Þjóðviljinn - 19.08.1984, Page 9
Hið klofna hiarta Evrópu
E c
<D tO
œ 3
1“
<o =
'ío'R
1”
i- <0
Is
E c
<0 <0
to
o E
■O H-
SJ2
ES
is .
2>8Í?
:0 0) ÍO
"5-Q-E
e |S
® S c
= |1
c'O-S
E c CO
>'_7IÍ
- r W
i b '>*
N— n
l
3 d>r
© .E4S
D — Q
«<T) 2 W
I
0*2
Að móla sig
Á undanförnum árum hafa
hlutföllin í listaheiminum verið
að breytast. Lönd sem til
skamms tíma stóðu í forsæl-
unni á myndlistasviðinu hafa
nú stigið fram í dagsljósið
með breiðarfylkingar lista-
manna í framvarðarstöðu. Frá
því um miðjan síðasta áratug
hafa Þjóðverjarog ítalirverið
að sækja í sig veðrið og nú er
svo komið að ekki verður opn-
að listatímarit svo ekki séu þar
greinar um þarlenda lista-
menn og liststefnur. Auk þess
prýðaverk þeirra veglegustu
sýningar beggja vegna hafs-
ins.
Það er ofsögum sagt að Þjóð-
verjar og ítalir hafi farið varhluta
af listbyltingum eftirstríðsár-
anna. Hitt er öllu réttara að þeir
hafa ekki verið þar leiðandi afl,
heldur fylgt eftir í alþjóðlegum
hringdansi liststrauma sem
kviknað höfðu í öðrum löndum
og borist þeim eftir venjulegum
upplýsingaleiðum s.s. með sýn-
ingum og tímaritum. Þessum
tveimur þjóðum tókst þó að ná
langt á sviði tónlistar og kvik-
mynda. Með tónskáldum á borð
við Karlheinz Stockhausen og
Luciano Berio tryggðu þessar
þjóðir sér stóran sess í tónlist
eftirstríðsáranna, en gæta ber
þess að þar skorti þá ekki hefð. Á
kvikmyndasviðinu voru ítalir
þegar komnir í fremstu röð ný-
sköpunarþjóða áður en stríðinu
lauk og héldu þar hlut sínum allt
til loka 7. áratugarins. Þegar sól
þeirra lækkaði tók Þjóðverjanna
að rísa. Þannig höfðu bæði löndin
staðfest þjóðleg einkenni sín með
hjálp kvikmyndalistarinnar, áður
en þau ruddu sér til rúms með
„nýja málverkinu".
Samviskubit
og sektarkennd
Þrátt fyrir það aðÞjóðverjar og
ítalir hafi hingað til ekki staðið
beint í fararbroddi hræringa í
myndlist, settu þeir mark sitt á
hinn alþjóðlega listheim með álit-
legum hópi merkra myndlista-
manna.
Má þar benda á ítalina Lucio
Fontana, Alberto Burri, Emilio
Vedova og Pietro Manzoni. Auk
þeirra lagði hópur listamanna
grunninn að ftalskri nýlist undir
heitinu „Arte Povera“, sem þýða
mætti sem naumlist. Talsmaður
hópsins var listgagnrýnandinn
Germano Celant og meðal þeirra
sem þátt tóku í listvakningum
Arte Povera árið 1967, voru
margir víðkunnir nýlistamenn
s.s. Jannis Kounellis, Mario
Merz og Giulio Paolini. Utan við
hópinn en tengdan honum má
einnig nefna Michelangelo Pisto-
letto. Flestir forsprakkar nýja
málverksins á Ítalíu eru sprottnir
upp af meiði naumlistarinnar, en
sú saga verður ekki rakin hér.
Flokkur þýskra listamanna var
ekki jafn fríður, enda lágu Þjóð-
verjar miklu lengur en ítalir í sár-
um eftir sitt fasíska menningar-
kjaftshögg. Þeir máttu einnig
þola stærra samviskubit að stríð-
inu loknu, en gæta ber þess að
sektarkennd hefur sjaldan verið
háleitur menningaraflvaki. Að
auki voru Þjóðverjar útskúfaðir
úr menningarsamfélagi Evrópu
og listatilburðir þeirra tortryggð-
ir, ekki síst meðal listfrömuða af
Gyðinglegum uppruna. Einungis
tónlist þeirra þótti hafin yfir allar
grunsemdir, sennilega vegna þess
hve erfitt var að sniðganga hana.
En strax á 7. áratugnum tengd-
Sunnudagur 19. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9