Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 17

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 17
LEIÐARAOPNA Gerður Pálmadóttir í Flónni, Betra að hafa bara persónuleikann „Mér finnast svona valds- mannaklæði alltaf hálfhallæris- leg. Fólk á að klæðast eins og því sýnist og öll einkennisföt eru persónulaus og fráhrindandi, hvort sem það eru kjólföt eða lop- apeysur. Allt eru þetta einkennis- klæði ákveðinna manngerða, stétta. Það þykirt.d. greindarlegt að vera dálítið druslulegur, - þá ertu OK í hausnum. Auðvitað eru kjólföt falleg á sumum, en ekki öllum. Þau voru tískufyrirbæri hjá unglingum fyrir nokkrum árum, en nú eru bara nokkrir Vestmannaeyingar eftir sem fara á ball í kjólfötum. Ég er búin að setja þau ofan í kistu í búðinni, því unglingarnir vilja þau ekki lengur, og heldur ekki gömlu sparifötin af afa. Ég held að áhugi á fínum fötum sé ekkert að aukast. Maður sér þingmenn og embættismenn nú sem fyrr í sömu jakkafötunum og ævinlega með bindi, eins og það væri nú gaman að sjá þessa stráka svolítið brúna með fráhneppta skyrtuna. En það eina sem þeir sameinast ævinlega um, þótt þeir séu ósammála um allt annað, eru þessi ömurlegu jakkaföt. Og kvenfólkið sem fer á þing mætir í þessum djöfuls drögtum. Oftast ljótum. Kveifólkið er alveg sér- kapítuli í {. .ssum embættisklæð- um. Þær eru reyndar oftast held- ur skárri en karlmennirnir því þær eru þó aldrei alveg eins, - þær eru örlítið persónulegri. En ég hef aldrei getað skilið hversvegna sjálfstæði kvenna fylgir þessi druslugangur, lopapeysur og ind- verskar skuplur í stað þess að vera svolítið töff og sexý. Virðing kemur innan frá. Það er einhver minnimáttarkennd að þurfa að vera klæddur eins og all- ir hinir, líma sig í einhverja stöðu eða stétt með orðum og láta segja sér hvernig maður á að klæða sig. Ef menn vilja afhenda orður er það svosem í lagi, alveg eins og menn fá bækur fyrir góð próf eða bikara fyrir sund. En ekki drusl- ast fólk með þetta á sér við öll tækifæri? Ekki mæta íþrótta- menn með alla bikarana sína í veislur, ekki einu sinni afreks- merkin. Að hengja á sig orður er eins og þegar krakkarnir kaupa snuð til að hafa í barminum eða minkaskott. Það er miklu betra að hafa bara persónuleikann með sér. Og geyma orðurnar heima. Stór maður þarf ekki að bera ytri tákn, bara sá veiklyndi og smái. Guðmundur Magnússon, háskólarekfor: Ekki persónulaust sig upp á „Það sýnist víst sitt hverjum um þetta mál, en mér finnst per- sónulega hátíðlegt að klæða sig uppá við sérstök tilefni og ekkert athugavert við viðhafnarklæðn- að að ef hann er ekki ofnotaður. Þegar fólki er boðið I veislur eða önnur hátíðlegheit er oft óskað eftir ákveðnum klæðnaði og ég held að það sé fyrst og fremst til hagræðis. Ef það er ekki gert verður fólk að spyrja aðra og er óákveðið, því enginn vill stinga algerlega í stúf. Þetta er vissulega dálítil fyrirhöfn, en það setur hreinan klœða og sterkan svip á hátíðlegar at- hafnir þegar menn eru svipað klæddir og slíkt gerir athöfnina áhrifameiri. Mér finnst það ekki persónulaust, enda er það at- höfnin sjálf sem skiptir máli. Sjálfum finnst mér að kjólföt ætti aðeins að nota við alhátíðleg- ustu tækifæri, enda talsverð fyrir- höfn að þeim og hreint ekki auðvelt að vera í kjölfötum í löngum athöfnum. Hér í háskól- anum hafa hátíðarklæði og emb- ættisklæði lagst af að mestu, nema hvað prófskikkjur eru not- aðar í lagadeild. Embættis- skikkju rektors nota ég aðeins við alveg sérstök tækifæri og hef van- ist því eins og öðru. Hvað orður og heiðursmerki varðar finnst mér sjálfsagt að menn sem hafa tekið við orðum fyrir vel unnin störf beri þær við hátíðleg tækifæri. Annað væri óþarfa feimni, ef menn taka við þeim á annað borð. En það er með orður eins og hátíðarklæði að menn verða að gæta þess að ofnota þetta ekki, því þá missir það tilgang. Það er sjálfsagt að menn hafi sinn persónulega stíl eftir því sem við á, en tilbreytni í klæðaburði hlýtur alltaf að fylgja umhverfi og tilefni og gallabuxur geta því allt eins verið einkennis- klæðnaður eins og kjólföt. Kjólföt og orður? Heiðar Jón Hannesson, eðlisfrœðingur: Verkarbara hlœgileg Erum við ekki öll svolítið hé- gómleg? Annars býst ég ekki við að ég myndi ganga í kjólfötum nema upp á grín, en mér finnst þau svo sem ekkert Ijótari en jakkaföt. Ég á smoking-jakkaföt af afa og mér finnst dálítil stemn- ing yfir honum. En ég held að ég myndi ekki sætta mig við að láta segja mér fyrir í hvað ég klæddistvið ákveð- in tilefni. Ég myndi þá frekar breyta þvert gegn því. Ef mér finnst tilefnið hátíðlegt, þá myndi ég vera til í að klæða mig uppá, t.d. fer maður jú í sín bestu föt á jólunum, en ekki af því að það tilheyrir einhverri seremóníu og valdboði. Mér hefur reyndar aldrei verið boðið í kjólfata- veislu, og ég hef væntanlega næg- an tíma til að verða mér úti um afstöðu til þess, ef að því kemur. Orður finnst mér eins og hvert annað grín. Mér finnst hlálegt að hengja utan á sig málm og halda að maður verði meiri maður fyrir vikið. En kannski getur maður sagt þetta af því að maður á jú engar orður. Ég veit svei mér ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti að fá orðu, en svona úr fjarlægð verkar þetta bara hlægilegt. Gestur Guðmundsson, félagsfrceðingur: Tókn um / Mér finnst gaman að ganga I kjólfötum, en bara í gamni. Ég hef tvisvar farið í kjólföt, en mér myndi aldrei detta í hug að ganga í kjólfötum I alvöru. Þau eru tákn um vald, sem mér er I nöp við og það fer hrollur um mig að sjá þennan fatnað notaðan í alvöru. Auðvitað mega menn gera sig að fífli ef þeir vilja. Ef mér væri uppálagt að mæta í dökkum fötum við einhverja at- höfn myndi ég yfirvega tilefnið og annað hvort vera heima eða mæta í dökkum fötum, en reyna þó að brjóta stílinn á einhvern hátt. Ég hef séð menn nota kjól- föt skemmtilega, t.d. þegar „Rokk í Reykjavík'* var frum- sýnd. Þá mættu allir aðstandend- ur myndarinnar í kjólfötum, en það vantaði ýmislegt á að búning- urinn væri eins og hann átti að vera, og um leið varð þetta skemmtileg tvíræðni. í jarðarför myndi ég mæta í samræmi við persónu og stíl þess sem væri ver- ið að jarða. Mér myndi t.d. ekki detta í hug að mæta í dökkum sparifötum í jarðarför John Lennons. Um orður gegnir nokkuð öðru máli en valdsmannaklæði. Mér finnst allt í lagi að veita mönnum orður fyrir unnin afrek, t.d. á sjómannadaginn, en mér finnst ógeðfellt að veita mönnum orður fyrir að gera ekkert af sér í opin- vald berum embættum. Þannig er fálkaorðan og þess vegna hefur hún enga merkingu. Merki unga fólksins hafa líka orðið hálfgerð- ar klisjur og tákna kannski ekki mikið orðið. Það er ágætt að fólk skreyti sig og skemmtilegast ef hægt er að rugla þessum táknum svolítið saman, t.d. láta unga fólkið fá fálkaorðurnar og em- bættismennina minkaskottin. En öll tákn um vald og virðingu eru ógeðfelld. Sunnudagur 12. ágúst 1984 WÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.