Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Sementsverksmiðjan
Hreinni strókur
úr reykháfinum
íbúar kvarta undan hávaða.
Hreinsibúnaður hefur verið
settur í gang við reykháf Sem-
entsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi. Við endurnýjun starfsleyfis
verksmiðjunnar haustið 1981
voru ákvæði af hálfu bæjaryfir-
valda um að styrkur ryks í út-
blásturslofti frá sementsofninum
yrði minnkaður verulega.
Tilraunarekstur á búnaðinum
hefur farið fram í um mánaðar-
tíma. Ljóst er að hann stenst kröf-
ur um fækkun rykkorna í út-
blæstri. Hins vegar eru íbúar ná-
grennisins afar óánægðir með há-
vaðann sem frá hinum nýja bún-
Móðurmálið
Trufla
Faerey-
ingar
frétta-
útsend-
ingar?
aði kemur. Varð að stöðva til-
raunareksturinn um tíma meðan
reynt var að minnka hávaðann.
Er nú beðið eftir vélbúnaði til
frekari lagfæringar.
Þjóðviljinn ræddi í gær við
Gunnlaug Haraldsson formann
heilbrigðisnefndar Akraness.
Sagði hann að bæjarstjórn hefði
tekið ákvörðun um að krefjast
betri hreinsibúnaðar þegar farið
var að nota kol í stað olíu sem
orkugjafa og starfsleyfið endur-
nýjað. Sagði Gunnlaugur hávað-
ann hafa valdið íbúum nágrennis-
ins verulegu ónæði. „Fólk kvart-
ar undan að ekki sé hægt að sofa
við opna glugga lengur og alls
ekki í þeim herbergjum sem snúa
í átt að verksmiðjunni.“
Gunnar Sigurðsson viðhalds- ■
stjóri Sementsverksmiðjunnar
sagði Þjóðviljanum í gær að beð-
ið væri eftir vélarkosti til lagfær-
ingar á hávaða frá Danmörku
þaðan sem rykhreinsibúnaðurinn
er keyptur. „Það var óskaplegur
hávaði fyrst. Hönnunin á tækjun-
um er svona því yfirleitt eru
verksmiðjurnar ekki í íbúabyggð.
Dragkeðja er í botni hreinsitæk-
isins sem hreinsar rykið frá filt-
ernum sem reykurinn fer í gegn-
um. í þessu ýlfraði mikið. Við
reyndum að laga það með því að
lyfta keðjunni frá botninum og
klæða stýrisskó sem halda henni
uppi. Hávaðinn minnkaði en
ekki nóg. Vonandi getum við
bætt úr þessu fljótlega."
Heildarkostnaður við kaup og
uppsetningu rykhreinsibúnaðar-
ins er um 25 miljónir króna.
Hreinsitœkin eru af svonefndri
rafsíugerð. Hreinsa þau niður
fyrir 150 mg í útblásnum loftrúm-
metra. Gamli búnaðurinn sem er
26 ára gamall er gerður fyrir 500
mg í rúmmetra.
-jP
Nýi rykhreinsibúnaðurinn við Sementsverksmiðjuna. Mynd-eik.
Sovétríkin
Eigum margt sameiginlegt
Davíð Oddsson borgarstjóri: Óska Moskvubúum velgengni við
framkvœmd víðtœkra áœtlana um þróun borgarinnar.
Dagskráin í samrœmi við óskirnar um
tœkifœri til að kynnast málum sem við höfum áhuga á.
Eða er það Maggi
málsvitandi?
Okennileg hljóð, sem fylgdu
viðtali við Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra í sjón-
varpinu i fyrrakvöld, ollu að von-
um hcilabrotum. Ýmsir töldu að
þarna hefðu Færeyingar laumast
inn í útsendinguna til þess að
trufla málflutning ráðherrans og
stríðshótanir I garð þeirra,
frænda okkar. Aðrir veltu því
fyrir sér, hvort hér bæri eftilvill
fyrir eyru söng loðnunnar, sem
hingað til hefur lítið heyrst, enda
ekki talin músíkalskur flskur.
Hvað sem öðru líður losnaði
ráðherrann ekki við þennan
undirtón, hvernig sem tækni-
menn hristu tólin sín þarna hjá
sjónvarpinu. En þar var raunar
um að ræða saklausan barnaþátt,
sem ber nafnið Busla. Anna Sig-
ríður Árnadóttir, sem les texta
þessa þáttar, mun hafa verið að
lesa hann inn á hljóðband, rétt
áður en viðtalið var tekið upp og
þarna hefur einhverju slegið sam-
an hjá tæknideildinni.
Við þetta rifjast upp fyrir
mönnum textabrengl, sem var í
fréttaskýringu, enskri, nú fyrir
fáeinum dögum. í þessari frétt
urðu tvenn spaugileg lykkjuföll á
textastrimlinum. Breski þulurinn
sagði eitthvað áþessa leið: Bretar
íhuga nú að senda flota inn á
Persaflóa. - í íslenskri útskrift
sjónvarpsins varð þetta hins veg-
ar; nokkurn veginn þannig: Betra
er í huga að benda en pissa í lóann
sinn. - Og enn segir þulurinn á
ensku, eitthvað á þessa leið:
Margir málsmetandi menn í Bret-
landi o.s.frv. sem varð: Maggi
málsvitandi...
