Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 18

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 18
Þar ganga konurnar með blœju fyrir öllu andlitinu Sveinbjörn Björnsson, prófessor, segir frö mannlífinu í Norður- Jemen Þaö eru ekki margir íslending- ar semvita þaö, aðtilerland sem heitirNorður-Jemen. Enn færri hafa komið þangað. Sveinbjörn Björnsson, pró- fessor íjarðeðlisfræði dvaldist í þessu framandi landií nokkra daga fyrr skömmu. Okkur langaði að vorvitnast dálítið um N-Jemen, og báð- um við hann að segja frá ýms- um staðreyndum um landið svo og hvernig það kom hon- umfyrirsjónir. „Það gekk nú ekki áfallalaust að komast inn í landið. Ég hafði enga vísun til að fá að fara inn, því ég var staddur í Kenya og þar var engin ræðismanns skrifstofa til að fá upp á skrifað. Ég ákvað þó að reyna en þegar að landamærun- um kom var ég látinn á bekk eins og hver annar sakamaður. Ég fékk þó að fara inn en átti eftir að lenda í vandræðum seinna á þjóð- veginum er mikið um hermenn og þeir stoppa bflana í tíma og ótíma. Þeir urðu tortryggilegir þegar þeir sáu vegabréfið því ég hafði ekki almennilega vísun. Maður veit aldrei upp á hverju svona hermenn taka, svo ég ráð- legg öllum að hafa þessi mál á hreinu ef þeir ætla til N-Jemen.“ „Landið er helmingi stærra en ísland, eða 200.000 ferkflómetr- ar. íbúarnir eru um átta miljónir og átta hundruð þúsund. Tungu- málið er arabíska en enska er við- skiptamálið. 85% búa í sveitum og um 10% í borgum.“ Jemenbúar eru Múhameðstrú- ar og mjög strangir í trúnni. Þeir fasta t.d. stíft í Ramanda föst- unni. Dagurinn er klofinn með bænahaldi, ég held að það sé gert fimm sinnum á dag. Konurnar eru með blæjur, ekki bara yfir neðri hluta andlitsins heldur yfir allt andlit. Á húsunum eru sér- stakir gluggar fyrir konurnar. Lítil göt svo þær geti séð út en enginn séð inn. Ég geri ráð fyrir að þær gangi þá blæjulausar heima. Hver maður á að meðal- tali þrjár konur. Ein skýring gæti verið á því, þó að ég viti það ekki nákvæmlega. Hún er sú að þetta er landbúnaðarland, karlarnir vinni ekki, það verk er kvenn- anna og það henti ríkinu að hafa eitt letidýr á móti þremur dug- legum. Þetta er bara ágiskun. í Jemen er mikið ólæsi, aðeins 17.4% 10 ára og eldri, þar af eru 35% karla læsir en aðeins 2.7% kvenna. Þær eru teknar úr skól- unum tíu til tólf ára og settar á þær blæjur. Fótœkt land „N-Jemenar voru áður voldugt ríki, blómatíminn frá þriðju öld fyrir kr. til sex hundruð. Þeir lentu þá í nýlendukúgun og landið lokaðist. Einangrunin var ekki brotin fyrr en með byltingu 1962. í dag er landið tiltölulega lokað en þeir hafa reynt að opna það. Það er herforingjastjórn og kosinn forseti en hann er jafn- framt yfirmaður í hernum. Hann var kosinn 1978 og aftur 1983.“ „N-Jemen er eitt fátækasta land heims. Þeir eru með mjög óhagstæðan viðskiptajöfnuð, ég held að muni faktor tíu. Þeir hafa þó duldar tekjur sem hvergi koma fram á opinberum skýrsl- um. Þeir rækta plöntu sem þeir kalla „Gat“ sem er eiturplanta, örvandi og róandi held ég. Þeir tyggja þetta allan daginn. Ná- grannalöndin kaupa mikið af „Gat“ og fyrir það fá þeir drj úgan skilding. „Gat“ kemur í staðinn fyrir áfengi, sem er bannað sam- kvæmt trúnni. Ég sá ekki marga reykjandi, ætli þeir hafi nokkuð efni á því.