Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 14
BÆJARROLT GULLNI HANINN BISTRO Á BESTA STAÐÍBÆNUM V'eitingasalurinn er ekki stór í sniðum, hann er mátulega stór til að skapa rétta stemmningu, góð persónuleg tengsl á milli gesta og þeirra sem þjóna þeim til borðs. Svo eru fáir, sem slá Gullna hananum við í matargerð. Mjög fáir. LAUGAVEGI 178, SÍMI 34780 Kennsla fjölfatlaðra barna Tvo kennara vantar nú þegar til að sinna kennslu fjölfatlaðra barna í sérdeild Egilsstaðaskóla. Góð kennsluaðstaða. Húsnæði í boði og ýmis fríðindi. Skólastjóri, Ólafur Guðmundsson, verður til viðtals á skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettisgötu 89 (3. hæð), Reykjavík, mánudag, þriðjudag og miðviku- dag næstkomandi kl. 13 - 15 og veitir upplýsingar í síma 91-40172 sunnudag 12. ágúst. Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. Frá Grunnskólunum á Akranesi Kennara vantar í eftirtaldar stöður að Grundaskóla: einn tónmenntakennara og einn kennara í almenna kennslu. Að Brekkubæjarskóla: einn tón- menntakennara. Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson s. 93-2811 (Grundaskóli), Viktor Guðlaugsson s. 93-1938 (Ðrekkubæjarskóli), Ragnheiður Þorgrímsdóttir for- maður skólanefndar, s. 93-2547. Skólanefnd. Eðlisfræðirannsóknir Ráðgert er að ráða aðstoðarmann við rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis í vetur. Verkefni fela m.a. í sér mælingar á eðliseiginleikum málma í segulsviði og við lágan hita. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í eðlisfræði eða skyldum greinum, auk nokkurrar reynslu af tölvuvinnslu. Hlutastarf kemur til greina. Laun skv. menntun og launakerfi opinberra starfs- manna. Upplýsingar veita Dr. Hans Kr. Guðmunds- son og Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, Raunvísindastofn- un Háskólans, sími 21340. AÐ TAPA HAUSNUM Þegar ég var 12 ára helltist yfir mig geypilegur íþróttaáhugi. Ég fór á völlinn hvenær sem ég gat og skrifaði úrslit á öllum knatt- spymuleikjum niður í stflabók. Svo fór ég að æfa frjálsar íþróttir hjá Benedikt Jakobssyni í KR og sumarið sem ég var í Vinnuskóla Reykjavíkur gafst mér kostur á að vera heilan mánuð á Úlfljóts- vatni. Þar var allsherjar íþrótta- mót með víðavangshlaupi, spretthlaupum, stökkum og köstum. Ég sigraði í spretthlaupi og langstökki og var annar að stigum samanlagt. Sigurvegarinn var tveimur árum eldri en ég. Næsta sumar tók ég þátt í Sveinameistaramótum og náði góðum árangri. Alþýðublaðið birti mynd af mér og sagði mig vera efnilegan. Það sem batt enda á íþróttaferil minn var sumarið þegar ég var 15 ára. Þá réði ég mig sem handlangara hjá múrurum og var svo þreyttur á kvöldin að ég gat hvorki æft né keppt. Þannig fór um sjóferð þá. En ég var geysilegur áhuga- maður um frjálsar íþróttir og fylgdist t.d. mjög gjörla með Ól- ympíuleikunum í Róm 1960. Svo eltist þetta af mér smám saman og ég fór að telja mér trú um að ég hefði andstyggð á þessu sprikli. Nú þessa síðustu daga þegar ég er komin á gamals aldur stend ég sjálfan mig að því að sitja eins og klessa fyrir framan sjónvarpið kvöld eftir kvöld og fylgjast með Ólympíuleikunum í Los Angeles. Ég vakna eldsnemma á morgn- ana til að hlusta á nýjustu fréttir frá Stefáni Jóni Hafstein og bíð eftir kvöldpistli hans rétt fyrir kl. 12. Ég hef m.a.s. velt fyrir mér þeim möguleika hvort ég get ekki farið að æfa á nýjan leik og orðið heimsfræg stjarna. Á nóttunni dreymir mig um að ég standi á efsta palli með tárin í augunum meðan íslenski þjóðsöngurinn er leikinn og taki síðan við hyllingu 100 þúsund manns á Colloseum. Svona er stutt í bamssálina og hégómagimina. Samt sé ég í gegnum þetta öðmm þræði. Eg sé hræsnina í kringum ailt standið, hvernig íþróttamenn selja sig svo að þeir jafnvel neita að láta hafa blaðaviðtal við sig nema gegn greiðslu og hvernig stórfyrirtækin nota þá sem tál- beitu fyrir coca-cola, bíla, þvotta- efni og sígarettur. Svokölluð Ól- ympíuhugsjón hefur m.a.s. verið seld hæstbjóðenda og stórveldin nota leikana miskunnarlaust í áróðursstríði um heimsyfirráð. Svei, svei. En samt. Þar sem ég sit í minni peningasúpu, nýbúinn að kaupa pínulitla íbúð í ævagömlu húsi þá er handhægt að grípa til draumana og sjá sjálfan sig í anda í sporum hinnar miklu íþrótta- hetju sem miljónir um allan heim stara gapandi á. Brauð og leiki fyrir fólkið sögðu valdhafarnir í Róm í gamla daga og þetta er valdhöfunum í heiminum nú til dags líka þóknanlegt. Og ég læt fallerast. En ekki lengi. Bara svona rétt á meðan Ölympíu- leikarnir standa. Á eftir fæ ég hausinn minn til baka. -Guðjón ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins I ár verður laugardaginn 18. ágúst. Farið verður frá Reykjavík til Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dag- skrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þingvöllum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera ferðina bráðskemmti- lega. Allar nánari upplýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiða er á skrifstofu Alþýðuþandalagsins Hverfisgötu 105. Eru allir hvattir til að panta sér far og eigi síðar en 15. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefndln. Félagar í Alþýðubandalaginu Vinsamlegast sendið strax samn- ingseyðublaðið um flokksgjaldið til skrifstofunnar Hverfisgötu 105 Reykjavík. - Flokksskrifstofan. Vestfirðir - Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstefna Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum verður haldin á fsafirði dagana 25. og 26. ágúst. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. ABR 1. deild - Fundur Stjórnarfundur verður í 1. deild ABR mánudaginn 13. ágúst kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. - Form. Suðurnesjamenn - Sumarferð Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum fara sína árlegu skemmtiferð helg- ina 18. til 19. ágúst n.k. Farið verður um Sigöldu, Landmannalaugar og Fjallabaksleið nyrðri í Eldgjá. Gist verður við Ófæru. Sunnudaginn 19. verður ekið niður í Skaftártungur og Vestursveitir. Komið verður við í Hjörleifshöfða og Vík í Mýrdal. Byggðasafnið í Skógum verður skoðað. Einnig verður gerður stuttur stans við merka sögustaði á þessari leið. Komið verður til Keflavíkur kl. 22.00 til 23.00 þann 19. ágúst. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sólveigu Þórðardóttur í síma 92-1948 og hjá Torfa Steinssyni í síma 7214 og Elsu Kristjánsdóttur sími 7680. 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.