Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Hvaðvill Þór Vilhjálmsson? egar forseti Hæstaréttar stendur upp á ráðstefnu er- lendis og vitnar um samskipti fjöl- miðla og dómsvalds vakna ýmsar spurningar. Þjóðviljanum hefur ekki tekist að fá svör við neinum þeirra hjá Þór Vilhjálmssyni, en hér birtast kaflar úr samtali hans við fréttaritara útvarpsins og úr inngangsorðum hans á ráðstefn- unni sem forseti Hæstaréttar birti í Morgunblaðinu í gær. Þór heldur því fram að brotið hafi verið gegn réttum reglum í íslenskri blaðamennsku, að ís- lenskum fjölmiðlum hafi tekist að komast undan lagaeftirliti og ritstjóra varði minna hvað hann er dæmdur fyrir en upphæð sekt- ar. Hann vill að höfð séu á vegum réttarkerfisins viðbrögð; dóm- stólarnir hafi gefið æsipressunni lausan tauminn. í inngangsorðum við pall- borðsumræðu sagði Þór meðal annars að lagaeftirlit með fjöl- miðlum væri ekki virkt. „Fjöl- miðlamenn virðast ekki taka því, með ýkjamikilli alvöru, að dómar gangi gegn þeim á þessu sviði, - siðferðisleg áhrif eru með öðrum orðum ekki mikil. Spurningin, sem dæmdur ritstjóri lætur sig varða, virðist fremur vera sú, hve mikið hann þarf að borga. Og réttarvenja í mínu landi er með þeim hætti, að menn borga ekki ýkja mikið. Það er a.m.k. oft lít- illar sektar virði að fá góða sögu og selja vel. Það eru þannig dóm- stólarnir, sem gefið hafa æsi- pressunni lausan tauminn, og þar er komið að aðalvandanum á mínu landi að því er ég tel. Bætt sjálfsögun kæmi varla að miklu gagni. Þau viðurlög, sem þar koma til álita, eru ekki slík, að búast megi við, að þau dragi úr ákafri leit blaðanna eftir athygli lesendanna". „Svo virðist sem meðal fjöl- miðlamanna sé það ríkjandi ósk, að þeir séu lausir við eftirlit lag- anna. Þetta er ekki einsdæmi. Ummœli Þórs Frumkvæðidómstólaútilokað Formaður Lögmannafélagsins hefur ekki trú á harðari refsingum í Aðrir áhrifahópar, einkum stjórnmálaflokkarnir og hags- munasamtökin, vilja helst kom- ast undan því á mínu landi, að réttarkerfið hafi afskipti af mál- um þeirra. Öllum þessum þremur hópum hefur tekist að komast undan lagaeftirliti." Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar. Leiðrétting í samtali við fréttamann út- varps sagði Þór meðal annars: „Mér hefur fundist þetta vera þannig í okkar landi, og ég held reyndar að það eigi við bæði um yfirlýsingar dómstóla og siða- reglunefnd Blaðamannafélags- ins, að það hafi verið brotið gegn réttum reglum. Um siðareglur blaðamanna: „Hjá okkur er það þannig, að síðan, ef ég man rétt, 1964 eða þar um bil hefur starfað á vegum Blaðamannafélagsins siðareglu- nefnd. Sú nefnd er með því ein- kennilega marki brennd að hún starfar sem einskonar einkafyrir- tæki blaðamanna, þó að aðrir geti sent henni kærur. Þegar slík kæra kemur er hún meðhöndluð sem einkamál blaðamanna, og niður- staða nefndarinnar einungis birt fyrir þá, í þeirra eigin blaði, en ekki fyrir almenning. Þetta eitt, og reyndar fleira við þessa nefnd, er slík firra, að gagnið af henni er sáralítið." Spyrill: Hvað vildir þú sjá í staðinn fyrir þetta fyrirkomulag sem núna gildir? Þór: „Ég er persónulega þeirrar skoðunar, og ég skal játa það strax að það voru ýmsir á fundinum í morgun sem voru annarrar skoðunar, - að það séu dómstólarnir fremur en slík nefnd, sem verði að láta að sér kveða á þessum vettvangi ef við ætlum að ná árangri. (...). Það er svo með blöðin einsog svo margt annað í þjóðfélaginu, að það geta komið fyrir atvik þegar það er nauðsynlegt að hafa á vegum réttarkerfisíns viðbrögð til við- vörunar þeim sem hugsanlega gefa tilefni til slíks síðar, og reyndar til uppreisnar fyrir þá sem hugsaniega hafa orðið fyrir hnjaski af þeim sökum.