Þjóðviljinn - 19.08.1984, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 19.08.1984, Qupperneq 19
SKAK aran Petrosan látinn Fyrir tæplega viku síðan bárust þau tíðindi frá Sovét- ríkjunum að fyrrverandi heimsmeistari í skák, Tigran Vartanovich Petrosjan, væri látinn. Hann hefur það sem af er þessu ári átt við mikla van- heilsu að stríða sem nú hefur dregið hann til dauða aðeins 55 ára að aldri. Petrosjan er ekki einn af þeim snillingum sem hrósað hefur ver- ið af öllum, þvert á móti er hann sennilega sá sem hefur þurft að þola mesta gagnrýni. Hann var ekki ævintýramaður við skák- borðið heldur tefldi eins og stað- an bauð upp á. Þetta leiddi til margra jafntefla en það voru líka fáir sem sigruðu hann. Fyrir þetta fékk hann viðurnefnið „Iron Petrosjan" eða járn Petrosjan. En það skal ekki nokkur maður halda að hægt sé að verða heimsmeistari með slíku athæfi, Petrosjan gat teflt glæsilegar sóknarskákir og hafði til þess mikla hæfileika. Það eru margir sem vilja loka augunum fyrir þessari staðreynd en sennilega á hann margar af fallegustu sókn- arskákum vorra tíma. í þessu sambandi er mér minnisstæð sú það var þar sem Spassky var sigr- aður. Heimurinn hafði fengið að sjá þann Petrosjan sem bjó undir niðri en var tilbúinn að skjótast upp á yfirborðið gerðist þess þörf. Það er samdóma álit manna að í þessu einvígi hafi einhverjar fallegustu skákir sem teflst hafa í heimsmeistaraeinvígi komið fram, flestar af hálfu Petrosjan. Að lokum skulum við líta á eina stutta sóknarskák þar sem fórnarlambið er Kortsnoj. LÁRUS JÓHANNESSON umræða sem átti sér stað fyrir einvígi hans við Spassky árið 1966. Flestir töldu taktík vera veikustu hlið Petrosjan en hins- vegar sterkustu hlið Spasskys. Þessar raddir urðu svo háværar að Spassky trúði þessu iíka. Hann ákvað því að þvinga Petrosjan inn í taktískar stöður en viti menn Hvítt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Kortsnoj Áskorendamótið 1962. 1. c4 - cS 2. Rf3 - Rf6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - g6 5. Rc3 - dS 6. BgS! - dxc4 (6.-Re4 kom til greina etir 7. Rxe4 dxe4 8. Da4+ Bd7 9. Dc2 Rc6 10. Dxe4 Bg7 11. Rxc6 Bxc6 hefur svartur nógar bætur fyrir peðið.) 7. e3 - DaS (Byrjunar taflmennska Korts- nojs er áhættusöm en hann hefur ekki mikla trú á skjótri refsingu af hendi svo friðsæls manns sem Petrosjans. Betra var að leika 7. -Bg7 8. Bxc4 0-0 9.0-0 aó og hvíta staðan er aðeins þægilegri.) 8. Bxf6! - gxf6 9. Bxc4 (Einfaldasta lausnin. Hvítur lætur af hendi biskupaparið en treystir í stað þess á yfirburði í liðskipan. Einkennilegt fyrir Petrosjan sem hugsaði yfirleitt ekki mikið um skjóta liðskipan.) 9. - Bb4 10. Hcl - a6 11. 0-0 - Rd7 (Ekki þýddi að hróka vegna 12. Rd5! svartur hefði hinsvegar átt að sleppa a6 og hróka í staðinn.) 12. a3 - Be7?! (12. - Bxc3 13. Hxc3 Re5 var eina leiðin.) 13. b4 - De5 (Ekki gekk 13. - Dxa3 14. Rd5! ogekki heldur 13. - Dd814. Bxf7! Kxf7 15. Db3+ Ke8 16 Re6!.) 14. f4! IiM * W i i m m mk , w A&£> A 8 ^ A 1 1AIÖ (Ef nú 14. - Dxe3+x 15. Khl og hótanirnar 16. Hel og 16 Rd5 eru óverjandi.) 