Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 5
INN SÝN Haraldur Steinþórsson benti á það í vikunni í grein hér í blaðinu, sem áður hafði birst í Ásgarði, að íslenskir ráðamenn væru orðnir einsog atvinnurekendur sem stefna að því að veikja áhrif stétt- arfélaga með því að hræða launa- fólk annaðhvort með verðbólgu eða atvinnuleysisgrýlu. Kaupkröfur verkalýðssamtak- anna hafa nú litið dagsins ljós og verður ekki annað sagt en þær séu hóflegar. Guðmundur J. Guðmundsson spyr hvort mönnum þyki 14 þúsund króna lágmarkslaun ofrausn, en uppá það hljóða kröfur Verkamanna- sambandsins. Og Haraldur Steinþórsson spyr hvort mönnum stjórnarinnar í fyrra, var hér um harðar aðgerðir að ræða sem kröfðust tímabundinna fórna launafólks. En einsog Alþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn bentu á, er hér um varanlegar kjara- skerðingar að ræða. Hinar tíma- bundnu fórnir reyndust varan- legar - og ríkisstjórnin orðar ekki einu sinni „tímabundnu" fórnirn- ar lengur. Þannig reyndist hin pólitíska forsenda fyrir harðvít- ugum efnahagsráðstöfunum ein- faldlega blekking. Og þær eru fleiri. Verðbólgan Einsog Haraldur Steinþórsson Arásir á frelsi einstaklings blöskri tölurnar í kaupkröfum BSRB: „Lægstu útborguð laun hækka úr 12.913 kr í 16.787 kr. eða um nærri 4 þúsund krónur - samt sem áður hrykkju þau tæp- lega fyrir framfærslu fjölskyldu". Engu að síður hafa bæði Verka- mannasambandið og BSRB mætt fjandskap og skilningsleysi við- semjenda sinna-Vinnuveitenda- sambandsins og fjármálaráð- herra. Samhengið Fjandsamleg afstaða atvinnu- rekenda og ríkisvalds í garð stétt- arsamtakanna hér á landi er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í fósturlöndum frjálshyggj- unnar Bretlandi og Bandaríkjun- um síðustu árin. Um leið og rétt er að hafa í huga hið alþjóðlega samhengi í núverandi stefnu at- vinnurekendavaldsins í landinu sem notar ríkisvaldið miskunnar- laust í hagsmunabaráttu sinni gegn verkalýðshreyfingunni, liggur beint við það samhengi að aukinn gróði fyrirtækjanna helst í hendur við rýrnandi kjör launa- fólks. Blekkingar Á undanförnum mánuðum höfum við fylgst með tilkynning- um og fréttum um bættan og góð- an hag fyrirtækjanna. í sjálfu sér er það auðvitað meira en ágætt að fyrirtæki skili ágóða. Til þess eru þau nú einu sinni rekin - og að ágóðanum sé varið í skynsam- legar fjárfestingar sem ættu svo að skila fleirum atvinnu og bætt- um hag. En er það nú raunin? Hitt er svo alveg fráleitt að kaupinu hjá almennu launafólki skuli vera haldið niðri meðan fyr- irtækin skila auknum hagnaði. í grófum dráttum hefur það auðvitað gerst í tíð núverandi ríkisstjórnar, að fjármagn hefur verið flutt frá launafólki til fyrir- tækjanna, - stærri hlutur af arði vinnunnar hefur verið færður til fyrirtækjanna. Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar sem liðkuðu til fyrir þessari þróun voru náttúrulega fólgnar í afnámi verðbóta á laun. Tilgangurinn segja stjórnvöld vera þann að ná niður verðbólgu. Eftir stendur að þorri launafólks er með lægri laun, en fyrirtækin standa betur en nokkru sinni. Samkvæmt kenningum ríkis- bendir á í grein sinni, er launa- fólkið hrætt með verðbólgu. Og ýmisiegt bendir til að sá hræðsluáróður hafi gagnast ríkis- stjórninni á fyrsta stjórnarári hennar, þó nú sjáist nýjar blikur á himni. Skoðanakannanir gefa ótvírætt til kynna að ríkisstjórnin sé á fallanda fæti. Þenslan á peningamarkaði bendir ekki til þess að verðbólga sé úr sögunni. Og þó ríkisstjórnin berji sér á brjóst og segist hafa kveðið niður verðbólgudrauginn, má sjá þá vofu í hverri gætt. Eða hvað kallar maður þá staðreynd sem BSRB hefur bent á að frá 1. mars 1983 til 1. mars 1984 hafa laun hækkað um 44%, síminn um 49%, rafmagnið í Reykjavík um 59% og olía til húshitunar um 21%. Þetta er það sem launa- maðurinn á við að stríða - og svo geta menn deilt um það hversu „absalútt" hagfræðilegt hugtak verðbólga er. Andspænis hinu fjandsamlega ríkisvaldi hefur þolinmæði al- mennings verið að bresta. Og jafnvel menn sem vildu unna stjórninni starfsnæðis svo að hún gæti sýnt launafólki fram á ein- hvern ávinning fyrir