Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Síða 16
LEÐARAOPNA Á engan mun hallað þó fullyrt sé að efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar fyrr í mánuðinum komi verst við húsbyggjendur og þá sem eru að kaupa íbúðir, - einmitt þann hóp sem var í hvað mestu uppáhaldi stjórnmála- manna fyrir kosningarnar í fyrravor og núverandi ríkis- stjórnarflokkar ætluðu að gera allt fyrir. Eftir rúmt ár bólar ekkert á efndum. Þvert á móti hafa vextir verið hækkaðir, bönkunum lokað fyrir fjárfestingarlánum ein- staklinga, greiðslubyrði nýbyggingarlána hefur aukist um 5% þrátt fyrir lengingu lánanna og þau mögru lán sem Húsnæðisstjóm veitir fást ekki greidd út fyrr en eftir dúk og disk. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því líka blygðunarlaust hótað að leggi lífeyrissjóðirnir ekki meira fjármagn í húsnæðislánakerfið verði dregið úr lánunum eða mönnum afhent veðdeildarbréf sem þeir eiga svo að selja sjálfir á hinum frjálsa markaði! Bakgrunnur Búseta hefur verið úthýst úr kerfinu og þar með í bili voninni um að ferskir vindar hans gætu blásið burt þeirri goðsögn að það sé íslendingum sáluhálparatriði að eiga steypuna í veggjunum hjá sér. Leiguokrið heldur áfram og allt er nú gert til að brjóta niður Verkamannabústaða- kerfið, eina möguleika láglaunafólks til að komast í ör- uggt húsnæði. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt 25% niður- skurð á framkvæmdum Verkamannabústaða næsta ár og tvöfaldað útborgun í íbúðum þeirra, þannig að hún fer að nálgast hálfa miljón króna. Þeir sem bjóða vöru sína fala á fasteignamarkaði hafa greinilega ekki mikla trú á efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar og fullyrðingum Þjóðhagsstofnunar um að verð- bólgan sé 15%. Alla vega miðast greiðslukjörin sem þeir bjóða við óðaverðbólgustig og engin teikn á lofti um að markaðurinn í Reykjavík, sem þó á að vera orðinn svo frjáls, hlaupi sjálfkrafa á eftir tölum frá Þjóðhagsstofn- un. Mitt í þessum hremmingum „húsbyggingarkynslóðar- innar“ er komin fram tillaga í Húsnæðisstjórn um Iausn á stórum hluta þessa vanda. Tillagan miðast við að ekki fáist G-lán til íbúðakaupa nema útborgun sé lækkuð og greiðslubyrði innan ákveðinna marka. Þetta þýðir að seljendur fasteigna, sem flestir fengu ódýr og óverð- tryggð lán á sínum tíma, lána kaupendum jafnvirði 450 miljóna króna með lækícun útborgunar úr 75% í 60%, upphæð sem er hærri en það sem veitt er í G-lán á þessu ári. Um þessi mál og fleira fjalla viðtölin hér á opnunni. ÁI Hilmar Þórisson, skrifstofustjóri Húsnœðisstofnunar. Aukin greiðslubyrði þrátt fyrir lengingu lána „Meginbreytingarnar á lögun- um um byggingasjóð ríkisins eru þær að lánstíminn er lengdur um 5 ár, vextirnir voru hækkaðir úr 2,25% í 3,5% af almennum bygginga- og endurkaupalánum og lánin eru nú afborgunarlaus fyrstu tvö árin í stað eins áður“, sagði Hilmar Þórisson, skrifstofu- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins ( samtali við Þjóðviljann. „Þrátt fyrir lengingu lánanna eykst greiðslubyrði nýbyggingarlána um 5% vegna vaxtahækkunar- innar. Lánin eru nú borguð niöur á 29 árum í stað 25 en samt mun- ar þetta 1700 krónum á ári núna á dæmigerðu láni sem er 667 þúsund krónur". - En var ekki markmiðið með lengingunni að létta greiðslu- byrðina?. „Um það var í sjálfu sér aldrei rætt. Það var tekin ákvörðun um að lengja lánstímann, en síðan er það pólítíkusanna að ákveða vextina, og maður hafði á tilfinn- ingunni að þeir myndu frekar hækka. Ríkisstjórnin tók síðan ákvörðun um að hækka vextina í 3,5% 1. júní sl. og gildir sú ákvörðun til áramóta. Þá verður þetta skoðað aftur. Lenging lána til kaupa á eldra húsnæði vegur hins vegar hlut- fallslega meira en í nýbyggingar- lánum. Greiðslubyrði þeirra batnar því