Þjóðviljinn - 22.07.1984, Side 13
SUNNUDAGSPISnLL
Það er ekki nema satt og rétt:
fyrst var ég lestrarfolald og
síðan lestrarhestur. Bækur
hafa elt mig á röndum og ég
þær. Þetta hefur verið góð
sambúð, en ekki alltaf frið-
samleg sem beturfer.
Litli
svarti Sambó
Fyrsta bókin sem ég eignaðist
var Sagan af litla svarta Sambó.
Ég hef alltaf munað það síðan
hvernig tígrisdýrin komu eitt af
öðru og ætluðu að éta hann, en
hann keypti sér líf með því að
gefa einu þeirra jakkann sinn,
öðru buxurnar, því þriðja skóna
og því fjórða regnhlífina sína. Og
þegar hann var nakinn orðinn og
allslaus, þá sá hann hvar tígris-
Góðan rithöfund, segir Elias
Canetti, virði ég mest fyrir það
sem hann þegir um fyrir stolts
síns sakir.
En svo eru margir sem halda að
bókin, ekki síst skáldsagan móti
lesandann eftir sínu höfði.
Þetta er hæpið.
Það er ekkert erfiðara en að
tala um áhrif af bókum. Þau eru
til og þau eru mikilvæg en það
verður fátt eitt sagt um hvað hef-
ur almennt gildi. Hvað voru Lár-
ubréf og Vefarinn mikli frá
Kasmír jafnöldrum þeirra bóka,
hvað voru þær mér, hvað eru þær
sextán ára lestrarfolaldi í dag?
Bókin hrifsar lesandann í tíma og
hann er allt annar maður en hann
var fyrir sjö árum eða sautján.
Ljóð hafa sinn tíma og pólitíska
skáldsagan hefur sinn tíma og
ævisagan og bréfin og neðan-
málsgreinarnar.
tg er
fletta
Lausgopalegar vangaveltur um bóklestur
dýrin voru komin í hár saman og
rifust um það, hvert þeirra væri
glæsilegast og best búið. Sú rim-
ma endaði með því að þau bráðn-
uðu og urðu að smjöri, sem Sam-
bó litli hirti og fór með heim til
mömmu sinnar og þau höfðu það
í pönnukökur. Og vitanlega var
Sambó þá búinn að endurheimta
fötin fínu sem tígrisdýrin höfðu af
honum.
Það var gott að lesa svona
sögur í fullkomnu sakleysi.
Löngu seinna sá ég einhversstað-
ar, að framsæknir bókaverðir
höfðu komist að því að Sagan af
litla svarta Sambó væri nýlendu-
stefnan og gott ef ekki fyrirlitning
á innfæddum holdi klædd. Mikið
var ég hissa. Alveg eins mætti
trúa því, að Sambó sé Afríka sem
verið er að ræna og rupla og tíg-
risdýrin séu nýlenduveldin, sem
munu fara í hár saman og drepa
hvert annað.
Svona eru leiðir bókanna
margvíslegar. Aftur á móti fór
það ekkert milli mála hvernig átti
að skilja Davíð Copperfield
nokkrum árum seinna. Þegar
hann missir móður sína þá grætur
lesandinn í opinskárri samstöðu
með jafnaldra sínum úti á Eng-
landi fyrir meira en hundrað
árum. Það kom semsagt fljótt á
daginn að bækur eru ekki sár-
saukalausar en samt er sú sam-
staða ljúf sem í þeim leynist.
Síðan hafa margir fiskar verið
dregnir upp úr sjónum og mörg-
um blaðsíðum hefur verið flett.
Og enn er því haldið áfram, þrátt
fyrir hjáguðadýrkun á myndum
og myndskermum.
Veruleikinn
Oftast er gert ráð fyrir því að
það sé gott og hollt og skemmti-
legt að lesa. Og ef mönnum sýnist
að allsherjarsamkomulagi sé náð
um eitthvað mál, þá er eins víst
að menn vilji rífa það niður aftur,
til að allt verði ekki fúlt og leiðin-
legt. Því er ekki algengt að menn
setjist niður og festi það á blað
hvað það er gott að lesa, Miklu
algengara að menn setji upp
gikkslegan svip og segi: bækur, ja
séð hefur maður annað eins.
Viskan er ekki í bókum. Hún er í
mannlífinu SJÁLFU. Kannski í
náttúrunni, einkum og sér í lagi í
blómum og skorkvikindum á vor-
in. Og svo framvegis.
En þeir sem mest skrifa í þessa
veru hafa lesið einhver býsn sjálf-
ir. Þeir eru að látast. Mannlífið
og bækurnar eru ekki keppinaut-
ar. Bækurnar lýsa allskonar
mannlífi fyrr og síðar, og þær lýsa
líka tímanum á milli atvikanna og
lesandans og höfundinum sem er
á milli veruleikans og lesandans
og lesandanum sjálfum.
Það var einu sinni tíska að
segja, að það sem væri ótrúlegt
væri eins og í skáldsögu. Nú hefur
dæmið snúist við og það er sam-
komulag um að veruleikinn sé
miklu hrikalegri en bækurnar um
hann. Kannski er skáldsagan
hjálpartæki til að koma á fram-
færi sannindum, sem menn þora
ekki að horfast í augu við alveg
strax.
Það er ekki gott að vita.
Lestur er svo margt.
