Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Kartöflur Fá bændur Græn- metið? Mikil fundahöld voru í gær vegna kartöflustríðsins hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, en „frjálsu“ kartöflurnar renna út eins og heitar lummur hjá Hag- kaupum og fleiri smásöluverslun- um. Á fundi sínum í gær ákvað framleiðsluráðið að heimila ekki fleiri aðilum að svo stöddu heildsöludreifingu á kartöflum eða öðru grænmeti. Er vísað til fundarsamþykktar í fulltrúaráði kartöflubænda þessari ákvörðun til stuðnings, en kartöflubændur lýstu eindreginni andstöðu sinni við hugmyndina 14. ágúst s.l. Vegna óska kartöflubænda um að taka við stjórn Grænmetis- verslunar landbúnaðarins lýsir framleiðsluráðið því yfir að það sé „reiðubúið til að ræða breytta stjórn fyrirtækisins, enda náist samkomulag um eignarhald, rekstrarfyrirkomulag þess og starfsreglur“. í greinargerð er bent á að þetta krefjist laga- breytingar og ekki sé ljóst hvort pólitískur vilji sé fyrir slíkri breytingu. Á næstu dögum mun fram- leiðsluráðið ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila um lausn á deilunni um „frjálsu" kartöflurn- ar, segir í frétt frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Fyrir- lestur um eðlis- fræði Porsteinn J. Halldórsson eðlis- fræðingur hjá Messerschmitt- Bölkow - Blohm GmbH í Mvinc- hen flytur fyrirlestur á vegum eðl- isfræðingafélags íslands á mánu- daginn klukkan 16.30 í stofu 158 í húsi Verkfræði og Raunvísinda- deildar Háskólans við Hjarðar- haga. Fyrirlesturinn ber heitið Þýska stjörnu-athugunarstöðin GIRL. Hann er öllum opinn. í upphafi var ísafold og ísafold var hjá Árvakri og ísafold er Árvakur. Þjóðviljinn er með látlausan „bás" á vörusýningunni í Laugardal nú einsog ott áður. Olga Clausen er yfirumsjónarmaður þessarar deildar og var myndin tekin við opnun sýningarinnar í gær. Þarna gefst fólki kostur á að gerast kynningaráskrif- endur að Þjóðviljanum fyrir spottprís, auk þess sem fólki er afhent ábyrgðarlaust skensblað til að vekja athygli á gamansemi aðstandenda Þjóðviljans. Þær Daðey og Bára tóku forskot á sæluna í gærdag og kíktu inn í Legó- húsið. Þar verður byggingasam- keppni allan sýningartímann og auð- vitað eru Legókubbar í verðlaun. Ljósm. Atli. Laugardalshöll Heimilið og fjölskyldan ’84 opnuð í gær Heimilið og fjölskyldan ’84, vörusýning og tívoll var opn- uð I gær I Laugardalshöll með pompi og prakt. Þetta er 6. heimilissýningin og hafa gestir verið á bilinu 50-80 þúsund á hverri. Er búist við svipuðum fjölda nú en sýningin stendur fram til 9. september. Eins og við er að búast eru þeir fjölmargir sem nota vilja tækifær- ið og koma vöru sinni á framfæri við allan þennan skara. Um 30 fyrirtæki voru á biðlista án árang- urs en sýnendur eru 105 talsins. Á sýningunni er fjölbreytt yfirlit yfír flest það sem þarf til heimilis- ins. Allmargir sýnendur bjóða gestum uppá að smakka á mat- vælum, þarna geta menn gert verðsamanburð, fengið sýni- kennslu og keypt ýmsa hluti á kynningarverði. í aðalsal hallarinnar hefur á einni viku risið fullbúið einbýlis- hús sem 20 sýnendur hafa sam- einast um að búa heimilistækjum og húsbúnaði. Þama eru uppbúin rúm, rúllandi vídeó, myndir á veggjum og stígvélaþurrkari svo eitthvað sé nefnt, en húsið er reist úr Mát-einingum, klætt með steinklæðningu frá Bykó. Því miður verður víst að eyðileggja húsið að sýningu lokinni, því öðmvísi er ekki hægt að koma því út! Þá hafa Húsvíkingar fjöl- mennt á sýninguna með ýmiss konar framleiðslu bæjarins og sýna þeir á stóru svæði matvæli, báta, sólarlampa og fleira. Þar er einnig stórskemmtilegur spegla- salur og málverkasýning Sigurðar Hallmarssonar. Á útisvæði er að venju tívolí með bílabraut, kolkrabba, þeyti- vindu, barnahringekju og hopp- sal en þar er einnig hægt að fara í kastleiki og spila í tombólu þar sem þúsundir bangsa eru í verð- laun. Á tívolísvæðinu verður 19 ára gamalli breskri fallbyssu- drottningu skotið á loft tvisvar á dag og kemur hún úr byssunni með 90 km hraða og þeytist 30 metra í loftinu áður en hún fellur niður í þar til gert öryggisnet. Þetta hefur aldrei sést hér á landi áður. Á tívolísvæðinu er einnig heilt Legóhús, þar sem þúsundir Leg- ókubba eru til frjálsra nota fyrir börn og verður stanslaus bygg- ingarsamkeppni þar allan sýning- artímann. Þrjú bestu módel hvers dags verða verðlaunuð með Leg- ókubbum og besta módelið á sýn- ingunni færir höfundi sínum 2ja daga ferð í Lególand í Dan- mörku. Það er kannski eins gott að taka það fram fyrir þá sem vilja æfa sig að ekki má nota fleiri en 25 kubba í listaverkið! Sýningin er opin virka daga kl. 17-23, um helgar kl. 14-23 fram til 9. september. Aðgangseyrir er 150 krónur fyrir fullorðna, 100 kr. fyrir ellilífeyrisþega og 50 krónur fyrir börn. Jan Mayen deilan Norrænni samvinnu til hnjóðs Utanríkisráðuneytið óskar eftir því að ríkisstjórnir Noregs og Danmerkur fjalli um málið Utanríkisráðuneytið sendi utanríkisráðuneytum Noregs og Danmerkur I gær erindi vegna loðnuveiðanna við Jan Mayen og var haft samráð við utanríkis- málanefnd þingsins um þessar orðsendingar. I báðum erindun- Engar Iviðtali við útvarpið í gærkvöldi neitaði dr. Jóhannes Nordal, formaður samninganefndar ríkisstjórnarinnar við Alusuisse að nefna nokkrar tölur um hækk- un raforkuverðsins þrátt fyrir að hann teldi miklar líkur á að sam- komulag um það væri í augsýn. Viðræðufundi Alusuisse og viðræðunefndarinnar lauk í Zúr- um er því lýst yfir að deilumálin um veiðarnar og lögsögumörkin gagnvart Grænlandi séu nor- rænni samvinnu til hnjóðs og beri ríkisstjórnum landanna að sam- cinast um skjóta og sanngjarna lausn. ich í Sviss í gær og hefur verið boðaður aukafundur í Amster- dam í byrjun september. Dr. Jó- hannes Nordal og Dietrich Ernst frá Alusuisse voru sammála um að mikill árangur hefði náðst á fundinum í Zúrich og sagði dr. Jóhannes að verulegur skriður hefði komist á umræður um breytingar á orkusölusamningn- um og orkuverðinu. Vænti hann í erindinu til Dana er lýst megnri óánægju með áframhald loðnuveiða austan miðlínunnar og er óbilgirni Dana varðandi kröfur tij svæðisins hörmuð. Minnt er á að íslendingar hafi við útfærslu lögsögu sinnar í 200 míl- þess að eftir næsta fund yrði hægt að fara að undirbúa skriflegan texta samkomulags um öll atriði deilunnar við Alusuisse en undir- skrift gæti dregist eitthvað. Dietr- ich Ernst taldi trúlegt að samn- ingar yrðu í höfn fyrir árslok. Ekki náðist í Sverri Hermanns- son iðnaðarráðherra í gærkvöldi. -ÁI ur ekki framfylgt henni nema að miðlínu gagnvart Jan Mayen um nokkurra ára skeið. Ekki sé unnt að sjá að kröfur Dana eigi sér haldbæra stoð í þjóðarétti. í erindinu til Norðmanna eru áréttuð fyrri mótmæli vegna skorts á raunhæfri löggæslu á Jan- Mayen svæðinu og bent á að ís- lendingar geti ekki til lengdar að- gerðarlaust horft uppá að mjög mikilvægum hagsmunum þeirra á sameiginlegu nýtingarsvæði sé þannig stofnað í hættu. Afla danskra og færeyskra fiskiskipa beri að draga frá loðnukvóta Noregs þegar á yfirstandandi vertíð enda óranglátt og óviðun- andi að veiðarnar bitni á kvóta íslendinga. Utanríkisráðuneytið óskaði jafnframt eftir því að ríkisstjórnir Noregs og Danmerkur fjalli um framtíðarskiptingu loðnukvótans og einnig bent á að brýnt sé að leysa deiluna um lögsögumörkin. Álviðrœðurnar tölur nefndar 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.