Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 3
Hvað
kemst
hitinn
hátt
hjá þér?
Það hefur vakið athygli, að
veitt hefur verið 745 þús. kr.
aukafjárveiting til þess að koma
upp sundlaug við sendiherrabú-
staðinn í Washington. Þar að
auki ætlar Albert að snara út 10,5
mi\j. kr. fyrir húsaskjól handa
,rstaðgengli“ sendiherrans, sem á
að fá sundlaugina.
Mönnum er sannast að segja
vorkunnarmál þó að þeim komi
þessi rausn fjármálaráðherrans
nokkuð á óvart. Hingað til hefur
svar hans verið það, þegar fólk
hefur komið á fund hans og farið
fram á laun, sem gerðu því fært
að skrimta af harmkvælalítið:
Það eru engir peningar til. Sem
betur fer reyndist það þó ofmælt
því að í einhverju horni ríkiskass-
ans hafa fundist fáeinir aurar til
að byggja fyrir sundlaug vestur í
Washington.
MAGNÚS H.
GÍSLASON
Enginn skyldi halda að Ander-
sen ambassador sé ekki vel að
þessu mannvirki kominn, enda
segir Albert að erfitt hafi verið að
synja um þetta lítilræði. Þetta
væri í rauninni ekki annað en
verðug viðurkenning til sendi-
herrans fyrir ágæt störf í þágu
þessarar heimtufreku og van-
þakklátu þjóðar. Auk þess væri
drepandi hiti þarna í nánd við Re-
agan og líklega oft og tíðum
illvinnandi nema niðri í vatni.
Nú vill svo til, að við eigum
víðar sendiherra en í Washing-
ton. Hvað skal gera ef þeir finna
nú líka upp á því að fara að biðja
um sundlaug? Og því skyldi þeim
ekki detta það í hug, brautin hef-
ur verið rudd fyrir þessar fram-
kvæmdir? Líklegt má telja, að
Albert léti hitamælinn svara þess-
ari beiðni, a.m.k. að hluta.
- Hvað kemst hitinn hátt hjá
þér, vinur, mundi hann spyrja
sendiherrann? Er hann nokkuð í
líkingu við það, sem hann er hjá
Andersen. Ef hann nær því ekki
þarft þú ekki sundlaug vegna
hitafarsins. Þá getur þú unnið á
þurru landi.
- En hef ég þá ekki unnið mikið
og gott starf fyrir íslensku þjóð-
ina eins og Andersen, spyr sendi-
herrann? Þetta er mikil sam-
viskuspurning og ekki nema von
að Albert víki sér undan að svara
henni beinlínis. Hann er háttvís
maður og vill hvorki játa né
neita.
- En ef að mælirinn hjá þér
sýnir jafn hátt hitastig og hjá
Andersen þá er hann örugglega
vitlaus og læt þá senda þér annan,
segir Albert. - Og það er hitinn,
sem ræður því hvort sendiherrar
fá sundlaug eða ekki. Þeir, sem
■ eru undir Andersensstiginu
verða bara að láta sér nægja bað-
kerið.
-mhg
Síðbúinn
stríðsmaður
snýr aftur heim
Spænskurstjórnleysingi, sem
talinn var hafa fallið í bardag-
anum í Teruel í borgarastyrj-
öldinni árið 1937, er á leiðinni
aftur til Spánar. Spænskur
læknir, sem var á ferð í Masc-
ara í Alsír, fann þennan mann,
José Navarro Ruiz, af hreinni
tilviljun. Læknirinn tók eftir því
að meðal sjúklinga á sjúkra-
húsi, sem allir voru með vefj-
Þrír franskir blaðamenn lentu
nýlega heldur illa í kasti við
lögregluna og ekki að ósekju.
Þannig var að ritstjórar mán-
aðarritsins L’Echo des savan-
es, sem er nokkuð sérstætt í
franskri blaðamennsku, á-
kváðu að næsta tölublað
skyldi vera helgað lögregl-
unni. Til þess að kanna við-
brögð almennings, þegar lög-
reglan er annars vegar, datt
þeim ekkert snjallara í hug en
dubba þrjá blaðamenn upp
sem lögregluþjóna og láta þá
leika listir sínar í Parísarborg.
Þessir þrír fölsku lögreglu-
þjónar þrömmuðu síðan um
með byssur á lofti, stöðvuðu
menn með miklum þjósti og
kröfðu þá um skilríki, leituðu í
bílum og ruddust jafnvel inn í
íbúð undir því yfirskyni að þeir
væru að fylgjast með óbóta-
mönnum á götunni fyrir neð-
an. Ljósmyndari fylgdist með
þeim úr fjarlægð og tók mynd-
ir af öllu saman. Að lokum ætl-
uðu þeir að handtaka unga
konu og fara með hana upp í
bifreið sína, en hana grunaði
að ekki væri allt með felldu og
tókst henni að sleppa og
segja alvöru lögregluþjónum
sögu sína. Ævintýri blaða-
mannanna lauk því með því
að á þá var miðað byssum og
þeir voru handteknir eins og
þeir höfðu handtekið aðra
þennan dag. Þeir voru síðan
ákærðir fyrir ólöglega notkun
á einkennisbúningi, fyrir að
villa á sér heimildir, og fyrir
ólöglegan vopnaburð og ár-
ásir á menn. Eiga þeir yfir
höfði sér nokkurra mánaða
fangelsisdóm.B
arhött, var einn maður með
alpahúfu, og gaf sig á tal við
hann. Komst hann þannig að
því hver sjúklingurinn var, en
hann hafði misst minnið og
hélt að nú væri árið 1955.B
Vafasamt
grímuball
NY LANDSBANKASKIRTEINI
meó 71/2% vaxtaálagi
Sparifjáreigendum gefst nú kostur á
nýjum Landsbankaskírteinum. Öllný
skírteini, sem stofnað er til 20. ágúst eða
síðar, bera 7V2% vaxtaálag á ári umfram
almennasparisjóðsvexti semnúeru
17%. Þannig gefa nýju
Landsbankaskírteinin 26% ársávöxtun.
Hagkvæmari ávöxtun sparifjár er ekki
að finna í öðrum bönkum eða
sparisjóðum.
STARFSFÓLK LANDSBANKANS
AÐSTOÐAR.
Allt starfsfólk í sparisjóðsdeildum
Landsbankans er þaulkunnugt kjörum á
skírteinunum semogöðrum innláns-
formum. Þú getur því snúið þér til
einhvers þeirra og rætt mál þín í trúnaði.
HUGIÐ AÐ FJÁRMÁLUM YKKAR.
TRYGGIÐ YKKUR LANDSBANKA-
SKÍRTEINI.
ENN BESIAAVOXTUN SPARIFJAR!
sögðu þeim aö nýráðinn Hag-
stofustjóri væri búinn að
koma og heilsa upp á starfs-
fólkið. Hann gleymdi nefni-
lega að heilsa upp á undir-
mennina. Það hendir jafnvel
gætna smekkmenn að
gleyma sér á jafnréttistím-
um.l
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir