Þetta viðhorf hefur smám sam- an verið að breytast. Barátta al- þjóðlegra samtaka á borð við Grænfirðunga og Vini Jarðarinn- ar (Friends of the Earth) opnaði augu alþýðu í mörgum löngum veraldar fyrir því að fjölmargar tegundir lífvera standa á barmi glötunar, og í áranna rás hafa raunar margar gengið fyrir ætt- ernisstapa, geirfuglinn frægast ís- lenskra dæma. Aróður náttúru- vemdarsamtaka á borð við þau ofannefndu hefur því opnað mörg augu fyrir nauðsyn þess að verja náttúruna gegn ágangi mannsins. Hvalastofnar og fjöl- margar tegundir sjaldgjæfra dýra myndu vafalaust vilja sæma þessi samtök Fálkaorðum fyrir fræki- lega frammistöðu, sem án efa hefur borgið mörgum þeirra á ell- eftu stund. En á þessu er líka önnur hlið. Óðum fjölgar í hópum þeirra sem telja að þau hervirki sem rimmu- gýgar forsjárlausrar en kapps- fullrar tækni hafa unnið á jarð- kringlunni séu slík að vistkerfi jarðar séu hreinlega komin að fótum fram, í hiifi sé ekki lengur tilvist einstakra sjaldgjæfra dýr- ategunda heldur lífheimsins alls og þarmeð sjálfrar hinnar upp- réttu hugsandi vem, mannsins sjálfs. Þessir hópar gagnrýna Græn- friðunga og álíka samtök fyrir að beina allri athygli almennings ásamt tiltækum fjársjóðum að baráttunni fyrir einstökum teg- undum í staðinn fyrir að slá kastl- jósinu að hinum raunverulegu og tröllauknu vandamálum. Þar eru nefnd til mál á borð við eyðingu regnskóganna í Suður Ameríku sem eru uppspretta mikils hluta af því súrefni sem gefur okkur lífsanda, einnig geislamengun lagar og láðs sem einfaldlega verður erfitt að ráð bót á innan fárra áratuga. Kjarninn í mál- flutningi þeirra er sá að það sé til lítils að vera að berj- ast fyrir tilvist einstakra dýrateg- unda á borð við indversk ljón eða íslenska hvali þegar við liggur að lífheimurinn allur sé á þröm helj- ar, og því spursmál um líf eða dauða að fá almenning þjóðanna til að berjast á þeim velli sem máli skiptir. Æ fleiri gera sér grein fyrir þessu og heilar stjórnmálahreyf- ingar, einsog Græningjarnir á meginlandi Evrópu, hafa tekið upp stríða baráttu geng mengun frá stóriðjuverum sem víða hafa lagt heil vatnasvæði í auðn auk annarra skemmda, gegn kjarn- orkuverum sem gætu valdið ómældum hörmungum ef illa tekst til - þar má minna á lítt þekkt kjarnorkuslys sem varð í Sovétríkjunum um 1958 og hversu nærri lá slysi á Tree Mile Island í Bandaríkjunum - gegn kjarnorkuvopnum sem hanga einsog sverð Damókleasar yfir höfðum mannskepnunnar, og síðast en ekki síst gegn rányrkju á auðlindum náttúrunnar. Náttúruvernd af þessu tagi á æ ríkari hljómgrunn meðal íslend- inga. Ásókn erlendra stóriðju- hölda í ódýra orku íslenskra fallvatna eykst og hvort sem við erum með eða móti framleiðslu- tækni af þeim toga þá er nauðsyn- legt að skjóta skildi fyrir landið og freista að koma í veg fyrir þá mengun og vistkerfisspjöll sem virðast munu sigla í kjölfarið. ís- lendingar eru flestir á móti kjarn- orku en gera sér þó enn ekki næga grein fyrir að gjöfult haf umhverfis landið verður hægt og sígandi æ mengaðra fyrir áhrif strauma sem bera geislavirkan úrgang norður fyrir landið. Með- al þjóðanna stöndum við einna fremst í verndun fiskstofnanna enda gullegg okkar og framtíð fólgin í þeim. Ifáum orðum sagt, íslendingar standa sig víða vel í náttúruvernd en betur má ef duga skal. Það er að sjálfsögðu rétt og skylt að huga að sem bestri umgengni við náttúruna, ítreka hreinlæti f sam- skiptum við móður jörð, hindra óhófleg jarðspjöll ökuþóra og kappakstursmanna, koma í veg fyrir rask náttúruminja og rán- yrkju fiskstofna - en við megum heldur ekki gleyma hinum stóru málum, sem koma við sjón- deildarhring. Gleymum því ekki að mengun annarra þjóða kann að brugga okkur fjörráð. Þessvegna verð- um við sem þjóð að láta til okkar taka á vettvangi þjóðanna, hafa forgöngu um aukna verndun jarðarinnar og styðja hvarvetna viðleitni til hennar. -ÖS LEIÐARI Náttúruvernd forsenda áframhaldandl lífs Fyrsta löggjöf um náttúruvernd sem sett var á íslandi öölaðist gildi áriö 1956, en nú er starfað eftir lögum um náttúruvernd nr. 47/1971. Þar segir: „Tilgangur þessara laga er aö stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftirföngum þróun íslenskrar náttúru eftireigin lögmálum, en verndun þess, sem þar er sér- stætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni.“ (1-gr.) Löngu áður en þessi lög öðluðust gildi var náttúruvernd viðurkennt hugtak í umræðum landsmanna um framfarir, - iðnvæðingu og orkunýtingu. Þegar fyrstu fallvötnin voru vir- kjuð var talað um baráttu skynsemi og tilfinn- inga, skynsemismennirnir vildu virkja auðlind- irnar til arðsemi fyrir þjóðina tendra Ijós í hverj- um kofa úr orku fallvatnanna en þeir sem til- finningasamari töldust, sáu ekkert Ijós fegurra en bjarmann í úðanum af íslenskum fossi, þar sem hann steyptist með allri sinni orku fram af berri klettasnös. Enn í dag heyrir maðurtalað um tilfinninga- semi náttúruverndarmanna, en æ fleiri hafa þó vaknað upp við vondan draum. Stundum er mest skynsemi í tilfinningunum, - og nú segir j skynsemin hingað og ekki lengra. Höfuðstóll okkar er á þrotum, auðlindir tæmast og arður- i inn er næsta lítill ef dæma má ástandið í henni veröld, - hungur og ánauð meiri hluta mannkyns. í nafni framþróunar, arðsemi og skynsemi göngum við æ harðar að sameign okkar allra, móður jörð. Og mengunin er ekki aðeins sýnileg í formi landspjalla, loftmengunar, og útdauðra dýrat- egunda. Mengunin er líka ósýnileg, mengun hugarfarsins, sem ekkert sér nema arð og auð: Allt skal þannig metið og þau auðæfi sem mölur og ryð fá ekki grandað, andleg verð- mæti jafnt sem fegurð fjallanna og kyrrð öræ- fanna, eru lítils metin á þeim vogarskálum. Ofan á allt þetta bætist nýjasta tómstunda- iðjan, framleiðsla gereyðingarvopna. Þar er ekki að sjá efnahagskreppu eða örbirgð, þar skortir hvorki fé ne fyrirhyggju. Nú skal loks takast að finna upp örugga aðferð gegn mannkyninu og hvorki sjáanleg skynsemi né tilfinningar í þeim fyrirætlunum. Og fyrir hvern skyldi þá náttúruvernd eiginlega vera? Er hún þá kannski eftir allt fyrir náttúruna sjálfa - vern- dun móður náttúru gegn varginum mesta - manninum sjálfum? 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.