Þjóðviljinn - 19.08.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Page 5
- En þið eruð þá ekki enn bún- ir að fá svar við aðalspurningunni - hvernig varð til lífá jörðinni og hvernig það hafði áhrif á mótun plánetunnar? - Ekki enn. En viö vitum þeg- ar hvemig hægt er aö fá það. Og þar kemur Mars okkur til hjálp- ar. Hvemig á að „lífga“ plánetu? Hvers vegna biðu lífræn efni, er urðu til á jörðinni næstum um leið og hún varð til, í miljarða ára með að breytast í lífverur? Hvaða „tengsl" áttu sér stað milli lifandi og líflausrar náttúm? Samkvæmt hvaða lögmálum þróaðist lífríki jarðarinnar? Til þess að fá fram svör við þessum spumingum leggja vísindamenn til að farið verði með t.d. bakteríur eða aðra einfrumunga frá jörðinni til Mars. Og fylgjast síðan með því hvaða áhrif þær hafa á þróun plánetunnar. - Þetta er hugmynd stofnanda rannsóknastofu okkar, Kírill Pavlovits Florenskí: Að koma á fót á Mars lífriki til að fá fram gagnkvæm tengsl lifandi og líf- lausrar náttúru, - segir Rúslan Olegovits. - Þetta er þaulhugsað þó að þetta virðist í fljótu bragði vera hugarflug. Og þetta er hug- mynd, sem hægt er að fram- kvæma með aðstoð þeirrar tækni, sem nú er fyrir hendi. - En tekur Mars á móti lífi annars staðarfrá? Hafnar plánet- an því ekki, eins og líkami hafnar ókunnum vef? - Ég vona, að það komi ekki til. Þess heldur þar sem fyrir hendi eru á Mars sæmilegar að- stæður fyrir líf. - Sœmilegar aðstæður - sextíu gráðufrost á yfirborði plánetunn- ar. Það er ekki beint hœgt að segja, að slíkt hitastig sé hátt... - En það eru til bakeríur á jörðinni við slíkar aðstæður. Dæmi er Antarktíka. Þær gætu þess vegna lifað af á Mars og farið að þróast samkvæmt lögmálum þróunarinnar - lagað sig að stað- háttum. Og jafnframt breytt þessu svæði í þá átt, sem nauðsynlegt er. Þess heldur sem þar er að finna vatn: Svolítið í andrúmsloftinu, meira á yfir- borðinu og mjög mikið í steinteg- undum. Að vísu eru vatnsbirgð- irnar tíu sinnum minni á Mars heldur en á jörðinni. En massinn er líka tíu sinnum minni. - Auðvitað er þetta lokkandi hugmynd. En hún á sér einnig sið- ferðislega hlið, sem erfitt er að líta fram hjá. Höfum við rétt til að blanda okkur íþróun Mars, fœra lífsform jarðar þangað? Kannske er fyrir hendi á þessari plánetu eigið líf? - Auðvitað verður fyrst að leita að lífi á Mars á víðtækan hátt, sem gæfi einhlítt svar við því hvort það er fyrir hendi. Og að- eins ef kemur í ljós, að Mars er líflaus pláneta, verður hægt að senda þangað líf frá jörðinni - t.d. bakteríur, sem eru sérstak- lega „þjálfaðar" til að vera í slíku umhverfi. Og e.t.v. einnig þró- aðri dýr. Til þess að skilja regl- urnar um þróun lífríkisins í slík- um tilraunum, þurfum við ekki miljarða ára - nútímastig þekk- ingar og árangur á sviði tölvu- tækni gefur möguleika á að flýta niðurstöðum. Mars getur einnig verið annað og meira en vettvangur rannsókna af þessu tagi. Þróun- arlögmál, sem þar uppgötvast má nota til að beina þróun lífríkisins á Mars í þá átt sem nauðsynlegt er. Og plánetan verður hentug fyrir líf. Jörðin er vagga mannkynsins, sagði K.E. Tsiolk- ovskí, en það er ekki hægt að lifa endalaust í vöggu. Hvers vegna ekki að gera Mars að fyrstu „til- raun aflsins“ á leiðinni til nýrra heima? A. Valentínov, vísindalegur fréttaskýrandi „Sotsialisticheskaja Indústría" ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ^ZEROWATT ÞVOTTAVÉL á 13.945 kr.og ÞURRKARI ál1.945 kr.(>t«r.) Merkínu eróhætt að treysta, enda komin 13ára reynsla á það á íslandi Birgðir takmarkaðar. n m c OÆn fíHFuVíi ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903 <***%>■ Fyrir mörgiim hafa hyggmgamfll verið sem erfið krossgáta Við höftnn hins vegar leyst hana með einn orði Með því að sameina í eina vátryggingu ýmsa áhættu- þætti í iðnaði, sem áður hafa verið sértryggðir, er hægt að auka vátryggingarvernd verulega. Tryggingaráðgjafar okkar aðstoða þig við áhættumat, svo verðmæti þín séu örugglega tryggð á raunvirði. Samningur þinn og félagsins um Iðnaðartryggingu byggist á vátryggingaþörf þinni, raunréttu áhættumati og hagstæðum iðgjöldum. Samsett trygging er hagstæð trygging Iðnaðar ftBRunnBúT -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.