Þjóðviljinn - 19.08.1984, Qupperneq 10
Stór fuglamynd, eftir Bernd Koberling, Ein af myndum
þeim sem málarinn hefur málaö hér á landi.
pett'r>9’
, vW'dýta
V3, eftir Elvii
nyndlist.
Te'iKn'f'9
“PPrennandistjamaf
ust margir þýskir listamenn al-
þjóðlegum hreyfingum í mynd-
list. M.a. tóku tveir mikilhæfir
Þjóðverjar virkan þátt í svo-
nefndri „Fluxus-hreyfingu“, en
hún var stofnuð að undirlagi
bandaríska listamannsins George
Maciunas í þeim tilgangi að
tengja saman tilraunalist beggja
vegna Atlantsála.
Þessir listamenn voru þeir Jos-
eph Beuys og Wolf Vostell.
Asamt þriðja manninum, Hans
Haacke, skópu þeir sérstæðan
þýskan meið nýlista sem
einkenndist af sterkri pólitískri
höfðun. List þremenninganna
var m.ö.o. nátengd þjóðfélags-
legum hræringum 7. og 8. áratug-
arins og staðfestu þeir enn einu
sinni félagslegt inntak þýskrar
myndlistar. Undir handleiðslu
Beuys uxu nokkrir frumherjar
nýja þýska málverksins úr grasi
sem listamenn og hafa ekki farið
varhluta af ýmsum kenningum
hans. Barátta Beuys fyrir auknu
Iýðræði á öllum sviðum í V-
Þýskalandi kostaði hann að lok-
um prófessorsstöðu sem hann
hafði við Listaakademíuna í
Dússeldorf, árið 1972.
Þrátt fyrir kröftug mótmæli
nemenda við skólann svo og lista-
manna úr öllum heimshornum
(auk þýskra listamanna á borð
við nóbelskáldið og náinn vin
Buys, Heinrich Böll), kom allt
fýrir ekki. Þessi heimsfrægi lista-
maður endurheimti ekki stöðu
sína fyrr en sex árum síðar, en þá
var hann búinn að hóta að skipta
um ríkisfang og yfirgefa Þýska-
land fyrir fullt og allt. Dæmið um
Beuys sýnir að þýskir listamenn
áttu einnig undir högg að sækja í
heimalandi sínu.
Nýjar stjörnur
rísa
Alþjóðahylli Josephs Beuys
veitti nýlistunum heldur ekki eins
greiðan aðgang að hjörtum Þjóð-
verja og t.a.m. frænda þeirra og
granna, Hollendinga. Kom þar
eflaust til að þessi framúrstefna
var ekki sprottin úr þýskum jarð-
vegi og þjóðarsál. Bent hefur ver-
ið á að Þjóðverjar sem og ítalir
hafi átt erfitt með að hlaupa yfir
margra áratuga þróun, beint inn í
nýstárlega strauma eftirstríðsár-
anna. Slíkt bauð ekki upp á neitt
varanlegt uppgjör við fortíðina.
Meðan Beuys fór hamförum
um listheiminn, var að fæðast ný
kynslóð þýskra myndlistamanna
sem settu sér það takmark að
tengja tilraunir nýlistamanna við
fyrri hefðir. Án þess að hafna
hræringum framúrstefnunnar
kusu þeir sér hefðbundnari tján-
ingarmiðla. Þeir vildu sýna fram
á það að möguleikar málverksins
væru langt frá því að vera
fullnýttir. Ennfremur vildu þeir
beina sjónum manna að sérkenn-
um þýsks veruleika innan
heimslistarinnar. Nýja málverkið
var því eins konar fráhvarf frá al-
þjóðahyggju hinnar samvestrænu
framúrstefnu sem sett hafði mark
sitt á nýlistirnar.
Meðal frumherja hins nýja
þýska málverks má nefna menn
eins og Georg Baseiitz, Karl-
Horst Hödicke, Jörg Immend-
orff, Anselm Kiefer, Bernd Ko-
berling, Markus Lúpertz, A.R.