14. - Db8 15. Bxf7!! - Kxf7 16. Db3+ .. Ke8 17. Rd5 - Bd6 18. Re6 - b5 19. Rdc7+ Ke7 20. Rd4!! (Býður svörtum upp á riddarann á c7 : 20. - Bxc7 21. Rc6+ Kf8 22. Rxb8 Bxb8 23. De6! eða 20. - Dxc7 21. Hxc7 Bxc7 22. De6+ Kf8 23. Dc6! Ha7 24. Re6! o.s.frv.) 20. - Kf8 21. Rxa8 og Kortsnoj gafst upp. Samtök öhugamanna um áfengisneyslu annarra Virkari bannstefnu Samtök Áhugamanna um Áfengisneyslu Annarra (SÁAA) hafa ályktaö um nýjar tillögur áfengisvarnarnefndar. Samtökin fagna þessu frum- kvæði nefndarinnar svo og þeirri athygli sem áfengis- varnarmál njóta um þessar mundir vegna tillagnanna. Jafnframt lýsa Samtökin stuðningi við anda tillagn- anna, að gera drykkju- mönnum sem allra erfiðast fyrir að stunda lesti sína. Samtökin telja þó að tillögurn- ar mættu ganga lengra — þeim svipar um margt til reglna sem nú gilda í Sovétríkjunum og hafa ekki skilað nógu miklum árangri. Eftirfarandi eru nokkrar við- bótartillögur Samtakanna, til umræðu og umhugsunar fyrir lög- gjafann. 1. Áfengi verði eingöngu afgreitt gegnum lúgur á útvegg í útsölum ríkisins. 2. Skyndilokunum verði beitt í mun ríkari mæli en hingað til, bæði heila daga en einnig hluta úr degi, t.d. þyki útsölustjóra of löng röð hafa myndast við lúguna. 3. Áfengi verði gert skráningar- skylt eins og önnur hættuleg lyf. 4. Afgreiðsla áfengis verði ein- skorðuð við eigendur fasteigna og skal jafnan framvísa gögnum þar að lútandi. Greinargerö: Þessi ráðstöfun mundi stórminnka áfengis- neyslu unglinga og giftra kvenna, og að auki hvetja til viturlegra og skynsamlegra fjárfestinga. 5. Mönnum verði ekki selt áfengi nema þeir geti fært á það sönnur að þá langi ekki í áfengi, heldur ætli þeir að drekka það af öðrum óskyldum ástæðum. Greinargerð: Nýlegar finnskar rannsóknir hafa sýnt að þeim er mest hœtt við áfengissýki sem langar í vín og drekka það af lyst. 6. Eftirlit með sykursölu í versl- unum verði stórlega hert og kaupendum gert að gera grein fyrir notkun á sykrinum ef keypt er meira en tvö kíló. 7. Pilsner og aðrir svipaðir drykk- ir verði ekki afgreiddir nema við- skiptavinur geti sannað að hann eigi ekki og hafi ekki aðgang að kláravíni. 8. Ger fáist ekki afgreitt út úr búð nema viðskiptavinur hafi með sér deig og verði þá gerið sett beint í deigið að kaupmanninum ásjá- andi. 9. Framfylgt verði með fullri ein- urð núgildandi lögum um bann við áfengisauglýsingum, hverju nafni sem þær nefnast. Greinargerð: Öskubakkar, dagatöl, o.fl. auglýsingar frá áfengisframleiðendum og um- boðsmönnum eru hvarvetna á almannafœri. 10. Tafarlaust skal stemma stigu við áfengis- og drykkjuáróðri í er- lendum og innlendum sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Flöskur og glös verði gerð torkennileg með yfirstrikunum og útþurrkun- um og hljóðmerki komi í stað orða er lúta að drykkju. í texta- þýðingum komi t.d. „svaladrykk- ur“ eða „íste“ í stað áfengisheita. 11. Áfengisáróður verði upprætt- ur úr skólabókum og smám sam- an öllum bókum, þannig að til- vitnanir til öls, mjaðar, „táranna þrúgna“ o.þ.h. verði strikaðar út eða umskrifaðar. Virðingarfyllst, Magnús Sveinsson. m wmmmmm m mm m ■ ATTU BIL EDA UEIfl 11 O ■ ncwLu ■ í ÁGÚSTMÁNUÐI GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á EFTIRTÖLDUM VÖRUM í ALLA BÍLA SEM VIÐ HÖFUM UMBOÐ FYRIR Dæmi um verð: öp-sA . '.WÍ&ÍÍSÍ: : % < Vi « ' »1 f,.. Kerti Frákr. 40 -í 10% Platínur — 50-i -10% Kveikjulok ... — 95-i - 10% Viftureimar ... — 45-: -10% Tímareimar .. — 145-i -10% Loftsíur — 195-i - 10% Smursíur .... — 155 -i -10% Bensínsíur ... — 35- - 10% Þurkublöð ... — 75 -. - 10%o Bremsuklossar — 285-. - 10% Bremsuborðar — 110-. - 10% Bremsudælur .— 440, -10% Vatnsdælur .. — 410- ■-10% VIÐURKENND VARA í HÆSTA GÆÐAFLOKKI MITSUBISHI MOTDRS Auói IhIhekiahf ^ Laugavegi 170 -172 Sími 2124-0 Sunnudagur 19. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 10% AFSLÁTTUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.