Lestrarfólið
Lestur er hálfgerð leti fyrir
svefninn eða á ferðalagi. Lestur
er helgiathöfn sem lokar úti af-
ganginn af heiminum. Horfið þið
bara á niðursokkið lestrarfól!
Þarna hvessir hann brýrnar og er
viss um að það sem hann les hefur
gert hann um stund pínulítið gáf-
aðri en hann á að sér að vera. Nú
klórar hann sér á bak við eyrað og
er dálítið vandræðalegur því nú
skilur hann ekki það sem hann er
að lesa, en eiginlega finnst hon-
um samt að hann ætti að skilja.
Er hann ekki maður með
mönnum eða hvað? Nú glaðnar
yfir honum því hann hefur náð
endum saman og bundið þá sam-
an tryggilega. En það er hans
skilningur, við vitum ekki hvort
hann er réttari en okkar, enda
skiptir það ekki mestu. Og nú
hlær hann, helvítis beinið. Og
enginn annar veit afhverju. Þessi
gamanmál eru leyndarmál hans
og bókarinnar hans og munu
sjaldnast komast upp. Þetta er
svosem ekki neinn opinskár
fjöldahlátur í bíó, eða innspilað-
ur fyrirskipandi hlátur í sjón-
varpi: þú átt að hlæja greyið mitt,
eins og allir hinir.
Hann á gott lestrarfólið með
sína bók. Hver var annars að
segja að tungumálið væri fjand-
samlegt konum. Er ekki bókin
kvenkyns eins og fæðan og nátt-
úran og flaskan og konan sjálf?
Flest semsagt sem prýðir þenn-
an heim sem er svo fagur en samt.í
alvarlegum sjálfsmorðshugleið-
ingum.
Áhrifin
Skáldsagan stendur opin og
segðu: gjörðu svo vel að ganga í
bæinn. Kannski hittir þú per-
sónur sem eiga fátt annað en ring-
ulreiðina í þeim sjálfum eða höf-
undinum - eða lesandanum. Eða
svo merkilegar fléttur og undur-
samlegar athuganir að þegar þú
hjólar um borgina næst þá tekur
þú eftir því að hún hefur eitthvað
breyst. Eins víst meira að segja
að sólin hafi breyst líka síðan í
fyrra. Og allar grunsemdirnar
sem vakna, maður lifandi, allar
grunsemdirnar um það sem ekki
er sagt og kannski er engin
ástæða til að segja.
Áhrifin voru mest þegar við
vorum unglingar og áttum eftir
að kjósa okkur hlut. Svo fjölgar
þeim bókum jafnt og þétt sem
hafa blátt áfram engin áhrif til
eða frá, geta vitanlega verið
sæmilegar til síns brúks samt. En
ein eru þau áhrif sem eru alltaf til:
sú ögrun sem mikil verk eru
öllum þeim sem ekki samþykkja
að þau færi sig í kaf, því hvað má
ég vesæll maður? Ögrunin: vertu
með. Stattu í lappirnar. Glenntu
upp glyrnurnar. Vertu ekki eins
og djöfuls aumingi. Labbaðu að
minnsta kosti eins hátt upp á fjall-
ið og þú kemst.
Svo gerist það líka að lesand-
inn lagar bókina og höfundinn til
í hendi sér. Nú þarf ég á þessum
parti af þér að halda. Af því sóun-
in er svo mikil í bókaheimi og
mannheimi þá er flestum sama
um flestar bækur. En vei þeim
sem er sama um allar. Og þó það
sé kannski ekki það skynsamleg-
asta sem menn gera, þá eru þeir
alltaf að stela sumum höfundum
handa sjálfum sér. Það var áðan
minnst á Dickens gamla af sér-
stökum ástæðum. Menn eru al-
deilis búnir að reyna að stela hon-
um. Bæði þeir sem vilja hafa
hann með sér þegar þeir býsnast
yfir kúgun mannfólksins, og þeir
sem setja sitt traust á góða menn
og sterkefnaða sem birtast þegar
verst gengur og kippa öllu í lag.
Og svo eru þeir líka til, sem ekki
er hægt að stela þótt við fegin
vildum, þeir hafa búið um sig í
þeirri heiðríkju að það er ekki
hægt að komast aftan að þeim.
Bráðum er komið fram á kvöld
og heldur fúlt veður úti.Á hill-
unni við rúmið eru sjö bækur í
búnka, fullkomlega ósamstæðar
og sumar alveg út í hött. Ég er
byrjaður á þrem, því að hverri
stundu hæfir sín bók. Það er líka
hægur vandi að bæta við búnk-
ann. Það er himneskt að lifa. Það
gæti að minnsta kosti verið miklu
verra.
ÁB.
Héðan
Bók, sagði hann og hnussaði.
Ég þarf ekki bók. Ég á bók.
En sjá: heimurinn hefur marg-
ar miðjur, eina miðju fyrir
hverja veru sem sköpuð var.
Bækurnar, nei þærskiljum við
alltaf eftir í farangursnetinu.
Bókmenntir eru sjálfsagðir
hlutir, útsettir fyrir sinfóníu-
þljómsveit.
og þaðan
Komdu með stólinn nær hyl-
Idýpinu og ég skal segja þér
[sögu.
Maður á að halda áfram að
gera eitthvaö.
Rithöfundurinn hefur engan
rétttil að vera leiöinlegur. Les-
andinn ekki heldur.
Sunnudagur 22. júlf 1984
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13