Þjóðviljinn - 19.08.1984, Page 14

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Page 14
Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs- stólum fyrir skólafólk. if * f. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum. Verð frá kr. 1.590.- f Húsgögn og ^ . Suðurlandsbraut 18 ^mnrettmgar simi 86 900 BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Hjúkrunarfræðinga á öldrunardeild B-5, B-6 í fullt starf eöa hlutastarf. Sjúkraliða á öldrunardeild B-5, B-6, Hafnarbúöa, Hvítabandsins í fullt starf eöa hlutastarf 8-13, 15.30 - 23.45 og 23.15 - 08.00. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra í síma 81200. Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast í eldhús spítalans hálfan eöa all- an daginn, vaktavinna. Upplýsingar um störfin veitir yfirmatreiðslumaður í síma 685245 milli kl. 9 og 11. Dagvistun barna á einkaheimilum Mikill skortur er á heimilum hér í borginni sem taka börn tii dagvistunar, þó sérstaklega í eldri hverfum. Eru þeir sem hafa hug á aö sinna því, beðnir að koma til starfa sem fyrst til að mæta þeirri þörf sem alltaf skapast á haustin. Vinsamlega hafið samband í síma 22360, umsjónarfóstrur Njálsgötu 9. Nemi í Stýrimannaskólanum óskar eftir að taka á leigu litla íbúð eða rúmgott her- bergi sem næst skólanum. Upplýsingar gefa Jóna eða Jóhann í síma 96-81165. Reykajvíkurborg BÆJARRÖLT ™. r ~ \rwir ™v - n"Þ x’ Þegar þú röltir... Þegar þú röltir þá færiröu einn fót fram yfir annan með afar ó- reglulegu millibili. Stundum stansarðu og horfir út í loftið, stundum grefurðu hendurnar niður í buxnavasana þar sem þú hringlar glaðlega með smápen- inga, stundum hefurðu þær fyrir aftan bak og fléttar fingurna ein- hvern veginn saman - það eru ýmsir möguleikar. Röltið hefur sín tilbrigði. Rölt er með vissum hætti ganga. Engu að síður er það ekki athöfn eða verknaður af neinu tagi heldur fyrst og fremst hug- arástand, og þegar öllu er á botn- inn hvolft er í rauninni ævinlega til einskis rölt því hvers virði er hugarástand? Til hvers notum við það? Þegar þú röltir ertu allur ein þolmynd. Þú sérð tré og þar eru lauf og kannski fugl sem tístir. Þarna er hús - þar hengdi maður sig út af faktúrum. Þú sérð blóm eða bfl eða fullan mann og þegar þú ert að rölta þá líður þetta allt saman inn í þig og skipar sér þar niður sjálft og gerir þig einhvern veginn í skapinu. Bfll brunar framhjá þér og hann er ekki bfll heldur Bfll - Bfllinn. Ekki síst ef hann slettir á þig úr polli og hefur ökumann sem heldur að bíll sé hið sama og kona. Rás tvö öskrar úr garði og hún er ekki bara eitthvað garg heldur menning- arástand þjóðarinnar. Þegar þú ert að rölta. Sjálfur rölti ég aldrei. Ég þekki þetta aðeins af afspurn og úr bókum - en ég held að það hljóti að vera dálítið skemmtilegt. Þeg- ar ég geng úr og í vinnu þá geri ég það festulega: ég fer greitt, ég stika, ég spígspora, ég hleyp við fót, ég þramma fast. Hugsunin gengur eftir reglulegum og stíf- beinum brautum orsaka og af- leiðinga, einkum þegar maður horfir fast ofan í gangstéttina því þar eru strikin svo hvöss. Þar sem ég bý eru allar gangstéttir sér- staklega hannaðar fyrir einarð- legar hugsanir; þar eru garðar í ströngum ferningum og húsin eru mörg svo beinskeytt að þau hafa ekki einu sinni þak. Þau eru líka kennd við fúnksjón og þau eru mjög gáfuleg. Þar sem ég bý - þar röltir mað- ur ekki. Þú líður ekki ljóðrænn um þann hluta Reykjavíkur sem ætlaður er fólki til að búa í. Þú gætir gert það við höfnina en þar er alltaf svo kalt. Þú gætir gert það á Klambratúni, en það er því miður í eyði af einhverjum ástæð- um. Þú gætir gert það við tjörnina ef ekki væru endurnar sem þú ferð alltaf að vorkenna svo mikið að þurfa að hírast þarna, þú gætir gert það inni í Laugardal ef ekki væri íþróttahreyfingin... Rölt. Þetta er hugarástand, líð- an, skap, stemmning, laustengt kerfi aðvífandi hugmynda - og hálf þjóðin þekkir það ekki af því borgin var skipulögð af mönnum með ferkantað heilabú. Andri ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Suðurnesjamenn Sumarferð Sumarferðinni er frestað um óákveðinn tíma. Félag- arnir eru hvattir til að fara í Þingvallaferðina nú um helgina. Vestfirðir - Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður haldin á ísafirði dagana 25. og 26. ágúst. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Geithellnahreppur - Almennur fundur Alþingismennirnir Helgi Selj- an og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundi í skólanum í Geithellnahreppi sunnudaginn 19. ágúst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. A-Skaftafellssýsla - Mýrarhreppur - Almennur fundur Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á al- mennum fundi í félagsheimilinu Holti á Mýrum mánudaginn 20. ágúst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Birtir-útgáfunefnd! Fundur á hvíldardaginn kemur kl. 14.00 (tvö). Ritstjórn Félagar í Alþýðubandalaginu Vinsamlegast sendið strax samningseyðublaðið um flokksgjaldið til skrifstofunnar Hverfisgötu 105 Reykjavík. -Flokksskrifstofan. Alþýðubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í ár verður laugardaginn 18. ágúst. Far- ið verður frá Reykjavík til Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dagskrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr íslandsklukkunni á Þing- völlum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllum aldri munu gera ferðina bráð- skemmtilega. 14 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.