Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 11
QÆGURMAL Eartha Kitt Eartha Mae Kitt fæddist í Suður-Karólínu árið 1928 þegar sólin lagði leið sína um Vatnsberamerkið í himin- hvolfinu. Hafa stjörnurnar leynt og Ijóst ætlað Earthu til- brigðaríkt líf því á mörgu hefur gengið og oft ekki blásið byr- legafyrir þessari sérstöku konu. Frægt er þegar Eartha, stödd í snobbsamkvæmi í Hvíta húsinu og vitfirring Víetnam-stríðsins í al- gleymingi, hneykslaði pólitík- usa og annað velsæmislið með snjallri og beinskeyttri tölu gegn íhlutun Bandaríkja- manna í stríði þessu. Ætlaði allt um koll að keyra og átti þessi uppákoma Earthu í gild- inu fræga eftir að draga dilk á eftir sér fyrir frama hennar í s/<5tóseftirleiðis. Plötufyrir- tæki þorðu ekki að taka hana uppá sína arma og önnur dans- og söngvahlutverk hættu að berast henni. Hún hafði gert sig seka um and- bandarískan „áróður" áopin- berum vettvangi og skyldi fá að gjalda þess. Ekki var það henni til framdráttar að hún hafði alið barn með hvítum stjórnmálamanni, og Klu Klux Klan gengið á eftir henni með morðhótanir og annað smott- erí. Hér á eftir fara nokkur ágrip úr viðtali sem tekið var árið 1975 og er að finna í bók, sem inniheldur viðtöl við annað frægt fólk á borð við Múhameð Alí, rithöfundinn James Michener, - Rachel Welch, svo að einhverjir séu nefndir. Bókin heitir „How I learned to like myself" (Hvernig mér lærðist að geðjast að sjálfri/ um mér) og eru viðmælendur spurðir persónulegra spurninga um lífsviðhorf sín og meiningar. Að vera sinn eigin besti vinur - Ég hef alltaf verið það, þótt ég hafi fundið fyrir misskilningi frá fólki, það ekki skilið mig, því að ég hef alltaf vitað að ég yrði að vera trú sjálfri mér. Það komu stundir að ég lét glepjast af ann- arra skoðunum á mér sem komu mér úr jafnvægi, en áður en allt fór í handaskolum tókst mér að skilgreina sjálfa mig og finna út hið sanna í málinu. Það er mjög erfitt að vera samvistum við fólk sem kann ekki að meta sjálft sig. Það er í sífelldri leit að sjálfu sér, einhverri ímynd, og getur því sjaldan verið mjög einlægt. Slflcir einstaklingar eru vitsmunalega fljótandi persónuleikar. Sumir vilja meina að það að vera skemmtikraftur hafi eitthvað með það að gera að maður verði góður vinur sjálfs síns. Hjá mér gerðist það þó öðruvísi: Að vera án fjölskyldu og finna mína eigin leið í lífinu til þess hreinlega að komast af. Það var þessi grund- völlur sjálfsbjargarviðleitni sem kom mér í skilning um mikilvægi þess að vera sinn eigin besti vin- ur. Lífsuppskrift - Mín „uppskrift“ að lífinu er að vera ekki hrædd við sjálfa mig, hvorki við það sem ég hugsa né við skoðanir mínar. Að vera ætíð opin fyrir nýjum lærdómi, nýrri reynslu og öðru fólki. Að vera opinn gagnvart öðru fólki hjálpar manni að komast nær sjálfum sér. Ein ástæðan fyrir því, að ég held ennþá sönsum, er að ég trúi á að fyrirgefa og vera ekki að velta mér uppúr biturleika eða hatri. Margir eiga bágt með að skilja að þessi er mín meining, telja mig þrátt fyrir allt beiska og bitra, og halda því jafnframt fram að ég myndi klárt koma fram hefndum ef einhver óvingaðist við mig. En ég er mótfallin þann- ig aðferð, og reyndin hefur orðið sú að fólk hefur fengið að traðka eilítið um of á mér. Það hefur þó alltaf komið uppúr dúrnum að það skilur að lokum við hvað ég hef átt og viðurkennt mistök sín. Velgengni - Ég hef alltaf gert mér ljóst að ég væri öðru vísi en annað fólk, alveg frá því að ég var í „útlegð" á bómullarökrum í Suðurríkjun- um. Að vera fædd með þrenns- lags blóð í æðum og verið afneit- að af þeim þrem kynstofnum sem ég er komin af... Jesús Kristur! Hvernig getur manni liðið einsog öðru fólki...? Samt sem áður hef ég aldrei gefist upp og frekar reynt að nota mér þetta til fram- dráttar. (Eartha Kitt er af gulum, svörtum og hvítum kynstofni komin). Þegar ég var stelpa kölluðu mig allir „þessa gulu“ og vildu fáir vingast við mig. Ég varð því að finna mína eigin leið til að rétt- læta tilveru mína, sanna að ég væri einhvers virði. Ég fékk snemma að skilja það, að annað- hvort berstu við vandamál þau er að þér steðja og gefst aldrei upp, þar til þú hefur unnið sigur, eða þá leggur upp laupana og lætur erfiðleikana íjyngja þér og gera þig vonlitla. Ég verð kannski að sanna gildi mitt umfram flesta þá er strax fengu athygli, en ég held að hver sem við erum göngum við öll í gegnum efasemdir um það hvort við einhverntíma náum settu marki með lífi okkar. Ef við höfum eitthvert sér - kenni verðum við að rækta það þegar við höfum komið auga á það. Og hafi þér tekist að uppgö- tva þína sérstöku náttúru muntu skilja, að hún þarfnast sjálfs- stjórnarog ögunar.Flestir ættu að prófa sjálfir hvað í þeim býr, líkt og þegar krakkar eru látnir ganga í gegnum hin ýmsu ólíku próf svo auðveldara verði að sjá hvar áhuginn liggur og hæfileikinn, t.d. hvort um ræðir stærðfræði- greind, listamannsnáttúra eða sálfræðiáhugi. Það geta flestir prófað sjálfa sig á þennan hátt, svo að í rauninni er ekki hægt að afsaka sig og segjast ekki vita hvað maður vill vinna við. Ég held að þú komist aldrei í gegnum lífið, ef þú ferð að ráðum foreld- ranna eða eftir óskum þeirra, t.d. um að þú verðir læknir. Þegar þú svo ert orðinn læknir sérðu að þú vildir heldur hafa lært eitthvað annað. Þú ert að vísu orðin lækn- ir, en varla neitt góður! Þegar maður leitar eftir að gera þá hluti sem ánægju veita, þá sem þú virkilega vilt vinna við, þá býstu ekki endilega við að þeir eigi eftir að gefa sjö miljón dollara í aðra hönd. Ef fólk er hamingjusamt við iðju sína, er sanngjörn lífsaf- koma allt sem það þarfnast. Veistu, að gráðugar manneskj- ur verða alltaf „mellur", sama hvað þær taka sér fyrir hendur. Gott líf - Hið góða líf er þegar þú finnur þessa fullnægju innra með þér að þú sért eitthvað. Og þá skiptir engu máli hvort þú ert sæl með Eartha aóð en í „vondum" félagsskap Plata Earthu Kitt, Ég elska karlmenn, gæti verið miklu betri. Hún er hið fullkomna dæmi um hvernig ekki á að gera plötu. Inniheldur hún sex lög, sem öll standa yfir í of langan tíma, frá tæpum sex mínútum til rúmlega tíu, og eru ofhlaðin, endurtekin; sumsé lopinn teygður langt fram úr hófi. Synd og skömm, því Eartha er miklu meiri listamaður en gefið er í skyn á þessari plötu, og víst er að J acques Moriali, sá fýr er stjórnar upptöku hennar á hér hvað stærstan hlut að máli. Hér er þó ekki um vondar mel- ódíur að ræða, en úrvinnsla þeirra er smekklaus, og ódýrt bragð sem angar af sölumennsku. Að kasta Earthu svona harkalega illa inní markaðsfrumskóginn er fyrir neðan hennar virðingu, hún hefur enn til að bera sérkennilega rödd og færi betur ef hún ómaði án alls þessa glundurs sem troöið er svo leiðinlega inní hvar og hvernig sem er. Þegar Eartha söng lagið Where is my Man hér um árið, og þá án þessarar svonefndrar „megamix- túruútfærslu”, þótti von á góðu, því lagið var gott og Eartha enn betri. En það er greinilegt að rangur karlmaður stendur á bak ... býður birginn, en... við þessa fjölhæfu konu, karl sem ætti að nota hæfileika sína um- fram allt annað til að framleiða; langa/ leiðitama/diskó/ breik/ - danstónlist. Eartha hefur, kannski í einslags hallæri, látið verða af gerð slíkrar skífu og verður að vanda sig betur næst ef byr á að fást í seglin. Það mætti ætla að ofansögðu að fátt eitt gott fyndist við plötuna nema söngur Earthu, enda er það svo... Hinsvegar er gott að eiga gripinn finnst mér, því ég er svo- lítið skotin í þessari konu. Eartha Kltt árift 1975 sjálfa þig, finnur innri ánægju. Þetta er fyrir mig hið góða líf, og ásamt velgengni. Ég set það að markmiði að gera ávallt það besta sem í mínu valdi stendur og þannig er ég í sátt við sjálfa mig. Sú tilfinning að geta elskað sjálfan sig gerir manni kleift að elska aðra persónu. Og ástin verður fyrir vikið miklu ör- látari, hún geislar út frá þér og getur gefið í skyn hvernig þér er innanbrjósts gagnvart bæði sjálfri þér og öðrum. Ef þú ert í nei- kvæðri afstöðu til sjálfrar þín, verða samskipti þín við annað fólk einnig neikvæð. Nú, ég held að allir hafi yfir einhverju valdi að ráða og brúkir þú það rétt og vel er það jafnvel nauðsynlegt hverjum og einum til heilbrigðs lífsmáta. Ef við erum nógu vitur og næm á umhverfi okkar getum við komið góðu til Ieiðar með áhrifum okkar. Ég verð alltaf ánægð ef ég á þess kost að nota áhrif mín eða vald í góð- um tilgangi. Hamingja og erfðasynd - Ég held ekki að hamingjan sé einhver fjarstæður draumur. Hinsvegar er stanslaust verið að brýna fyrir manni að veraldleg gæði þurfi til svo að hamingjan verði nú höndluð. En slík firra afvegaleiðir hverja persónu frá sínum innsta kjarna. Ennfremur er okkur kennt að ríkan karl þurfi til ásamt viðeigandi framagirni og jafnvel samviskuleysi, ef sælu á að ná. En að mínu viti er þess- háttar fflósófía algerlega villandi, ekkert af ofannefndu færir þér hamingju. Aukinheldur tel ég að nokkur hugtök trúarbragðanna, t.d. um syndina, hafa skilið okkur eftir villt vega í leitinni að sjálfsham- ingjunni. Trúarbrögðin geraokk- ur það snemma ljóst að þörfin fyrir kynlíf sé syndsamleg og viðurkennir þú hana ertu ósjálf- rátt orðinn syndari. Eitt af því versta sem maður getur gert öðr- um manni er að koma inn í vitund hans sektarkennd útaf eðlilegum hvötum. Vitaskuld þyrfti upp- fræðslu og réttan aga í þessum málum, en trúarbrögðin kenna það bara einfaldlega ekki; sjáðu, þau kenna þér ekki að uppfræða eða aga sjálfa þig eftir eðlilegum hvötum þínum, heldur eingöngu að þú sért syndari hinn versti bara ef þú hefur einhverjar slíkar kenndir! Laun heimsins - Það verður alltaf til fólk sem finnst líf sitt illa endurgoldið, maður er alltaf að hitta fólk sem lifir í sjálfsblekkingu og annað sem einfaldlega nennir ekki að vinna, punktur basta! En al- mennt séð held ég að réttmæt laun séu yfirleitt svikin af fólki, einfaldlega vegna of hárra skatta sem lagðir eru á almenning. Og skattabyrðin verður þess svo valdandi að fólk hefur hvorki þrek né þor til að vinna að hærra marki. Jákvœður þankagangur - Það er jákvæður hugsunar- háttur að hafa hugrekki til að fylgja eftir sannfæringu sinni, og að vera ekki bölsýn. Að hafa kímnigáfuna í lagi sama á hverju dynur. Ef ég hefði ekki haft húm- or væri ég ekki stödd þar sem ég er nú. Reyndar finnst mér ennþá svolítið skondið að ég sem áður vann við baðmullartínslu í Suður- ríkjunum skuli síðar meir hafna í matarboði hjá Nehru Indlands- forseta og hanastélum með kóng- urn og drottningum og öðrum í svokölluðum hærri þrepum þjóð- félagsins. Mér finnst það ennþá hlægilegt. Ég er ekki hrædd við að viðurkenna hver ég er, hvaðan ég kem og hvar minn staður er. Ég hef alltaf hugsað mér að verða mikil manneskja vegna þess að sem barn var mér innprentað að ekkert væri í mig spunnið og að ég ætti eftir að „koma heim einn daginn ólétt og baka heimili mínu skömm“ - og álíka orð dundu sí- fellt á eyrum mér í þá daga. Ég ákvað þá að sanna að ég væri ekk- ert slæm. Þessi hugsun hefur ver- ið ráðandi æ síðan. Það var þá fyrst sem ég ákvað að hugsa já- kvætt. Eftirmœli - Ég vildi að fólk ætti eftir að minnast mín sem góðrar mann- eskju, góðrar móður og góðs vin- ar. (I. mar snaraði lauslega). Laugardagur 25. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.