um 8%, þrátt fyrir hækkun vaxtanna, en greiðslut- ími þeirra er nú 19 ár í stað 15“. - Nú eru fyrirhugaðar breytingar á útreikningi G-lána? „í lögunum er ákvæði um að áhvflandi og uppreiknað G-lán, þ.e. Ián til kaupa á gamalli íbúð, megi ásamt nýju láni aldrei fara upp fyrir venjulegt nýbyggingar- lán. Áður fyrr skipti stjórnin sér ekkert af því hvað hvfldi á íbúð- inni, nema hvað áhvflandi skuldir máttu aldrei fara upp fyrir 60% af brunabótamati. Eftir 1. júní verður stjórnin hins vegar að at- huga hvaða lán hvfla á íbúðinni frá Byggingasjóði ríkisins áður en ný upphæð er veitt, og fram- reikna það til verðlags í dag“. - Nú hafa áhvílandi skuldir einmitt oft gert fólki kleyft að festa kaup á eldri íbúðum. Var þetta að tillögu húsnæðisstjórn- ar?. „Nei, stjómin gerði tillögu um að það yrði dregið úr þessu ákvæði en við því var ekki orðið. Þetta er rökstutt með því að lán úr Byggingasjóði til kaupa á eldri íbúð gætu verið hærri en nýbygg- ingarlán og það þótti mönnum óeðlilegt, einkum þeim sem eru Hilmar Þórisson að byggja. Hámarks G-lán er núna 290 þúsund fyrir venjulega íbúð og þetta þýðir að áhvflandi húsnæðisstjórnarlán má ekki vera hærra en 377 þúsund krónur uppreiknað, án þess að til skerð- ingar komi á nýja láninu“. - Biðtími eftir lánum hefur lengst og fólk kvartar mikið undan því?. „Já, - biðtíminn hefur lengst vegna peningaskorts. Lífeyris- sjóðirnir hafa ekki keypt nema 36% af því sem ákveðið var í lánsfjáráætlun þegar 7 mánuðir eru liðnir af árinu og það hefur valdið miklum erfiðleikum. Þetta hefur almennt seinkað lánum um 1-2 mánuði. Nú fá þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð lánið í tvennu lagi meðan aðrir fá þau.í þrennu. Þetta var ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og eins að lánin til þessa hóps kæmu innan ákveðins tíma, þ.e. hefðu vissan forgang á við önnur lán. Biðin hjá þessum hóp getur nú farið yfir 2 mánuði en 4-5 mánuði hjá öðrum. Það gæti orðið enn meira þegar nálg- ast áramótin ef ekki rætist úr með fjármagn, þannig að þessar hefð- bundnu lánveitingar sem hafa verið í október til desember drægjust fram yfir áramótin. Um það vitum við þó ekkert". - Nú gerist þetta á sama tíma og bönkunum er lokað fyrir hús- byggjendum. Skapar það ekki enn aukinn vanda hjá þessum hóp? „Því miður hefur það alltaf ver- ið þannig að húsnæðisstjórn hef- ur aldrei getað gengið að fjár- magninu vísu, þótt upphæðin standi skýrum stöfum í lánsfjárá- ætlun og fjárlögum. Við höfum orðið að taka ákvarðanir um greiðslu lánanna með tiltölulega litlum fyrirvara þannig að fólk hefur heldur ekki getað gengið að þessu vísu. Fólk biður heilmikið um flýt- ingu á lánum núna. Það býst eðli- lega við að lánin komi á svipuð- um tíma og áður, en nú er biðin t.d. 7mánuðirámilli hlutaístaðó áður. Það gefur auga leið að þetta kemur sér illa fyrir fólk. Það er brýnast að finna fjár- magn í húsnæðislánakerfið. Líf- eyrissjóðskaupin hafa vegið mjög hátt í heildarfjármögnun þess og það gengur ekki lengur. Við tökum þessa peninga að láni hjá þeim með rúmlega 5% vöxtum og erum svo að lána sömu pen- ingana aftur með 2-3% vöxtum. I nýju lögunum er gert ráð fyrir að ríicið leggi fram 40% af sam- þykktri útlánaáætlun og á það mun reyna á næsta ári. Það þýðir hins vegar að það verður slagur um útlánaáætlunina á hverju ári. Það er betra held ég að hafa markaða tekjustofna en allir markaðir tekjustofnar voru tekn- ir af með lögum 1980. Á Norður- löndunum hafa verið farnar ýms- ar leiðir til að fjármagna húsnæð- iskerfið. Ein er sú að leggja á aukafasteignagjöld sem renna til ríkisins á þá sem hafa fengið óverðtryggð og ódýr lán á sínum tíma. Kannski það væri lausnin hér?“. -Á1 LEIÐARI Ríkið hefur burði til að breyta fasteignamarkaði en vantar vilja Stjómarflokkamir lofuðu 80% lánum til húsnæðiskaupa fyrir kosningar, og eftir að nú- verandi ríkisstjórn komst til valda hafa loforð húsbyggjenda og íbúðakaupenda aukist um allan helming, en lána- og greiðsluskjör farið hríðversnandi á sama tíma, þegar tillit er tekið til stórfelldrar kjararýrnunar. Loforðin um 80% lánin eru ekki lengur á vörum ráðherra og þrengt er að húsnæðislánakerfinu með ýms- um hætti. Ekki verður lengur unað framkvæmdaleysi á þessu sviði og þess vegna er vert að gefa sérstaklega gaum ýmsum athyglisverðum hugmyndum sem fram hafa komið og miða sérstaklega að því að bæta skipulag fasteigna og lánamarkaðar fyrir kaupendur og seljendur íbúða. Á það hefur verið bent að innan áratugs muni húsnæði á hvert mannsbarn á íslandi verða komið yfir 42 fermetra. Fólki á landinu fjölgar um innan við 1.5%, en íbúðum fjölgar um 2.5% og íbúðarrými eykst enn meir sökum þess að nýju íbúðirnar eru stærri en þær gömlu. Meða sama áframhaldi stækkar hús- næði á hvert mannsbarn um 1 % á ári. Húsrými ætti því að vera ærið í landinu, en skipulag húsnæðismarkaðarins er hins vegar í ólestri. Ungu fólki er gert ókleift að kaupa annað en smæstu íbúðir sem það á í harðri samkeppni um við eldra fólk sem vill minnka við sig. Húsnæðisstefnan miðast hins vegar fyrst og fremst við fólk sem vill byggja yfir sig stórar íbúðir eða hús. Á það hefur verið lögð áhersla af ýmsum sem þekkja fasteignamark- aðinn að með lækkun útborgunarhlutfalls væri hægt að gera ungu fólki kleift að kaupa strax í upphafi íbúðir sem hæfa barnafólki, en það myndi rýma litlar íbúðir fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Slík stefna myndi stuðla að eðlilegum kynslóðaskiptum í því húsnæði sem fyrir er, draga úr lánaþörf í nýbyggingu hús- næðis, og skapa meira jafnvægi á markaðn- um. Tilraunir til þess að lækka útborgunarhlut- fallið hafa verið gerðar af einstökum fast- eignasölum, en þó virðast litlar líkur á að lægra hlutfall festist í sessi. Þar kemur það sjálfsagt til að almenningur jafnt sem fasteignasalar, hafa litla trú á að jafnvægi verði í efna- hagsmálum og vaxtakjör stöðug. öryggi í verðbréfaviðskiptum er og sama sem ekki neitt og fólk hrætt við að það verði hlunnfarið í slíkri bréfahöndlun. Guðrún Hallgrímsdóttir fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Húsnæðismálastjórn hefur ásamt 2 öðrum lagt fram tillögu um að stofnun- in setji það að skilyrði fyrir lánum til kaupa á eldra húsnæði að útborgun kaupendafari ekki yfir 60% af kaupverði. Jafnframt sé það skil- yrði sett að greiðslubyrði af þeim lánum sem hvíla á íbúðinni, að viðbættu láni seljanda, sé ekki þyngri en 6% af heildarverði hennar. Þeirri hugmynd hefur og verið varpað fram að til þess að gera seljendum íbúða auðveldara að fara inn á þessa braut geti ríkissjóður eða bankar með greiðslutryggingu eða skulda- bréfaskiptum gert skuldabréf vegna íbúða- kaupa verðmeiri og öruggari en nú er. Sumir telja að ef ríkisvaldið og stofnanir þess færu markvisst inná þá braut að knýja niður útborg- unarhlutfallið þangað til „eðlileg viðskiptakjör" ríktu á verðtryggingartímum gæti svo farið að lán hins opinbera til kaupa á eldra húsnæði yrðu óþörf og því fé sem þar sparast mætti veita til nýbygginga er fram líða stundir. Að- gerðir af þessu tagi gætu reynst eitt sterkasta vopnið í baráttu gegn verðbólgu á komandi árum, segir Guðrún Hallgrímsdóttir í tillögu sinni í húsnæðismálstjórn. Hinarfjölmörgu fasteignasölur í landinu, 80- 100, sem að meðaltali selja ekki nema 80 íbúðir á ári, hafa hvorki burði né vilja til þess að koma á eðlilegum viðskiptakjörum á fast- eignamarkaðinum. Ríkið hefur burðina en vilj- inn er sáralítill. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 19. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.