Þjóðviljinn - 19.08.1984, Side 7
hálftíma þátt en að gefa út blað.
Við erum með þætti á ýmsum
tungumálum, ensku, frönsku,
ítölsku, þýsku, marokkönsku, ví-
etnömsku o.fl. Við höfum gert
mikið til þess að fá félög innflytj-
enda til að annast þætti sem og
aðra minnihlutahópa, t.d. fatl-
aða. Pað eru um 70 minni og
stærri hópar sem gera þætti hjá
okkur og ætli þeir séu ekki á
þriðja hundrað einstaklingarnir
sem koma nærri þáttagerð á
hverri viku. Enginn þeirra þiggur
laun fyrir stöf sín.
Hins vegar erum við með 23
fasta starfsmenn. Þeir sjá ekki
um dagskrárgerð heldur annast
tækin, viðhald, stjórnun o.þ.h.
Starfsmenn koma flestir úr
röðum fólks sem á einhvern hátt
er á framfæri yfirvalda, svo sem
fatlaðir, atvinnuleysingjar sem
yfirvöld eru skyldug til að útvega
vinnu tímabundið o.þh. Laun
þeirra eru greidd af ríkinu og
borgarsjóði“.
- Hvernig er dagskráin ákveð-
in?
„Þriðja hvern mánuð kemur
dagskrárnefndin saman til að á-
kveða uppbyggingu dagskrárinn-
ar. Þá geta menn sótt um nýjan
tíma og þar eru fastar útsending-
ar ákveðnar. Á milli funda starfar
svo samræmingarnefnd sem fyllir
upp í götin og finnur tíma fyrir
staka þætti sem berast. Við
reynum alltaf að hafa pláss í
dagskránni fyrir þá sem koma
utan úr bæ með efni“.
Músiklaus
dagur
- Hvernig er reksturinn fjár-
magnaður?
„ Við fengum í upphafi 500 þús-
und danskar krónur (1.5 milj. ísl.
kr.) sem við notuðum til að
innrétta stöðina og koma okkur
upp tækjabúnaði. Síðan sömdum
við við borgarstjórnina og fáum
130 þúsund kr. (tæplega 400 þús.
ísl. kr.) á ári í beinan styrk. Hann
fer í húsaleigu, rafmagn og hita.
Auk þess greiða ríkið og borgar-
sjóður laun starfsmanna eins og
ég sagði áðan en það eru ekki ný
útgjöld.
En þetta nægir engan veginn.
Við þurfum svona 500 þúsund til
viðbótar á ári. Þess höfum við
aflað með tvennum hætti. Við
stofnuðum hlustendafélag, eins
konar styrktarmannafélag, þar
sem hver félagsmaður greiðir 40
kr. á ári. í því eru nú 10 þúsund
félagar. Svo erum við með út-
varpsbingó á laugardögum. Þá
kaupa menn spjöld sem seld eru á
150 stöðum í bænum og svo er
bara að vera nógu fljótur að
hringja þegar bingóið er komið.
Það eru spilaðar 5 umferðir
hverju sinni og þrír þeir fyrstu í
hverri umferð fá 100-200 kr.
Þetta gefur arð, en við vitum ekki
enn hversu mikinn. En við höld-
um að þetta tvennt eigi að
nægja“.
- Þurfið þið ekki að greiða
fyrir flutningsrétt, t.d. á tónlist?
„Jú, eftir að við hófum rekstur
birtust fulltrúar frá CODA (hlið-
stætt STEF á íslandi) og sýndu
okkur reikning upp á 250 þúsund
(750 þús. ísl. kr,) á ári. Við feng-
um náttúrulega sjokk og
sögðumst ekki hafa efni á þessu.
En þeim varð ekki haggað svo við
ákváðum að hafa einn músik-
lausan sólarhring og efndum
samtímis til fjársöfnunar til að
greiða þennan reikning. Þetta var
afar einkennilegur dagur en af-
raksturinn var 96 þúsund krónur.
Svo fengum við borgarstjórnina
til að greiða sömu upphæð. Við
höfum ákveðið að hafa þennan
hátt á við greiðslu fyrir höf-
undarrétt“.
Mikið hlustað
- Nú standa fjölmörg samtök
að þessari stöð, hefur aldrei kom-
ið til pólitískra átaka um dag-
skrárstefnuna?
„Nei, það hefur ekki orðið.
Hins vegar finnst okkur stjórn-
leysið stundum verða helst til
mikið. Við erum mjög opin og
sveigjanleg en til þess að gera
reksturinn markvissari þurfum
við sterkari stjórn. Það vill t.d.
brenna við að fólk sem býður
fram efni er einungis að koma
sjálfu sér á framfæri eða reka
áróður fyrir sjálfu sér. Þetta hef-
ur valdið erfiðleikum og við
reynum að koma í veg fyrir að
það gerist“.
- Hvað með hlustunina, hefur
hún verið könnuð?
„Já, við náum til u.þ.b. 300
þúsund manns hér á Árósasvæð-
inu og í könnun sem Gallup gerði
á hlustuninni hér í bænum kom í
ljós að 50% hlustuðu að minnsta
kosti einu sinni á dag á okkur og
85% einu sinni í viku. Þetta er
meiri hlustun en hjá Danmarks
Radio. Við erum með dægurlaga-
þátt síðdegis og hann er vinsælli
en samskonar þáttur sem er send-
ur út á sama tíma hjá P3 (hliðstæð
Rás 2)“.
- Hvað tekur svo við þegar
reynslutímabilinu lýkur?
„Þá verður gert upp, lagt mat á
þá reynslu sem fengist hefur og
síðan sett ný lög til frambúðar.
Margir stjórnmálamenn eru tor-
tryggnir út í núgildandi lög, þeir
vilja leyfa auglýsingaútvarp. Við
viljum hins vegar ekki vera aug-
lýsingastöð. Nú erum við óháð
öllum og það finnst okkur mikil-
vægt því þá er ekki hægt að beita
okkur neinum þvingunum. Við
höldum áfram í þeirri trú að því
lengur sem okkur tekst að halda
stöðinni gangandi því erfiðara
verður að loka henni,“ segir Kurt
Kaare að lokum.
-ÞH
Hvernig lítur dæmigerður dagur út hjá Radio Aar-
hus? Við grípum niður í prentaða dagskrá sem stöð-
in gefur út fyrir hverja viku. Þar sjáum við að föstu-
daginn 8. júní sl. var dagskráin í stórum dráttum á
þessa leið:
Frá miðnætti til kl. 7 um morguninn var næturút-
varp með umræðum, gestum í útvarpssal, viðtöl-
um og tónlist. Kl. 7 var skipt yfir á Byens Radio sem
sendi út hálftíma þátt með tónlist, tilkynningum og
upplestri úr málgagni krata, Demokraten Week-
end. Kl. 7.30 tók Aarhus Nærradio við og svaraði
bréfum hlustenda í hálftíma. Kl. 8 kom þátturinn
„Musik og politik" í umsjá Framfaraflokksins en kl.
9 var klukkutíma þáttur um landbúnað og umhver-
fismál. Milli 10 og 11 var þátturinn „Spyrjið um
EBE" þar sem stjórnmálamaður svaraði spurning-
um hlustenda. Milli 11 og 12 hélt Aarhus Nærradio
áfram að svara bréfum hlustenda. Kl. 12 hófst
tónlistarþáttur með eldri dægurlögum en kl. 13
hófst tveggja tíma blönduð dagskrá þar sem greint
var frá því hvað var að gerast í bænum um daginn,
plata vikunnar kynnt, veðurfréttir lesnar og kveðjur
frá hlustendum. Milli 15 og 16 tók Háskólastöðin
yfir, en kl. 16 mætti Radio Aarhus aftur til leiks með
upplýsingar um hvað boðið var upp á í menningar-
lífinu um helgina. Kl. 17 var hálftíma þáttur um
málefni Suður-Afríku. Kl. 17.30 var Byens Radio
með blandaðan þátt með efni úr leikhúslífinu,
bæjarstjórninni og um komandi viðburði helgar-
innar. Kl. 18.30 bauð Radio Aarhus upp á þátt úr
sögu Árósa en kl. 19.30 voru æskulýðssamtök
Venstre-flokksins með hálftíma þátt. Kl. 20 var
þáttur háskólastöðvarinnar endurtekinn en kl. 21
hófst næturútvarp sem stóð til kl. 7 næsta morgun
og virðist einkum hafa innihaldið tónlist.
Á þeim dagskrám sem ég hef undir höndum má
sjá að pólitísk breidd stöðvarinnar er mikil. Auk þess
sem þegar hefur verið nefnt var boðið upp á þætti
frá trotskíistum, hófsömum stúdentum, SF, mið-
demókrötum, íhaldsmönnum o.s.frv. Einnig má sjá
að kristnir hópar eru virkir í starfi stöðvarinnar og
sama má segja um íbúasamtök og allra handa hópa
með ólíkustu stefnumál.
Með öðrum orðum: Radio Aarhus er opin og lýð-
ræðisleg stöð þar sem allir geta komið málum sín-
um á framfæri. Og Árósabúar virðast kunna að
meta þetta tækifæri.
-ÞH
A
Kópavogsbúar-
Kópavogsbúar
Félagsmálastofnun Kópavogs leitar eftir upplýsingum
um atvinnumál fatlaðra í bænum.
Allir þeir Kópavogsbúar sem eru á örorkumati og hafa
ekki atvinnu eða vilja ræða um atvinnumál sín eru
vinsamlegast beðnir að hafa samband við atvinnu-
málafulltrúa að Digranesvegi 12 eða í síma 46863.
Félagsmálastjóri
Tæknimenntaður
verksmiðjustjóri
Sjóefnavinnslan h.f. auglýsir hér með starf verk-
smiðjustjóra laust til umsóknar.
Starf þetta miðast við að umsækjendur hafi tækni-
menntun og starfsreynslu í stjórnun.
Skriflegum umsóknum sé skilað til skrifstofu félags-
ins, Vatnsnesvegi 14, 230 Keflavík fyrir 28. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 92-
3885.
Unglingaráðgjöf
Hafnarfjarðarbær vill ráðatvo starfsmenn karl og konu
til tímabundinna starfa við unglingaráðgjöf í Hafnar-
firði.
Störfin eru 1/2 dags störf. Lámarksaldur umsækjanda
skal vera 23. ár. Vinnutími er aðallega um helgar og
seinni hluta dags.
Upplýsingar um störfin gefur félagsmálastjóri í síma
53444 og æskulýðs- og tómstundafulltrúi í síma
51951 þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi.
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Félagsmálastjóri,
æskulýðs- og tómstundafulltrúi
NÁMSGAGNASTOFNUN
Pósthólf 5192 ■ 125 Reykjavík
Kennarar óskast til starfa í skólavörubúð fram í miðjan
sept.
Einnig vantar starfsmann (kennara, bókasafnsfræð-
ing) í hálft starf í kennslumiðstöð.
Upplýsingar í síma 28088 eða að Laugavegi 166.
•, Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 46711
Þökkum af alhug öllum þeim nær og fjær, sem sýnt hafa
okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og bróður.
Jóns S. Ólafssonar
skrifstofustjóra
Hávallagötu 3,
og virðingu þá sem minningu hans var sýnd.
Guð blessi ykkur.
Erna Óskarsdóttir
Ólöf S. Jónsdóttir Kjartan Gíslason
Óskar G. Jónsson Þórunn H. Matthíasdóttir
Herdís G. Jónsdóttir Ingi Sverrisson
Halla G. Jónsdóttir
barnabörn og systkiní hins látna
Sunnudagur 19. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7