“ „Þrátt fyrir að Jemenar eru fá- tækir er alveg ótrúlegt hvað þeir hafa gert. Þeir eru komnir með sjúkrasamlag, ágæta spítala og eru að bæta háskólana. Vatns- veita er komin víða svo og raf- magn. Landið er nánast allt mal- bikað og það er meira en við get- um státað okkur af. Næsta fimm ára áætlunin er á sviði orkumála og það má segja að þeir séu á mörgum sviðum staddir eins og við vorum rétt eftir stríð. Þeir fengu útvarp 1956 og sjónvarp 1976 en fyrsta bílinn sáu þeir ekki fyrr en rétt fyrir 1960.“ Drottningin af Saba „Mér fannst landið ákaflega fallegt. Upp af Rauða hafinu er strönd og þar er geysilega heitt og rakt, allt upp í 40 gráður á celsíus. Þar af taka við hlíðar, tvö til fimmtán hundruð metra háar. Þar rignir mikið og er gróðursælt. Svo tekur hásléttan við, allt upp í þrjú þúsund metra hæð. Á há- sléttunni er mikið svalara og á veturna getur hitinn farið niður í frostmark, en við ströndina breytist hann ekkert.“ „N-Jemen er suð-vestur á Ara- bíu skaganum. Landið liggur til norðurs til Saudi Arabíu, suð- og suð-austur er S-Jemen, Rauða hafið í vestur og Arabíu eyði- mörkin í austur. í eyðimörkinni hafa fundist rústir borgar og sögur segja að það sé borg drottn- ingarinnar af Saba sem þekkt er úr sögum 1001 nætur. Rústir í eyðimörkinni benda til að veðr- áttan hafi verið önnur hér áður fyrr, því nú gæti enginn lifað þar.“ „Það er enginn túrismi í N- Jemen, t.d. voru engir betlarar. Búðirnar eru gluggar þ.e. í hús- unum er röð af gluggum og hver verslunarmaður hefur einn glugga. Hann situr mitt í dótinu sem á að selja í sinni holu, svona hefur þetta verið s.l. 2000 ár. Verslunarmátinn er prútt eins og tíðkast í arabalöndunum og kem- ur túrismanum ekkert við, þetta er þeirra venja. Jemenar voru ekkert á móti því að við tækjum myndir, sumir eltu okkur langa leið og vildu að það væri tekin af þeim mynd. Þeir héldu að við værum frá sjónvarpinu. f landinu er mjög lítið um glæpi því að í Múhameðstrú eru mjög strangar refsingar og íbúarnir eru að ég held mjög heiðarlegt fólk.“ Vantar lœst fólk „N-Jemanar ganga í serkjum og með vefjahatta en þeir hafa bætt við evrópskum jökkum utan yfir. Ég býst við að þeir vilji halda búningi sínum að einhverju leyti þó að evrópsk menning hafi sett nokkurn svip á hann. Eg held að það séu álíka margir Jemenar er- lendis, búsettir og í námi, og búa í landinu sjálfu. Þar smitast þeir af erlendri menningu en um leið og þeir koma í flugvélarnar þá fara þeir í serkinn og setja upp vefja- höttinn, og falla inn í gamla samfélagið aftur.“ „Það sem landið vantar er læst fólk og fólk sem kann á vélar. Vandamálið er það að sveitafólk- ið vill ekki flytja til borganna og vinna við þjónustustörf. Þeir leysa það með því að fá egypta og saudi-araba inn í landið og vinna þessi verk. Það tekur kynslóðir að breyta þessu hugarfari.“ „Það var virkilega gaman að koma til þessa lands, þetta er al- veg nýr heimur sem maður kynn- ist. N-Jemen virðist nú ekki vera í miklu áliti hjá nágrannaþjóðun- um, því að þegar við sögðum hvert við værum að fara þá glotti fólk. Skýringin gæti verið sú að landið er mjög fátækt svo og hversu fastir siðir eru þar. Ég verð þó að segja að nú ber ég miklu meiri virðingu fyrir ara- bískri menningu en áður, þó að meðferðin á konunum sé nú ekki til fyrirmyndar. HS Hefðbundinn klœðnaður karla Sérstakir gluggar fyrlr konur og karla, litlu götin eru fyrir konurnar. Hefðbundlnn dans hjá körlum, og allir tyggja þeir „gat“ 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.