Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 6
Viðl Forsetakosninc \ eysa ekki vandc Viðtal við róttœkan ba Viðmælandi minn í þessari umfjöllun um forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum er banda- ríkjamaður, Malik að nafni. Hann var unglingur í tækniskóla skömmu fyrir 1970 þegar Banda- ríkin voru í stríði í Víet Nam. For- eldrar hans voru ættaðir úr sitt hvorri heimsálfunni, Asíu og Afr- íku, en slíkt gefur ekki tilefni til glæstrar famtíðar í Bandaríkjun- um. Malik barðist svo ötullega gegn Víet Nam stríðinu að hon- um gafst ekki tími til að Ijúka námi, fremur en mörgum fé- lögum hans. Það var einmitt á þeim vettvangi að hann kynntist Sósíalíska verkalýðsflokknum, sem hann er félagi í. Flokkur þessi á sér áratuga langa samfellda hefð sem máls- vari verkalýöshreyfingarinnar, undirokaðra þjóðfélagshópa og fórnarlamba heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. í forsetakosning- um hefur hann löngum átt fram- bjóðendur, og svo er einnig nú. Þar sem ég taldi að lesendur Þjóðviljans mundu hafa áhuga á að lesa um skoðanir sósíalista á bandaríska kosningabrjálæðinu, eins og viðmælandi minn kallar það, óskaði ég eftir að blaðiö birti eftirfarandi viðtal. - Hér eru forsetakosningarnar í Bandaríkjunum næstum því daglegt fréttaefni í öllum fjölmiðl- um. I tímariti ykkar, Intercont- inental Press (IP) er varla skrifað um þær. Finnst ykkur þær ekkert merkilegar? - IP er alþjóðlegt tímarit. Þai er áhersla lögð á baráttuna í hin- um ólíku heimshlutum.. Heima fyrir skrifum við í hverri viku um ýmsar hliðar kosninganna í Mili- tant, sem er vikublað okkar. Við erum reyndar þátttakend- ur, því við stöndum að framboði Mel Masons (blökkumaður frá Kaliforníu, höf.) og Andreu Conzáles (dóttir innflytjenda frá Puerto Rico, höf.). Þau ferðast um gervöll Bandaríkin og víðar til að ræða og skýra sósíalísk við- horf, sósíalískar lausnir á vanda verkalýðshreyfingarinnar. Þau leggja áherslu á að skýra að atvinnuleysi, verðbólga, léleg menntun og heilsugæsla, hús- næðisskortur o.m.fl. er vandi sem grundvallast á kapítalisman- um. Leiðin til lausnar þessum vanda er að skipuleggja baráttu gegn stjórninni og gegn atvinnu- rekendum, að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Viðhorf til kosninga Þessi vandi verður ekki leystur í kosningum. Það verður að berj- ast. Þetta reyna frambjóðendur okkar að skýra. Við leggjum áherslu á það vegna þess að flest vinnandi fólk og margir á vinstri vængnum líta svo á að það sem gerist í kosning- unum í nóvember muni hafa áhrif á lífsafkomu þeirra. Að það yrði stórkostlegt ef Reagan biði ósigur... - Er það ekki rétt? - Það væri rétt ef Reagan biði ósigur gagnvart frambjóðendum okkar eða gagnvart fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. staðreynd fyrr en sigur hafði unn- ist í verkfalli eða ámóta. Við segjum að fólk verði að berjast. Þetta er ekki ný hug- mynd. Það hefur verið skoðun lækka launin. Hér eftir þurfið þið að greiða heilsugæslu og ýmislegt annað sjálf. Annars verðið þið atvinnulaus“. Það var ekki um margt að Frambjó&endur Sósfalíska verkalýðsfiokksins f Bandaríkjunum til forsetaembættislns. Mel Manson og Andrea Conzález. Ef Reagan bíður ósigur verður það gagnvart Mondale, fulltrúa Demókrataflokksins. Líkt og Repúblikanar, grundvalla Demókratar tilveru sína á kapít- alismanum. Þeir verja heims- valdastefnuna. í nærri öllum stærri stríðum sem Bandaríkin hafa farið út í, var forsetinn Dem- ókrati. Ósigur Reagans mun því ekki leiða til batnandi kjara verka- fólks eða svartra, né heldur kvenna eða bændastéttarinnar í Bandaríkjunum. Athugaðu það, að breytingar til hins betra hafa ætíð orðið vegna þess að fólk slóst fyrir þeim í verkföllum eða öðrum aðgerð- um. Það var ekki fyrr en eftir á, e.t.v. í kosningum að stjórnin tók eftir eða endurspeglaði