Þjóðviljinn - 22.07.1984, Blaðsíða 5
FRJALSAR IÞROTTIR
Þetta var
algjört
píningarhlaup
Sunnudagur 22. júli 1984 þjÖÐVILJINN - SÍÐA 5
Hún er 16 ára gömul - fædd 18. nóvember 1967.
Hún er fædd og uppalin í Kópavogi en flutti til
Bolungarvíkur og átti þar heima í hálft fimmta ár
uns hún, 13 ára að aldri, sneri aftur á
æskuslóðirnar. Hún hóf nám við Verslunarskóla
íslands sl. vetur og starfar í sumar hjá Pósti og
síma.
Á Landsmóti UMFÍ um síðustu helgi sló hún í gegn
svo um munaði - sigraði í þremur greinum, 100 og
400 m hlaupum og Iangstökki og var að auki í
sigursveit UMSK í 4 x 100 m boðhlaupi. í Kalott-
keppninni á þriðjudagskvöldið náði hún sínum
besta árangri í 100 m hlaupi, 12,14 sekúndur, og
það virðist aðeins tímaspursmál hvenær hún fer
niður fyrir 12 sekúndur.
Fyrir þá sem enn hafa ekki áttað sig á hver hin
unga og efnilega íþróttakona er: þetta er
Svanhildur Kristjónsdóttir úr Breiðabliki í
Kópavogi.
Svanhildur, hvenær byrj-
aðir þú að stunda frjálsar
íþróttir?
„Það var á meðan ég átti
heima í Bolungarvík.
Reyndar var lítið um æfingar
en eftir að ég varð 10 ára var
ég oft send suður á mót,
keppti mest í 60 metra hlaupi
og gekk yfirleitt vel, varð oft-
ast í 3.-4 sæti. Á mótum fyrir
vestan tók ég þátt í fleiri grein-
um, svo sem langstökki, há-
stökki og meira að segja í kúl-
uvarpi! Þetta gekk yfirleitt
ágætlega. Þegar ég flutti í
Kópavoginn aftur, benti
leikfimikennari mér á æfingar
hjá frjálsíþróttadeild
Breiðabliks og þar hef ég æft
síðan;“
- A Landsmótinu sigraðir
þú glæsilega í langstökki. Ætl-
arðu að æfa það til jafns við
spretthlaupin?
„Nei, þetta hefur verið
aukagrein hjá mér og ég hef
ekkert æft það að ráði. Lang-
stökkið mun mæta afgangi hjá
mér - það fer illa með fæturn-
ar, ég er núna t.d. að byrja að
fá bólgur í annan fótinn útaf
stökkunum."
- Hefurðu æft einhverjar
aðrar íþróttir en frjálsar?
„Ég var talsvert í sundi fyrir
vestan en að öðru leyti hef ég
látið frjálsíþróttirnar að
mestu duga.“
- Fer ekki mikill tími hjá
þér í æfíngar?
„Það fer allur tími í æfingar!
Ég vinn yfirleitt frá 8-13 og fer
þá heim og borða og hvíli mig
og fer síðan á æfingar seinni-
partinn, kl. 16-17 og fram á
kvöld. Stundum vinn ég frá
eitt á daginn til níu á kvöldin
og þá æfi ég á morgnana. Það
er ekki eins gaman, maður er
þá yfirleitt einn niðri á velli.
Síðan er einn og einn frídagur
inná milli. Þessa dagana æfi ég
ekki neitt, heldur keppi bara.
„Ég fékk lélegt start í
úrslitahlaupinu-en
þetta hafðist og það var
eins gott, ég var búin að
segjast ætla að vinna.“
Það er í nógu að snúast,
Landsmótið, Kalott-keppnin
og svo Meistaramótið 15-18
ára á Akureyri nú um helgina.
Dagana á milli reyni ég að
hvíla mig sem mest.“
- Æfírðu allt árið eða tek-
urðu eitthvað hlé?
„Það er hvfld í september
en síðan byrja æfingar inni í
október. Síðasta vetur æfði ég
reyndar lítið fyrir áramót,
skólinn var það strembinn,
annars er æft innanhúss frá
október fram í maí, þrekæf-
ingar, og að auki langhlaup og
brekkusprettir úti.“
- Hvernig er æfingaaðstað-
an í Kópavogi?
„Kópavogsvöllurinn stend-
ur vel fyrir sínu og nú erum við
að berjast fyrir því að fá 60
metra hlaupabraut undir nýja
íþróttahúsinu, Digranesi. Það
yrði ofsalegur munur og það
myndi létta miklu álagi af
Baldurshaganum í Laugardal
en þar fáum við inni einu sinni
til tvisvar í viku á veturna.
Þessi braut myndi gjörbreyta
öllu og væri risastórt spor í
rétta átt. í Baldurshaga er fé-
lögunum úthlutað æfingatím-
um eftir því hvernig æfinga-
sóknin hefur verið veturinn á
undan og síðast rétt sluppum
við inn vegna þess hve fáir
æfðu árið áður. Annars æfum
við innanhúss í íþróttahúsi
Kársnesskóla og nú líka í
Digranesi en þar er hægt að
taka spretti og því er skemmti-
legra að vera þar en í
Kársnesinu."
- Er vel að ykkar málum
staðið hjá Breiðabliki og
UMSK?
„Hópurinn sem æfir er á
svipuðum aldri og andinn er
góður. Stjórn frjálsíþrótta-
deildarinnar er góð, þetta er
engin snobbstjórn. Maður
veit mikið um það sem er að
gerast hjá félaginu og við get-