Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 4
Finna dreymir um
að komast til íslands
Kristín Mántylá er nafn sem
hljómar kunnuglega fyrir eyrum.
Þegar finnskar myndir eru í sjón-
varpinu er þýðandinn gjarnan téð
Kristín og stundum ber hana á
góma í sambandi við Alþýðu-
samband íslands. Eftirnafnið
vekur líka athygli. Kristín Mántylá
er reyndar skrifstofustjóri ASÍ og
þangað lögðum við leið okkar
einn fagran sumardag í vikunni til
að forvitnast um manneskjuna,
tengsl hennar við Finnland og
störf hennar í þágu Alþýðusam-
bandsins. Kristín er Ijós yfirlitum
með bjartan svip og tekur okkur
ákaflega elskulega. Að góðum
og gömlum sið forvitnumst við
fyrst um uppruna hennar.
- Ég er Vestlendingur í aliar
ættir, fædd í Bolungarvík og alin
upp á Sleggjulæk í Borgarfirði.
Faðir minn var Þórarinn Sveins-
son læknir og móðir mín er Hall-
dóra Gísladóttir. Þau voru trú-
lofuð, en svo fór að móðir mín
giftist föðurbróður rriínum og hjá
þeim er ég alin upp.
- Og þú hefur svo gengið lang-
skólaveginn?
- Nei, ekki get ég sagt það. Ég
var í Kvennaskólanum í Reykja-
vík, tók þaðan landspróf og fór
síðan í Menntaskólann og lauk
þaðan stúdentsprófi. Síðan fór ég
að vinna en var með annan fótinn
í háskólanum, eins og ég gat með
fullri vinnu. Ég var læknaritari í
Bæjarspítalanum, sem þá var í
Heilsuverndarstöðinni.
- En hvernig stóð á því að þú
fórst til Finnlands?
- Það var þannig að ég kynntist
manninum mínum, Jyrki Mánty-
lá veturinn 1959-60 en hann var
þá í íslenskunámi við háskólann.
Hann fór svo til Finnlands og ég
fylgdi á eftir. Það var haustið
1961, sem ég fór og var búsett þar
í 11 ár.
- Og hvernig var fyrir íslending
að setjast að í Finnlandi?
- Það var talsvert skrýtið. Ég
fór ekki til Helsinki, sem hefði
verið léttara, heldur settumst við
að í Tampere en þar er ekkert
mál talað nema fínnska. Ég varð
eingöngu að nota fingramál fyrst í
stað. Svo fluttumst við til Hels-
inki en þar fékk maðurinn minn
stöðu við leiklistardeild finnska
útvarpsins. Ég var í 2 vetur í finn-
skunámi fyrir útlendinga við há-
skólann og haustið 1962 fékk ég
vinnu hjá lífeyrissjóði þar í borg.
- Og varstu þá farin að geta
bjargað þér í finnsku?
- Eg var í reiknideild og kunni
orðið nóg í finnsku til að geta
komist í gegnum skjöl. Svo kom
málið smám saman með því að
heyra fólk tala það. Það er miklu
seinlegra að komast inn í finnsku
heldur en germönsku málin.
Maður þarf að kunna svo mikið í
málfræði til að geta bjargað sér.
Nauðsynlegt er að kunna beygja
orðin til þess að segja kannski
ekki eitthvað sem þýðir hið
gagnstæða við það sem maður
ætlar sér.
- Það eru þessi frægu 17 föll í
finnskunni?
- Já, en það er nú hægt að kom-
ast af með 13.
- Hvemig er með íslenska
námsmenn sem hafa verið í Finn-
landi. Hafa þeir yfirleitt náð
tökum á finnskunni?
- Þeir hafa allir lært á finnsku,
gátu Iesið hana, en töluðu hana
misjafnlega vel, lentu inn í
sænsku grúppunni og þurftu ekki
að tala finnsku að ráði. Þeir gátu
þá komist af með tækniorðaforð-
ann. Þetta er ekki jafn tamt öllum
en sumir lærðu málið ágætlega.
Sjálf ákvað ég að fara ekki
auðveldu leiðina, ákvað að
bregða aldrei fyrir mig sænsku
því ég vildi læra finnskuna og
kynnast fólkin með því að tala
þess eigið mál.
- Er ekki sænskan orðin hverf-
andi lítið töluð?
Um 8% þjóðarinnar eiga
sænsku að móðurmáli en sæn-
skumælandi Finnar er flestir á
maður líka ekki hvað maður er að
þýða.
- Ert þú sú eina sém þýðir úr
finnsku hér á landi?
- Nei, bæði Trausti Júlíusson
og Borgþór Kærnested hafa þýtt
fyrir sjónvarp og Borgþór hefur
líka tekið að sér að túlka en það
get ég ekki því að ég er í fastri
- Eru venjulegir Finnar með á
nótunum um ísland?
- Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða að þeir vita meira um ís-
land en íslendingar um Finnland.
Mér finnst fólk hérna vita voða-
lega lítið um sögu Finna og sjálf
vissi ég lítið þegar ég fór þangað.
Ég hafði þó lesið mér eitt og ann-
Kristín: Ég er mjög ólík þeirri manneskju sem fór til Finnlands árið 1961. Ljósm.: eik.
vesturströndinni. Ég hef komið í
héröð þar sem fólk talaði sænsku
og skildi ekki finnsku. Einu sinni
lenti ég í því í Helsinki að hjálpa
gamalli konu yfir götu og inn í
búð. Hún var fædd í Finnlandi og
hafði alið allan sinn aldur þar.
Hún vissi ekki hvað gulrætur
voru á finnsku. Annars er nátt-
vinnu sem ég get ekki hlaupið frá.
- En Finnum er umhugað að
koma sínum bókmenntum á
framfæri?
- Já, og það er mjög mikið þýtt
af finnskum bókmenntum víða
um lönd. Annars finnst fólki dá-
lítið þungur stíll á finnskum bók-
menntum. Þeir búa að mörgu
að til og vissi t.d. úr landafræð-
inni að landið væri skógi vaxið.
Ég hafði aldrei tekið þetta alvar-
lega en þegar ég fór að kynnast
Finnlandi sá ég að það var í bók-
staflegum skilningi skógi vaxið.
Alls staðar er skógur og fyrsta
árið fann ég til dálítillar innilok-
unarkenndar en svo fór ég að
Kristín Mántylö skrifstofustjóri ASÍ
segir frá sjálfri sér, kynnum sfnum af Finnlandi,
finnskum bókmenntum og störfum sínum hjá ASÍ.
úrulega öllum kennd finnska í
skólum.
- Heldurðu góðu sambandi við
Finnland?
- Já, ég held miklu sambandi
við Finna, sérstaklega fólk sem
ég hef kynnst í gegnum þýðing-
armálin. Þeir eru voðalega góðir
með að halda sambandi við mig.
Finnska bókmenntafélagið gerði
mig að félaga óumbeðið og þeir
hafa boðið mér styrki. Ég fór síð-
ast í maí sl. til Finnlands til að
kynna mér hvað er efst á baugi
hjá þeim - þannig að þeir fylgja
hlutunum svolítið eftir. Bók-
menntafélagið er með upplýs-
ingaþjónustu handa þýðendum
sem þeir vita að eru að koma
finnskum bókmenntum á fram-
færi.
- Þú hefur mikið fengist við að
þýða?
- Já, en það gengur ekki vel,
þetta er svo illa borgað og gengur
því ekki nema sem algjört tóm-
stundagaman. Það eru bara þýð-
ingarnar hjá sjónvarpinu sem eru
þokkalega borgaðar en þá ræður
leyti við svipaða hefð í þeim efn-
um og Rússarnir. Það eru þessar
löngu og miklu sögur með ara-
grúa persóna þó að auðvitað séu
til alls konar bókmenntir. Rúss-
neskar bókmenntir höfða líka
mjög til Finna. Þeir eiga t.d.
Tsjekof-sérfræðinga sem eru
frægir fyrir uppfærslur sínar í
rússneskum stíl.
- Nú tala Eistar mál sem er
náskylt finnsku. Hefurðu reynt
að þýða úr eistnesku?
- Nei, ég gæti ekki þýtt úr
eistnesku og alls ekki talað málið
en ég skil alltaf um hvað þeir eru
að tala. Finnum finnst mál þeirra
á köflum dálítið spaugilegt eins
og okkur finnst færeyska. Þeir
nota finnsk orð en kannski í ann-
arri merkingu en Finnar. Eist-
lendingar horfa líka mikið á
finnska sjónvarpið og skilja alveg
nóg til að geta fylgst með. Fyrir
heimstyrjöldina var mikill sam-
gangur á milli þessara frænd-
þjóða en það hefur breyst. Ann-
ars er töluvert um finnska túrista
til Eistlands en minna í hina átt-
ina.
horfa dálítið öðru vísi á það og
landið er ákaflega fallegt víða,
bara öðru vísi en hér heima. Svo
fá Finnar víðáttubrjálæði þegar
þeir koma hingað. Það er helst í
Österbotten sem ekki er sam-
felldur skógur en þar er gamall
sjávarbotn sem breytt hefur verið
í akra.
- Hvað vita Finnar um ísland?
- Þeir hafa afskaplega mikinn
áhuga á íslandi og vilja vita mikið
um landið, finnst það mjög exó-
tískt og skrýtið. Þá dreymir um
að komast til íslands en svo unda-
rlegt sem það er þá er ódýrara að
fljúga til Kína heldur en að kom-
ast milli Finnlands og íslands.