fórnirnar í fyrra eru nú búnir að fá nóg. Langlundargeðið er þrotið. „Tímabili tillitsseminnar er lok- ið“, sagði Einar Ólafsson for- maður SFR í útvarpinu á dögun- um. Ráðist á samhjálpina Atvinnurekendavaldinu í landinu hefur tekist á undra- skömmum tíma að ná töglum og. högldum í íslensku þjóðfélagi - aðallega fyrir tilverknað ríkis- stjórnarinnar. Rýrnandi kaupgeta þorra launafóiks hefur aukið bilið milli fátækra og þeirra sem komast þokkalega af. Svarti markaðurinn, neðanjarðarefna- hagskerfið er greinilega mjög sterkt hér á landi, það sýnir neysluþenslan þrátt fyrir kjara- skerðingarnar, það sanna skatt- skrárnar sem sýna framá að fjöl- margir bera lítil gjöld þrátt fyrir að þeir berist mikið á. Engin önnur skýring er til á þessum „vinnukonuútsvörum“ miljóner- anna, en neðanjarðarefnahags- kerfi og að skattalög og reglur eru einsog gatasigti. Það er annars undarlegt hversu hið opinbera gengur seint hægt og illa fram í að ná til sín því fjarmagni sem „ Fáir menn hafa á þessari öld brýnt okkur betur á því hvað það er að vera íslendingur og meðan þjóðin á verk hans næst hjarta sínu, á hún betri von en samanlagðar kjarnorkusprengjurnar og radarstöðvarnar sem nú á að reisa í Stigahlíðunum. Ekkert varnarlið getur nokkru sinni skapað þjóðinni betra skjól en það sem fólgið or í menningararfi hennar og lifandi þjðmenningu", sagði Svavar Gestsson ma. í ávarpi sínu á Þingvöllum sem hann flutti eftir lestur Halldórs Laxness. - (M. Eiríkur). augljóslega er skotið undan skattheimtu, bæði á vegum fyrir- tækja og einstaklinga. Opinberir starfsmenn og aðrir þeir launamenn sem gefa sínar tekjur heiðaríega upp til skatts horfa því nú um stundir upp á meira óréttlæti en við verður unað. Staðreyndin er nefnilega sú að þessi efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar og alræði pening- anna sem nú er við lýði, leiðir af sér niðurlægingu fyrir launafólk. Þannig hittir stjórnarstefnan ekki aðeins fyrir magann í fólki - held- ur er hitt ekki minna atriði fyrir einstaklinginn, að hann þarf að leggja meira á sig til að lifa, hann þarf að fást við fleiri vandamál vegna efnahagsástands heimil- anna og hefur fleiri áhyggjur að bera. Þannig virkar líka efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar sem skerðing á frelsi einstaklingsins - og er félagslega og tilfinningalega niðurlægjandi. Ekki bætir úr skák, að ríkisstjórn atvinnurek- endanna hefur samhliða beinum kaupmáttarskerðingum ráðist á ýmsa samhjálparþætti velferðar- þjóðfélagsins svosem samneyslu lyfja og sjúkrahúsin. Allt veldur þetta meira óöryggi einstakling- anna og virkar skerðandi á frelsi þeirra og lífshamingju. Sósíalisminn í þessu ljósi er og rétt að líta á yfirstandandi kjaradeilu og loka- orðin í grein Haraldar Steinþórs- sonar sem hér hefur verið vitnað til: „Oft var þörf en nú er nauð- syn að sanna getu og mátt stétt- arsamtakanna og standa þéttan vörð um réttmætar kröfur“. Al- mennt launafólk verður að taka þátt í stríði stéttasamtaka sinna og fylgja vel eftir. Andspænis þeirri gróðahyggju og því markaðsæði sem valtar yfir þorra launafólks nú um stundir er ekki hægt að komast hjá því að leita andsvars. Sósíalisminn, hinn sanni húmanismi bræðralags og samhjálpar verður að vísa veg- inn. Álþýðubandalagið er auðvit- að sá eðlilegi valkostur sem þjóð- in á til við markaðsflokkunum báðum sem hafa krækt saman klónum um stefnu Versiunar- ráðsins. í því Thatcheríska and- rúmslofti sem við nú hrærumst í hljótum við að berjast fyrir frels- un og sjálfsfrelsun einstakling- anna með samtakamætti. Það verðum við að gera í stéttasam- tökunum og það verðum við að gera einnig pólitískt með banda- lagi sósíalista og sósíaldemókrata í Álþýðubandalaginu og með því. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar sýnast ekki hafa mikla burði nú um stundir. Á næstunni verður háð flokksþing Alþýðuflokksins ~ og þykir hætt við að engar breytingar verði á eintrjánings- hætti þess flokks. Samkvæmt nýj- ustu kjaftasögunum mun Kjartan Jóhannsson stefna áfram að for- mennsku og Jóhanna Sigurðar- dóttir að varaformennsku, þann- ig að útkoman verður status quo. Ef Alþýðuflokurinn og aðrir stjórnarandstöðuflokkar sjá ekki að sér og halda áfram að daðra til hægri bíður þeirra ekki annað en að veslast upp. Nái stjórnarand- staðan ekki saman um breiðfylk- ingu í einhverju formi verður þörfin enn brýnni á að tvíefla Al- þýðubandalagið sem eina valkost vinstri manna. En auðvitað er kominn tími til fyrir þjóðina að fá frí frá Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjórn, einsog á var bent í Innsýnarpistli nýverið. Menningarstríð Það var ógleymanleg stund á Þingvöllum um sl. helgi þegar Halldór Laxness las upphafið á íslandsklukkunni fyrir fólkið í Alþýðubandalagsferðalaginu. Á það var minnt að besta vörnin fyrir ísland og íslendinga væri menningin, - og bókmenntir Halldórs voru sagðar betri vörn en öflugustu herir heimsins fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar. Marg- ir höfðu á orði að helgi þessa stundarkorns í döggvotu veðrinu á Þingvöllum minnti eldra fólkið á stofnun lýðveldisins. Og þegar haft er í huga að fertugsafmælis lýðveldisins var tæpast minnst af stjórnvöldum, er ekki fjarri lagi að Þingvallaförin um sl. helgi hafi verið uppbót í staðinn fyrir þá há- tíð sem þjóðin missti af 17. júní. Og þegar við erum farin að minnast á menningu í bland við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar og yfirstandandi kjaradeilu er rétt að hafa í huga, að hér tvinn- ast margir hlutir saman. Auk þeirrar félagslegu niðurlægingar sem kaupmáttarskerðingin hefur haft í för með sér á einstaklinga og stéttir, þá er slík efnahags- stefna beint menningarfjand- samleg. Kaupmáttarskerðingin leiðir það beint af sér að almennt launafólk hefur síður efni á að sækja menningarsamkomur og neyta menningarefnis. Nú hefur farið svipað fyrir bók- inni og heita vatninu hans Davíðs borgarstjóra, - að hún hefur hlut- fallslega hækkað meira en kaupið. Hún má heita undarleg í meira lagi sú værukærð lista- manna og annarra menningar- manna að hafa ekki efnt til harð- vítugari andstöðu við núverandi ríkisstjórn vegna þessa. Því er ekki að leyna að á milli menning- arritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen og Þjóð- viljans er samstaða um vörn fyrir bókina. Oft á tíðum hefur Morg- unblaðið tekið undir umvandanir Þjóðviljans og tekið þátt í varn- arstríðinu. En stjórnvöld hafa ekki látið sér segjast. Sama ríkis- stjórn og veitir fyrirtækjunum miljarða króna í skattaívilnanir og stærri hlut af vinnu fólksins, herðir skattheimtu af bókavin- um. Þetta er táknrænt. Staðreyndin er auðvitað sú, þó margir eigi erfitt með að kyngja því, að andófið gegn ríkisstjórn- inni er ekki síður spurning um menningu þjóðarinnar heldur en krónur og aura. íslensk borgarastétt kann ekki að meta borgaralega menningu fremur en annað sem hugsanlega gæti orðið henni til vegsauka. Sú frjálshyggja sem nú á uppá pall- borðið hjá ríkisstjórn Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, er ekki að sækjast eftir fjöl- þjóðlegum menningarstraumum, hvað þá þjóðlegum. Hún á sér ekki annað en peninginn og vald hans - og kallar frelsi. f sjálfu sér er það ekki nýtt að sósíalísk hreyfing á íslandi þurfi að hlaupa borgaralegri menningu til varnar. Þannig hefur það verið alla þessa öld á lslandi. Það er og hefur ver- ið söguleg' hlutskipti sósíalista hér á landi að verja borgaralega menningu fyrir barbarískum ný- ríkramannadyntum. En það er í sjálfu sér ánægjulegt að nú skuli vera til áhrifamenn í Sjálfstæðis- flokknum einsog Matthías Jo- hannessen sem hafa skilning á nauðsyn samstöðu sósíalista og borgaralegra húmanista. Á þá samstöðu á mikið eftir að reyna í ■ varnarstríði íslenskrar menning- ar. Guðinn Friedman Guðinn Friedmann er á leiðinni til íslands og ætlar að tala fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Versl- unarráðið og rannsóknarstofnun Jóns Þorlákssonar. Fyrirlestur- inn er „öllum opinn“, segir á áberandi hátt í fréttatilkynning- um. Og þær fréttatilkynningar eru dæmigerðar fyrir skilning markaðskreddumanna á frelsi. Það kostar nefnilega litlar 1200 krónur inná fyrirlesturinn. Óskar Guðmundsson Laugardagur 25. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.