Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 13
KVIKMYNDIR Góð hugmynd, léleg kvikmynd Local Hero Bretland, 1983 Handrit og stjórn: Bill Forsyth Kvikmyndun:Chris Menges Leikendur:Burt Lancaster, Peter Rie- gert, Denis Lawson, Peter Capaldi. Sýningarstaður: Regnboginn Bresk kvikmyndalist virðist ekki vera á ýkja háu plani um þessar mundir og má muna sinn fffíl fegri. Að vísu koma öðru hverju myndir frá Bretlandi sem gera það gott í bíóum heimsins, og er skemmst að minnast mynda eins og Candhi og Chariots of Fire. En það er tímanna tákn að sú mynd sem hér er til umfjöllun- ar, Local Hero, skuli talin með merkari afurðum breska kvik- myndaiðnaðarins á síðasta ári. Ég fæ ekki betur séð en að þessi mynd hafi verið lofuð meira en efni standa til. Bill Forsyth er ungur kvik- myndastjóri og hefur áður gert myndirnar Gregory’s Girl og That Sinking Feeling, sem báðar hlutu mikið lof á sínum tíma, en hvoruga þeirra hef ég séð, því miður. Framleiðandi Local Hero er David Puttnam, sem einnig framleiddi Óskarsverðlauna- myndina Chariots of Fire. Hann mun hafa átt hugmyndina að Lo- cal Hero, en Bill Forsyth samdi handritið og stjórnaði myndinni. Hugmyndin er góð: olíufyrir- tæki í Texas fær áhuga á lítilli vík í Skotlandi, og hyggst reisa þar hreinsunarstöð og birgða- geymslu. Við víkina stendur gamalt þorp, og það fyrsta sem olíufyrirtækið þarf að gera er að kaupa landið af þorpsbúum og fá þá til að flytja burt. Starfsmaður fyrirtækisins er sendur á staðinn til að kanna aðstæður og höndla við heimamenn. Þarna er semsé komið efni sem býður upp á ýmsa möguleika. Með hressilegum tilþrifum í handriti og leik hefði mátt sýna árekstur tveggja menningar- heima, sem mun hafa verið ætl- unin. En það er einhver lognmolla yfir öllu saman, leikur- inn er tilþrifalaus með öllu, nema þegar gamla kempan Burt Lanc- aster birtist, þá lifnar aðeins yfir þessu í bili. Handritið er ein- kennilega ómarkvisst, það er uppfullt af útúrdúrum sem eiga að vera fyndnir en eru það varla nema rétt í meðallagi. Eitt atriði þótti mér skemmti- legt: það var ballið í þorpinu. Þar tókst allt í einu að skapa góða stemmningu, eitthvað sem mað- ur gat ímyndað sér að væri skosk sveitaballstemmning. Eitt af því sem gerir myndina svo óspennandi er sú staðreynd að atburðarásin er ekki trúverð- ug. Ekkert hefði þó verið einfald- ara en að spinna þennan sögu- þráð þannig að áhorfendur tryðu sögunni - þetta er saga sem er alltaf að gerast. En í viðleitni sinni til að vera notalega fyndinn og móðga engan missir Forsyth allt úr höndum sér. Brandararnir eru þreyttir og gamlir, mestan part. Árekstur menningarheim- anna er enginn árekstur, vegna þess að það er sáralítill munur á fulltrúum heimanna tveggja, þegar allt kemur til alls. And- stæður vantar. Afslappaður leikur og það sem Bretar kalla „understatement“ getur auðvitað verið gott og blessað, en of mikið af öllu má þó gera, og stundum hafði maður beinlínis á tilfinning- unni að Peter Riegert, sem leikur sendimanninn frá Texas, væri al- veg að sofna. Burt Lancaster í hlutverki olíukóngsins herra Happers. The Trouble With Harry - myndin sem gerði Shirley MacLaine fræga. Hitchcock-hátíð Nú geta kvikmyndaunnendur farið að lyfta brúnum: Hitchcock-hátíðin er hafin í Laugarásbíói. Þar gefst kostur á að sjá fimm kvikmyndir eftir þennan meistara spennunnar á næstu vikum. Myndirnar eru gerðar á árunum 1948-58, sem margir telja eitt besta tímabil í langri starfsævi meistarans. Rear Window, eða Glugginn á bakhliðinni, sem nú er verið að sýna, er frá árinu 1954. Aðalhlut- verkin í henni eru leikin af James Stewart og Grace Kelly. Næsta mynd verður Rope, eða Reipið, frá 1948, með James Stewart, John Dall og Joan Chandler í að- alhlutverkum. Ekki er víst hver röðin verður á þeim þremur myndum sem síðan verða sýndar, en þær eru: The Man Who Knew Too Much, Maðurinn sem vissi of mikið, með James Stewart og Doris Day, frá 1956; The Trouble With Harry frá 1956, myndin sem gerði Shirley MacLaine