Penck og Sigmar Polke. Þrír
þeirra eru af austurþýsku bergi
brotnir og einn kemur frá landa-
mæraþorpi á mörkum beggja
þýsku ríkjanna. Þýskur raun-
veruleiki er þeim nálægur í sinni
nöturlegu mynd. Þá er þýsk
stjórnmálabarátta ekki fjarlæg
þeim, en þeir Kiefer og Immend-
orff voru nemendur Beuys í
Dússeidorf um líkt leyti og hann
lenti upp á kant við yfirvöld
menntamála í Bonn.
Allir eru þessir listamenn inn-
byrðis ólíkir. Sumir þeirra leita
fanga í pólitískt ástand Þýska-
iands (Immendorff), aðrir í ör-
lagaríka sögu landsins (Kiefer),
enn aðrir í tilvistarkenndan veru-
leik (Baselitz), eða óspillta nátt-
úru (Koberling og Hödicke),
táknfræði (Penk) og goðsagnir,
raunverulegar og skáldlegar
(Polke og Lúpertz).
Fjölbreytnin hefur enn aukist
með nýrri kynslóð málara, svo og
margbreytileik landshluta og
borga. í velflestum stærri borgum
landsins hafa myndast hópar með
sínum séreinkennum. Eitthvert
gróskumesta svæðið er þó senni-
lega Vestur-Berlín, þar sem ex-
pressiónísk og „villt“ einkenni
hafa verið hvað mest áberandi.
Þekktastir eru án efa fyrrverandi
nemendur K.H. Hödickes, sem
stjórnar málaradeildinni við
Listaháskólann í V-Berlín. Það
voru þeir Reiner Fetting, Sa-
lomé, Bernd Zimmer og Helmut
Middendorf, sem ganga undir
heitinu „Die neue Wilde“ (nýju
villidýrin) og stunda það sem
kallað hefur verið „Das heftige
Malerei" (Hið heiftuga mál-
verk). Þótt lítill aldursmunur sé á
kynslóðum eru þeir yngri allir
fæddir eftir stríð meðan þeir eldri
eru flestir stríðsbörn.
Frelsun eða
fasískar kltlur
Nýja málverkinu var tekið
fremur fálega í byrjun af
gagnrýnendum og fylgjendum
nýlista, einkum þeim sem að-
hylltust kenningar hugmyndlista-
manna (conceptual list). Þar fóru
bandarískir gagnrýnendur
fremstir í flokki ásamt helsta tals-
manni og postula hugmyndlistar-
innar, ameríska listamanninum
Joseph Kosuth. Taldi Kosuth
hina nýju málara vera að fram-
lengja dauðastríð málverksins og
kallaði nýja málverkið necrophil-
iu (náelsku) af verstu tegund. í
stað þess að kryfja listina út frá
hugmyndrænum forsendum
(conceptuelt), væru þessir lista-
menn fallnir í gamla og úrelta til-
finningasemi skynrænnar (perc-
eptískrar) tjáningar. í stað hlut-
lægrar og alþjóðlegrar tilrauna-
hyggju væri nýja málverkið aftur-
hvarf til þjóðernislegrar hug-
hyggju sem í versta falli endaði í
staðnaðri landshornaiist og kitl-
un við fasisma.
Einn helsti andmælandi Kos-
uths hefur verið gagnrýnandinn
Donal B. Kuspit, en hann telur
þýska málverkið hreinsun og
endurlausn þýskrar menningar
undan þjakandi fortíð. í því felist
djörf krufning á fortíð og nútíð
sem frelsað hafi yngri kynslóðir
Þjóðverja frá hnappheldu ein-
angrunar innan vestrænnar
menningar. Hann telur nýja mál-
verkið vera þjóðfélagslegt og al-
þýðlegt, sjálfsprottið svar yngri
kynslóðarinnar við fræðilegri
stöðnun framúrstefnulistanna og
frjókorn lifandi listar. Amerískri
gagnrýni vísar hann til föðurhús-
anna sem and-evrópskum þanka-
gangi og fýlu yfir glötuðu forystu-
hlutverki í heimslistinni.
Þessar öndverðu skoðanir á
gildi nýja málverksins, einkum
hins þýska, hefur mátt lesa af
spjöldum allra alþjóðlegra lista-
tímarita undanfarin ár og sýnist
sitt hverjum.