“ meiðyrðamálum og segir dómstóla aldrei geta átt frumkvœði að því að ráðskast með fjölmiðla sagði Jón Steinar Gunnlaugsson formaður Lögmannafélagsins i samtali við Þjóðviljann um fjöl- miðla og dómstóla í kjölfar um- mæla Þórs Vilhjálmsssonar á lög- fræðiþingi og í útvarpi. Jón kvaðst sammála forseta Hæsta- réttar um það að dómstólar hefðu ekki reynst þess megnugir að vera fjölmiðlum til aðhalds. Hinsvegar taldi hann að gætt hefði misskiin- ings um orðræður Þórs. „Dóm- stólar geta aldrei átt frumkvæði að því að ráðskast með fjölmiðla, - þeir fjalla ekki um önnur mál en þangað er vísað“. - Umræður um ábyrgð blaða- manna og þeirra sem tjá sig í fjöl- miðlum hljóta að verða til þess að menn átti sig betur. Þetta þarf að ræða og það er helst að blaða- menn geri það sjálfir. Góð blaðamennska felst ekki síst í því að blaðamaður staðreyni réttmæti þess sem hann er að segja frá, afli sér allra tiltækra upplýsinga. Það hefur orðið vart versnandi siðferðis í blaða- mennsku á undanförnum árum. Það eru meðai annars prentaðar heilu síðurnar af gróusögum í blöðunum, oft órökstuddar dylgjur um menn og málefni. Dæmi, og ekki það eina, er Helg- arpósturinn. Þetta er óvönduð blaðamennska og þeir sem fyrir verða eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þór talar um viðbrögð á vegum réttarkerfisins ? - Ég veit ekki hvað hann á við með því. Hef ekkert um það að segja, nema það sem ég sagði áðan: réttarkerfið fjaliar ekki um önnur mál en þau sem þangað er vísað. Þór segir að fjölmiðlum, stjórnmálaflokkum og hags- munasamtökum hafi tekist að komast undan lagaeftirliti? - Ég býst við að hann hafi nokkuð til síns máls. Ég vil bæta við þetta því sem hreyft hefur verið, að íslenskir dómstólar hafi ekki staðið sig sem skyldi við að tryggja einstaklingsbundin rétt- indi manna, ekki bara gagnvart þessum stofnunum, heldur líka gagnvart framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. _ m Eg hef enga trú á að það leysi neinn vanda að auka refsingar eða beita dómskerfinu af offorsi, Jón Steinar Gunnlaugsson formaður Lögmannafólags íslands Carl Gustav Jacobsen prófessor flytur erindi sitt um bandaríska og sovéska1 hernaðarstefnu. Við fundarstjórn eru aðrir fyrirlesarar, Jan Williams, Nils Petter Gleditsch og Páll Bergþórsson, ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur, fundarstjóra. Ljósm. ATLI. Friðarsamband norðurhafa Norður-Atlantshafið í brennideplinum Um 45 erlendir gestir sitja ráð- stefnu friðarhreyfinga I ríkj- um sem eiga lönd að Norður- Atlantshafi sem hófst á Hótel Loftleiðum í gærmorgun, auk fulltrúa frá hreyfingum og stjórnmálasamtökum á Islandi. í inngangserindum sem flutt voru í gærmorgun fjölluðu pró- fessor Carl Gustav Jacobsen um bandaríska og sovéska hernaðar- stefnu, Nils Petter Gleditsch frá Norsku friðarrannsóknarnefnd- inni um herstöðvar, tæknibúnað og upplýsingar, Páll Bergþórsson veðurfræðingur um vistfræði- legar afleiðingar kjarnorkustríðs á Norður-Atlantshafssvæðinu og Jan Williams um Friðarsamband Norðurhafa og hlut friðarhreyf- inga í að þróa nýjar leiðir til friðsamlegrar sambúðar. Árni Hjartarson formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga setti ráð- stefnuna, fundarstjóri er Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður. Margir umræðu- og vinnuhóp- ar starfa á ráðstefnunni en henni lýkur á sunnudaginn. - ekh Mistök urðu í umbroti á blað- inu f gær, þar sem fyrirsögn og mynd lentu á flakki. Frásögn af myndlistarsýningu 5 ungra manna á Akureyri lenti undir fyr- irsögn og mynd af my ndlistarfólki sem sýnir á Kjarvalsstöðum. Um leið og beðist er afsökunar á þessum mistökum er minnt á að sýningarnar á Kjarvalsstöðum hætta um helgina, og á Akureyri verður sýning þeirra Haraldar Inga Haraldssonar, Jóns Laxdal Halldórssonar, Kristjáns Stein- gríms Jónssonar, Guðmundar Odds Magnússonar og Kristjáns Péturs Sigurðssonar í Listsýning- arsal Myndlistarskóianns opin fram á sunnudagskvöld. Laugardagur 25. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.