fræga, og síðast en ekki síst Vertigo (1958) með'James Stewart og Kim No- vak. Þetta framtak Laugarásbíós er svo sannarlega lofsvert. Alfred Hitchchock er einn stór- kostlegasti leikstjóri sem kvik- myndasagan kann frá að greina og myndir hans eru alveg jafn- spennandi núna og þær voru þeg- ar þær komu fyrst á markaðinn. Margir hafa reynt að stæla Hitch- cock en engum tekist, hann er og verður engum líkur. En framlag hans til þróunar kvikmyndalistar- innar var stórt og verður seint of- metið. Semsagt: allir í Laugarásbíó!! Listmunahúsið: Karl Kvaran sýnir Karl Kvaran opnar sýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2 í dag, laugardag. Hann sýnir 20 ný eða nýleg olfumálverk. Karl hef- ur ekki haldið einkasýningu síðan hann sýndi á Kjarvalsstöðum 1979, en hann hefur tekið þátt í sýningum Septem-hópsins. Þetta er fyrsta sýningin í Listmunahúsinu eftir sumarleyfi í rúman mánuð og sagði Svava Ar- adóttir framkvæmdastjóri að nú væri verið að vinna að skipulagn- ingu sýninga í vetur. Nú f haust eru tvær sýningar ákveðnar, sýn- ing á verkum Braga Ásgeirssonar og á verkum Guðnýjar Magnús- dóttur, en hún hefur að undan- förnu stundað nám í keramiki í Finnlandi. Sýning Karls er sölusýning, lýkur 9. september. Opið er dag- lega frá 10 -18, um helgar frá 14 - 18, en lokað mánudaga. LEIKLIST Um tilgang lífsins „liruókaup við vegarbrún“ Útvarpsleikrit eftir Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Harald G. Haralds, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Tvenn hjón eru á leið austur í sveitir til að sækja brúðkaup sonar annarra þeirra, sem þau reyndar hafa ekki séð síðan þau sendu hann frá sér barnungan. Þau ferðast í bíl sem er nýjasta tækniundrið frá Ameríku, tölv- ustýrður og alfullkominn. Á leiðinni tala þau saman um lífið og tilveruna, spyrja spurninga um tilgang lífsins, sem þau reyndar kunna tæpast að orða, hvað þá að svara. Þau eru að nálgast leiðarenda þegar bíllinn fer skyndilega útaf og lendir í skurði. Hinn fullkomni tækni- búnaður læsir þau inni og sérstak- ur útbúnaður hreinsar smám saman allan vökva úr líkömum þeirra. Aðvífandi kemur fólk á dráttarvél, prestur og brúðhjón, og það fer fram brúðkaup við vegarbrúnina. Þau rétt ná að renna grun í hver brúðguminn sé áður en bíllinn sekkur endanlega. Þetta er atburðarásin í leikriti Gunnars Gunnarssonar, sem nær í stuttu máli að varpa fram ótal- mörgum spurningum um gamlan og nýjan tíma, breytt viðhorf fólks á tækniöld, samskipti kynj- við náttúruna, við tímann og við sjálft sig. Konurnar hafa að vísu enn óljósan grun um að ekki sé allt með felldu um þau lífsgildi sem þær hafa samið sig að, en láta ævinlega undan belginslegum og heimskulegum fullyrðingum karlanna um að það séu breyttir tímar og það þurfi að semja sig að þeim og trúa á tækni og fram- vindu. Lokamyndin af þessu fólki læstu inní tækniviðundrinu og einangrað frá lifandi fólki frá öðr- um tíma er sterk og vel unnin. Þetta er býsna vel skrifað leikrit. Samtöl eru eðlileg og lif- andi og höfundi hefur tekist vel að ná klisjuþrungnu tali fólks sem veit varla um hvað það er að tala. Hann notar einnig með góðum árangri þá aðferð að láta tvö samtöl fara fram samtímis. Og með hóflegri notkun aðferða vís- indaskáidskapar tekst Gunnari að lyfta þessu snotra verki upp yfir hversdagsleikann. Flutningur verksins, undir Stjórn Benedikts Árnasonar, einkenndist af hófstillingu og vandvirkni og kom verkinu þokkalega til skila, en kosið hefði ég skýrari skil milli einstakra per- sóna, einkum voru kvenraddirn- ar helst til keimlíkar. Hér var á ferðinni góð skemmtun og þörf hugvekja sem tókst með ágætum innan þess ramma sem henni var settur. Sverrir Hólmarsson anna, hættuna af því að oftreysta tækninni og þá firringu frá raun- verulegum lífsgæðum sem auðveldlega geta fylgt í kjölfar lífsgæðakapphlaups. Fólkið sem lýst er hefur rofnað úr tengslum Gunnar Gunnarsson SVERRIR HÓLMARSSON Laugardagur 25. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.