slíkar breytingar. Stefnubreyting eða breytt löggjöf hefur ekki orðið að hreyfingar kommúnista allt frá dögum Marx og Engels, að breytingar verði aðeins gerðar með baráttu. Verkafólk verst - Hvaða barátta fer fram í Bandaríkjunum í dag? - Öll barátta verkafólks er erf- ið í dag vegna þess að kosning- arnar eru fyrirstandandi. Fólk bíður átekta og væntir þess að veður skipist í lofti. Þess vegna er erfitt að skipuleggja baráttu gegn atvinnuleysi, fyrir húsnæði, gegn kynþáttastefnu og sexisma, og gegn stríði. Nú er um það að ræða að at- vinnurekendur geri árásir á verkafólk. Þess vegna eru verk- föll í gangi. Arizona er eitt dæmi. Þar hefur verkfall koparnámu- manna staðið í ár. Eigandinn kom og sagði: „Við ætlum að ræða. Fólk varð að fara í verkfall. - Eru atvinnurekendur þá í sókn? - Já. Það eru engin verkföll í Bandaríkjunum í dag sem snúast um kjarabætur. öll verkföll eru til varnar kjörum og réttindum sem fólk nýtur nú þegar. Verkalýðsfélögin styðja þessi verkföll. En hér kemur höfuð- vandamálið, og þar með erum við aftur komin að kosningabrjálæð- inu. Því verkalýðsfélögin segja: „Við styðjum ykkur. En lausnin er að koma Reagan úr embætti". í stað þess að skipuleggja breiða samstöðu til þess að VINNA verkfallið, benda þeir á Reagan. Það er rangt. í sumum fylkjum er verkafólk t.d. í átökum við stjórn Demókrata. Margt verkafólk skilur þetta. Það er einkum verkafólk sem hefur dregist inn í verkfall sem veit að barátta borgar sig. Vinstrihreyfingin bíður - Hvað með vinstrivænginn? - Afstaða okkar er minnihluta- afstaða, einnig innan vinstri- hreyfingarinnar. Ef við tökum t.d. þá sem eru andvígir stríði Bandaríkjanna í Mið-Ameríku, þá setja þeir alla sína krafta þetta árið í að vinna sigur á Reagan í kosningum. í stað þess að skipuleggja breiða einingarfylkingu verka- lýðsfélaga og annarra sem eru gegn stríði, líkt og gerðist í Víet Nam stríðinu, - þá segja þeir eins og verkalýðsleiðtogarnir: „Fólk verður að skipuleggja sig í kosn- ingunumgegn Reagan". Þess vegna er lítið um mótmæli gegn inngripum Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Þrýstingurinn heima fyrir er ekki eins og hann ætti að vera. Þetta auðveldar heimsvaldasinnum að fylgja stefnu sinni eftir. Stríð í Mið-Ameríku Það hafa verið nokkur mót- mæli sem endurspegla tæpast þá andstöðu gegn stríði, sem er fyrir hendi meðal vinnandi fólks. Það man enn Víet Nam og er fullt grunsemda varðandi stefnu Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Sterk tilhneiging ríkir til skipu- lagningar gegn henni. Öfugt við marga í vinstrihreyf- ingunni segjum við að kosning- arnar skipti ekki sköpum í sam- bandi við Mið-Ameríku. - Telur þú þá ekki að það verði erfiðara fyrir Mondale en Reagan að ráðast inn í Mið-Ameríku? - Ég held ekki. Það er ríkjandi stétt fyrst og fremst sem skil- greinir hvað sé nauðsynlegt til að verja hagsmuni sína. Hvernig Bandaríkin ráðast þar inn mun fara eftir viðbrögðum vinnandi stéttar í Bandaríkjunum og eftir sjálfri baráttunni. Það kann að verða mismun- andi hjá Reagan og Mondale. En við skulum rifja upp atriði úr sög- unni. Árið 1964 þegar Johnson var kjörinn forseti, var hann „friðar“-frambjóðandi gegn Barry Goldwater sem var álitinn styðja stríð (í Víet Nam, höf.). Skömmu eftir kjör sitt sendi Johnson hálfa miljón hermanna til Víet Nam. Það voru hagsmun- ir heimsvaldasinna. Mondale og aðrir Demókratar kunna að segja að þeir geri hlut- ina „öðruvísi". Einnig Jesse Jack- son, sem er blökkumaður. En þeir fylgja allir sömu stefnu. Hlutverk forsetans - Ertu að segja að Jackson mundi senda hersveitir til Mið- Ameríku? - Grundvallarákvarðanir eru ekki teknar af forsetanum, held- ur af valdaaðilum ríkjandi stétt- ar. Jesse Jackson dregur ekki kapítalismann í efa. Hann leggur 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.