- Heldurðu að Finnar hafi
meiri áhuga á íslandi en aðrar
Norðurlandaþjóðir?
- Já, ég hugsa það. Þó veit ég
það ekki fyrir víst af því að ég
þekki hinar þjóðirnar ekki jafn
mikið. En ég hugsa að Dani langi
t.d. ekki eins mikið að koma
hingað og Finna.
- Hefurðu þýtt margar bækur?
- Ég hef gert örvæntingarfullar
tilraunir til að þýða bækur en
gengið illa að fá þær útgefnar. Ég
þýddi fyrst stóra og mikla bók
eftir Eevu Joenpelto skv. beiðni
frá Almenna bókafélaginu. En
þegar til kom runnu þeir á rassinn
með að gefa hana út, bæði af því
að þeim þótti bókin svo stór og
viðamikil og svo fréttu þeir að
von væri á 2-3 bindum í viðbót,
sem ég hefði að vísu aldrei tekið í
mál að þýða líka. Ég kallaði bók-
ina á íslensku Gustað um gættir.
Höfundurinn er mjög þekktur og
þessi bók var útnefnd til verð-
launa hjá Norðurlandaráði. Það
hefur kannski líka dregið úr þeim
hjá AB að bókin fékk ekki verð-
launin. Annars hefur ein bók
eftir Eevu Joenpelto verið gefin
út á íslensku. Hún heitir Mærin
gengur á vatninu sem Njörður P.
Njarðvík þýddi úr sænsku.
- Þú sagðir áðan: þýddi fyrst.
Eitthvað hefurðu þá þýtt meira?
- Já, ég þýddi aðra finnska bók
sem lesin var upp í útvarpinu.
Hún er eftir finnskan jarðfræðing
sem ferðaðist um ísland á árun-
um 1928 og 29 og þetta er ferða-
bók hans, ákaflega skemmtileg.
Hann ferðaðist á hestum því að
þá náði þjóðvegurinn ekki lengra
en austur að Hlíðarenda en hann
hafði aldrei áður á hestbak kom-
ið. Örn og Örlygur er eitthvað að
athuga með útgáfu á bókinni en
hún veltur líklega töluvert á að
finnist original myndirnar úr bók-
inni. Það eru mjög skemmtilegar
ljósmyndir.
- Óg nú ertu skrifstofustjóri
hjá ASI. Hvernig stóð á því að þú
lentir í þeirri stöðu.
- Eftir að ég varð ekkja árið
1972 fór ég að vinna hjá
Heilbrigðiseftirlitinu og var þar
til 1976. Þá sagði ég upp og réði
mig svo hingað í almenn skrif-
stofustörf. Olafur Hannibalsson
hætti sem skrifstofustjóri árið
1977 og þá tók ég við hans starfi.
- í hverju er starfið fólgið?
- Það er mjög fjölbreytt og lif-
andi. Við erum svo fámenn hér á
skrifstofunni að við verðum að
grípa inn í hvert hjá öðru eftir því
sem hægt er. Þetta er aðallega
þjónusta við félögin: upplýsingar
og aðstoð. Ég sé um undirbúning
allra funda, útgáfu ársskýrslu og
um að það sé framkvæmt sem
miðstjórn ákveður. Starfið er
mjög erilsamt og ég kynnist í því
fjölda fólks víða um land. Annars
hefur það breyst mikið síðan ég
tók fyrst til starfa.
- Hvernig þá?
- Þjónustan er mun meiri en
hún var og það hefur líka verið
bætt við fólki á skrifstofuna. Þeg-
ar farið er að veita ýmsa þjónustu
hleður hún stöðugt upp á sig.
Þetta er í sambandi við kjaramál
og ýmis réttindamál. Fólk leitar
til okkar og við snúum okkur til
viðkomandi verkalýðsfélags. Ef
það treystir sér ekki til að greiða
úr málum leitum við til lögfræð-
ings okkar, Láru Júlíusdóttur.
Það var mikil bót þegar hún var
ráðin hér í fyrra og létti miklu af
mér.
- Er vinnuálagið mikið?
- Ég hef hvergi kynnst öðru
eins vinnuálagi og hér. Það eru
líka stöðugt samningar í gangi allt
árið. En þó að maður taki starfið
með sér heim gefur það manni
svolítið að finna að verið sé að
gera eitthvað mikilvægt.
- Hefur lífsviðhorf þitt breyst
eftir að þú fórst að vinna hjá
ASÍ?
- Það er erfitt að gera sér grein
fyrir því. Maður er alltaf að
breytast og læra eitthvað nýtt. Ég
er mjög ólík þeirri manneskju
sem fór til Finnlands árið 1961.
-GFr
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1984