JH.
MOSKVU. „Það gleður okk-
ur, að tekist hafa góð sam-
skipti miili Moskvu og Reykjavík-
ur. Höfuðborgir landa okkar eiga
margt sameiginlegt. Regluleg
skipti á sendinefndum gera okkur
kleift að miðla hvorir öðrum af
reynslu okkar. Við höfum áhuga
á lausnum byggingarvandamála í
Moskvu. Moskva er lifandi borg
og við sjáum, að hún breytist ört.
Eftirtektarverðar breytingar
hafa átt sér stað frá síðustu heim-
sókn okkar hingað fyrir ekki svo
löngu. Við óskum Moskvubúum
velgengni við framkvæmd víð-
tækra áætlana um þróun borgar-
innar“, sagði borgarstjórinn í
Réykjavík, Davíð Oddsson, for-
maður sendinefndar höfuðborg-
ar Islands, á fundi framkvæmda-
nefndar borgarstjórnarinnar í
Moskvu.
í viðræðunum var íslensku
gestunum skýrt frá húsnæðis- og
iðnaðaruppbyggingu í Moskvu,
þróun samgangna í borginni og
lausn vandamála verslunarþjón-
ustu og heilsugæslu. Meðlimir
sendinefndarinnar höfðu mikinn
áhuga á aðalskipulagi um þróun
Moskvu fram til ársins 2010, sem
Kolomin, fyrsti varaformaður
framkvæmdanefndar borgar-
stjórnar Moskvu kynnti fyrir
þeim.
A dagskrá dvalar íslending-
anna í Sovétríkjunum eru heim-
sókn á byggingasýningu í
Moskvu, skoðun olympíumann-
virkja, heimsóknir á sýningu
efnahagslífsins, í Ostankino sjón-
varpsturninn og í Spartak-klúbb,
sem þjálfar unga skákmenn. Is-
lensku gestirnir munu einnig
heimsækja Kiev, eina elstu borg
landsins, og Sotsji, þar sem þeir
munu sjá, hvernig sovésk alþýða
ver frítímum sínum í hvíldar-
heimilum við Svartahaf.
„Það gleður okkur, að dag-
skráin er mjög í samræmi við ósk-
ir okkar. Hún veitir okkur tæki-
færi til þess að fræðast meira um
vandamál, sem við höfum áhuga
á í lífi sovésku þjóðarinnar",
sagði Davíð Oddsson að lokum.
Frétt frá APN.
Ráðstefna
Ráðuneytið vantar þekkingu
Ólafur Ásgeirsson skólameistari: Mannaflinn við
menntamálaráðuneytið hefur ekkiþekkingu á
framhaldsskólum og vantaryfirsýn.
Framhaldsskóladeild vantar
nauðsynlega í menntamála-
ráðuneytið, sagði Ólafur Ásgeirs-
son skólastjóri i Fjölbrautaskól-
anum á Akranesi við Þjóðviljann
í gær. Framhaldsskólinn, staða
hans í skólakerflnu og inntak
námsins var brennidepill um-
ræðu á fjölmennri ráðstefnu sem
Skólameistarafélag íslands og
kennarafélögin héldu í gær.
„Á síðasta áratug hafa orðið
mjög miklar breytingar á tengsl-
bm framhaldsskólanna við ráðu-
neytið", sagði Ólafur Ásgeirs-
son. „Mannaflinn sem þar vinnur
hefur ekki þekkingu og yfirsýn til
að annast það verkefni sem ráðu-
neytið tók að sér fyrir um 10 árum
síðan þegar það yfirtók fram-
haldsskólana. Grunnskólarnir
eru allir með sama sniðinu en
mun erfiðara er að fást við fram-
haldsskólana sem eru hver ólíkir
öðrum.“
Ólafur sagði að á ráðstefnunni
væri einkum fjallað um þrennt:
Stjórnunarþættir, hvernig ráðu-
neytin og sveitarstjórnir koma
þar inn. Staðsetningu skólanna
og verksvið þeirra. Og hvernig
eigi að skipuleggja inntak náms-
ins. Ólafur benti á að tengsl milli
framhaldsskólanna væru enn
framandi því breytingar hefðu
verið örar á síðustu árum og
tregðu ásamt íhaldssemi gætti
varðandi námsefni.
„Það er erfitt að sjá mál fram-
haldsskólanna í heild og tengslin í
skólakerfinu, því um afar flókið
mál er að ræða. Á þessari ráð-
stefnu eru kennarar og skóla-
stjórar og það er vel því oft er eins
og heimar þeirra séu óskyldir og
ástæða til að færa þá saman.“
-jP
Ólafur Ásgeirson: Miklar breytingar á
tengslum skólanna við menntamála-
ráðuneytið. Ljósm. eik.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN